Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Síða 5
VIIT, 44.-45. Þjoðyiljiníí UN'GI. 177 að þeir tækju að sór endurskoðun nýja- testamentisins, og lykju henni svo fljótt, sem aðrar annir þeirra leyfðu, helzt á tveimur til þremur árum, og hefðu þeir tekið vel í það. Skaut hann því til álita fundarmanna, hvort ekki myndi heppi- legast að fresta útgáfu handbókarinnar um þennan tíma, eða þar til endurskoð- un nýjatestamentisins væri lokið, og var fundurinn þvi samþykkur. Fríkirlcjumálið var nú aptur á dagskrá; hóf lector Þórhallur Bjarnason umræður um það; urðu um það nokkrar umræður bæði með og móti fríkirkjufyrirkomulag- inu. Með því töluðu frummælandi, síra Jens Pálsson, síra Sigurður Gunnarsson og síra Jón prófastur Jónsson, en móti síra Valdemar Briem, síra Einar Jónsson og síra Arni Þorsteinsson, auk biskups, sem andmælti ýmsu í ræðu síra Sig. Gunnarssonar. Ekki virtist mál þetta neitt hafa skýrst að mun síðan 1897, er það síðast var til umræðu á synodus. Eormælendum þess voru auðsjáanlega miklu ljósari þeir mörgu annmarkar, er væru á þessari breytingu, en það, hvern- ig bezt yrði fram úr þeim ráðið, eða fyrir þá byggt; kom þetta einkum ljós- lega fram í hinni fyrstu ræðu síra Jens Pálssonar. Yfir höfuð mátti ráða það af ræðum formælenda fríkirkjunnar, að þeir teldu hana eiga langt í land hór á landi. Annars var töluvert daufara yfir þessu máli nú en á synodus 1897, enda mun það lítið áhugamál hjá landsmönnum enn sem komið er; hafa og formælendur frí- kirkjuhugmyndarinnar gjört Dæsta lítið til að koma henni til verklegrar fram- kvæmdar, og ekki munu þessar umræður á synodus heldur verða til þess, með því að engin ályktun var um málið tekin, fremur en 1897, og virtist öllum fundar- mönnum það vel líka. Kenningarfrélsi presta. Um það hélt prestaskólakennari sira Jón Helgason fyrirlestur, lagði hann aðaláherzluna á það, að prestarnir pródikuðu um Jesúm Krist, og hann krossfestann, eður náðar- ráðstafanir guðs, mannkininu til sálu- hjálpar, en kvað þá minna bundna við sumar aðrar kenningar kirkjunnar, að svo miklu leyti, sem þær ekki væri byggð- ar á skýlausum og ótvíræðum orðum heilagrar ritningar. Eyrirlesturinn var röksamlegur og ljós og vel fluttur, og lýsti því, að höfundurinn hefur töluvert. frjálslegri skoðanir á þessu atriði hinnar kennimannlegu starfsemi, en hingað til munu hafa tíðkast meðal prestastéttar- innar íslenzku. — Nokkrar umræður urðu um fyrirlesturinn, er yfirleitt sýndu, að fundarmönnum gazt vel að honum. — Bindindismálið eður afstaða prestanna til þess. Um það flutti síra Ólafur Ölafs- son i Arnarbæli langan og skörulegan fyrirlestur. Utmálaði hann all-ýtarlega drykkjuskaparbölið hér í landi, og hin skaðlegu áhrif þess á trú og siðgæði; kvað hann það sérstaklega skyldu prest- anna, að gjörast foringjar í bindindisleið- angrinum gegn ofdrykkjunni. Um fyrir- lestur þenna urðu all-langar umræður, og kom öllum þeim er töluðu saman um, að prestar ættu af fremsta megni að leit- ast við, að sporna við ofdrykkju í söfn- uðum sínum, en um hitt voru skiptari skoðanir, hvort algert bindindi væri eini vegurinn til þess. Að loknum umræð- unum var samþykkt svo látandi áskorun „Synodus skorar á alla presta lands- ins, að styðja bindindið í orði og verki“. Biskupinn lýsti því yfir, að hann myndi skrifa prestum landsins um þetta mál. — Að lokum beindi síra Jón Helgason þeirri áskorun til kirkjustjórnarinnar, að hún gengist fyrir, að þess yrði hátíðlega minnst næsta ár, að 900 ár eru þá liðin frá því kristni var lögtekin á Islandi, og samþykkti fundurinn þá áskorun. — Yfir höfuð var að þessu sinni meira líf og fjör í synodus, en vant hefur ver- ið all-optast áður. — --5—*S|g.