Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Qupperneq 5
XV. 3.-4.
Þjóðviljimn.
13
fullorðin sauðkind er, og skal siðar leggja
kindina á hrygginn niður í löginn, og
halda uin fæturna, en gæta þess, að höf-
uðið só upp úr, svo að lögurinn komist
ekki í eyru, augu eða munn kindarinnar.
Kláðalausar kindur telur hann nægilegt
að láta liggja niðri í leginum í 2 mmut-
ur, en ella minnst 3 mínútur, og verður
að nudda leginum vandlega um allan
kropp kindarinnar, og núa sérstaklega,
og rífa upp hrúðurblettina.
Höf. getur þess að lokum, að dýra-
lækningaráðið í Kaupmannahöfn, er telji
karbólsýrubaðið óhultast, hafi gert ráð-
stafanir til þess, að karbólsýrubaðið fáist
bráðlega í verzlununum samsett, þ. e.
karbólsýran blönduð sápunni, svo að
bændur þurfi að eins að blanda lyfjunum
saman við vatnið.
III. Um búnaðarskóla í Noregi. Ept-
ir Sigurð Sigurðsson frá Langholti.
Höf. skiptir grein þessari í 6 kafla:
um upphaf búnaðarskófanna, búnaðarhá-
skólann, fyrirkomulag skólanna, eins og
það nú er, væntanlegar breytingar á þeim,
og um aðra skóla, er stunda annað nám
í sambandi við landbúnaðinn.
Ritgjörð þessi er að mörgu leyti fróð-
leg, og getur gefið oss Islendingum ýms-
ar góðar bendingar, að því er fyrirkomu-
lag búnaðarskóla vorra snertir, sem enn
eru mjög í bernsku, og gæti verið ástæða,
til að athuga það málefni síðar i sérstakri
grein. — (Niðurlag síðar.)
Markusar guöspjall. í nýrri
þýðingu eptir frumtextanum. Beykjavik.
Hið íslenzka biblíufélag. 1900.
Þessi útgáfa af Markúsar guðspjalli
er sýnishorn af bibliuþýðingu þeirri,
sem cand. theol. Haraldur Níélsson starf-
ar að, í samráði, og undir umsjá vorra
færustu manna í þeirri grein: Hallgr.
biskups Sveinssonar, lectors Þorhalls
Bjarnarsonar og Steingríms yfirkennara
Thorstemsen.
Þýðingin er gjör eptir sama gríska
frumtextanum, sem fylgt hefur verið í
nýju ensku biblíuþýðingunni, og er það
talið bezta handritið, sem til er af guð-
spjalli þessu.
Hór eru auðvitað engin tök á, að dæma
um það, hvernig verk þetta er af hendi
leyst, enda má það vera kirkju-sinnuðum
mönnum næg trygging, að verk þetta er
í góðum höndum.
Hvað íslenzkuna snertir, fáum vér
eigi betur sóð, en að þýðingin só svo
vönduð, sem vænta mátti; um val ein-
stakra orða má jafnan deila, og eins um
hitt, hvort ekki hefði verið róttara, að
halda meira, en gjört hefúr verið, sum-
um orðatiltækjum óbreyttum úr eldri
biblíuþýðingunni, sem fengið hafa festu,
því að hvað trúar- og siða-lærdómana
snertir, þá mun reyndar á litlu standa,
hvort verk þetta er unnið eða óunnið;
nýja biblíuþýðingin mun naumast gera
neina breytingu í þeim efnum.
Á hinn bóginn er það eðlilegt, að
þeir, sem skoða bibliuna, þessa „bók
bókannau, er þeir svo nefna, sem guðs-
orð*, vilji gjarna eiga hana í sem rétt-
ustum og vönduðustum búningi, og var
það þá óneitanlega hyggilegt, að láta
nýja testamentið, með sínum mörgu gull-
fögru siðalærdómum, sitja í fyrir-
rúmi, og hætta að glíma við þýðingu
gamla testamentisins, sem naumast verður
talin mjög uppbyggileg bók, þegar á allt
er litið.
Styrkur til búnaðarfélaga og lán til jarðabóta.
Á kjörfundinura 1. sept. síðastl. fórust
sýslumanni H. Hafstein orð í þá átt, að
hann vildi leggja það til á þingi, að
styrkur til búnaðarfólaga yrði afnuminn,
(* Sú skoðunin, að biblian sé orð guðs til
mannanna, virðist nú annars fara að eiga frem-
ur fáa áhangendur úr þessu, þar sem jafn vel
eins bá-kirkjulega trúaður maður, sem síra Jón
Hélga,8on, vill nú mega vinza úr biblíunni, sem
honum sýnist, og skoða sumt, sem guðsorð, en
sumt ekki. — Fyrir aðra hlýtur þá sama regl-
an einnig að gilda, og geta þá farið að verða
ærið skiptar skoðanirnar, og mismunandi út-
gáfurnar, um það, hverju beri að trúa, sem guðs-
orði, og hverju að hafna, því að ómögulega get-
ur síra Jón Helgason krafizt einn súrskurðarvalds
sér til handa i þessu efni.
