Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Síða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Síða 8
180 Þjóbviljinn ungi. VIII, 44.- 45. TIXJE EDIISmiJIl&II Roperie & Sailcloth Company Limited stofnað 1750. Verksinið]ur í I^eitli og <i Búa til færi, strengi, kaðla og segldúka Vörur verksmiðjanna fást hjá kaup- mönnum um allt land. Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar: IV. Hjortli <.V Co. Kaupmannahöfn K. r Islenzk umboðsverzlun kaupir og selur vörur einungis fyrir kaupmenn. Jakob Gunnlögsson, Niels Juelsgade 14, Kjeberiliavn K. Ekkert Export-kaffi þolir samjöfnuð við Fineato sli.axi.ciírLA'viisk Export Kaffe Snrrogat það ber af öllum öðrum kaffibætir bæði að ilman og bragði. Reynið það því, og munuð þér eptirleiðis aldrei brúka annað. P. Hjorth & Co Kaupmannahöfn K. Til lieiinalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pokkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. 1 stað hellulits viljum vér ráða mönn- um til, að nota heldur vort svo nefnda „Castorsvartu, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri, en nokkur annar svartur litur. Leiðarvisir á íslenzku fylg- ir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaup- mönnum alstaðar á Islandi. Buehs Parvefabrik, Stndiestrœde 32, Kjðbenhavn, K. BLÖÐIÐ er lífið. Þegar hlóðið er hreint getur enginn sjúk- dómur orðið langvinnur, því heilhrigt hlóð hef- ir heilsu i fór með sér, en óheilnæmt, magurt og spillt hlóð dregur dauðann 4 eptir sér. Yoltakrossinn hreinsar og endurnýjar hlóðið, og veitir hjálp gegn gigtar og taugakenndum sjúkdómum. Styrkir vöðvana og taugakerfið, Bíetir meltinguna og matarlystina. Framleiðir heilnæman svefn án drauma. Lagfærir galla i nýrunum og heilanum. Hindrar ósjálfrátt þvaglát, og að lifsaflið fari að forgörðum. Læknar krampa, hrjóstþyngsli og hörunds- kvilla. Skerpir sjón og heyrn. Forðar manni við höfuðverk og tannpínu. Ilerra sjálfseignarhóndi Paananen í Villa „Eklcolí í Sornes skrifar meðal annars: „í 3 mánuði hefi jeg horið hina nafnfrægu uppfundningu yðar og á þessum tíma hefi jeg fengið fulla heilsu, eptir 15 ára þjáningar. Jeg var svo magnlaus, að jeg að eins rneð örðugleika gat gengið yfir stof'ugólf; lífsafl mitt þvarrmeð hverjum deginum, og einkum voru 5 síðustu árin óttaleg. Jeg flnn mig nú sem ungan á ný, og er alveg heiihrigður og frískur. Kraptar mínir hafa aukizt þannig, að jeg þekki varla sjálfan mig aptur, og get nú gengið langar leiðir, 4n þess að taka það nærri mér. Með þessum línum vildi jeg láta í i.jósi þakklæti mitt, fyrst og fremst til guðs, og þar næst til þess, er fann upp Voltakrossinn, og vil jeg enn f'remur hvetja alla, sem þjást, að van- rækja ekki að nota þetta meðal, sem elcki ein- ungis hefur gefið mér heilsuna aptur, heldur þar á ofan með svo litlum kostnaði, að hann er ekki að telja, í samanburði við það, sem jeg í svo mörg 4r hefi orðið að horga til lyfsala og lœlcna. VOTTORÐ. Jeg var þjáður af liðagigt rúmlega eitt ár, og leitaði .jeg árangurslaust fleiri iækna. í byrjun ágústmánaðar keypti jeg mér Voltakross prófessors Heskiers, og eptir að jeg hafði hrúkað hann i hérumbil 10 daga, öðlaðist .jeg góðan hata, og hefi síðan verið heill heilsu. Selskarði í Garðahverfi i marz 1899. Guðm. J. Diðriksson. Yoltakrossinn kostar 1 krónu 50 aura. og fæst i Reykjavík hjá herra Gunnari Einarssyni, við Gram’s verzlanir á Stykkisbólmi og Dýra- firði, h.já herra Sknla Thoroddscn 4 Isafirði, og