Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Side 4
44
Þjóðviljinn.
XIV, 11.
Jensen & Moller
Kjðbenhavn C.
Biscuit- Cakes- Drops- & Konfecture-fabriker.
Vort fortrinlige, ved flere Udstillinger með Gnld- og Sölv-medailler hædrede,
Fabrikata anbefales som særlig egnende sig for Export.
Störste Fabrikation, kun for Export, af prima
Kommenskringler og Tvebakker.
hælislausum
ekkjum, börnum
og ama lýð.
Opt var hús þitt —
þótt all-rúmt væri —
troðfullt þyggendum
þinnar mildi;
en í þrönghýsi,
þreyttum, öldnum,
nú er þór násæng
á Nesi* reidd.
Sighvatur Or. Borgfirðingur.
oOO§§OOO ■■
Níö um prestastéttina.
Hingað til hafa það verið einstakir menn,
sem „Þjóðólfur“ hefur lagt i einelti með miður
sæmilegum ummælum, en nú þykist málgagn
þetta sjálfsagt ekki rækja þá köllun sína nógu
trúlega, nema heilar stóttir liðinna og lifandi
manna fái sömu skil hjá því, og er þá byrjað
á prestastéttinni. í 2. tölubl. þ. á. fær hún
þann vitnishurð, að hún sé af mörgum ekki
talin annað en plága á landinu, sem gleðilegt
væri að geta losast sem fyrst við. Auðvitað
stendur prestastétt íslands alveg jafn rétt fyrir
niði þessu, svo ástæðulaust og strákslegt er það.
Þeir mannmerkja sig sjálfa hezt, sem með það
fara. Binhver ónefndur Skagfirðingur er látinn
hera þetta góðgæti á horð fyrir lesendur „Þjóð-
ólfs“, en mark „Þjóðólfs“-ritstjórans er of glöggt
á því, til þess að mörgum detti ekki i hug, að
það sé heimalið; að minnsta kosti er ritstjórinn
niði þessu hjartanlega samþykkur, annars hefði
hann ekki tekið það alveg athugasemdalaust i
blað sitt, og myndi ekkert hlað hér á landi
hafa leikið það eptir. í Skagafirði eru svo
margir merkir og nýtir menn, að þeir munu
kunna „Þjóðólfi11 litla þókk fyrir, að dreifa
hyggðarnafni þeirra við slíkan óþverra. Þeir
hafa og fyr og síðar átt þá presta, er þeir munu
minnast allt öðru vísi, en sem landplágu, og
mun ri+stjóri „Þjóðólfs" full vel vita deili á
sumum þeirra, t. a. m. prófastinum er forðum
var á Víðivöllum, föður þess heiðursmanns, er
hezt studdi ritstjórann sjálfan til þeirrar menn-
ingar, er hann hefur náð, en það er máske í
þakklætis skyni fyrir það, að prestastóttarinnar
er minnst svona loflega i hlaði þessu. Það er
ræktarsemi fyrir sig það.
---------------
„Að láta blautt“.
Það er margt hagræðið við það „að láta blautt“.
Þarna veit maður upp á hár á hverju kvöldi
hve mikils virði róðurinn er, og getur hagað
úttektinni að kvöldi eptir því.
Þetta höfðu þeir ekki hugmynd um áður.
Þeir reru þarna dag eptir dag, og demhdu
öllum aflanum i satfisksstafiann í krónni sinni,
þar lá hann allan veturinn, allt vorið og fram
á sumar; þá urðu þeir að fara að púla í því að
þvo hann, þurka hann og flytja hann til kaup-
mannsins, og þá loksins vissu þeir hve mikils
virði hann var.
Mikill ertu munur!
Nú er maður með blýant í hendinni í hverri
veiðistöð, sem vigtar fiskinn strax upp úr sjón-
um fyrir fólkið, leggur saman, dregur frá, marg-
faldar og deilir, og segir svo hverjum, hvað
hlutur hans sé. Allur fiskurinn er þarna á
svipstundu kominn á hezta stað hjá blessuðum
kaupmanninum, sem hefur svo allt fyrir hon-
um, Það þarf ekki að hugsa um hann framar.
Svo fljúga aflafréttirnar mann frá manni,
6, 7, 8, 9, 10 og allt upp að 20 króna hlutir
hjá almonningi í Vikinni. —
Þeir þurfa ekki að tefja sig á að telja aflann
sinn í hundruðum ungu formennirnir núna,
eins og þeir gjörðu Jón gamli á Laugabóli,
Guðmundur gamJi á Eyri, Gunnar f Skálavík,
*) Kaldrananesi í Bjarnarfirði, sem almennt
er nefnt á Nesi.
