Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Blaðsíða 2
54 ÞjÓðviljinn. að Gatac.re, einn af herforingjum Breta, hafi farið ófarir nokkrar fyrir Bóa-for- ingjanum Olivier, hjá stað þeim, er Bethulíe er nefndur, og annarar orustu er getið við Lobatzí, þar sem Búar höfðu miður. Um 16 þús. særðra og sjúkra manna er mælt, að nú muni liggja á sjúkra- húsum í Suður-Afríku.------ í Brasilíu varð ný skeð uppvíst um samsæri, er stefndi í þá átt, að taka Campos Sálles forseta höndum, og koma konungsveldi á fót. — — Á Tyrklandi er ný skeð látinn Osman pascha, 63 ára, er frægur var af viðureign sinni við Rússa í orustunni við Plewna.------- Á Indlandi andaðist í Kalkútta að- faranóttina 18. þ. m. W. S. A. Lockhart, aðal-foringi brezka herliðsins þar í landi Hungurneyðin er fremur að aukast þar í landi, og sagt, að nú séu nær 5 milj., er þar lifa upp á stjórnarkost. Pestin hefur gjört vart við sig í San Francisko og nokkrum borgum i Australiu. — — I bænum H a m m e í Austur-Flandern er verkfall meðal vefara, og brutust 2 þús. þeirra ný skeð inn í bakarabúðir, rupluðu þar og skemmdu. — — Stefanía krónprinsessa, ekkja Rud- olphs krónprinz í Austurríki, giptist 22. þ. m. ungverskum greifa Lonyay að nafhi, og er sagt, að íöður hennar, Leopold Belga konungi, só lítið um þann ráða- hag hennar gefið, og hafi haft í hótun- um, að svipta hana árstillagi, er hún hefur notið til þessa. — Kaupmannahöfn 3. apríl 1900. Sama kalza-tíðin, sem hér hefur verið, siðan á nýjári, helzt enn, og þyk- ir því Dönum sumar-koman dragast nokkuð lengi. -— Influenzan, sem hór hefur gengið, er þó talsvert í rénun, þó að mikið vanti enn á, að hún só um garð gengin. — Sú pest hefur annars í vetur eigi að eins gengið á Norðurlöndum, heldur hafa verið mikil brögð að henni á G-rikklandi og Italíu, og voru veikindi þessi aðal-orsökin til þess, að Leo páfi gaf ítölum undanþágu frá því, að „sitja í fóstunni“, því að saltfiskurinn þykir ekki sem beztur sjúkra kostur. — Megum vér íslendingar því óska, að slíkar pestir verði þar eigi opt á ferðinni um föstu- timann, svo að eigi felli þær smáfiskinn og ísuna í verði, eins og að þessu sinni átti sór stað. - Hóðan úr Danmörku er þeirra tíð- inda helzt að geta, að bæjarfulltrúakosn- ingar fóru fram hér í Kaupmannahöfn 27. f. m., og voru eintómir vinstrimenn og socialistar kosnir, svo að nú sitja í bæjarráðinu: 15 vinstrimenn, 12 social- istar, 3 framsóknarmenn, og að eins 6 hægrimenn; en allir þeir (9), er frá fóru, voru hægrimenn, og fengu þeir nú eng- um sinna manna komið að. Allt er enn í óvissu um það, hvaða stjórn kemur til valda í Danmörku, er Æomwy-ráðaneytið fer frá, sem búist er við, að verði i þ. m., um eða eptir pásk- ana. — Ymsir hægrimenn vilja ógjarna missa völdin; en meinið er, að ekki hef- ur enn tekizt, að finna nýtt hægrimanna- ráðaneyti, er hafi atkvæða-afl í lands- þinginu, þar sem hægrimenn eru orðnir mjög sundurþykkir sín á milli, og vilja sumir, að vinstrimenn fái nú að reyna sig. Nú síðast segja blöðin, að lands- þingismaður Hannibal Sehested greifi só að reyna, að koma nýju hægrimanna- ráðaneyti á laggirnar, en talið mjög hæpið, að það takist, með því að enginn hefur enn fengizt, til að taka að sér stjórn her- og flota-mála, af því að fólksþingið var mjög spart á fjárveitingar til hersins og flotans. — En það ber flestum saman um, að þó að hægrimönnum takist að mynda ráðaneyti að þessu sinni, þá só að eins „tjaldað til einnar nætur“, með þvi að slíkt ráðaneyti hljóti frá að fara að vetri. — Látinn er ný skeð (31. marz) Severin Abrahams Jeikhússtjóri, og 29. marz Oott- fred Bubin víxlari, báðir nafnkunnir menn í Danmörku. — Frá Svíþjóð er þeirra tíðinda að geta, að 31. marz var hryllilegur glæpur framinn i héraði því, er Hörja nefnist. — Alþýðuskólakennari einn, er þar bjó, mikilsmetinn, oddviti sveitarnefndarinnar, og sparisjóðsstjórnandi, drap sjálfan sig og 4 börn sín. — Hafði hann misst konu sína síðastl. haust, og áttu þau hjónin þá 9 börn á lífi; voru 2 þeirra í dvöl annars staðar, en 7 heima hjá föðurnum, og var efnahagur