Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1899, Page 4
164
Þjóbviljinn ungi.
VIII, 41.
Stálvírsstrengirnir eru nú ny
lcomnir aptur til verelunarinnar í Læknis-
götu.
Síld! Síld! Síld!
Það auglýsist hér með, að gjaldfrest-
ur á síld, sem við undirritaðir seljum í
júni- og júlímánuðum þ. á., er til ágúst-
mánaðarloka næstkomandi; skal borgun
greidd, annaðhvort í peningum, eða inn-
skript í reikning Guðm. Bárðarsonar á
Eyri, við Asgeirs-, Tang’s-, Thoroddsens-
eða Lárusar-vérzlanir á Isafirði. Inn-
skript til annara, en Guðmundar, ekki
tekin gild. — Fiskiskip fá síld keypta
að eins gegn peningaborgun út i hönd,
eða skriflegri ábyrgð einhverra þeirra
verzlana, sem nefhdar eru hér að framan.
Vigur, Eyri og Kleifum í júnimánuði 1899.
Sigurður Stef&nsson. Guðm. Bárðarson.
Jón Magnússon. Einar Jónsson.
Sonur minn, Sigurður Oskar, fæddist
12. april 1892, heilbrigður að öllu leyti.
En eptir hálfan mánuð veiktist hann af
inflúenzu (la gribbe), og sló veikin sér á
meltingarfærin með þeim afleiðingum,
sem Íeiddu til maga-katarrh (oatarrhus
gastricus, gastroataxie). Eg reyndi öll
þau homöopatisku meðöl, sem eg hélt
að við mundi eiga, í þriggja mánaða
tíma, en alveg árangurslaust. Fér eg
svo til allöopatiskra lækna, og fékk bæði
resepti og meðul hjá þeim í 9 mánuði,
og hafði þeirra góða viðleitni með að
hjálpa drengnum minum hin sömu áhrif,
sem minar tilraunir. Alveg til einskis.
Drengnum var allt af að hnigna, þrátt
fyrir allar þessar meðalatilraunir, „diætu
og þess háttar. Magaveiki hans var þann-
ig: diarrhöe (catarrhus intestinalis, enteritis
catharrhalis). Fór eg eptir allt þetta að
láta drenginn minn taka Kína-lífs-elixir
Yaldemars Petersens, sem eg áður hef
„anbefalaðu, og eptir að hann nú hefur
tekið af þessum bitter á hverjum degi
*/4 úr teskeið, þrisvar á dag, í að eins
votri teskeið innan af kaffi, er mér ánægja
að votta, að þetta þjáða barn mitt er nú
búið að fá fulla heilsu, eptir að hafa að
eins brúkað 2 flöskur af nefndum Kína-
lifs-elixir herra Valdemars Petersens, og
ræð eg hverjum, sem börn á, veik í mag-
anum eða af tæringu, til að brúka bitter
þenna, áður en leitað er annara meðala.
I sambandi hér við skal eg geta þess,
að nefndur Kína-lífs-elexír herra Yalde-
mars Petersens hefur læknað 5 svo sjó-
veika menn, að þeir gátu ekki á sjóinn
farið, sökum veikinnar. Ráðlagði eg þeim
að taka bitterinn, áður en þeir færu á
sjó, sama daginn og þeir reru, og svo á
sjónum, frá 5—9 teskeiðar á dag, og hef-
ur þeim algjört batnað sjóveikin (nausea
marina). Reynið hann því við sjóveiki,
þér, sem hafið þá veiki til að bera.
Að endingu get eg þess, að Kína-lífs-
elixír þenna hef eg fengið hjá herra M.
S. Blöndal, kaupmanni í Hafnarfirði.
En landsmenn! varið yður á fólsuð-
um Kína-lífs-elixír.
Sjónarhóll, 18. júní 1893.
L. Pálsson.
Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðst af
hjartslætti, taugaveiklan, höfuðþyngslum
og svefnleysi, fór eg að reyna Kina-
lífs-elexír herra Yaldemars Peter-
sons, og varð eg þá svo vör mikils
bata, að eg er nú fyllilega sannfærð um,
að eg hef liitt hið rétta rneðal við veiki
minni.
Haukadai.
Guðríður Egjólfsdóttir,
ekkja.
