Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Síða 2
.0 Þjóbviljinn. XY, 3.-4. grein í apturhaldsmálgagninu „Þjóð- ólfurw. Af grein þessari er svo að sjá, sem hr. Bogi Th. Melsted hafi ásett sér, að yfirbjóða jafnan sjálfan sig, hvað barna- háttinn snertir, og að reyna jafn tramt að ofbjóða skynsemi og dómgreind landa sinna sem allra mest. Það er dálítið einkennileg tilhneig- ing þetta hjá Boga vorum, og frægð á parti, sem hann þannig ávinnur sér, og sem fáir munu öfunda hann af. En allt þetta stendur í nánu sam- bandi við hið taumlausa sjálfsálit, og grobbara-náttúru mannsins, og að eins frá því sjónarmiði geta menn ef til vill virt honum allan barnaháttinn til vork- unnar. í þessari nýjustu grein sinni í „Þjóð- ólfi“ þykist nú Bogi hafa gjört tvær stór- merkilegar uppgötvanir, sem eiga að vera steindrepandi fyrir stjórnbótastefnuna. Onnur þessara uppgötvana er í þvi fólgin, að ef skipaður verði sórstakur ráð- herra fýrir Islandsmál, er tali og skilji tungu landsmanna, mæti á alþingi, til samvinnu við þingið, og beri ábyrgð allra stjórnarathafna sinna, þá geti hinir ráðherrarnir spurt einhvern annan til ráða(!), á bak við ráðherra Islands. Og til þess, að vera þannig ráða spurður, hyggur hr. Bogi Th. Melsted, að núverandi deildarstjóri A. Dyhdal yrði þá sjálfkjörinn, vegna afskipta þeirra, er hann hefúr um mörg ár haft af íslenzk- um málum. „Deildarstjórinn er sjálfsagður, til þess að vera eins konar leynilegur yfir- ráðgjafi, eða yfirráðamaður, í íslenzhum málum, ef valtýzkan kemst á“, segir stjórnmálaspekingurinn Bogi. Hugsið yður, piltar, annað eins og þetta! Valtýzkan útilokar eigi, að spyrja megi hr. Dyhdal til ráða! Nú væri fróðlegt að vita, hvernig stjórnmálaspekingurinn Bogi hugsar sér það stjórnarfyrirkomulag, er gerði dönsku ráðherrunum það ómögulegt, að eiga tal um málefni Islands við nokkurn annan lifandi mann, en ráðherra Islands einan? Það yrði sjálfsagt að hafa mjög strangt varðhald á þessum háu herrum, til þess að gjöra slíkt ómögulegt, og hlyti það, hvað sem öðru liði, að geta orðið ærið tilfinnanlegur kostnaður. En til þessa ætlast hr. stjórnmála- spekingurinn þá má ske, að varið verði fjársafni því, er hann í „Austra“-grein sinni síðastl. haust taldi svo óhjákvæmi- legt skilyrði fyrir því, að Danir yrðu ljúfir á að veita oss stjórnarbót! Kostnaðarminnst væri það sjálfsagt, sé hr. Dyhdal einn að óttast, að taka hann þá fastan, og fela Boga gæzluna! Já, mikil er fyrirhyggjan Boga\ En að þessu öllu saman slepptu, þá gerir hr. stjómmálaspekingurinn Bogi Th. Melsted óneitanlega helzt til lítið úr löndum sínum, ef hann hyggur, að hann geti blekkt þá, eða fælt þá, með svona löguðum grýlu-tilbúningi. íslendingum getur nefnilega staðið það svo hjartanlega á sarna, hvort dönsku ráðherrarnir eiga tal um íslandsmál við fleiri eða færri, já jafn vel þótt þeir tali daglega við Dyhdal. Samkvæmt stjórnarskrá og stöðulög- um hafa íslenzk sórmál sórstöðu í ríkis- ráðinu; dönsku ráðherrarnir eiga þar ekk- ert atkvæði um, heldur fer öll stjórnar- athöfnin, hvað sórmál Islands snertir, fram á ábyrgð Islandsráðherrans eins. Og hverju skiptir þá Islendinga um álit dönsku ráðherranna, eða hvort þeir tala við fleiri eða færri? Þetta hefur skýrzt svo vel við um- ræðurnar um stjórnarskrármálið á seinni árum, og við skýlausa yfirlýsingu ís- landsráðherrans sjálfs, að Boga var það vorkunnarlaust, að fara ekki að flónska úr sér vitleysum, og sýna græningjahátt sinn í þessum efnum. — Þá er hin stór-uppgötvunin hjá hr. stjórnmálaspekingnum Boga í þvi inni falin, að í fjarveru íslandsráðherrans á þingi, þá verði settur einhver hinna ráð- herranna, til að vera við hlið konungs, sem ráðherra Islands, meðan íslandsráð- herrann só fjarverandi, og gæti hann þá unnið landinu mikinn skaða. Setjum nú svo, að þetta yrði talið óhjákvæmilegt — eins og þegar einhver hinna ráðherranna er Qarverandi frá kon- ungs setrinu um tima —, svo að ekki tefðist fyrir afgreiðslu mála, er konungs- undirskriptar þurfa. eða t. d. ef ráðherra íslands vildi fá tolllög, eða önnur árið- andi laganýmæli staðfest, áður en hann kæmi sjálfur af þingi. En er hér þá nokkuð að óttast? Alls ekki hið minnsta. Það er engin hætta á því, að þetta yrði misbrúkað, landi voru til ógagns, meðal annars af því, að danski ráðherr- ann, er til