Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Side 3
Þjóbviljinn. 11 XV, 3.-4. ingar pílagn’msför til Rómaborgar, og tók Leo páfi þoitn mjög ljúflega, og kvað sér liggja það ríkt á hjarta, að sem flestir þegnar brezka heimsríkisins snernst til kaþólskrar trúar. Ýmsir helztu skáksnillingar heimsins œtla i næstk. febrúarmánuði að sýna snilld sína i Monte Carlo. og hefur auðmannafélag eitt gefið 20 þús. franka til verðlauna úthlutunar. Frakkneska blaðið „Journal des Debats" skýrir frá því. að dr. Bérillon hafi læknað drykkjusýki ýmsra nianna á þann hátt, að hann hafi dáleitt þá, og sagt þeim, að hönd þeirra yrði þegar i stað máttlaus. ef þeir hæru glas með áfengi i að vörum sér, og hefur sú orðið raunin á, að þeim hefur verið ómögulegt að fá sig til þess, að snerta á glasi, með áfengi í, upp frá þvi. Dýrar tilraunir. Þýzkur greifi, Zeppelín að nafni. sem í mörg ár hefur verið að gera til- raunir með loptsiglingar, hefur þegar varið yfir hálfri miljón króna til þeirra tilrauna sinna, og kvað nú vera kominn í fjárþrot; en mælt er, að Vilhjálmnr keisari, og konungurinn i Wiirt- emberg, hafi nú heitið, að leggja fram f'é, til áframhalds tilraunum þessum. ---. --------- Slæm póstskil. Herkongurinn á Hesteyri, sem póstafgreiðslumaður. Með aukapósti þeim, er fór héðan frá Isafirði, til Hesteyrar í Sléttuhreppi, í ciesembermánuði siðastl., sendi ritstjóri blaðs þessa, auk fieiri bréfa, meðmæl- ingarbréf til Gubmundar bónda Þorsteins- sonar á Hesteyri. Það vildi svo vel til, að vér hittum aukapóstinn að máli, áður en hann lagði af' stað í póstferð þessa, og með því að vér vissum, að hann var vanur, að gista hjá Gnðm. bónda Þorsteinssyni á Hest- eyri, þá beiddum vér hann að færa hr- Guðm. Þorsteinssyni þá orðsendingu vora, að hann ætti meðmælingarbréf frá oss meðal póstbréfanna. Gerðum vér þetta einkurn í því skyni, að hr. Guðm. Þorsteinsson hefði timann fyrir sér, að svara bréfi voru jafn harð- an, með póstinum til baka, ef honum þætti svo við eiga. Aukapósturinn dvaldi á Hesteyri í l1/2 dag, og gisti að vanda hjá Guðm Þorsteinssyni', en er hann kom hingað aptur að norðan, færði hann oss þá orð- sendingu frá hr. Guðm. Þorst., að hann hefði tvivegis sent á pbstafgreiðsluna á Hesteyri, til að spyrja eptir bréfi, og í hœði skiptin fengið það svar, að hann œtti þar ekhert hréf. Dálagleg póstskil! Vér snerum oss því þegar til póst- afgreiðslumannsins hér á Isafirði, sem veitt hafði bréfi voru móttöku, og kvaðst hann eigi vita, hvernig í þessu gæti legið, þar sem hann hefði í höndum kvittun póstafgreiðslumannsins á Hest- eyri, hr. Sig. factors Pálssonar, fyrir mót- töku bréfsins; en jafn framt lofaði hann oss, að gera þegar nauðsynlegar eptir- grennslanir í þessu efni. Með aukapósti þeim, er kom norðan frá Hesteyri í þ. m. (janúar), barst oss svo bréf frá hr. Guðm. Þorsteinssyni, þar sem segir, meðal annars: „Af bréfi yðar er þá fregn að segja, að því var skotið undan valdi Hesteyrarpóst- stjórnarinnar 24. des., en póstur kom 19. s. m., og væri vel 4 komið, að svona piltar...“ Póstafgreiðslumaðurinn á Heúeyri hef- ur þannig haldið meðniœlingahréfi þessu fyrir sambylismanni sínum, hr. Guðm. Þorsteinssyni, í 5 daga, og er slíkt mjög óviðfelldin aðferð, hvernig sem á er litið. Honum var þvi fyrirmunað, að svara bréfinu með sama póstinum, er það var sent með, og gat slíkt komið sér baga- lega, Frá póstafgreiðslumanninum hér á ísafirði höfura vér nú jafn framt fengið skýrslu Hesteyrar-póstafgreiðslumannsins, fyr nefnds Sig. Pálssonar factors. Þarf þar auðvitað ekki að sökurn að spyrja, að hann þvær höndur sínar, val- mennið það! Svar hans er svo látandi: „Áhyrgðarbréf þau, er komu með pósti20. des.