Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Page 4
204
Þjóðviljinn.
XIV 51.-52.
fyrir jól hefur hér í hreppi mest um það talað
að húa sig undir, að kveðja gömlu öldina á sem
hátíðlegastan hátt. — Á Fiateyri byrjaði hátiða-
skemmtunin á gamlaársdag kl. 5—6 e. h„ og
voru þar saman komnir um 150 manns í húsi
Torfa Halldórssonar. — Flutti þá P. J. Torfason
kl.tíma fyrirlestur um framfarir mannkynsins
á liðnu öldinni, en því næst flutti kand. Magn-
ús Jónsson fyrirlestur um tramfarir íslands á
öldinni, og loks talaði Sveinn húfr. Arnason um
ástand og framfarir Önundarfjarðar á síðustu
100 árum. — Að þvi búnu var fyrirhugað, að
haldin yrði hrenna og blysför, en óveðurs vegna
varð að fresta því til nýjársdags.
1 Holti kom fólk úr innsveitinni saman, til
að vera við kvöldsöng. og hlýða á tölu, er Jan-
us prófastur Jónsson kvaddi öldina með, en síð-
an skemmti fólk sér þar við hrennu o. fl., er
til fagnaðar gat orðið; en þar sem veður var
ekki gott, komu þar langtum færri, en ætlað
höíðu.
9. þ. m. verður fundur haldinn að Sólhakka,
til undirbúnings sýslufundi, og hefur hinn
háttvirti* hreppstjóri til sett, að kosnir verði þá
4 menn, til að mæta fyrir Önundarljörð á hin-
um politiska fundi, sem áformað er, að haldinn
verði að FJateyri 2. fehr. næstk.
Heilsufar manna hefur verið hér gott, síðan
hettusóttin hatnaði.
Bráðapest hefur stungið sér niður á stöku
hæjum; í Holti og á Þórustöðum er sagt, að
farið hafi 10—20 kindur, og víðar hefur veik-
innar vart orðið, en þó með minnsta móti.
Nokkurum peningum hefur verið skotið
saman hér í hreppi handa ekkjunum í Selárdal,
og skemmtun verður haldin að Sólbakka næstk.
laugardag, til ágóða fyrir þær“.
Gamla öldin kvödd. í kveðju skyni við
gömlu öldina var haldin bremui hér i kaupstaðn-
um á gamlaárskvöld, og var þar margt manna
saman komið.
Einnig var haldin blysfór, sem varð þó frem-
*) 1 hréfinu stendur „láttvirti11, undirstrik-
að, sem vér höfum skoðað, sem sjálfsagða rit-
villu. — Ritstj.
ur tilkomulítil, af þvi að veður var fremur ó-
hagstætt fram eptir kvöldinu.
Nokkuru fyrir miðnætti gerði þó veður stillt
og fagurt, svo að ekki mátti annað segja, en að
gamla öldin kveddi vel, og að nýja öJdin heiis-
aði mönnum hlýlega.
En er nýja öldin gekk í garð, kvað við sálm-
urinn: „Ó. guðs vors lands“ frá söngflokki, er
numið hafði staðar á einni hæjarbryggjunni, og
að því húnu var skotið nokkurum flugeldum.
Ofsaveður og. skemmdir. í aftaka suðvest-
an roki, er gerði hér vestra aðfaranóttina 6. þ.
m., hafa oðrið all-miklar skemmdir, og er þó
enn mjög óvíða til spurt.
1 Bolungarvík fauk samkunduhús Good-
tempJara, og brotnaði í spón, og hlöður tvœr
fuku i Þjóðólfstungu, hjá Kristjáni hónda Jóns-
syni, er þar hýr, og beið hann heyskaða all-
mikinn.
í Hnífsdal olli veðrið enn meira tjóni, þar
sem 12 skip (sexœringar og fjögramannaför)
hrotnuðu meira og minna, nokkur alveg í mél.
Hjá Sigurði húsmanni Þorvarðssyni, sem missti
hœði bát og sexœring, fauk og heyhlaða og fjár-
hús, og hjallar tveir fuku, annar á Brekku, en
hinn í Búð.