bráðabirgða leysti störf ís- landsráðherrans af hendi, iramkvæmdi þann starfa eingöngu á áhyrgð íslandsráð- herrans, og að honum (íslandsráðherran- um) ætti þingið beinan aðgang, engu síður en með önnur embættisstörf hans. Má vel vera, að Bogi sé sá græning- inn, að skilningurinn á jafn einföldu máli, sem þetta, geti ekki komizt inn i hans einkennilega ferkantaða höfuð; en aðrir skilja það óefað. og gerir þá minnst um þenna ímyndaða uppgötvana-, stjórn- mála- og sögu-fræðing. Annars er það miður viðfelldin aðferð, að Bogi skuli þannig að ástæðulausu vera að reyna, að vekja sem mesta tortryggni hjá Islendingum — eða réttara sagt hjá fáfróðari hluta þeirra — gagnvart dönsku stjórninni, og dönsku þjóðinni, og það einmitt um þessar mundir, þegar svo mörg hlýleg orð falla í garð íslendinga frá ýmsum betri mönnum Dana, jafnt úr flokki hægri- sem vinstri-manna. Þó að fáfræði Boga í stjórnmálum sé svo auðsæ í greinum hans, að naumast sé að óttast, að þær geri skaða, eða nokk- ur maður með meðal-viti láti blekkjast af þeim, þá er þó hans gerðin söm. Annars væri fróðlegt að bera saman greinar Boga í íslenzkum blöðum, og sleikjuhátt hans við Dani upp í eyrun; væri slíkt efni í sórstaka grein, sem helzt þyrfti að ritast á dönsku. Og svo er gortið í greinum hans svo fram úr hófi, að ætla mætti, að hann þættist maðurinn, er fundið hefði upp púðrið, eða þá gert einhverja stór-merki- lega, hávísindalega og heimsfræga sagn- fræðislega(!) uppgötvun. „Er þeim (þ. e. Islendingum) vorkunn- arlaust, að skilja nú valtýzkuna11, segir þetta andans tröll(!), ofan á allan heimsku- vaðalinn sinn í „Þjóðólfi“(!!) Já, vertu að Bogi! Þá verðurðu frægur — ekki fyrir sagnfræðina þína, heldur fyrir stjórnmálafáfræðina. -----OOO^OOo------- Eiffnir kaþólskra kirkna, og trúfélaga, á Frakklandi eru alls taldar 1440 milj. króna virði, og er helmingurinn í fasteignum. Á ítaliu er það lögbannað, að selja forngripi til útlanda, og því var prinz einn, Chígi að nafni, er selt hafði gamla Maríu-mynd til Eng- lands, fyrir 12,600 pund sterling, dœmdur ný skeð, til að greiða upphæðina óskerta í ríkis- sjóð, og þótti þó vel sloppið, þar sem heimilt var að lögum, að beita fangelsishegningu að auk. Á ríkisþingi Ungverja varð all-hörð rimma í síðastl. nóvembermánuði, er lesin var upp yfirlýsing frá ríkiserfingjanum, Ferdínand erki- hertoga, þar sem hann afsalar Chotek, konu sinni, og börnum þeirra, öllu tilkalli til rikis- erfða á Ungverjalandi, af því að hún sé að eins greita-, en ekki kouunga-ættar. Stóð þá upp Franz Kossuth. sonur Lajosar Kossuth’s, frelsishetjunnar alkunnu, og kvaðst mótmæla yfirlýsingu þessari, sem væri ósam- hoðin erkihertoganum, og kæmi í hága við stjórnarskrá Ungverja. Drottning hans, og börn þeirra, væru, ef tii kæmi, löglega til ríkiserfða borin á Ungverjalandi. þrátt fyrir yfirlýsingu þessa. Bretar hafa ný skeð lýst Cool'-eyjarnar i Kyrrahafi eign sína, og afráðið mun, að Suivar- ojf'-eyjar komizt bráðlega í þeirra umsjá. Tala sum ensk blöð um, að þetta geti orðið tií þess, að eyjar i Kyrrahafi, er Bretum lúta, myndi sambandsríki, undir yfirráðum Breta, í líkingu við fylkja-sambandið í Australíu, og í Canada. ____ Frakkar áttu í síðnstl. nóvembermánuði f þrasi við soldáninn í Marocco, út aflandamær- um, og fullyrða ensk blöð, að þeir sitji að eins eptir færi, til að leggja ríki soldáns undir sig, og efla þannig riki sitt í Norður-At'ríku. Þrátt fyrir skuldabaslið, sem Ítalía er sokk- in í, vill þó stjórnin taka nýtt stórlán enn, H milj. sterlingspunda, til þess að auka að mun herskipastólinn, láta smíða 80 „torpedo“-gufu- báta, og 35 stærri herskip. Enskir peningamenn, sem lánsins var leitað hjá, kvað þó hafa tekið fremur dræmt í lán- beiðnina, þykir borguDÍn ekki sem áreiðanleg- ust, eins og fjárhag ríkisins er koinið. Rosebery lávarður, er var forsætisráðherra Breta, næst á undan Salisbury, befur ný skeð gefið út bók um síðustu æfiár Kapoleon’s mikla, er nefnist: „The last Phase of Napoleon1', og segir þar einkum frá dvöl Napoleon’s á eyjunni St. Helenu. Segir bann þar, meðal ann- ars, að Bretar hefðu varla getað fengið annan mann, er ver hefði verið til þess fallinn, en Hudson Lowe, að hafa gæzlu Napoleon’s á hendi. í síðastl. okt. fóru ýmsir kaþólskir Englend-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.