hans svo bágborinn, að hann hafði gripið til sparisjóðspen- inganna, og bjóst við, að verða þá og þegar tekinn fastur. Kallaði hann þó börn sín sjö inn til sín, tók sjálfur inn blásýru, og gaf börnunum líka. Tvö börnin höfðu þó komizt hjá að taka inn eitrið, en 4 dóu, sem fyr segir, og eitt lá fárveikt, er siðast fréttist. — í Noregi hefur verið mikið þjark, út af því, að Nysom ríkisráð hafði keypt hús eitt í Kristjaniu, til þess að auka húsakynni fréttaþráðarstöðvanna, en ekki gætt þess, að leita áður samþykkis stór- þingsins. — Kom svo, að Steen ráðaneyt- isforseti lýsti því yfir, að allt ráðaneytið myndi þegar víkja úr völdum, ef stór- þingið samþykkti eigi kaupin, og lýsti yfir fullu trausti til stjórnarinnar, og fór þá svo, eptir fleiri daga umræður, að stórþingið samþykkti kaupin með 63 atkv. gegn 51, og vottaði stjórninni traust sitt. — — Afríku-ófriðurinn. 28. marz vildi Búum það mikla óhapp til, að aðal- herforingi þeirra Joubert andaðist, eptir nokkurra daga vanheilsu. — Hann var vara-forseti lýðveldisins, og hafði reynzt ágætur hershöfðingi, svo að Búum var hinn mesti söknuður að fráfalli hans, ekki sízt eins og á stóð. — Við jarðar- fór hans, sem fór fram í Prætoriu, höfuð- borg Transvaals, skipaði Kriiger forseti mann þann, er Botha nefnist, til aðal- hershöfðingja, og mæltist sú ráðstöíún XIV, 14,—15. afar-vel fyrir, þvi að enda þótt Botlia só enn ungur að aldri, að eins 36 ára, hef- ur hann þegar sýnt mikla herkænsku og dugnað í ófriði þessum, og þakka Búar honum meðal annars sigurinn við Colenso, þvi að Joubert var þá veikur, svo að Botha gegndi þá hershöfðingjastörfum i forföll- um hans. Eins og fyr er frá skýrt, hugðist Rbberts hershöfðingi hafa Oranje-friríkið i hendi sór, er hann var seztur að í Bloemfontain; en nú mun hann farinn að sjá, að svo er þó ekki. Það var mikið látið af því í enskum blöðura um tíma, að Búar i Oranje-frí- ríkinu hefðu brugðizt vel við þeirri á- skorun Róberts hershöfðingja, að láta vopn sín af hendi, en síðar hefur það komizt upp, að þeir hafa gabbað Breta á þann hátt, að skila þeim að eins ónýt- um byssuhólkum, og reynast ótryggir i hvivetna, enda hefur Stejn forseti látið það boð út ganga, að hver borgari, sem eigi vilji berjast með löndum sínum, eða liðsinni Bretum, verði tafarlaust skotinn, sem landráðamaður. Roberts hershöfðingi situr því enn í Bloemfontain, og hefur eigi séð sér fært, að leggja af stað til Prætoriu, þvi að ein- att er að verða vart við Búa-hersveitir hór og hvar i grennd við Bloemfontain, sem eyðileggja fróttaþræði, reyna að hepta vista-aðflutninga, eyðileggja aðal- vatnsbóJ borgarinnar o. s. frv. Ekki hefur Bretum enn tekizt, að leysa Mafeking úr umsátri, svo að búist er við, að sú borg verði nú að gefast upp fyrir Búum þá og þegar. Ymsar hafa smáorustur orðið með Bretum og Búum i grenndinni við Bloem- fontain, og ýmsir haft betur, en einna markverðastar þeirra eru orustan við Brandfort 29. marz, og orustan við Tabanchu 31. s. m. — Við Brandfort var barizt frá kl. 11 f. h. til myrkurs, og varð mannfall nokkurt af beggja liði, og veitti Búum betur, þótt þriðjungi færri væru, en fjandmenn þeirra; en þá kom Bretum til hjálpar nýtt lið, svo að 7—8 voru um hvern Búa, og urðu þeir þá að láta undan síga. — Við Tabanchu höfðu Búar aptur á móti sigur, og biðu litið manntjón, en Bretar misstu um 350 rnanna, 7 fallbyssur og 200 flutnings- vagna. — Brezka stjórnin hefur nú sent Cronje hershöfðingja og 500 af mönnum hans til eyjarinnar St. Helena, og hefur það mælzt mjög ílla fyrir í Capnýlendunni, því að Búar voru margir veikir, og eru alveg óvanir sjóferðum. — Hafði og stjórnandi Capnýlendunnar lagt eindregið á móti því, en brezka stjórnin sinnti eigi fortölum hans. Sagt er, að Chamberlain ráðherra hafi nú fast i huga, að reyna að tengja brezka rikið betur saman á þann hátt, að ný- lendur þær, er sjálfstjórn hafa, sendi full- trúa á ríkisþing, er háð só í Lundúnum, og eigi það þing um þau málefni að fjalla, er ríkið varða í heild sinni. — Þessu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.