Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Qupperneq 3
VIH, 41. Þjóbviljinx ungi. 193 dal. Hann var dugnaðarbóndi, um þrít- ugt, og lætur eptir sig ekkju og 2 börn í æsku. ísafirði 15. jnní '99. Tíðarfar. 9.—10. þ. m. voru bér vestra ofsa- rosar og rigningar, og síðan tíðast vestanstormar. Strandferðaskipið „Ceres“, skipstjóri Rycler, kom liingað sunnan úr Beykjavík 8. þ. m., og fór héðan aptur, norður um land, daginn eptir. — Meðal farþegja, er hingað komu með „Ceres“, voru: ungfrú Halldóra Jakobsdóttir frá Ögri, verzlunarmennirnir Kr. Jónamrson og Páll Rnorrahm, verzlunarstjóri Sigurðnr Pálsson frá Hesteyri o. fl- ____________ -j- 9. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum ungfrú Guðný Filippusardóttir, dóttir Bilippusar skipherra Arnasonar og konu hans Solveigar Arngrímsdóttur. — Hvin dó úr tæringu. Guðný sáluga var efnileg stúlka, og vel að sér gjör, á þrítugsaldri, og lætur eptir sig son á æskuskeiði, Vilhjálm Pétursson að nafni. Allabrögð voru prýðisgóð í Bolungarvíkinni síðustu viku, opt hieðslur-óðrar hjá sexæringun- um, og helzt þar enn all-góður afli, er síld fæst. — Dágóður afli, 2 —8 hundruð á skip í róðri, var og á Snæfjallaströndinni, á skelflsksheitu, sem og hjá skipum þeim, er úr Ögurnesi ganga, en í ýmsum verstöðum hér í vestanverðu Djúpinu varð róðrum litt sinnt næstl. viku, og fengu Hnífsdælingar þá að eins einn góðan róður, með því að síldbeita fékkst þá ekki, þar sem svo ó- heppilega tókst til, að nær 200 tn. af síld, er Seyðfirðingar o. fl. áttu í vörpu í Skötufirði,sluppu úr vörpunni i óveðri. — En úr þessum beituvand- ræðum hættist nú nokkuð um síðustu helgina, er sild fór að aflast hér á Pollinum; en því mið- ur hefur síldar-aflinn verið svo lítill, að færri haf'a fengið, en skyldi. Áurskriðii féll hér úr Eyrarlilíðinni aðfara- nóttina 11. þ. m., braut túngarða, og spillti stórum lóðarblettum þeirra Guðbjartar Jónssonar beylcis og Erlindar snikkara Kristjánssonar í svo nefndum Sauðakrók hér í kaupstaðnum. — Sýnist því óhjákvæmilegt, að bæjarfélagið hlaupi undir bagga, og reyni á einhvern hátt að tryggja eignir manna í Sauðakróknum gegn slíku ofanfalli. __________ Seglskipið „Bjarne", 81,00 smálestir að stærð, kom hingað 12. þ. m. frá Middlesbro með salt- farm til verzlana Á. Sveinssonar og ritstjóra blaðs þessa. _______ Fiskitökuskip enska Ward’s, sem lagt hafði verið upp í fjöruna við Suðurtanga-oddann hér í kaupstaðnum, laskaðist að mun í vestanrok- inu aðfaranóttina 11. þ. m., svo að það var met- ið óhaffært, og gert að strandi. í flestum hreppum bér við Djúp munu nú þegar hafa verið kosnir fulltrúar, til þess að mæta á þingmálafundinum 19. þ. m., eða kosn- ingarnar fara þá fram þessa dagana. — í vest- urhluta sýslunnar munu og kosningar um garð gengnar í flestum hreppum, þó að frjettir þaðan séu enn óglöggar. — Vonandi, að Isfirðingar reki nú af sér slyðruorðið, og sæki þingmála- fund þenna betur, en þingmálafundinn í hitt eð fyrra. Úr vestanverðum Arnarfirði er skrifað 8. þ. m.: „Afli hefur alls enginn verið hér á báta í allt vor, nema lítilsháttar steinbítsafli, og þil- skipa-aflinn er mjög rír, — rírari, en hann hef- ur áður verið. — Síld hefur aflazt öðru hvoru, en aflinn á hana er misjafn og lítill“. Strandl'erðaskipið „Laura", capt. P. Christian- sen, kom hingað að sunnan 13. þ. m., og fór héðan aptur í dag. — Með skipinu komu hing- að: ekkjufrú Ingibjörg Jensdóttir úr Stykkis- hólmi, frú María Össursdóttir frá Flateyri, lands- höfðinginn M. Stephensen og landlæknir dr. Jónas Jónasson, báðir á umsjónarferð, að sagt var. Það auglýsist bér með, að mánudag- inn 19. þ. m. verður opinbert uppboð baldið í Suðurtanganum á Neðstakaup- staðarlóð á Isaíirði, og þar þá selt hið strandaða skip, galeas „Constance“, 110 rg. tons að stærð, er rak þar upp, og varð að strandi, 10. þ. m. 011 áböld og annað, það er skipi þessu fylgir, verður og selt á uppboðinu. Uppboðið befst kl. 4 