Jakob í Ögri og Jón á Garðstöðum, þegar þeir
voru við róðra hérna á árunum, og létu allt i
krærnar sínar upp á gamla móðinn.
Þeir áttu heldur aldrei hlautfisksseðil í eigu
sinni til að fara með 1 kaupstaðinn, að minnsta
kosti á hverjum laugardegi.
Reyndar áttu þeir furðanlega fyrir sig, þótt
ekki gæfi á sjó viku eða hálfsmánaðar tíma.
Þeim gekk líka fullt eins vel að fá nauð-
synjar sínar upp á veturinn, eins og útvegs-
mönnunum núna, og ekki þurftu þeir í kaup-
staðinn í hverri viku. En það var heldur aldrei
neinn dagamunur lijá þeim, aldrei að kalla
neinn glaðningur. Laugardagskvöldin voru
alveg eins og óbreytt mánudagskvöld.
Það var heldur ekki von, þegar allur fisk-
urinn var látinn liggja óhreifður fram á sumar
í þessum saitfisksstöflum. Hverju áttu menn-
irnir að vikja fyrir sig allan þann tíma.
Það var mikið að aðrir eins útsjónarmenn
skyldu ekki sjá þetta. Það urðu reyndar opt
furðu góðir hlutir hjá þeim á endanum, með
þvi að nurla þetta sífellt i króna. Auðvitað
kom það aldrei fyrir, að þeir töpuðu 10—15
krónum á hverju skippundi við það að „láta
blautt“.
Þeir hafa sjálfsagt ekki þótzt mega við því,
þótt þeir væri nógu stöndugir. En öllum get-
ur missýnst.
Það er þó nokkuð gefandi fyrir það, að geta
komið aflanum strax í veltuna, eða geyma hann
upp á von og óvon fram á sumar, eða þá það
blessaðir verið þið, að geta komið Jcrónunum vel
fyrir sig undir eins.
Það þarf ekki að velkjast með þær í óþurk-
unum á sumrin, eins og saltfiskinn. Það er
löngu áður húið að koma þeim fyrir.
Þetta hugleiddu þeir ekki, gömlu mennirnir.
Það eru f'ramfarir hérna við Djúpið.
Uppboðsaugiýsing.
Föstudaginn 6. apríl næstkomandi kl.
12 á hádegi verður opinbert uppboð hald-
ið á Ytri-Búðum í Bolungarvík, eptir
beiðni erfingja Alberts sál. Sigurðssonar,
og þar selt ýmislegt lausafé, svo sem fé,
fatnaður, rúmfatnaður, búsáhöld, sjávar-
útvegur o. fl.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Tröð 7. marz 1900.
Pétur Oddsson.
THE
North British Ropework C°y,
Kirkcaldy
Contractors to H, M, Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilóðir og focri.
Manilla og rússneska kaðla, allt sérlega
vandað og ódýrt eptir gæðum.
Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk,
Island og Færeyjar.
•Takob Gunnlögsson,
Kjobenhavn K.
Crawfords
1 j i'i íl V+ n íz'í i
BISCUITS (smákökur)
tilbúið af CEAWFORD & SOHS
Edinburgh og London.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar
F. Hjortli & C£
Kjobenhavn K.
Biðjið um:
SIt nnclina via lt
Exportlxaffe Surrogat
Kjehenhavn. — F. Hjorth & Co.
TJbdLJsl EDXJM33UIIGU
Roperie & Sailcloth Company Limited
stofnað 1750.
Yerksmiðjur í I .*>it 1> og < i Inego vv .
Búa til
færi, streugi, kaðla og segldúka.
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaup-
mönnum um allt land.
Umboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar:
I V TTjoi-th & Co.
Kauprnannahöfn K
V OTTORÐ.
í mörg ár hefur kona min þjáðst af
taugabilun og slæmri meltingu; hefur
hún því leitað margra lækna, en til eink-
is. Eg réði því af að láta hana reyna
hinn fræga Kína-lífs-elixír frá hr. Valde-
mar Petersen í Frederikshavn, og er hún
hafði brákað 5 flöskur, fann hún stóran
bata. Hún hefur nú eytt úr 7 flöskum,
og er eins og önnur manneskja. Þó er
eg viss utn að hún fyrst um sinn má
ekki vera án þessa elixirs. Þetta get
eg vottað eptir beztu sannfæring, og eg
vil ráðleggja hverjum þeim, sem þjáist
af líkum sjúkdómi, að fá sér þenna heilsu-
samlega bitter.
Xorðurgarði á Islandi.
Einar Árnason.
Itína-lifs-elexíi*irm fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lifs-elexír, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að —standi
á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16
Kjöbenhavn.
PRENTSMIDJA UJÓÐVILJANS