Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Qupperneq 1
Verð árgnngsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. Þ JÓÐVIL JINN. — ■(= Fjóbtándi Aeganöde. =| ■=—- __*-=E=. SITST JÓfil: SKÚLI THORODDSE N. —h-- Uppsögn skrifteg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mátnaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 11. ÍSAFIKBI, 16 MARZ 19 0 0. f ungan. Úr Braga-málum (til Vestur-íslendinga). Eptir Matth. Jochumsson. Bragi kvað: Sé eg hendur manna cuynda megin-þráð yfir höfin bráðu, þann er lönd og lýðr bindur lifanda orði suðr og norður. Meira tákn og miklu stærra megin-band hefur guðinn dregið, sveiflað og fest með sólar-afli sálu fyllt og guða-máli. — Máli, sem hefur mátt að þola meinin flest er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða; málið fræga söngs og sögu sýnu betra guðavíni, — mál er fyllir svimandi sælu sál og æð þótt hjartanu blæði. Það hefur voða-þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jóla-eldur, fráttaþráðr af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Stóð það fast þegar storðin hristist, stóð það fast fyrir járni og basti, stóð það fast, og fjör og hreysti fókk hvað mest við stríð og hnekki. Lof þitt, Frón! só ljóðum skrifað, lof fyrir hrundinn sálardoða, víkingslund og brýnda branda bráðeggjaðra hreysti-dáða! „Undrast fögur öglis landa eik hví vér ’rom fölir ok bleikir?u — spurði skáld, og grafljóð gerði geymileg meðan byggjast heimar. Héðinn söng meðan hyrjar-tungur heljar-váða stefin kváðu, JÞörir, Jökull, og þaðan af fleiri þuldu ljóð meðan öxin buldi. Sturla kvað yfir styrjar-hjarli, Snorri sjálfur á feigðar-þorra; ljóð frá auði lypti Lopti, Lilja spratt í villi-kyljum. Arason mót exi sneri andans sterka vigabrandi; Hallgrímur kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. — Hvað er nú tungan? — Ætli enginn orðin tóm sóu lífsins forði, — hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, ftaumar lífs í farveg komnir fleygrar aldar, er stryki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elztu þjóðum; heiptar-eym og ástar-brima, örlaga-hljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóðivígðum — geymir í sjóði. Tungan mögnuð sögu og signing söngvaljóða kallast óður. Þvi eru ungir óðmæringar aðalsblóm og þjóðarsómi. — Heyrið, skáld, á Fimbulfoldu: Frelsið deyr ef vantar helsi! væri eigi í lofi lýgi landsins gæða — mættu þór hræðast! Þakkið mein og megin raunir, Mammons-ríkis Ameríku! Þakkið slyppir kaupin kröppu, keppni er beztri en stundar heppni. ■ Hvað er frelsi? — Hjóm og þvaður, hjörinn þinn nema sigurinn vinni! Þrælajörð þér veröldin verður, verk þin sjálfs nema geri þig frjálsan. Fá mér tind af Garðars-grundu — guðastól á sjónar hóli! Sjá, eg eygi alla vegu ógnar-land, fæ glóð í anda! Vei þór fjöldi viltrar aldar: veldis-orð hér liggr í storðu! Sæk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli! Heyrið, skáld, á Fimbulfoldu: fram í stafn í Drottins nafni! Yður eg fel — það sjái sólin! — sverð er dýrast fengið verður: það er harpan, hert og orpin Hekluglóð og jökulflóði, vígð i Dvalins voða-byggðum vöggu-óð og föðurblóði! Særi eg yður við sól og báru, særi yður við líf og æru: yðrar tungu, (orð þó yngist) aldrei gleyrna í Vesturheimi! Munið að skrifa meginstðfum mannavit og stórhug sannan! Andans sigur er æfistundar eilifa UfiS. Farið heilir! — •---ooO^Ooo---- Iftjja kvcrið. I Stjórnartíðindunum 29. desbr. f. á. má lesa ráðherrabróf, dagsett 6. júlí f. á., er leyfir að nota nýja barnalærdómsbók eptir Thorvald Klavenes, prest i Kristianíu, er lector Þórhallur Bjarnarson hefur is- lenzkað. Það má því búast við, að kver þetta verði hór eptir brúkað við kristindóms- nám barna jafnhliða Helga-kveri, sem eingöngu hefur verið notað um undan farinn tíma. Mér er að vísu ókunnugt um, að nokk- ur óánægja hafi verið með kver síra Hegla Hálfdánarsonar, svo að af þeirri ástæðu væri þörf á nýrri barnalærdómsbók; að minnsta kosti hefur ekki borið mikið á þeirri óánægju. Það skiptir mjög miklu, hvernig barnalærdómsbækur i kristindómi eru; með slikum bókum er lagður grundvöll- urinn til kristindóms-þekkingar æskulýðs- ins, sem hlýtur aptur að hafa all-mikil áhrif á trúarlíf þjóðarinnar. Öll tilbreytni með slíkar bækur er því ærið vandaverk, sem ekki ber að ráðast í, nema því rneiri nauðsyn beri til, og eptir rækilega íhug- un og undirbúning. Mig minnir ekki betur, en að kirkju- stjórnin leitaði álits prestastéttarinnar um barnalærdómsbók síra Helga, áður en hún var löggilt, enda virðist það engu ver til fallið, en að bera breytingar á hand- bók presta undir álit andlegu stéttarinn- ar. Barnalærdómsbók er að mínu áliti engu þýðingarminni, og þar sem það verð- ur að teljast miður heppilegt, að vera sífellt að breyta til .með slíkar bækur, þá á öllu fremur við um samning þann og val, að það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Þótt það só fjarri mér, að efast um smekkvísi hins mikilsvirta þýðanda þessa norska kvers í þessu efni, nóheldurum, að meðmæli herra biskupsins með því sóu frá hans sjónarmiði á fullum rökum byggð, þá hefði jeg þó kunnað betur við, að álits prestanna hefði verið leitað um kver þetta, áður en það var löggilt; um- sjón og eptirlit kristindómsfræðslunnar kemur hvort sem er mest til þeirra kasta, og þvi all-mikið undir því komið. að þær bækur sóu notaðar, sem þeir geti fellt sig vel við. Það eru ekki nema liðug 20 ár, síð- an kver síra Helga var löggilt; hefur það siðan því nær eingöngu verið notað við kristindómsfræðslu ungmenna undir ferm- ingu, svo mjög hefur það þótt taka fram hinum eldri barnalærdómsbókum vorum, enda voru þær útlendar, og miður vel þýddar. Eg held því, að það sé óhætt að fullyrða, að Helga-kver hafi þessi ár unnið sér almenna hylli. Framsetning síra Helga á öllum höfuðatriðum kristin- dómsins er víðast hvar svo yfirgrips- mikil og ljós í kveri þessu, að þeir, sem hafa lært það vel, hafa töluvert i það, að geta frætt börn sín vel í kristindómi með því, að nota það kver til kennsl-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.