Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Síða 3
XIV, 11. Þjóðviljinn. 43 lausamennsku, ómennsku, vinnuhjúa- skorts, kostavendnis og þvermóðsku, sem víða bjóða byrginn, og keppast að flykkj- ast pörum saman i þurrabúðanna hægð, til að geta þar böm á annara skaut, en undir eins geta eyðileggjandi stofn til afkomenda, er aldrei læra að vinna sér ærlega brauð, og fæstir annað en íllt eitt. Þetta þurrabúðar* skaðvæna líf var að sönnu þekkt i eldri systra þinna tið, og undir eins mig útarmandi, sem Annálar votta, en margfaldast hefur það í þinni tíð, mín framliðna, við sívaxandi útveg ýmsra, sem ástundað hafa að draga að sór fólk úr sveitum, til að fleyta skipum sínum þeim til arðs, en færri viljað síðan byrðina bera af þeirra eða þeirra hyskis framfæri, heldur slengt henni upp á fá- tæka hreppa, þeirra velmegun, góðri hús- stjórn og uppeldi, yðjusemi, jarðar- og penings-rækt til þess meira niðurdreps“. * * * Þannig lýsir einn merkasti maðurinn, sem Island hefur átt, lifnaðarháttum vor Islendinga um síðastliðin aldamót. En hvað skyldi hann segja, ef hann um þessi aldamótin mætti líta upp úr gröf sinni, og virða fyrir sér búnaðarástandið á ís- landi? Vér óttumst fyrir, að honum myndi að mörgu leyti ekki lítast á blikuna. — Þrátt fyrir töluverðar framfarir á þess- ari öld í ýmsum greinum, á þó þessi lýsing Magnúsar heitins Stephensen á 18. öldinni allt of vel við þessa útlíðandi 19. öld, til þess að nokkur hugsandi Is- lendingur geti með ómeingaðri gleði og ánægju litið yfir hag þjóðarinnar um þessi aldamót. Það eru einmitt sömu meinin, sem Magnús Stephensen kvartar mest um í Eptirmælum sínum, sem nú virðast enda hafa grafið enn dýpra um sig í þjóðlífi voru, en nokkru sinni áður. Hnignun landbúnaðarins, vantrú á landinu og gæð- um þess, fækkun sjálfstæðra landbænda, en fjölgun öreiga og ósjálfbjarga tomt- hús- og þurrabúðar-lýðs, er byggir alla lífsvon sína á stopulum sjávarafla. Stór- lega aukinn munaður og óhóf, en mikil apturför í þeirri heillaríku viðleitni, að bjargast sem mest við landsins eigin gæði. Er ekki þetta almennt umkvörtunar- efni nú í aldarlokin? Jú, vissulega. Hvað er orðið af hinum góðu og sjálf- stæðu landbændum, sem fóru í kaupstað- inn einu sinni á ári, og byrgðu sig þá upp til ársins og kvöddu kaupmanninn skuldlausir; lifðu af búum sínum á hollu og góðu íslenzku viðurværi, og skulduðu engum neitt? Þeim fækkar óðum. Og hverjir koma svo i þeirra stað? Landbændur, útvegsbændur og tómthús- menn, sem að visu búa í miklu dýrari og yfirleitt betri húsakynnum, klæðast miklu fínni og dýrari fötum, og neyta miklu meiri munaðar en forfeður þeirra, *) Auðkennt af höf. en sem lika fæða opt sig og skyldulið sitt mest megnis á — kaupstaðarlánum. Fyrir nokkrum árum sást jörð varla auglýst til ábúðar eða kaups, nema endr- um og eins í Arnarstapa og Skógar- strandarumboði. Nú eru ár eptir ár kostajarðir auglýstar hópum saman um land allt til ábúðar eða kaups. Hvað ætla eigendur og ábúendur þeirra fyrir sór? Þeir þykjast ekki geta bjargast á þeim, og vilja heldur hverfa allslausir til kauptúnanna, á mölina í sjávarþorp- unum, eða þá til Ameríku, en að freista lengur hins arðlitla og mæðusama bú- skapar. Þetta er sorgleg en sönn saga. Og þó verður því ekki neitað, að landið er töluvert betra nú, en það var fyrir 30—40 árum, þótt ekki sé lengra farið. Það hefur verið mikið bætt hin sið- ustu ár þessarar aldar. Margur óræktar þúfna-mórinn, sem forfeður okkar þýfg- uðu um gras ár eptir ár, af því að þeir kölluðu hann tún, er nú orðinn renni- sléttur og grasgefinn töðuvöllur, margur kviksyndis fúaflóinn, sem áður var hræðslugæði mönnum og skepnum, er nú fagurt og gott engi, og þar sein um margar aldir höfðu staðið óheilnæmir og ljótir kofar, standa nú víða reisuleg hús og bæir. Þessu tjáir ekki að neita, og það má gleðja hvern góðan Islending. — En þó virðist búsæld landsmanna dvína. Þeir, sem skrifa eptirmæli 19. aldar- innar mega ráða þessa gátu. En vór getum