Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Blaðsíða 3
XIV, 14,—15.
Þ JÓBYILJXNN.
55
mun hann þó ekki hreifa, fyr en Afríku-
óíriðurinn er til lykta leiddur, og dregst
það þá líklega nokkuð, þvi að fáir efa
nú, að Búar enn þvælast fyrir all-lengi,
enda þótt við ofurefli só að eiga. —
Látinn er ný skeð Edmund Fane,
sendiherra Breta í Kaupmannahöfn. —
Frakkland. Frakkar hafa sent
herflokka suður í Sahara, til þess að
brjóta undir sig ýms smáríki, sem þar
eru; hafa þar orðið ýmsar smá-orustur, og
Frakkar tíðast haft betur í viðureign
sinni við þjóðflokka þá, er búa þar syðra.
— Ekki er mönnum kunnugt um, að
þjóðflokkar þessir hafi unnið til saka; en
Frakkar vilja á þenna hátt sameina lönd
sín i Norður-Afríku (Algier og Tunis) við
landeignir sínar í Sudan, og mun það
þykja ærin orsök til ójafnaðar þess, er
þeir nú sýna í Sahara, jafn sljó sem
réttlætistilfinning stórþjóðanna . er um
þessar mundir.
A eyjunni Martinique, sem Frakkar
eiga, hafa orðið nokkur uppþot, og spunnust
út af því all-miklar umræður á þingi
Frakka 26. marz síðastl., og sló í rysk-
ingar í þingsalnum; reyndi Meline o. fl.,
að nota þetta tækifæri, til þess að koll-
varpa ráðaneytinu Waldeck-Bousseau, en
þingið lýsti trausti sinu á stjórninni með
285 atkv. gegn 239, svo að Meline kemst
ekki að í bráð.
Látinn er 28. marz siðastl. Vincent
Benedetti, er var sendiherra Frakka í
Berlín 1870, þegar þýzk-franska stríðið
hófst, og sem þá var sagt, að hefði tal-
að þeim styggðaryrðum til Vilhjálms
keisara, er til ófriðarins drógu. Seinna
hefur þó komizt upp, að Bismarck hafði
látið falsa hraðskeyti um samtal keisara
og Benedettis, til þess að koma ófriðinum
á stað.
í Cherbourg vildi það slys til 1. apríl,
að ketilpípa sprakk í tundurvélabát ein-
um þar á höfninni, og særðust 5 menn;
létust 2 þeirra þegar af brunasárum, en
einn varpaði sór i sjóinn af sársauka, og
drukknaði.
Loubet forseti hefur nú ný skeð náð-
að Christiani geifa, og 50 aðra, er tóku
þatt í ólátunum, og strákalátunum, gegn
forseta, við veðhlaupin í fyrra. —
Finnland. Einatt eru Rússar að
þröngva hag Finnlendinga meir og meir,
og hafa nú bannað blaðamönnum, að
birta þingræður, eða álitsskjöl þingnefnda
nema ritskoðandi hafi leyft prentunina.
— Fjöldi Finnlendinga flytur nú og
þaðan úr landi. — —
Bússar hafa sent herskip til Korea,
til þess að hræða stjórnina þar, til að
láta af hendi við sig hafnarbæ nokkurn
á svipaðan hátt, eins og þeir fengu Port-
Arthur hjá Kínverjum, og þykir trúlegt,
að 8tjórnin þori eigi annað,- en að verða
við beiðni þeirra. —
——<XX>§§<>00----
Jtcfnuskrd apturhaldsliðsins.
Engin stjórnarbót!
Enginn fréttaþráður!
Engin bót á peningavandræðunum!
Engin breyting á latínu og grísku
staglinu í lærða skólanum!
Skammahylkið „Þjóðólfur“, þetta
durgslega málgagn apturhaldsliðsins, sem
ætla mætti, að fremur væri stjórnað af
einhverri afar-þröngsýnni og geð-íllri apt-
urgöngu, en af nútíðar íslendingi, á lof
og þakkir skilið fyrir það, hve ótvírætt
það nú upp á síðkastið er farið að sýna
stefnuskrá sina og flokksbræðra sinna.
Hvert sem „Þjóðólfs“-drauginum verð-
ur litið, sór hann hvivetna fyrir augun
bera ýmis konar nýbreytni hjá þjóðinni,
sem honum er afar-illa við.
Auðvitað vildi hann svo feginn geta
fært allt þetta aptur í sama lagið, sem
tiðkaðist á fyrri tímum, á „skottu“- og
„móra“-öldinni, þegar svartnættis-myrkr-
ið grúfði sem þyngst yfir þjóðinni.
En þetta sór hann þó, að vera muni
sér ofætlun; þjóðin er orðin of þroskuð
til þess, að slikt geti gengið.
Um hitt er öðru máli að gegna, að
reyna að sporna við þvi, að nokkuð breyt-
ist úr því, sem er, svo að ástandið verði
þó ekki myrkurkindunum enn óþægilegra,
en það er orðið.
