Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Side 6
14
Þ JÓÐTILJINN.
XY, 3.-4.
en bændum á hinn bóginn veittur greið-
ari aðgangur til lána, til þess að bæta
jarðir sínar.
Þessar atbugasemdir br. H. Hafstein
á kjörfundinum hafa gefið einum kjós-
anda hans tilefni til þess, að senda blaði
voru nokkrar línur, þar sem hann telur
þessar tillögur mjög ísjárverðar, og hygg-
ur þær eigi mundu verða búnaðinum til
framfara, og færir hann til þess ýms rök,
sérstaklega að bændur myndu yfirleitt
mjög tregir til þess, að fara að veðbinda
jarðir sinar, til þess að kosta upp á jarða-
bætur, yrðu þá hræddir um, að missa þær,
ef einhver óhöpp yrðu þess valdandi, að
þeir gætu eitthvert árið eigi staðið í
skilum með rentur og afborgun.
Þeim komi það að ýmsu leyti betur,
að fá styrk, þótt lítill só, fyrir þær jarða-
bætur, sem unnar séu, og væri þeim
styrk nú kippt í burtu, þá myndi það
draga til muna úr þeim litla áhuga á
jarðabótastörfum, sem vaknaður er.
Vór erum og þeirrar skoðunar, að það
væri mjög misráðið, að svipta búnaðar-
félögin jarðabótastyrk þeim, er þau hafa
haft nú um hríð.
Það er enginn efi á því, að það
myndi draga að mun úr framkvæmdum
búnaðarfólaganna, og mjög hætt við, að
félögin lognuðust þá sum algjörlega út af.
Styrkurinn til búnaðarfólaganna hef-
ur og þann kostinn, að hans verða ekki
síður leiguliðar, en sjálfseignarbændur,
aðnjótandi.
Jarðabótalánin yrðu aptur á móti
mestmegnis notuð af efnamönnunum,
sem sett gætu jarðarveð, eða aðra full-
nægjandi tryggingu.
Hvort tveggja, búnaðarfólagastyrkur-
inn, og kostur á lánum til langs tíma,
og með vægum vaxtagreiðslum, þarf að
fylgjast að, að minnsta kosti all-mörg
árin enn.
ísafirði 31. jan. 1901.
Tíðarfar. Með þorra komunni, 25. þ. m., sneri
tií kulda og frosta, og gerði fannkomu, og norð-
anveður, er stóð til 29. þ. m.; síðaa stök bliðvirði.
Aflabrðgð. 22. þ. m. var góðfiski, 1—3
hundruð af ný gengnum, vænum þorski, bjá
bátum þeim, er á sjó fóru, og hafa aflabrögð
síðan verið all-góð hér við Djúp þá fáu dagana,
er á sjó hefur verið farið.
fíýtt barnaskölaliús er nú ákveðið, að hyggt
skuli hér i kaupstaðnum á sumri komanda, og
á það að verða fuilgjört svo snemma, að kennsla
geti byrjað þar að hausti, 1. okt. næstk.
Húsið verður byggt í Norðurtanganum, á
svo nefndu Hæðstakaupstaðartúni, rétt fyrir
norðan sölubúð consúls S. H. Bjarnarson&r, og
hefur hr. kaupmaður Leonh. Tang tekið að sér
að koma því upp að öllu leyti, fyrir 9,500 kr..
enda hét hann að leggja ókeypis fram lóð fyrir
barnaskólann, ef bygging hússins yrði falin sér
á hetidur, og samþykkti bæjarstjórnin það á
fundi sínum 24. þ. m.
Auk skemmda þeirra, er getið var í 52. nr.
14. árg. blaðsins. að orðið hefðu i Þjóðólfstungu
í Bolungarvík í þrettánda veðrinu 6. þ. m., fauk
þar og 6 álna hjallur, með áfastri 4 alna skúr,
er fyrrum hreppstjóri Jens Óla/sson i Þjóðólfs-
tungu átti, og missti hann bæði kaupstaðar-
varning o. fl., sem þar var geymt.
í sama veðri fauk enn fremur geymsluhús
hjá Bjarna Báröarsyni á Hvammi í Bolungar-
vík, og skemmdist megnið af vetrarbirgðum hans.
Væru menn trúaðir á veðurspádóma gömlu
mannanna, þá ætti þetta nýbyrjaða ár ekki að
verða landsbúum mikið fagnaðarár, eptir þvi
sem viðraði á Pálsmessu (25. þ. m.). — Veður
var þá að vísu bjart að morgni, en nokkuru
fyrir hádegi tók mjög að syrta í lopti, og var
síðan kafaldsfjúk, það sem eptir var dagsins.
En þegar slík þykkviðri vilja til á Pálsmessu:
„þá deyja bæði menn og féð“
segja veðurspárnar.
Síra Þorvarður Brynjólfsson, fríkirkjuprest-
ur Reyðfirðinga, er sótt hafði um Staðarpresta-
kall i Súgandafirði, kvað hafa tekið umsókn
sína aptur, þegar fréttist um undirtekfir sókn-
armanna, og verða þvi Súgfirðingar að láta sér
lynda prestsþjómustu síra Janusar í Holti fyrst
í stað, eins og hún fellur.