Á öllum hvalveiðistöðvunum í Súðavíkur-
hreppi: Uppsalaeyri, Langeyri og Dvergasteins-
eyri, hrotnuðu bryggjur þœr, sem gufuskipun-
um er lagt við, og á Langeyri og Uppsalaeyri
kvað hafa farið í sjóinn um 1000 sk$tafkolum
á hvorum staðnum, og auk þess talsvert af við,
og af tómum fötum, á Uppsalaeyri.
Á Kleifum í Seyðisfirði braut veðrið tvö
fjögramannaför, annað í mél; þar rauf og þak
af fjósi, en gafl fór úr baðstofu, og sillur hrotn-
uðu, og partur úr súð, og lá við sjálft, að bað-
stofan fœri með öllu.
í Hjarðardal í Dýrafirði f'auk heyhlaða og
hjallur hjá Benedikt hónda Oddssyni, er þar hýr.
Hér í kaupstaðnum urðu engar skemmdir,
en við húið því miður, að slíkt eigi enn eptir
að fréttast víðar að.
Aflabrögð. Síðan á nýjári hefur verið öllu
tregara um afla hér við Djúp, en fyrir áramót-
in, og stafar það að líkindum mest af binum
sífelldu vestanrosum, sem einnig gera það að
verkum, að sjóferðir eru f'áar.
Aldamótahátíð ísfirðinga. Samsæti var hald-
ið hér í kaupstaðnum á nýjársdag, til þess að
fagna nýju öldinni, og tóku nær 70 manns
karlar og konur, þátt í þvi.
Hófst hátíðabaldið með því, að menn söfn-
uðust saman i húsi hr. Sölfa gestgjafa Thor-
steinsen kl. á1/^ e. b., og var iithlutað prentuðu
„programi" fyrir hátíðahaldið, „lslandsljóðum“
eptir H. Hafstein, og kvæðinu „ísland“, eptir
sama höfund, er verzlunarstjóri Jón Laxdal hef'-
ur samið lag við.
Forstöðunefnd hátíðahaldsins (bæjarfulltrú-
arnir Arni Sveinsson, Finnur Thordarsen og Jón
Laxdal, læknir Jón Þorváldsson, bæjargjaldkeri
Sophus J. Nie.lsen og verzlunarstjóri Steindór
Magnússon) tilkynnti þá og. hvaða horðdömu
hver skyldi hafa. og var síðan gengið til há-
tíðasalsins (í bæjarþingstofunni/, og sezt að
borðum.
Af þvf að sumum kann að þykja gaman að
sjá „programið" f'yrir hátíðahaldið og samsætið,
hirtum vér það hér orðrétt, því að enda þótt
sumum kunni að þykja. að t. d. matarseðillinn
sé lítið blaðamál, má þó vera, að seinni tima
mönnum þyki slikt eigi ófróðlegt.
Programið var svo látandi:
Kl. 4'/, e. m.: Fólk það er tekur þátt. í sam-
sætinu saf'nast saman hjá gestgjaf'a 8. Thor-
steinsen.
Kl. 5: Gengið upp i bæjarþinghúsið, og sezt
að borðum.
MATARSEÐILL
Kjötsúpa með snúðum Sherry
Hangikjöt og grœnar baunir Rauðvín
FiskirönA með hummer Hvitvín
Steiktar rjúpur (Jharnpagne
Ostur og kex Ol og snaps
Desert Portvín
Meðan á máltiðinni stendur verða þessi minni
drukkin:
194
þá var jeg líka sáttur orðinn heilum sáttum við forn-
vinu mina, frú Amalíu, svo að hún var jafn vel svo
náðug, að bjóða mér sjálf, með blíðasta brosi, í trúlofun-
Það var eptir uppástungu etazráðsins, að vér þenna
sunnudagsmorgun fórum öll út í Assistents kirkjugarð.
Etazráðsfrúin var þó ekki með, því að hún vildi
fyrir alla muni, sem góðri búsýslukonu sæmir, vera
heima, til að undirbúa miðdegisverðinn.