Eg hef verið mjög magaveikur, og
hefur þar með fylgt höfuðverkur og ann-
ar lasleiki. Með því að brúka Kina-
lífs-elexir fráhr. Val dem ar Peter-
sen i Friðrikshöfn, er eg aptur
kominn til góðrar heilsu, og ræð eg því
öllum, er þjást af slíkum sjúkdómi, að
reyna bitter þennan.
Eyrarbakka.
Oddur Snorrason,
Ivina-lifs-clexii'inn fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kina-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að standi
á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA
146
snoppungum, svona sínum til hvorrar handar, svo að
Charlie fékk þá aptur að vera í friði.
Charlie var annars laglegur maður, er kunni sig vel,
og sómdi sér mun betur í vagnstjórasætinu, en vér lags-
bræður hans.
Vanalega kölluðum vér hann því „Charlie prúða“,
og hamingjan veit, að engum þeim manni, er eg hefi
kynnzt, hælði nafnið það betur.
Tóbak reykti hann ekki, og gleymi eg því aldrei,
hve aumlega hann bar sig jólakvöldið eitt, er eg hafði
komið honum til þess, að kveikja sér í vindli.
Jeg hló þá dátt, og varð að lokum að draga hann
að landi með vindilinn, enda lék jeg það líka aldrei opt-
ar, að fá hann tíl að reykja.
Getur líka vel verið, að vindillinn hafi ekki verið
neitt afbragð, því — yður að segja — hafði jeg fundið
hann i vagninum mínum.
Sjálfum fannst mér nú vindillinn að vísu vera full-
góður; en það marka jeg nú ininua, þar sem jeg er svo
afskaplegur reykháfur, að jeg gæti jafn vel svælt upp
heilum stólfæti, ef þvi væri að skipta.
Viðkvæmur var Charlíe, fremur fleetum öðrum, svo
að nafn hans var jafnan efst á blaði, ef um samskot var
að ræða, handa einhverjum bágstöddum bróður, enda
þekkti hann það og af eigin reynzlu, hvað bágindi eru,
og gat því ekki vitað, að neinn væri svo staddur.
Einu sinni skall þó hurð nærri hælum, að hann
kæmist í klípu, vegna greiðvikni sinnar við mann einn„
er í nauðum var staddur.
Það var kalt og hráslagalegt veður það kvöld, og
147
við vorum báðir rétt að því kotnnir, að fara að aka
vögnunum heim.
Kemur þá ekki vasaþjófurinn einn, æðandi fyrir
eitt húshornið, stekkur inn í vagninn hjá Charlie, og
kallar um leið:
„Hjálpaðu mér, vagnstjóri, í guðanna bænum, því
lögregluþjónninn er í hælunum á mér; en konan mín var
rétt til dauða dregin af hungri, svo að jeg hnuplaði mér
fáeinum skildingum, til þess að geta útvegað henni brauðu.
Án þess að hugsa sig eitt augnablik um stökk
Charlie þegar upp í sæti sitt, sló í klárinn, og ók af stað.
Stóðst þetta á endum, að í sömu svipan kom laf-
móður lögregluþjónn hlaupandi fyrir húshornið, og kall-
aði til mín:
„Vagnstjóri! Þér fáið 20 kr. í þóknun, efþérnáið
í vagninn þann arna“.
„Ekkert hægara, hr. lögregluþjónnu, anzaði eg, og
fór í hægðum mínum að búa mig af stað, svo að Charlie
fengi tíma, til að komast á undan. „Við náum honum
að tveim mínútum liðnum“.
En vel má vera, að hr. lögregluþjóninum hafi fund-
izt aksturinn sá verða full-langur, því að við ókum nú
stræti úr stræti, og eltum alla mögulega vagna, nema
einmitt þann eina, sem hann vildi ná í.
„Vagnstjóri! Nú er komið meira, en nóg, af svo
góðu gabbiu, kallaði lögregluþjónninn fjúkandi vondur,.
„og skal jeg senda yður kveðju mína siðaru.
Að svo mæltu teiknaði hann hjá sér númerið á
vagni mínum, en — ekkert hefi jeg spurt til hans síðan.
Litli drengurinn hans Charlie’s var nú orðinn svo
stálpaður, að hann gat fært föður sinum miðdegisverðinn,