Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Side 1
Verð árgangsins (minnst
60 arka) 3 kr. 50 awr.;
erlendis 4 kr 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN UN&I.
- .. .z|== Áttundi ároanoub. —-1 —---
--1-RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. s
M 44.-45.
ÍSAPIBÐI, 15. JÚLÍ
I Uppsögn skrifleg, ógild
| nema komin sétilútgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar, og kaupandi
i samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
1 8 9 9.
Alþingi sett.
Eins og til stóð var alþingi sett í
Eeykjavík laugardaginn 1. júlí.
Byrjaði athöfnin með þvi, að alþing-
ismenn söfnuðust saman í alþingishúsinu
kl. lls/4 f. h. téðan dag, og gengu þaðan
til kirkju. — Sté alþingismaður Isfirðinga,
síra Sigurður Stefánsson i Vigur i stólinn,
og lagði út af dæmisögunni um Faríse-
ann og tollheimtumanninn, sbr. Lúk. 18.
9—14, og þótti segjast sköruglega, og
gefa þingmönnum ýmsar góðar, og eigi
óþarfar árninningar, að starfa saman að
inálefnum þjóðarinnar i kærleika og bróð-
erni, en eigi með sjálfsþótta og þjóðar-
drambi Farísea o. s. frv.
Að guðsþjónustugjörð endaðri gengu
menn aptur til alþingishússins, og sté
landshöfðingi þá í forseta-stólinn, las upp
umboð sitt, til að setja alþingi, og boð-
skap konungs til þingsins, og lýsti því
þvínæst yfir, að alþingi væri sett. —
Spratt þá upp þingmaður Norður-þing-
eyinga Benedikt Sveinsson, og hrópaði:
„Lengi lifi konungur vor, Kristján hinn
níundi“, og tóku þingmenn margir undir
það standandi með níföldu húrra.
Að því búnu kvaddi landshöfðingi
eizta þingmanninn, þingm. Rangæinga
Sighvat Arnason, til að gangast fyrir
prófum kjörbréfa (hinna konungkjörnu
þingmanna og þingm. Rangæinga), og
fyrir kosningu forseta hins sameinaða
alþingis.
IJndir forsæti aldursforseta fór því-
næst fram pröfun kjörbréfa, og reyndusf
þau öll góð og gild. — Þvi næst var
forseti sameinaðs alþingis kosinn Hall-
grímur Sveinsson, er hlaut 18 atkvæði,
næstur hlaut Sighv. Arnason 13 atkv.;
varaforseti var kjörinn, eptir endurtekna
kosnÍDgu, Ólafur Briem með 23 atkvæð-
um, næstur hlaut BeD. Sveinsson 11 at-
kvæði, en skrifarar voru kosnir: Sigurður
Stefánsson og Þorleifur Jónsson.
Að því búnu skiptist þingið í deild-
ir, og gengu efrideildarmenn til þingsais
efri deildar.
I efri deild gekkst elzti maður deild-
arinnar, landfógeti Arni Thorsteinsen, fyrir
kosningu forseta, og var kjörinn landfógeti
Arni Thorsteinsen, er hlaut 11 atkvæði,
en varaforseti varð Sigurður Jensson, er
hlaut 6 atkvæði; en skrifarar deildarinn-
ar vorukosnir: Þorleifur Jónsson og Jón
Jahobsson.
I neðri deild stýrði Sighvatur Árnason
kosningu forseta, og var sira Þórhállur
Bjarnarson kosinn forseti með 12 atkv.,
næstur hlaut próf. Sig. Gunnarsson 11
atkvæði, en varaforséti var kosinn yfir-
dómari Jón Jensson, er hlaut 12 atkv.,
næstur hlaut Tr. Gunnarsson 9 atkvæði.
— Skrifarar deildarinnar voru kosnir:
Einar Jónsson með 22 atkvæðum og Kl.
Jónsson með 13 atkv.
Þar með var þingsetningunni lokið.
■oOC^OOo-----
Stjórnarskrárhorfur á þingi.
Svona fór það — Sighvat fengum vér
aptur á þingið.
Svo lítill var aflsmunur þingfiokkanna
i neðri deild á siðasta þingi, að Rangár-
vallakosningin gat úrslitum ráðið, gat
skorið úr því, hvort stjórnarskrármálið
fengi fram að ganga á alþingi, eður eigi.
Og til þess að kveða upp úrskurðinn
í þessu þjóðarinnar lang-mesta velferðar-
máli er svo kosinn andlega og líkamlega
örvasa karl.
Einkennilega íslenzk er aðferðin sú,
rétt eins og leiðir vorra mestu velferðar-
mála liggi fremur til grafar, en framfara.