Etazráðið hafði meðferðis stærðar blómsveig úr lár-
berjalaufum, fléttaðan liljum og hvítum og rauðum rós-
um, til þess að leggja hann á leiði síns framliðna forfóður.
Hvítt silkiband var bundið við blómsveiginn, og
var á annan enda þess letrað, með gullnu letri: „Thöger
Hansen“, en á hinn endann: „Andrés Skaarup“.
Jeg hafði einnig keypt ljómandi fallegan blómsveig,
úr ilmandi fjólum, sem % ttur var hér og hvar hvítum
rósum.
Blómsveig þenna gaf eg Inger, og lét hana leggja
hann fyrir neðan stóra blómsveiginn etazráðsins.
Yar sú hugsun mín, að blómsveigur þessi væri
kveðja frá ungu stúlkunni, ný-trúlofuðu, til hinnar ungu
dóttur Franz heitins Hansen, sem svo skjótt og sorglega
hafði orðið að fara á mis við ástarsælu sina.
Vér stöldruðum lengi við hjá gamla legstaðnum,
og báðir blómsveigarnir, sem fyr eru nefndir, voru lagð-
ir á hvitu marmarahelluna.
Etazráðið hélt svo heimleiðis, og fylgdust þau ineð
honum, Inger og Andrés.
Hvað sjálfan mig snertir, lét eg með vilja drag-
ast lítið eitt aptur úr.
Gekk eg þá að legstaðnum aptur, laut ofan að
leiðinu, og mælti:
„Hvíl nú i friði Franz gn "■ Hansen!
Ýilja þínum er fullnægt!
Nú er bætt fyrir brot þín!
199
En hvað mig langaði ákaft, til að kyssa á litlu hendurnar,.
sem voru svo yndislegar, og iðnar við vinnuna þarna inni.
1 þessari svipan vildi nú svo til, að móðir hennar gekk út
úr herherginu; með fangið í'ullt af diskum.
Unnusta mín Jokaði hurðinni á eptir henni.
Gusturinn, sem kom, þegar hurðin var opnuð, losaði um.
eitt gluggatjaldið, svo að það blakti, eins og fáni, út um gluggann.
Forsjónin virtist því œtla að koma mér til hjálpar.
Höndurnar smáu, sem mig langaði svo ákaft, til að kyssa,
komu út í gluggann, til að ná inn gluggatjaldinu, er blakti í
vindinum.
Hœgt og hœgt gekk eg nœr, og hvislaði nafn unnustu
minnar, með því að jeg var hrœddur um, að henni yrði of' hverft
við, ef eg talaði hátt.
En því f'ór mjög fjarri, að henni yrði nokkuð hverft við,
heldur hallaði hún sér út um gluggann, og hvíslaði á móti, mjög
viðkvœm i róm:
„Kuno! Hvað viltu hingað svona ssintV Fyrirgefðu.
elsku vinur, að þú hefur ekki fengið að sjá mig í dag. Þetta hef-
ur verið ógurlegur og hrœðilegur dagur. Og að sjá þig svo aldrei
allan daginn! En jeg heyri, að mamma er að koma. Farðu, elsk-
an mín, flýttu þér! Góða nótt!“
Um leið og yfirsmiðurinn mœlti þetta, hló hann kuldalega,
en hélt svo áf'ram máli sínu á þessa leið, í hœðnislegum tón;
„Já, herrar mínir, þar sem nú vill svo óheppilega til, að
eg ekki heiti K u n o, heldur K a r 1, og þar sem jeg hafði verið
hjá unnustu minni hér um bil allan liðlangan daginn, þá skild-
ist mér, að það var ekki jeg, sem var unnusti unnustu minnar.
En upp á fœðingardaginn hennar hefi eg aldrei. síðan hald-
ið, líklega helzt af' mannkoerleika við þenna K u n o, sem að-
Jíkindum hef'ur nú gjört það mörgum , sinnurn í minn stað, eða
má ske hann hafi líka gleymt því.
Hver kann að segja V
Mannshjartað er mjög undarlegur hlutur!“ —
F... yfirsmiður gat verið ánœgður, því að hvorugur vina
hans hló.
Hélt hann frásögu sinni rólega áfram á þessa leið: