Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1900, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
— Fjórtándi ároanöur. =| 1 '•' ■:==—
I Uppsögn skrifleg, ógiht
! nema komin sé til útgef-
I anda fyrirSO. dagjúní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 8.
ÍSAFIRÐI, 16. FEBR.
i ao o.
Prestar á íslandi,
og kjör þeirra fyr og síðar.
Eptir alþm. S. Stefánsson.
I.
Bók sína „Um jarðskjálfta á Suður-
landiu, er út kom í sumar,- endar dr.
Þorvaldur Tkoroddsen með þessum orðum
um prestastéttina á Islandi:
„Prestar á íslandi hafa enn þá yfir-
leitt, eptir minni reynd, miklu meiri á-
huga á fróðleik og vísindum, en við
mætti búast, eptir hinum örðugu kring-
umstæðum flestra þeirra. Ahugi þessi
hefur kaldist alla leið framan úr fornöld;
hver, sem þekkir bókmenntir vorar, veit
hve mikil áhrif prestar jafnan hafa haft
á menntalíf íslendinga. Eg hefi á ferðum
mínum komið i allar sóknir á íslandi,
og á flest prestsheimili, og er það skoð-
un mín, að ekkert land, sem eg þekki.
hafi jafh frjálslynda og þjóðlega presta-
stétt, eins og Island; hin íslenzka presta-
stétt hefur einmitt einkennilega skapast
eptir hæfi og þörfum Islendinga“.
Þessi vitnisburður er all-ólíkur um-
mælum sumra nýmóðins herranna, er
hyggjast munu afla sér lýðhylli með því,
að niðra prestastéttinni, og telja presta
óþarfagripi í þjóðfélagi voru.
En það er því meira varið í þessi
ummæli, sem þau eru byggð á yfirgrips-
mikilli Og nákvæmri þekkingu á þjóðlífi
vor Islendinga fyr og síðar, og auk þess
þess manns orð, sem er einn hinn fjöl-
fróðasti og lærðasti Islendingur, sem nú
er uppi, og eflaust alveg óhlutdrægur
dómari í þessu máli.
Það er vist óhætt að fullyrða, að bók-
menntir vorar að fornu og nýju myndu
hafa orðið æði lítilfjörlegar, ef andlega
stéttin hefði ekki fyr og síðar lagt eins
drjúgan skerf til þeirra, eins og hún
hefur gjört.
Þetta er og i raun og veru all-eðliiegt;
allt fram á þessa öld, má svo að orði
kveða, að prestarnir hafi verið nær því
einu menntuðu mennirnir hjá oss. —
Þg þegar þess er gætt, að lífskjör
þessara manna hafa jafnan verið svo ná-
tengd hag íslenzkrar alþýðu, eða réttara
sagt öllu lífi þjóðarinnar á Islandi, þá er
ekkert undarlegt, þótt áhrif þeirra á
menntalíf hennar hafi verið mikil og
víðtæk.
Frá því ísland kristnaðist, og allt
fram á þenna dag, hafa prestarnir svo
að segja verið hinir einu kennendur, og
andlegir leiðtogar íslenzkrar alþýðu.
Nú á timum heyrast þær raddir, sem
ekki vilja gefa mikið fyrir þessa leiðsögu
og forystu klerkanna, en hverju öðru
skyldi það þó frernur vera að þakka, að
islenzk alþýða hefur fyrir löngu fengið
það orð á sig, að hún væri betur að sér,
en alþýða hjá mörgum stórþjóðum heims-
ins? —
Að þvi, er kemur til afskipta prest-
anna af veraldlegum málum hér álandi,
þá gjörðist klerkastéttin um eitt skeið
að vísu ærið ráðrik, og beitti þá opt
töluverðum ójöfnuði, en aldrei vann þó
klerkavaldið hér á landi örnrar eins hryðju-
verk, og það framdi í öðrum löndum um
sama leyti. Ofriki klerkastéttarinnar á
15. og 16. öldinni stafaði og að mestu
frá útlendum biskupum, sem hingað
komu til þess, að svæla undir sig eignir
landsmanna; þekkja flestir þá frændurna
Oiaf Rögnvaldsson og Gottskálk grimma,
Hólabiskupa.
Klerkavaldið á íslandi var þó inn-
lent; það var að vissu leyti áframhald af
gaðavaldinu forna, og þótt klerkastéttin
þætti stundum ekki fara vel með völd
sin á páfatrúartimunum, þá tók sannar-
lega ekki betra við, er valdi þeirra lauk,
og hið útlenda konungsvald spennti ís-
land þeim heljartökum, er það enn ber
margar og miklar menjar eptir, og mun
lengi hér eptir bera.
En þótt klerkavaldið yrði að lúta í
lægra haldi fyrir hinu erlenda valdi, þá
hafði konungsvaldið hér á landi, til allrar
hamingju, aldrei eins mikil og óholl áhrif
á klerkastéttina, eins og á valdstjórnina
íslenzku. Prestarnir urðu því aldrei eins
háðir hinu útlenda ofríki, eins og hinir
verzlegu embættismenn, er áttu léni sín
og lífsbjörg undir náð og miskun út-
lendra gseðinga. —
Prestastéttin gat þvi betur varðveitt
sjálfstæði sitt og þjóðrækni, en verzlegu
embættismennirnir. Prestarnir höfðu lífs-
uppeldi sitt af handafla sinum, eignum
kirkjunnar, Og tekjum, er þeir fengu beint
frá alþýðunni (prestsgjöldunum).
Þeir lifðu samaD við alþýðuna, og
eins og alþýðan, og liðu með henni súrt
og sætt. Hagur þeirra var opt og tíð-
um all-aumur; annálar geta þess, að séð
hafi á prestum í sumum harðinda-árum,
en þess er ekki sérstaklega getið um
valdsmenn konungs, enda höfðu þeir
flestir úr meiru að moða, en prestarnir.
Prestarnir áttu hina sömu vini og óvini,
eins og alþýðan; góðærið jók beinlínis
lífsbjörg þeirra, eins og bændanna; búskap-
urinn borgaði sig þá betur, og tekjurn-
ar guldust betur, er gjaldþol og efna-
hagur alþýðunnar blómgaðist; hafísinn,
eldgosin og harðinda-árin voru aptur á
moti hinir skæðustu fjendur þeirra, eins
°S alþýðunnar; heimsóknir þessara óvina
máfrtu þeir jafnan óttast, því að þá þvarr
lífsbjörg þeirra, en „höfuðsmenn“, „stift-
befalingsmenn“ og kommglega saksókn-
ara þurftu þeir litið að óttast, þeir herr-
ar voru verzlegu embættismönnunum
meira hræðslugæði, þar sem þeir gátu
tekið af þeim embættin, búslóðina og
enda æruna.
Prestarnir voru svo neðarlega i em-
bættistigninni, — já, alveg fyrir utan röð
hinna konunglegu embættismanna, — að
stórvaldamenn veittu þeim almennt litla
eptirtekt.
En þetta var prestastéttráni til góðs;
þótt efnahagurinn væri opt bágborinn,
gátu þeir, fremur en verzlegu embættis-
mennirnir, varðveitt persónulegt sjálfstæði
sitt, og þjóðrækni.
En það varð þjóðinni líka til góðs;
hún átti þar, sent þeir voru, betur mennt-
aða bændur, en þorri manna var, sem
lilutu að láta sig miklu skipta hag al-
þýðunnar, þar sem þeir sjálfir áttu bein-
línis svo mikið undir vel líðan hennar.
Þeir hafa lifað og liðið með alþýð-
unni, og þess vegna „hefur hin íslenzka
prestastétt svo einkennilega skapast eptir
hæfi og þörfum íslendinga“.
Við þessi kjör hefur prestastétt ís-
lands lifað, allt fram á þenna dag.
II.
Árið 1800 voru 185 prestaköll á ís-
landi. Um 1840 voru að eins ‘13 af
þessum prestaköllum metin 50 rd., og þar
yfir. Allur fjöldi hinna var metin frá
15—40 rd., og æði-mörg fyrir neðan 10
rd.* Við þessi laun, og þaðan af rninni,
höfðu prestar átt að búa frá því um
siðaskipti.
Eptir að alþingi var endurreist, og
ögn var farið að hugsa um hag íslands,
kannaðist landstjórnin að vísu við, að
þessi kjör hinnar fjölmennustu embætt-
ismannastéttar landsins væru lítt við-
unandi. Samt sem áður var engin veru-
leg bót ráðin á launum presta, alla tíð
hins ráðgefandi alþingis, eða allt fram
að 1875, að undan teknum breytingum
þeim, sem reglugjörð 27. jan. 1847, gjörði
á aukatekjum presta. En eptir þvi, sem
lengra leið á öldina, könnuðust æ Jleiri
og fleiri við, að mikill fjöldi prestakall-
anna væri lítt lífvænlegur fyrir prestana.
Hið fyrsta löggjafarþing 1875 réði
bót á kjörum allra embættismanna lands-
ins nema prestanna, og 1877 voru sam-
þykkt lög um nýja læknaskipun. Þegar
þetta var gjört, þótti tími til kominn,
að fara að hugsa um fjölmennasta em-
bættismannaflokkinn; milliþinganefnd var
skipuð, og 1879 lagði stjórnin fyrir þingið
*) Peningar voru þá að vísu verðmairi
gagnvart landsmönnum, en nú, svo að þessar
tölur eru í rauninni nokkuð hærri, en tilsvar-
andi upphæö í núgildandi peningum.