Vér sjáum því eigi betur, en að guðfræðing-
ar vorir séu staddir á glerhálum ís, ef þeir að-
hyllast almennt skoðanir síra Jóns Helgasonar
um þetta efni, og verður þá líklega snjallastúr
því, að fara að viðurkenna það uppskátt og
hreinskilnislega, að biblían eigi að því leyt.
sammerkt við aðrar bækur, að hún sé manna-1
verk, og kenningar hennar og frásagnir mis-
jafnlega sannar og háfleygar, eins og í bókum
gerist.
15
Virðist yður eigi hitt öllu fremur, að hér standi
frammi fyrir yður maður, sem af sorg og blygðun, út af
gjörspilltu lífi — og af því, að liann finnur sig bresta
siðferðisþrek, til þess að byrja nýtt og betra líf — hefur
tekið það strik, að játa sig sekan í glæp, sem hann veit,
að leitt getur til þess, að gera enda á tilveru, sem er
orðin honum óþolandi?u
Verjandi tók því næst að kryfja skýrslur þær, er
Richardson hafði gefið rannsóknardómaranum, og leiddi
rök að því, að þær gætu auðveldlega átt rót sína að rekja
til sálarástands mannsins, er fyr var á vikið.
Sórstaklega vakti hann athygli kviðdómaranna á
því, að ákærði hefði, allsendis að ástæðulausu, neitað að
gefa skýrslu um það, hvernig hann hefði farið að kom-
ast inn í húsið.
En er rannsóknardómarinn hefði sagt honum, hvern-
ig það liefði atvikazt, þá hefði hann strax kannazt við,
að einmitt á þann hátt, sem dómarinn sagði, hefði hann
farið að.
Allt þetta benti ljóslega a, að hann hefði ekkert
vitað, hvernig morðinginn hefði farið inn í húsið, fyr en
rannsóknardómarinn hefði skýrt bonum frá því.
Það mátti segja, að ræða málsverjanda festist, sem
í skuggsjá, á andliti Richardson’s.
Tárin streymdu stöðugt niður eptir mögru, fölu
kinnunum hans, og ekki hafði hann augun eitt augna-
blik af verjanda sínum.
Verjandi sneri sór þá snögglega að ákærða, og mælti
með hljómfagurri, og viðkvæmri röddu:
„Og nú vik eg máli mínu að yður, ákærði! Glefið
nú sannleikanum dýrðina! Ihugið, hve ljótur endir það
22
Með hvorutveggja þessu átti eg umsjá að hafa.
„Láttu þór ekki koma það til hugar, að þú eigir að
eignast ölstofuna og bátinn, eptir minn dag, Marteinnu,
sagði frændi minn, meðal annars, einu sinni.
„Það er hvorttveggja allt of gott fyrir þigu, mælti
hann enn fremur, „og jeg hefi sannarlega ekki verið að
þræla alla mína löngu æfi, til þess að auðga annan eins
slæping, eins og þú ert.
Þú þarft ekki að gera þór neinar vonir um það,
að þú erfir eptir mig eins eyris virði.
Þú hefur verið allt of aulalegur, latur og montinn,
til þess.
Þú getur því þakkað þér þetta sjálfum.
Þig mun einhvern tíma iðra þess, Marteinn, að þú
hefur ekki sýnt mór meiri rækt og álúð, þótt eg hafi
tekið þig mór í sonar stað.
Og snáfaðu nú strax í burtu, heyrirðu það!u
Jeg let auðvitað ekki segja mór þetta tvisvar, og
let hann þvi vera einan eptir í litla herberginu, sem
var innar af veitingastofunni.
I veitingastofu þessa matti heita, að enginn stígi
nu framar fæti smum, með þvi að frændi minn lét skamm-
irnar ospart dynja a gestunum engu siður, en öðrum.
En þeir eru fæstir, sem inn á veitingastofu ganga,
er hirða um, að láta gæða sór þar á öllum verstu hnífil-
yrðunum, sem málið á til.
Samuel frændi hafði þa föstu og obifanlegu skoðun
— sem líklega flestir móðurbræður hafa —, að enginn
hefði neitt vit á nokkrum sköpuðum hlut, nema hann
sjálfur, og að enginn annar hefði framkvæmt neitt að
marki, eða hefði yfir höfuð veruleg hyggindi til að bera-