Þjóðkjörnu þingmennirnir, sem um
stjórnarskrármálið fjalla i sumar, verða
þvd alveg sömu mennirnir, sem um það
áttu orðaleikinn 1897.
Margir munu þ\7i að líkindum telja
það harla vonlítið verk, að fara að hreifa
stjórnarskrármálinu í sumar, þar sem
niðurstaðan verði sú sama, sem í liitt eð
fyrra.
Má og vel vera, að raunin verði sú,
að málið fái sömu úrslitin, sem þá,
enda eru þeir nú ærið margir, sem að
því róa öllum árum, að stjórnarskrármál-
inu verði alls ekki hreift, en latið biða
betri tíma, sem þeir svo nefna.
Vafalaust mun þó mega telja, að ekki
verði sú leiðin valin, enda væri það að
voru áliti ílla ráðið.
Mál þetta horfir nú allt öðru vísi við
á þingi, en í hitt eð fyrra.
Þá kom það flatt upp á þingið, og
þjóðin hafði þá enn ekki átt kost á því,
að kynna sér það, og láta uppi álit sitt
um það.
Þetta þótti þingmönnum ýmsum ó-
kostur, og voru þvi deigir til fýlgis við
stjórnarumbæturnar, á meðan svo stóðu
sakir.
Þá var og stjórnartilboðið lítt rætt,
sem von var, svo ýins atriði þess voru
sumum þá eigi alls kostar ljós.
En siðan eru nú tvö árin liðin, og
getur enginn á móti þvi borið, að sá tim-
inn hafi verið all-rækilega notaður, og að
margt hafi skýrzt, sem þá þótti ekki
nægilega ljóst.
Auk þess hefur nú þjóðin einnig látið
til sín heyra á þingmálafundunum í vor,
og þó að þær raddir, sem þaðan hafa
heyrzt, hafi að vonum eigi allar farið í
eina átt, þá er þó svo mihið Ijóst orðið,
að eina politiska stefnan, sem
fylgi hefur hjá þjóðinni, er stjorn-
bótastefnan nýja, sem kennd hef-
ur verið við dr. Valtý.
Hvívetna þar sem andmæli hafa verið
hafin gegn því, að taka stjórnarumbótum
þeim, sem þjóð vor á kost á, hafa menn
ekki ymprað á neinni annari stefnu, er
menn kysu heldur, að valin væri.
Sú ljósa og einfalda spurning, sem
fyrir þinginu liggur til úrlausnar, er því
að eins, hvort betra sé, að halda núver-
andi stjórnarástandi óbreyttu, jafn óþol-
andi, sem allir játa það vera, eða að taka
í svipinn þeim stjórnarumbótum, sem
oss bjóðast, og sem engum fær dulizt, að
eru til bóta.
Og svarið uppá þá spurningu getur
tæplega orðið, nema á einn veg.
Það væri stakt samvizkuleysi af þing-
inu, að hafna, stjórnartilboðinu, og slíka
varmennsku i þjóðarinnar garð ætti eng-
um að ætla að óreyndu.
En setjum nú svo, að vér ættum það
engu að síður víst, að málið félli í neðri
deild með líkum. atkvæðamun, eins og í
hitt eð fyrra; ætti það þá að knýja for-
mælendur málsins til þess, að leggja allar
árar í bát, og hreifa ekki málinu á þingi
í sumar?
Fjarri fer því; það væri í mesta máta
vanhugsað, hvort sem litið er til afstöðu
málsins hjá stjórn eða þjóð.
Hvað stjórnina snertir, myndi sú að-
ferð óhjákvæmilega leiða hanaáþá skoð-
un, að vér værum stjórnbótatilboði hennar
algjörlega fráliverfir, og sennilegast, að
hún yrði þá hálfu verri viðfangs, en áður,
og að það tæki langan tima, að þoka
henni aptur svo langt, sem nií er orðið,
þótt stutt þyki.
Og að því er til þjóðarinnar kemur,
þá væri sú barátta, sem háð hefur verið,
síðan á síðasta þingi, árangurslítil, ef
lagðar væru nú árar i bát, i stað þess er
ekki getur hjá því farið, að meðferð máls-
ins á þingi, og þar af leiðandi áfram
haldandi umræður um það í blöðunum,
verði til þess, að skýra það enn betur
fyrir almenningi, og vinna fullan sigur
á öfgunum, rógnum og ósannindunum,
sem ýmsir hafa blekkzt af á þingmála-
fundunum í vor.
Afram því í herrans nafni, og sigur-
inn verður vor.
Frá útlöndum hafa þau tíðindi
borizt, að ráðaneytið Dupuy beiddist
lausnar um miðjan júní, en enginn hafði
enn fengizt til þess, er síðast fréttist, að
taka stjórn nýja ráðaneytisins að sér, og
er sú orsök til þess, að fáa mun fýsa, að