(!) f. á., læsti eg að vanda ofan í púlt i búðinni, með því að enginn var nær staddur þá þegar, til að taka þau, og kvittera; síðar um kvöldið hafði sonur G. Þorsteinssonar spurt búðarmanninn um bréf, og hann neitað, af þvi hann ekkert vissi um áhyrgðarbréfin; kom svo enginn úr þeim hæ, þar til Bœring, sonur Guömundar, kom í búðina, og samstund- is var fengið bréfið, og látinn kvittera, sem móttökubókin ber með sér. S. Pálssonu. Menn sjá, að svari þessu er haldið svo á huldu, sem frekast má vera, ekkert getið um, hvenær bréfið hafi verið af- hent, eða hvenær búðarmaðurinn hafi 24 Erfðaskráin væri þegar löngu samin, og jeg þar ekki nefndur á nafn, eins og notarius publious bezt gæti um borið. Þetta var nú óneitanlega hreinskilni af karlinum, að segja mér svona hreint og beint, að hann hefði gjört mig arflausan. Það var líka einhver bezti kosturinn hans Samúels frænda, að hann var hreinlyndur, eða má sbe öllu frem- ur málgefinn, eins og náunginn orðaði það. En hvers vegna hann hefði gert mig arflausan, það þóttist hann auðvitað ekkert skyldugur til, að segja öðrum eins strák-bjálfa frá, sem hlypi þá strax með það allan bæinn á enda. Opt var, sem mér finndist, að hann kysi það helzt, að eg færi burtu, og átti eg þó, sannast að segja, bágt með að skilja, hvernig hann gæti án min verið. Hvort Samúel frændi væri ríkur, eða fátækur, um það var bæði mér og öðrum ókunnugt. Gi unur manna var, að honum hefði græðzt tölu- vert té « fyrri árum, og að hann ætti i fórum sínum, einhvers staðar á vísum stað, nokkra úttroðna sokkboli af pemu um. Ö lan, „Hinn fljúgandi fiskur“, hafði að vísu ef til vill im jefið mjög mikinn arð, en um gufubátinn, „Flug- fiskim “ var öðru máli að gegna. cn Samúel frændi var á frískum fótum. hafði ham afnan verið ötull maður, og áframhaldsamur, og i irið í allt of strangar siðferðiskröfur við sjálfan sig, í er fjáröflun snerti. ra hann var i siglingum, hafði honum að vísu 13 Eptir fáa daga var ákærða stefnt fyrir kviðdóm- endurna. Þingsalurinn gat, þótt stór væri, naumast rúmað allan þann mannfjölda, er þangað flykktist, fyrir for- vitnis sakir. Jeg var einnig einn í áheyranda hópnum. Einhver óljós grunur, eða hugboð, sem eg gat þó eigi gert sjálfum mér grein fyrir, hafði rekið mig þangað. Að visu duldist mér eigi, að þar gæti ekkert óvænt, eða skemmtilegt, borið á góma, þar sem Richardson haið játað allt, svo blátt áfram og hreinskilnislega. En hvað um það, gat jeg þó ekki leitt það hjá mér, að fara þangað; einhver innri hvöt knúði mig til þess. Richardson var nú leiddur inn af lögregludáta, og settist i sæti það, sem ákærða er ætlað. Tyllti hann sér í hægðum sínum á bekkinn, og var á öllu útliti hans auðsætt, að þetta var maður, sem misst hafði alla von, og trú á sjálfum sér. Annars leit hann nú öllu skár út, en áður. Hann var ekki jafn fólur og þrútinn í framan, og mátti sjá, að hann hlaut áður að hafa verið all-álitlegur maður. Rétturinn var nú settur. Forseti las upp réttarprófin, er báru það með sér, að Richardson hafði játað á sig glæpinn. Sakaráberi réttvísinnar tók því næst til máls, og kvaðst geta verið fáorður, eins og mál þetta lægi fyrir. Hann skýrði því næst með fáum orðum frá öllum nánari atvikum, er að þessu svívirðilega morði lutu, og gerði að lokum þá réttarkröfu, að ákærði yrði dæmdur til þyngstu hegningar laganna.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.