h.já áður auglýstum útsölumönnum á Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði og Eskifirði. Sé Voltakrossinn ekta á hann að vera stimpl- aður á ösk.juna Keiscrlig Kongelig Patent. og með nafni höf'undarins, prófessors Heskiers, ella er það ónýt eptirstæling. PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS TTNGA 160 draumur. Trúðu mér Frank, jeg er enginn veiklaður ræfill. Jeg hefi strítt við það vikunum saman, en að lokum hefur það fengið fullt vald yfir mér. Læknaðu mig, eða jeg finn að jeg missi vitið!u „Jeg skal lækna að tarna Claud litli, vertu bara hægur. Segðu mér nokkuð, sérðu nokkuð nu sem stendur?1' „Nei, hamingjunni sé lof, ekki núna!u „Hefirðu séð það í dag?“ „Nei, í dag hefi jeg verið laus við það“. „Yertu viss, þú skalt verða laus við það bæði á morgun og hinn daginn, og alla okomna daga. Aður þú ferð héðan aptur, skal það hafa yfirgefið þig fyrir fullt og allt. en komdu nú inn með mér, og heilsaðu Mary og krökkunum. En vel á minnst, jeg hefi alveg gleymt að spyrja eptir líðan frú Despard. Það var sem honurn brygði. „Henni líður velu, sagði hann. „Jeg held að hún verði fegurri rneð degi hverjum11. Svo greip hann um hönd mór. „Franku, sagði hann, losaðu mig við þessa drep- andi skelfingu, og þá verð jeg sælasti maðui ájarðnki . „Reiddu þig á að jeg gjöri þaðu, svaraði jeg, ef til vill nokkuð öruggari, en jeg í raun og veru var. Þó jeg nú ekki gjörði mikið úr þessu við Claudr þá var jeg mjög svo áhyggjuiúllur út af ásigkomulagi hans, og flýtti mér því að taka hann til alvarlegiar læknismeðferðar. Allar óhófsvenjur neyddi jeg hann til að legg.ja niður. Blátt áfram og hóflega varð hann að lifa, 0g' miskunnarlaust fyrirbauð jeg honum alk tóbaks- nautn. Að fám dijgum liðnum veittist mér sú ánægja að sjá, að jeg hafði litið róttum augum á sjúkdóminn. 161 Claud tók aptur gleði sína, og eptir svo sem viku tíina sýndist hann að vera alheill orðinn. Tíminn leið, og enn hafði Claud ekki minnst með einu orði á að hann ætlaði burtu, og þá var sá 19. í nánd, dagur sá, sem ákveðinn var til brúðkaupsstefnunnar. Jeg, fyrir mitt leyti, hugsaði alls ekki til að ráða honum frá að flýta giptingunni. Hann var nú svo hress, að jeg áleit að hann gæti ekki gjört annað heillavæn- legra, en breyta stöðu sinni, sem til var ætlað. Hveiti- brauðsdagarnir voru að minu áliti bezt fallnir til að kór- óna batann, og fæla með öllu frá honum þessa leiðu vofu, sem að eins var framkomin af veikluðu taugakerfi. Það leit líka svo út, sem allt stæði við sama milli hans og frú Despard, ef dæma skyldi eptir bréfaskript- unum, sem þeim fór á milli. — Claud skrifaði dags dag- lega langar ástarrollur, og fékk borgað í sömu mynt. En allt um það var þó sá 16. mánaðarins upp runninn, áður við vissum fyrirætlanir hans, brúðkaupinu við- vikjandi. „Franku, sagði hann loks dag einn. „Þú hefur nú verið mér svo góður. Jeg held þú hafir frelsað líf mitt, að minnsta kosti forðað mór frá vitfirring. Viltu nú enn á ný gjöra mór greiða?u „Með ánægju11, svaraði jeg. „Þakka þér fyrir. Littu á, já, jeg blygðast mín fyrir að segja frá því, en jeg finn hjá mér þann ósigrandi ótta, fyrir að snúa heim til Lundúna. Að minnsta kosti vil jeg ekki dvelja þar lengur, en jeg kemst minnst af með. Á fimmtudagsmorguninn verð jeg auðvitað að koma þangað, til að vera við giptinguna. — Frank, heldurðu jeg sé nú alheill?41 spurði hann snögglega.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.