e. h., og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofuísafjarðarsýslu og kaupstaðar, 4. júní ’99. H. Hafstein. !E=*að er nú „klart“ ! eg er kominn heim! kunnugt það vil jeg gjöra þeim, sem óska Hiynda, og alla bugga, eg hef nú látið stóra glugga á myndahúsið, svo málverksskugga myndirnar fá, svo dýrðlegan, gljáar og mattar, ei skal ugga efalaust beztar hór á landi, verðinu tvisvar tiisva randi, trúið raér, rejmið, það er ei vandi; velkominn segi eg sérbvern mann; sem fyrst er bezt, því verða kann margt, sem ei skynjar okkar andi; aðvörun þessi í bjarta standi. Björn Pálsson, ljósmyndari. Herra stórkaupmaður Leonli. Tang i Kaupmannahöfn gaf fyrir nokkrum árum Eyrarkirkju á ísafirði vandaða ljósastjaka. I vor gaf bann sömu kirkju skírnarfont úr marmara, ásamt skýrnarfati. — Fyrir þessar böfðinglegu gjaíir, votta eg honum virðingarfullt þakklæti fyrir hönd kirkj- unnar og safnaðarins. ísafirði 10. júní 1899. lúorvaklur .Tónsson. 148 og lékum vér, vagnstjórarnir, oss við bann, eins og vér ættum bann sjálfir. Jafn vel Tom gamli Snaffler, sem þótti þó ön- ugur og geðstirður í frekara lagi, gaf honum sætindi, og sagði honum sögur, svo ljómandi fallegar, að oss, vagn- stjórana hina, furðaði það stórum. Svona stóðu nú sakirnar í fyrra, um jólin, og bötðu þá margir af vagnstjórunum beðið um frí frá vagnstjóra-störfunum á aðfangadagskvöldið. Ekki vorum við Charlie samt í þeirra tölu, þvi að 'við þekktum það af reynzlunni, hve margir eru ósparir á skildingunum það kvöld, og því vildum við ná í það, sem byðist. Hittist nú svo á, er við stóðum, og vorum að barma okkur yfir því, að vera ekki þeir ríkismenn, að geta setið heima, og glatt okkur á gæsasteik þetta liátíð- iskvöldið, að þá sáum við drengbnokkann bans Cbarlie’s koma kjagandi til okkar, með krukku í fanginu. „Matti! Þu borðar nu með mér í kvöld“, sagði Charlie, „því jeg hefi pantað mat banda okkur báðum“. Jeg þakkaði auðvitað gott boð, og kallaði tii drengsins, sem var að hlaupa til okkar yfir um götuna. En rétt í sömu andránni kemur vagn fyrir bús- hornið, á fljúgandi ferð, og þeytir barninu um koll. Félagi minn stóð fyrst, sem agndofa afbræðslu, en bljóp svo að vagninum, og rak upp angistar-óp. Maður sá, er í vagninum var, bafði þegar dregið barnið undan vagninuin, og var að rannsaka það í krók og kring. Barnið lá meðvitundarlaust. „Til allrar bamingju liefur auminginn litli sloppið 145 reyna, livernig bonum tekst að stýra hesti, og skal jeg ábyrgjast, að yður komi það að engu gjaldi“. Hvernig á þvi stóð, að jeg skyldi voga, að breifa þessum andmælum, skil jeg nú tæpast; en gott verk þóttist eg vinna, það fann jeg á sjálfum mér. „Jæja þá, mín vegna, bafirðu endilega settþórþað, að fara að leika binn miskunnsama Samaríta“, svaraði um- sjónarmaðurinn hæðnislega, „en gættu þess þá, að volu- lega snjáldrið á honum fæli ekki almenning frá þvi, að nota vagninn“. Um leið og umsjónarmaðurinn sleppti þessum síð- ustu orðunum hljóp hann út, og skellti hurðinni á eptir sér. „Astar þakkir fyrir liðsinnið“, sagði mannvesling- urinn við mig, „og lofa jeg þér því, að jeg skal gera mitt ýtrasta, til að reynast sem bezt“. „Og sleppum því lagsmaður“, anzaði eg, og laumaði um leið skilding í lófa bans. „Að vísu á Matti Blunt bæði konu og börnum fyrir að sjá, en enginn skal það þó með sanni segja, að hann vilji ekki fólaga sínum í raun reynast. — Hresstu þig nú upp, kunningi, og svo gengur allt, sem í sögu“. Sú varð nú einnig raunin á, því að bann tók vel eptir ráðum minum og vísbendingum. Á ovanalega stuttum tima komst bann upp á að stýra liestunum, og bejrgja svo laglega fyrir húshornin, að hinir vagnstjórarnir, sem í fyrstu böfðu gefið honum hornauga, voru nú farnir að brósa honum á bvert reipi. Samt sem áður kom það nú stundum fyrir, að þeir fóru að stríða konum, sögðu hann líkari konu, en karl- manni, on jeg jafnaði það þa vanalega með nokkurum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.