Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1901, Qupperneq 8
16
Þjóðviljinn.
XV 3.-4.
og eins jeg lóðarstokka sel,
þvottaklemmur, æ þetta „pjalt“,
jeg þreytist á að telja allt.
Komið þið bara að kaupa og sjá,
hvað á verkstaðnum seljast á.
J. Jóakimsson.
lamaskóliiin á ísafirði.
Yfirkennarastaðan við barna-
skólann á Isafirði verður veitt frá
1. október næst komandi að telja. —
Árslaun eru 900 krónur. Umsóknarbréf
stýlast til bæjarstjórnarinnar á Ísaíirði, og
verða að vera komin til undirskrifaðs
bæjarfógeta fyrir 31. maí þ. á.
Bæjarfógetinn á ísafirði 26. jan. 1901.
H. Hafstein.
Gott kvennúr, með festi, er til sölu. Lyst-
hafendur snúi sér á prentsmiðju „Þjóðv.“
Kaupifl JjóðT.11!
Fimmtándi árgangur „Þjóðv.“
verður 52 nr., í sama broti, sem fjórt-
ándi árgangur.
Nýir kaupendur, er senda borgun
fyrir fimmtánda árgang fyrir fram, fá
ókeypis sögusafn fjórtánda árgangs,
jafn skjótt er innheptingu þess er lokið.
Það eru t¥ö hundruð blaðsíður
af skemmtilegum sögum.
Sögusafn „Þjóðv.“ hefur það almenn-
ingsor.ð á sér, að taka sögusöfnum hinna
blaðanna langt fram.
Eins og að undan fórnu mun blaðið
fylgja sjálfstjórnarmáli landsmanna öflug-
lega fram, og auk þess gera sér sérstakt
far um allt, er að efiingu atvinnuveganna
lýtur.
Banka-ástandið, sem nú er bændum,
og öðrum atvinnurekendum, allsendis ó-
nógt, vill blaðið gera sitt ýtrasta til, að
komið verði sem bráðast í viðunanlegt
horf.
„Þjóðv.“ er óháð og sjálfstætt blað,
sem hefúr fulla einurð á að víta það,
sem afvega fer hjá landstjórnarmönnum.
Um hver hinna blaðanna verður slíkt
sagt?
Kaupið og eflið því „Þjóðv.“ landar
góðir.
aO^
THE
North British Ropework C°y,
Kirkcaldy
Corrtractors to H. M. Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilóðir og focri.
Manilla og rússneska kaðla, allt sérlega
vandað og ódýrt eptir gæðum.
Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk
sland og Færeyja r.
•Takob Grunnlögsson,
Kjobenhavn K.
I mörg ár hefi eg þjáðst mjög af
taugaveiklun, og af slæmri meltingu, og
hafa hin ýmis konar meðul, sem eg hefi
reynt, ekki orðið að neinu liði.
En eptir að eg hefi nú í eitt ár brúk-
að hinn heimsfræga Kína-lifs-elexír, sem
hr. Valdemar Petersen í Frederikshöfn býr
til, þá er mér ánægja að geta vottað, að
Kína-lífs-elexírinn er hið bezta og örugg-
asta meðal gegn hvers konar taugaveikl-
un, eins og líka gegn slæmri meltingu
Framvegis mun eg því taka þenna
ágæta bitter fram yfir alla aðra bittera
Reykjum.
Rósa Stefánsdóttir.
Kiína-lífs-elexírinn fæst hjá
flestura kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elexir, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að standi
á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Yaldemar Petersen, Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
PRENTSMIÐJA HJÓÐVILJANS.
18
„Á hverju byggið þér grun yðar?“ spurði dómsfor-
setinn því næst, og sneri sér að Richardson.
Richardson skýrði nú frá öllu því sama, er hann
hafði áður sagt mér frá, og bætti því við, að hann
þyrði óhræddur að sverja þess dýran eið, að þessi mað-
ur, en enginn annar, hefði framið morðið.
Á meðan hafði dómsforsetinn hvíslað einhverju að
einum lögregluþjónanna, sem gengið hafði svo fljót-
lega burtu.
Jeg þóttist þess full vís, að hann væri sendur til
yfirmanns míns, og brá mér því einnig út, og hraðaði
ferð minni til lögreglustöðvanna.
Kom eg þangað í sömu mund, sem lögregluþjónninn.
Yar erindi hans þess efnis, að flytja yfirmanni mín-
um þá skipun frá dómsforsetanum, að fara tafarlaust, og
gjöra þjófaleit á heimili eineygða Jim’s.
Yfirmaður minn fal mér starfa þeDna, ásamt einum
stéttarbræðra minna, og héldum við því rakleiðife til
heimilis Jim’s.
Það var hrörlegur, og ógeðslegur skúrgarmur, sem
hann bjó í, og tókst okkur að lokum að finna þar pyngju,
með gullpeningum i, og nokkra dýrmæta skartgripi.
I gömlu, mygluðu leðurkofforti fundum við enn
fremur langan hníf, og fatnað, er var með blóðslettum
hér og hvar.
Munir þessir voru nú þegar fluttir allir til þing-
stofunDar.
Sakamáli Richardson’s var frestað, og eineygði Jim
var settur í varðhald.
Yfirmaður minn skýrði mér nokkuru siðar fVá þvi,
að gamla vinnukonan frúarinnar, sem myrt hafði verið,
19
hefði þekkt gripina, og sagt þá vera eign húsmóður
sinnar sálugu.
Engu að síður hélt þó Jim áfram að þræta, og lót
sem væri sér alls ókunnugt um, hvernig gripir þessir
væru í sín hús komnir.
En er vitni eitt var leitt, sem bar Jpað fyrir rótt-
inum, að Jim hefði boðið því ýmsa af munum þessum
til kaups, þá fór piltur að bila, eg meðgekk þá loks allt.
Kom það þá í ljós, að Richardson hafði — ósjálf-
rátt að visu — verið orsök í dauða konu sinnar, með
því að hann hafði eitt sinn í ölæði gloprað því fram úr
sór i veitingahúsinu, hvernig högum frúarinnar, og sam-
bandi sinu við hana, væri varið.
Jim var einn, sem þetta heyrði, og upp frá þeirri
stundu hafði hann setið eptir færi, til að ræna konu
þeesa, er bjó svona afskekkt, og ein sór.
Hann gat hvorki komizt inn um forstofudyrnar nó
um bakdyrnar, því að báðar hurðirnar voru jafnan
harðlæstar.
En kvöld eitt, komst hann svo að þvi, rétt af hend-
ingu, að einn glugginn var opinn á öðru lopti, og ásetti
hann sór þá þegar, að klifrast upp sperrumar, til að
komast inn um gluggann, og þá leið inn í herbergin.
Þessi fyrirætlan hans lánaðist svo betur, en skyldi.
I herbergi því, sem hann kom fyrst inn í, var
hurðin ekki tvílæst.
Hann læddist svo hægt út á ganginn, og þaðan
ofan stiganD.
En er hann var ofan kominn, opnaði hann stofu-
hurðina hljóðlega.