hugsað oss, hvernig þeir muni gjöra það. — Verzlunarfrelsið, og þar af leiðandi meiri viðskipti og mök við aðrar þjóðir, hafa kennt oss að semja oss að mörgu leyti að háttum þeirra, oss hefur á 19. öldinni mikið farið fram í alls konar menningu, en líka i því að gjöra stórum meiri kröfur til lífsins, en forfeður vorir. En atvinnuvegum vorum hefur ekki far- ið fram að sama skapi, og þess vegna hrökkva ekki afurðir landsins til þess, að fullnægja þessum auknu kröfum vorum. Vór framleiðum að vísu miklu meira en forfeður vorir, en vér eyðum meir en vér öjium, þar í liggur að einu leyti ráðning gátunnar, þótt fleira sé hér að athuga. Vór höfum lært mikið og margt á þessari 19. öld, vór stöndum forfeðrum vorum á 18. öldinni ekkert á baki í at- orku og dugnaði, heldur feti framar, en það er eitt sem vér höfum ekki lært, en sem er aðalskilyrðið fyrir sönnum hag- sældum lands vors og þjóðar, og þaðer: Að sníða oss stakk eptir vexti. Kynnum vór það, liði oss vel. Vór vonum, að 20. öldin kenni oss þessa gullvægu lifsreglu, svo að eptir- mæli hennar geti að þessu leyti orðið stórum loflegri en eptirmæli 18. og 19. aldarinnar. Auðvaldið á alþingi. Um það farast síra Jóni Bjarnasyni í Winni- peg þannig orð í fyrirlestri, er hann hélt í haust um íslandsferð sína, sem prentaður er í „Lögbergi“. „í stjórnmálum íslands er Valtýzkan hið stóra númer. Hún féll á þinginu í sumar, en það er von um, að hún fái framgang, einkum fyrir þá sök, að andstæðingarnir hafa nú ekki lengur neitt á stefnuskrá sinni andspænis henni nema neitun. Arnarhólsmálið, sem í sjálfu sér var smámál. varð að því leyti stórmál á þessu síðasta þingi, að það hleypti heilmiklum hita í þingheim. Það þótti koma þar fram, að auð- mannaveldi hefur þegar myndast í landinu. Einn maður, Jón Vidalín, hefur fyrir auð sinn meiri áhrif á þing og þjóð, en góðu hófi gegnir. Flokkur manna á þinginu vildi reisa rönd við því auðvaldi. Og þorri Reykvíkinga hugsaði eins; kom það skipt fram á borgarafundi, sem þeir héldn meðan alþingi stóð. En þessir menn allir urðu að lúta í lægra haldi. Auðvaldið hat'ði sitt fram, mörgum víðsvegar út um land vafalaust til stór-hneyxlis“. . * * * Þessi frásögn síra Jóns er i alla staði rétt, það er að eins eitt orðatiltæki í henni, sem er dálítið ónákvæmt. Hann segir, að auðmanna- veldi hafl þegar myndast í landinu. En í raun réttri er hér um ekkert auðmannaveldi að ræða, sízt í landinu sjálfu. Hér er að eins einum manni til að dreifa, Jóni þessum Vídalín, og hann er ekki einu sinni búsettur hér á landi, heldur í Kaupmannahöfn. Nei, það er ekki svo vel, að hér séu innlendir auðmenn, þeir gerðu eitthvað meira fyrir land sitt, en að sletta sér af hégómadýrð og persónulegum hvötum fram í þau mál, er þeir hefðu mjög lítið vit á, landi og þjóð til skaða og skammar. Það er að eins þessi eini maður, sem grætt hefur hér töluvert fé á hrossakaupum og kaupfélagsskapnum ís- lenzka, er tekist hefur að gjöra sér mjög fylgi- spaka all-marga þeirra manna víðs vegar um landið, sem mest eru við kaupfélögin riðnir. En eius og kunnugt er, eru það víða helztu menn í hóruðum, og eigi all-fáir þeirra á þingi- Þetta er allt og sumt auðvaldið á íslandi; enn sem komið er, er það að vísu meir en nóg, og all-íllt til þoss að vita, að oss skuli með nokkr- um rökum verða brugðið um það, að einn hesta- kaupmaður geti haft atkvæði þjóðfulltrúa vorra og annara maktarmanna í vasa sínum. Er ósk- andi, að næstu alþingiskosningar geti fengið þann blett af þjóð og þingi framvegis. — Bitstj. ------------------ + Loptur Bjarnason, óðalsbóndi á Eyjum. Blæs hel-gustur á Bölum norður, fer of Kaldbakskleif frost og myrkur; en á Eyjum um aldur langan stóð lilinur hárr er hlúði mörgum. Lengi var þér lagið, Loytur bóndi, svanga, sjóhrakta, seðja, hýsa; búum bjargþrota binda klifjar — mildri mund — rnatar gnægta. Lengi var þér lagið ljiífum orðum, gesti vegmóðum gleði inna, fylla heima þitt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.