Lausn frá embætti. Héraðslæknir Þorv.
Jímsson á ísafirði hefur f'engið lausn frá embætti,
með eptirlaunum, frá 31. des. síðastl.
Sonur hans, oand. med. Jón Þorvaldsson,
gegnir nú héraðslæknisembættinu, sem settur.
Sýslanin, sem yfirkennari við barnaskólann
hér á ísafirði, verður nú, samkvæmt ályktun á
bæjarstjórnarfundi 24. þ. m., auglýst laus, og
er umsóknarfrestur til maíloka næstk. — Árs-
launin eru 900 kr.
ý 11. þ. m. andaðist að Flateyri í ðnund-
arfirði Ghuðlaug Pálsdóttir, 73 ára að aldri, ekkja
Rósinkranz heitins Kjartanssonar í Tröð. Hún
var fædd á Melanesi á Rauðasandi í Barða-
strandarsýslu árið 1827, og voru foreldrar henn-
ar hjónin Páll Pálsson og Bergljót Jónsdóttir, er
þá bjuggu að Melanesi. — Með foreldrum sín-
um fluttist hún í æsku til Dýrafjarðar, og ólst
upp hjá föðursystur sinni, Málfríði Pálsdóttur
og Sveini Magnússyni, manni hennar, og bjuggu
þau hjón þá fyrst í Botni, en fluttu síðar að
Svalvogum í Þingeyrarhreppi.
Arið 1849 giptist hún Bósinkranz Kjartans-
syni, Olafssonar á Eyri í Önundarfirði, og reistu
þau bú að Tröð í Önundarfirði, sem að nokkru
var fóðurerfð Rósinkranz heitins, og bjuggu þau
þar all-góðu húi. einatt fremur veitandi, en
16
væri á hinni sorglegu tilveru yðar, ef þór yrðuð nú að
yfirgefa þetta líf, sakaður um glæp, sem þór eruð saklaus
af, og sem þér hafið gengizt undir, sem raggeit.
íhugið enn fremur, að hve lítils sem þér kunnið
að meta dóm meðbræðra yðar um yður, þá er það þó
skylda yðar, gagnvart konunni yðar sálugu, að segja:
„Nei, nei, það var ekki jeg, sem róð þér banau.
Það var auðsætt, að vesalings maðurinn barðist nú
harðri baráttu við sjálfan sig.
Hann varð ýmist rjóður eða fölur í framan, og á
enni hans sáust stórir svitadropar.
Yerjandi ávarpaði hann þá enn á ný, innilega og
hvetjandi, svo felldum orðum':
„Bichardson! Tjáið yður, sem mann! Grefið sann-
leikanum dýrðina!“
Yið þessi orð spratt Richardson upp, og kallaði
með skjálfandi röddu:
„Nei, nei, það var ekki jeg! — En rótti morðing-
inn, guð minn góður, hvar er hann?“
Um leið og Richardson mælti þetta, renndi hann
augunum yfir áheyranda hópinn, sem hólt niðri í sér
andanum af eptirvæntingunni.
Allt í einu var, sem leiptur brynni úr augum hans;
hann teygðist allur upp, benti á með skjálfandi hendinnii
á einn í áheyrandahópnum, og kallaði:
„Þarna, þarna, þetta er hann! Haldið honum fast“.
Allt komst nú þegar í uppnám.
Það vildi svo til, að maður sá, er ákærði hafði
bent á, stóð rótt í grennd við mig, og sneri hann sér
nú snögglega við.
21
San delsvidar-kistillinn.
i.
Móðurbróðir minn hét Samuel Nangle, og hafði
hann fjárhald mitt á hendi.
Hann hafði tekið mig að sér, sem sitt eigið barn,
er faðir minn drukknaði, og gekk mér því í föður stað.
Móðir mín hafði og gjörzt ráðskona hans, að föður
mínum látnum.
Hún hafði bústjórn alla, er hann var í sæförum, og
á henni bitnaði einnig allt ógeð hans, þegar hann var
heima.
Ekkert gat hún gert honum til hæfis, því að af
öllu þurfti hann endilega að ónotast.
Það var þvi lánið móður minnar, að hún lifði ekki
þa tið, er Samúel, frændi minn, varð stirðastur til
geðsmunanna.
Þegar svo var komið, að hann mátti heita orðinn
fótalaus, svo að hann varð að styðja sig við húsveggina,
ef hann staulaði eitthvað út fyrir, þá varð hann fyrst
önugur og uppstökkur að marki.
A því mátti jeg, systursonur hans, Marteinn
Towsend, kenna.
Mest urðu brögðin að þessu, þegar jeg hafði fimm
um tvítugt.
Það var þá enginn, sem neinu tauti gat við hann
komið, allra sízt jeg.
Frændi minn átti ölstofu, ernefiidist: „Hinn fljúg-
andi fiskur“, og ofurlítinn gufubátur, er „Flugfiskur“ var
nefndur.