Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.04.1899, Page 1
Verð ár<f<mgsins (minnst
00 nrha) 3 kr. 50 anr.;
erlmdis 4 kr 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgitt fyria- júrwmáu-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN UNGL
Áttundi árgangub.
-f—^>e|= RITSTJÓRI: SKÚLI THOEODDSE N. --«-
Upps'ógn skrifleg, ögild
nema homin sé. Hl útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kcmpmdi
samhliða uppsögnÁnni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 32.
ÍSAFIRBI, 25. APRIL
1899.
Ijlþingismál
á
komanda alþingi.
IV.
Þá er næst að víkja nokkurum orðum
að laganýmælum þeim, er ætla má, að
næsta alþingi hafi til meðferðar, og verð-
ur þá að vanda
stjórnarskrármálið
efst á blaði.
Um stefnu þá, er blað vort telur
hyggilegast, að fylgt verði í því máli á
komanda alþingi, geta lesendur vorir eigi
verið í vafa, jafn ýtarlega og mál það
hefur rætt verið í blaðinu tvö síðustu árin.
Af öllum þeim stjórnmálastefnum,
sem nefndar sjást í blöðunum, raá það
öllum ljóst vera, að það er að eins ein
stefna, sem hugsandi er, að þjóðin geti
sameinazt um, eins og nií er komið.
Spurningin snyst í raun og veru ad'
eins um það tvennt, hvort vér eigum ad
halda núverandi stjórnarástandi ólreyttu,
eda taha stjórnarumbbtum þeim, er þjóðin
átti host á á síðasta atþingi.
Það er framsóknin og íhaldið, sem
takast á hryggspennu hér, eins og optar.
Og í þeirri sennu treystum vér því,
að rnikill meiri hluti þjóðarinnar verði
framsóknarinnar megin, og fallist þvi á
það, að kasta ekki frá sér þeirn stjórnar-
umbótum, sem kostur var á í hitt eð
fyrra, og sem að líkindum má telja, að
enn standi til boða, þar sem sami mað-
urinn er enn í ráðherrasessinum, sem þá.
Vitanlega er það nú opinber leyndar-
domur, að neytt hefur verið til þess allra
bragða af hálfu landshöfðingja, og fylgi-
fiska hans, að fá ráðherrann til þess, að
kippa aptur að sér hendinni.
Þessum herrum er um það að gera,
að sporna við því af ýtrustu kröpt.um,
að þingvaldið, og áhrif þjóðarinnar á lög-
gjöf og stjórn, aukist.
Fyrir valdsjúka embættlinga „klíkua,
sem nú ræður mestu á landi voru, getur
ekkert ákjósanlegra verið, en að ráðherra
Islands sé og haldi áfram að vera út-
lendingur, sem hvorki skilur tungu vora,
né þekkir hér landsháttu, og hefur nóg,
og meira en nóg að.gera, sem dómsmála-
ráðherra Dana.
Meðan svo stendur hlýtur embættis-
og skrifstofu-valdið að standa í sem bezt-
um blóma, og geta komið ár sinni vel
fyrir borð, þegar því er að skipta,. svo
sem raunin hefur opt á orðið.
Yrði aptur á móti sú breyting á, að
ráðherrann sæti sjálfur á alþingi, bæri
ábyrgð allra stjórnarathafna sinna, skildi
og talaði tungu landsmanna, og gæti
þannig sjálfur kynnt sér þarfir vorar og
óskir, án þess að vera of hlaðinn stjórn-
arstörfum i þarfir annarar þjóðar, eins og
nú á sér stað, þá er vart annað hugsandi,
en að áhrif þingsins á löggjöf og stjórn
landsins hlytu að fara stórum vaxandi,
og að minnsta kosti ætti þá „klíkana ó-
hægra um vik, að skýra rangt frá atvik-
um, og villa sjónir ráðherrans.
Það er því lífsspurning fyrir alla þá,
er halda vilja þjóðinni svínbeygðri undir
oki fáliðaðrar embættismanna „klíkua, að
sporna af öllum lifs- og sálar-kröptum
gegn stjórnarskrárbreytingunni.
Þeir sjá það ofur-vel, að þungamiðja
valdsins færist þá frá þeirra flokki yfir
til fulltrúa þjóðarinnar.
Að eins með þetta í huga verður og
skiljanlegur allur gauragangurinn, allt
hatrið og lygarnar, sem beitt hefur verið
gegn stjórnbótaflokknum, síðan í hitt eð
fyrra.
Og þó að nú hafi verið meiri ró og
kyrrð um hrið, síðan þingvallafundarhald-
ið fór lít um þúfur í fyrra, þá má ganga
að því vísu, að enn verður margra bragða
freistað, og fæst látið óreynt, til þess að
hindra, að stjórnarskrárbreytingin fái
framgang.