í— Lamlsliöfðing'jareizlan. Eins og venja, er bauð landshöfðingi þingmönnum öllum í veizlu þingsetningardaginn 1. júlí, og hélt hann nú veizlu þá í húsi iðnaðarmanna í R.vík. Meðal ýmsra þingmanna bryddir nú tals- vert á all-mikilli óánægju yfir landshöfðingja, sem þykir afar-ílla til þess fallinn, að gegna fulltrúastörfum á þinginu, ekki sízt þar sem framkoma hans í stjómarski-ái-málinu á aíðasta þingi þykir verið hafa hárug í frekara lagi. Það bætir og ekki um, að það er opinber layndardómur, að landshöfðingi rær nú að því öllum árum í laumi, að ekki náist samkomulag um stjórnarskrármálið á þessu þingi, enda þótt hann ekki bjóði sér annað j opinberlega, en að þykjast vera málinu fylgjandi, svo sem hann 164 Þegar jeg var kominn út á strætið. og fór með sjálfum mér að yfirvega samræðu þá, er jeg hafði átt við unnustu bróður míns, þá gat jeg ekki rekið sjálfan mig úr vitni um, að hún hafði í þetta sinn ekki fallið mér eins vel í geð, og þá er jeg sá hana fyrst. Jeg gat ekki gjört mér grein fyrir hvernig á því stóð, nema ef vera skyldi, að orð konu minnar hefðu vakað fyrir mér, að jeg i fýrra skiptið hefði verið svo blindaður af fegurð hennar, að jeg hefði einkis annars gætt. Meðan jeg nú labbaði í haigðum inínum heim til Clauds, þar ætlaði jeg að sofa, var jeg með sjálfum mér leiður yfir, að Claud skyldi hafa verið svona fljótráður með konuvalið, og fýsilegt hefði mér þótt, að vita eitt- hvað um umliðna æfi mágkonu ininnar tilvonandi, en nú var um seinan að gjöra sér áhyggjur út af því. Jeg mætti á tilteknum tíma hjá frú Despard, og var hún þá tilbúin að fara á stað. Búningur hennar var snotur og látlaus. Jeg sé mér ekki fært að lýsa honum, en það skal jeg kannast við, að þótt hún væri venju fremur fölleit, þá var hún samt framúrskarandi falleg. A leiðinni til kirkjunnar var hún liljóð mjög, og svaraði að eins með eins atkvæðisorðum því, sem jeg yrti á hana. Jeg lét hana því hafa næði, með því að jeg hugsaði, að sérhver kona væri á slíkri stundu meira -eða minna hrifin. Þegar vagninn ók upp að kirkjudyrunum, lagði brúðurinn hönd sína á handlegg mér, og fann jeg að hún titraði. „Er Claud hérna?“ spurði hún, „það er þó vonandi ■ ekkert sem tálmar honum frá að koma“. „Nei, það er af og frá, en það er bezt að jeg fari 157 Fimm eða sex dögum síðar skrifaði hann mór, að brúðkaupið myndi að likindum fara fram þann fimmta næsta mánaðar, og gjörði jeg þá þegar ráðstafanir til ferðar minnar. En þremur dögum áður, en brúðkaupið skyldi halda, fékk eg aptur þau skeyti f'rá honum, að brúðkaupinu hafði verið frestað um hálfsmánaðartíma. Eyrir drætti þessum tilgreindi hann alls engar á- stæður, en skrifaði að eins, að hann þyrfti að finna mig, og ætlaði þvi að heiinsækja mig næsta dag, og það gerði hann líka. En er eg sá hann, brá mér ekki lítið í briin, því að hann var þá allur af manni geDginn, skininn og nið- urdreginn, og að eins sem skuggi, við það, sem áður hafði verið. Mér flaug fýrst í hug, að verzlun hans hefði orðið fyrir einhverju óhappinu, því að hann var einna líkastur manni, sem er að fara á höfuðið. Jeg tók hann þvi með mér inn á skrifstofu mína, til þess að fá sem fyrst að vita, hvað að honum gengi; en rótt í þvi, er eg ætlaði að fara &ð spyrja hann spjör- unum úr, vék hann sér að mér, og mælti með bænar- róm, um leið og hann reyndi að brosa: „Yæni Frank! Þú mátt nú ekki hlæja að mér“. „Hlæja? Nei, ekkert er sannarlega fjær mór“, sagði eg, og tók svo þegjandi í hönd hans. „Þú trúir mér nú ekki“, mælti hann svo, „og það er líka harðast, að jeg trúi því sjálfur. Frank! það sækja .að mér vofur“. „Sækja að þér vofur!“ Jeg brosti, ekki reyndar af því, að mór þætti þetta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.