Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Qupperneq 4
108 Þjóðviuinn ungi. VIII, 27. Lífsábyrgðarf élagið „STAR“ er almennt viðurkennt að vera hið hag- felldasta og bezta félag, sem menn geta átt kost á að tryggja líf sitt í, bæði fyrir fullorðna og börn á unga aldri. Allar nauðsynlegar upplýsingar gefur undirritaður umboðsmaður félagsins. J'on Hélgason, verzlunarm. á Isafirði. Crawfords ijúíFenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London. Einkasali fyrir Island og Færeyjar F. Hjorth & Cg Kjobenhavn K. íslenzk Mmcrki brúkuð, óskast til kaups með eptirfylgj- andi verði: 3 aura á 21/, eyri, 5 aura á 2 aura, 6 aura á 4 aura, 10 aura á 2 aura, 16 aura á 10 aura, 20 aura á 6 aura, 40 aura á 10 aura, 50 aura á 35 aura, 100 aura á 75 aura. Þjónustufrimerki: 3 aura á 3 aura, 5 aura á 5 aura, 10 aura á 6 aura, 16 aura á 16 aura, 20 aura á 12 aura, 50 aura á 40 aura. Menn eru beðnir að snúa sér til Premierlieutenants F. Gavtz, Hélsingor, Ðanmark. Borgun verður send með næsta póstskipi. Taíifl eptir! Verzlun M. S. Amasonar á Isafirði hefur nægar birgðir af skótaui, skóm og vaðstígvélum handa sjómönnum, hand- unnum hér; er hvergi selt eins ódýrt, til dæmis: ný vaðstígvél á 20 kr., karl- mannsfjaðraskór 8—9 kr., og vatnsleðurs- skó á 7—8. Sólningar á karlmannsskóm og vaðstígvélum 2 kr. 25 au., sólningar á dömuskóm 1 kr. 75 au. og aðrar skó- viðgerðir hér eptir. Skósmíðaverkstof- unni sem jeg hef byrjað á við verzlan mina veitir hr. skósmiður Hallgrímur Jónsson forstöðu, og skal allt sem af henni kemur vera vel vandað. Sama verzlun hefur og til sölu á- gœtan hákarl. ísafirði 10. marz 1899. M. S. Árnason. Dia.fl, niðristaða og lóðarstykki fannst ný skeð út og norður af Arnar- nesi. Mark: Á. N. — Eéttur eigandi vitji til Kristóberts Jónssonar á Selja- landi, borgi fundarlaun og auglýsingu þessa. — Yottorð. I rúm 8 ár hefur konan min þjáðst mjög af brjóstveiki, magaveiki og slœmri méltingu, og hafði hún þess vegna reynt ýmisleg meðöl, en árangurslaust. Jeg tók þvi að reyna hinn heimsfræga Kina- lífs-elexír hr. Valdemars Petersens í Frið- rikshöfn, og keypti jeg því nokkrar flösk- ur hjá J. R. B. Lefoli á Eyrarbakka. Og þegar hún hafði brúkað tvær flöskur, tók henni að batna, meltingin skánaði, og taugarnar styrktust. Jeg get því af eigin reynzlu mælt með bitter þessum, og er viss um, ef hún heldur áfram að brúka þetta ágæta meðal, nær hún með tímanum fúllri beilsu. Kollabæ í Fljótshlíð, 26. jan. 1897. Loptur Loptsson. Við undirritaðir, sem höfum þekkt konu L. Loptssonar i mörg ár, og séð hana þjást af ofan nefndum veikindum, getum upp á æru og samvizku vitnað, að það er fullkomlega sannleikanum sam- kvæmt, sem sagt er i ofan rituðu vottorði hinum heimsfræga Kina-lífs-elexir til meðmæla. Bárður Sigurðsson, Þorgeir Gfuðnason, fyrverandi bóndi bóndi á Kollabæ. á Stöðlakoti. Kína-lífs-elixírixiii fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kina-lífs-elixir, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að standi á flöskunum i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á fiöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA 90 úr pípunni sinni, saup vænan teig úr ný fyllta glasinu, og hóf svo sögu sína á þessa leið: „Það eru nú í sumar liðin rétt 22 ár, síðan saga þessi gerðist; það var þriðja veturinn, sem eg hafði for- mennskuna á barkskipinu „Mary Ann“, 400 smálesta skipi, með tólf farþega rúmi. Það var fagurt og gangmikið skip, fljótt, sem máfur, og þétt sem selur. Já, hún var ung í þá dagana, og létt á sér, sem dansmey á gólfi, hún „Mary Ann“ mín, og guð blessi hana. En nú hefur hún legið uppi undir Færeyjum á sjöunda ár, nokkur hundruð faðma undir sjávarmáli. Skipið var hlaðið ýmis konar varningi, og 8 voru farþegjamir. Gegnum sundið milli Englands og Frakklands höfð- um vér all-góðan byr; en er vér höíðum verið skamma hríð i rúmsjó, hrepptum vér óveður svo mikil, að ekki sá út fyrir borðstokkinn, og stóð svo i þrjá daga fulla. En á fjórða degi, er veðrið fór ögn aptur að skána, og skipið að láta að stýri, vorum við á 60. mælistigi, nokkur hundruð sjómílur frá Islandi. Mér leið svipað, sem síld í salti, og blótaði, sem Hundtyrki, frá morgni til kvölds. Það var ekki umtalsmál, að 10 dagar myndu ganga til þess, að komast aptur á rétta leið, og svo var mað- ur rétt að krókna í kulda. Á hverjum hálftíma fresti lét jeg færa mér sterka rommblöndu upp á þilfarið; en hvað stoðaði það? Norðaustan vindurÍDn næddi, og nísti mig að beini. 91 Og i reiðanum, ránum og stöngunum, söng, sem í fölskustu hljóðpípu. Það var komið á fjórðu vöku; við höfðum athugað lóðlínuna, og skrapp jeg þá ofan i káettu mina, til þess að færa inn í skipsbókina. Jeg hlakkaði til þess, að koma niður í hlýindin, og hafði líka enga vanþörf á því, að þýða ögn á mér klakann. En nú skuluð þið heyra! Þegar jeg kem i káettudyrnar, sé jeg mann sitja við borðið, með sjókortið fyrir framan sig. Þetta var langur og mjór sláni, með ljóst heilskegg, á að gizka þritugur, og þekkti eg hann ekki. „Hver er þetta?“ spurði eg. Við þessa spurningu mína leit maðurinn upp, mj ög áhyggjufuilur á svipinn, hvessti á mig stór og vatnsblá augun, og dró um leið vísifingurinn yfir uppdráttinn, svo sem vildi hann sýna mér, hvaða leið eg ætti að halda. Það fór um mig einhver ónotahrollur, rétt eins og strokið væri með kaldri hendinni niður eptir bakinu á mér; en jeg hrissti það þó vonum bráðar af mér, og setti i mig íllsku við sjálfan mig. Nú, það er sjálfsagt einhver af farþegjunum, hugsaði eg. Jeg hafði undanfarna viku haft litinn tíma, til að skipta mér af farþegjunum, og þekkti þá þvi ekki. Einhver þeirra hefur nú skreiðzt þarna inn í ká- ettuna mina, og ætlar að gera mér bylt við, hugsaðijeg. En rétt i sömu svipaninni, er eg var að hugsa þetta, verður mé.r litið á, að maðurinn hefur skipstjóra húfú á höfðinu, og er i sjómannabúningi. Jeg gekk nú áfram inn í káettuna.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.