Fyrst sem fyrst er mun því verða til
leiðar komið, að stjórnbreytingafrumvarp-
ið verði ekki lagt fyrir þingið af stjórn-
inni sjálfri, svo að hægra sé að halda
áfram hjalinu um bakdyraveginn o. fl.
Ráðherranum mun talin trú um, að
breytingarnar hafi engan byr hjá þjóð-
inni, að þeir, sem hafi fylgt þeim á síð-
asta þingi, séu nú orðnir þeim andvígir,
nái aldrei þingkosningu framar, o. s. frv.
o. s. frv.
Á þingmálafundunum í vor munu og
víða kallarar mæta, er telja skulu þjóð-
inni hughvarf, slá á strengi þjóðardrambs,
Danahaturs o. fl. o. fl., auðvitað allt til
að sundra.
Og á þinginu í sumar munu svo
mynduð verða hin kynlegustu flokkasam-
bönd, eins og i hitt eð fyrra, og embætt-
is- og skrifstofu-valdið, með bankann að
bakhjalli, beita öllum sínum áhrifum, til
þess að hindra, að málið fái þar fram að
ganga.
Alls þessa rná vænta, og þarf engum
óvænt að koma.
En það er annað, sem afla má öllum
frjálslyndum mönnum undrunar og sorgar,
og það er, að sjá suma þeirra í ijanda-
flokki, er áður stóðu þjóðarinnar megin
í stjórnarskrárbaráttunni.
Slík glámskyggni, sem yfir þeim mönn-
um hvílir, er þeir nú ganga íhaldsflokks-
ins erinda, er rneiri, en taki tárum.
Þeir ættu að minnast þess, hvernig
til tókst hjá írum, er þeir fyrir fáum ár-
um stóðu sjálfstjórnartakmarkinu sem
næst, en létu svo persónulegan matning
og hégómagirni einstakra manna sundra
flokki sínum, er verst gegndi, og spiluðu
þannig sigrinum úr höndum sér í hend-
ur mótstöðumanna sinna.
Sams konar skollaleikur er það, sem
surnir íslenzku stjórnmálamennirnir eru
nú einmitt að leika.
Hvaða stjórnmálastefnunni, sem þeir
látast fylgja, hvort sem það er „bene-
dizkana, milliþinganefndin, eða miðlunin
frá ’89, þá mega þeir vita, að það er og
verður að eins til sundrungar, og vatn á
þeirra mylnu, sem alls enga stjórnbreyt-
ingu vilja, af því að ábyrgðarlausa em-
bættis- og skrifstofu-stjórnin, sem nú er,
er einasta hugsjónin þeirra.
Yér skulum því vona, að augu ýmsra
þeirra kunni enn að opnast, svo að þeir
sjái skaðvæni athafna sinna.
En sundrungarviðleitni hinna, hverju
nafni sem nefnist, verður þjóðin að visa
á bug.
Auðvitað sé það mjög fjarri oss að
segja, að stjórnarumbætur þessar, sem nú
eigum vér kost á, séu svo miklar sem
æskilegt væri, og þjóðin á heimtingu á.
En því fyr sem vér stígum þetta
sporið á sjálfstjórnarbrautinni, því fyr
ættum vér að geta stígið hið næsta.
----------------
ÚtlöncL.
—•<*>•—
Tíðarfar gott og vorlegt segja síð-
ustu fréttir frá útlöndum, nema hvað
snjohret all-mikið gerði í Ungverjalandi,
og í nokkurum héruðum Austurríkis, seint
í marzmánuði. — Samfara hreti þessu
var 15—16 stiga frost á reaumur, svo að
skaði hlauzt all-mikill af, þar sein tré
voru áður út sprungin, og allt stóð í blóma;
hérar féllu og þúsun dum saman, eða urðu
refum að bráð, og mesti urmull smáfugla.
Frakkar og Bretar hafa nú ný
skeð gert samning um helztu ágreinings-
málefni sín í Afríku, og una báðar þjóðir
vel við. — Eptir samningi þessum fá
Frakkar afar-stór landflæmi til umráða,
allt land milli Saliara og Lybyu eyði-
marka, en láta Breta aptur einráða í Níl-
árdalnum, sem Frakkar hafa áður talið
sig eiga tilkall til, og má því telja öllum
ágreiningi þeirra um Egyptaland lokið.
Járnbraut er nú fastráðið að leggja
eptir endilangri Afríku, alla leið frá Kap
til Cairo, og hefur Cecil Bhodes, er mestu
ræður þar syðra, ný skeð verið í BerUn,
til þess að fá leyfi Vilhjáhns keisara, til
að leggja brautina gegnum lönd þau, er
Þjóðverjar eiga á austurströnd Afríku.
— Hafa þeir samningar tekizt mjög