Hér er líka hægra viðfangs, er um
nýjungar er að ræða, sem enn eru ekki
komnar til framkvæmda, því að þá er
einatt auðgert, að slá á strengi tortryggn-
innar; þar er þvi ærið verksvið enn fyrir
„móra“-kyn og „skottu“-sneipur i þjóð-
lífi voru.
Stefnuskrá sú, sem „Þjóðólfur“, og
hans liðar, hafa sett sór, er því í aðal-
atriðunum inni falin i þessu fernu:
1. Að þjóðin fái engar umbœtur á stjórn-
aróstandinu, heldur séu það ábyrgðar-
lausir skriffinnar (hinn svo nefndi lands-
höfðingi og embættlingar isl. stjórnar-
deildarinnar i Kaupmannahöfn), sem
öll ráðin hafi, og framkvæmi þau í
jnikri, í skjóli ábyrgðarlauss, erlends ráð-
herra, sem hvorki getur vitað neitt
upp nó niður í ísl. málum, og hefur
þess utan allt öðru að gegna, í annars
lands þágu.
2. Að enginn fréttaþráður verði lagður til
landsins, svo að þjóðin geti haldið á-
fram að vera jafnt utan við heiminn,
sem áður, til ómetanlegs tjóns fyrir
alla atvinnuvegi vora, fróðleik og
menutalíf landsmanna.
3. Að bankastofnun landsins sé eigi kippt
í það horf, að fullnœgt geti peningaþörf
landsmanna, heldur haldist peninga-
vandræðin söm, sem þau eru, atvinnu-
vegum og sjálfstæði landsmanna til
niðurdreps, svo að þeir annað tveggja
neyðist til að flýja landið, og fari til
Vesturheims, eða veslist upp í örbyrgð
og vesaldóm, og verði myrkrakindun-
um, eða ábyrgðarlausu pukur-skriffinn-
unum í Reykjavik og Kaupmannahöfn,
enn auðsveipnari, en áður.
4. Að b'örn landsmanna, er menntaveginn
ganga, séu látin hdlda áfram að eyða
beztu æfiárum sínum, til að stagla dauðu
fornmálin, latínu og grízku, og fari þvi
á mis við margvíslegan fróðleik, sem
þýðingu gæti haft fyrir lífið.
Þetta er þá ofur-lítið sýnishorn af
stefnuskrá „Þjóðólfs“, og apturhaldsliðs-
ins, landar góðir.
Þetta er markmiðið þeirra manna,
sem „Þjóðólfur“, og skriffinnskuvaldið í
Reykjavík og í Kaupmannahöfn, vill fá
yður til að kjósa við alþingiskosningarn-
ar á komanda hausti.
Að þessu munu sýslumenn vorir all-
flestir ætla að fá hreppstjórana til að
vinna, að þvi er heyrist.
Hvernig lízt yður á landar?
Er ekki róttara, að láta „Þjóðólfs“-
drauginn, og þokkahjú hans, finna það
sem áþreifanlegast við kosningarnar, að
hin gamla, gullvæga „skottu“- og „móra“-
öld er, sem betur fer, horfin, og kemur
vonandi aldrei aptur?
Látum myrkrakynið halda sér í skúma-
skotunum, en eigi hafa áhrif á kosning-
ar vorar.
Annars staðar, en í skrifklefum sin-
um, á það ekki heima.
Eptir síra Helsa Árnason.
Þvi neitar víst enginn maður, að góð
heilsa og hraustleiki séu mikilsverð gæði,
dýrmætur ijársjóður. Það er óhætt að
telja heilbrigðina hið æðsta jarðneska
hnoss, því án hennar getur engin gleði,
eða farsæld, átt sér stað. Hún er öllu
gulli betri, því hin mestu auðæfi nægja
optlega eigi, til að kaupa hana, ef hún
einu sinni missist; og án hennar verður
öll ánægja lífsins að reyk, er snöggvast
kann að bregða fyrir, en hverfur svo
með öllu.
Yanalegast er öll mannleg eymd og
þjáning bein afleiðing af vöntun heilbrigð-
innar. Það mun varla til það steinhjarta,
er eigi hrærist til sárrar meðaumkvunar,
er það lítur allar hörmungarnar við sjúk-
dómsbeðin.
En það er um heilbrigðina, eins og
svo mörg önnur gæði, að „enginn veit,
hvað átt hefur, fyr en misst hefur“. Með-
an menn njóta hennar, meta menn hana
ekki, sem skyldi, og gjöra sér minna far
um, að varðveita hana, heldur en að ná
henni aptur, ef menn hafa misst hana.
Yór Islendingar erum, margir hverjir,
ákaflega hneigðir til forlaga-trúar. I hvert
skipti, sem einhver verður veikur, eða
þegar sjúkdómar geysa yfir stærri eða
minni svæði, og hrífa frá oss vini vora
og félaga, eiga þetta að vera eintóm
forlög, eða álög skaparans. Það kann
að vera nokkur huggun fólgin í þessari
trú. En veigamikillar huggunar má ekki
af henni vænta, nema þar, sem samvizk-
an er glöð og góð. Sóu menn sér þess