Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Blaðsíða 2
18 Þjóðviljinn. rnanna til ófriðarstöðvanna, einkum ridd- aralið. I des. beið Clements, herforingi Breta, ófarir miklar fyrir Búum við Nootgedacht, í nánd við Barberton, og misstu Bretar þar um 550 manna. — Auk þess æða og herforingjar Búa: Louis Botha, Delarey, og ekki sizt orðlagði hersnillingurinn Christian de Wet fram og aptur um landið, og ráða á Breta, hvar sem þeir eru óviðbúnir, stöðva járnbrautarlestir, teppa vista-aðíiutninga o. s. frv. En það, sem einkum hefur bakað Bretum miklar áhyggjur, er það, að Bú- ar hafa i fleiri stöðum brotizt su^ur yfir Orarye-fljótið, og gert herhlaup inn í C'ttp-nýlenduna, og sumir frændur þeirra þar syðra hafið uppreisn gegn Bretum, og gengið í lið Búa, og búist við al- mennri uppreisn af hálfu hollenzkra manna þar í nýlendunni þá og þegar, ekki sízt ef sendimenn þeirra frá Wor- cester þjóðfundinum fara erindisleysu, enda kvað Álfrid Milner, landstjóri Breta, vera fram úr hófi hataður og ílla kynnt- ur, og Búum í Cap-nýlendunni sárna, sem von er, aðfarir Breta, og rennur blóðið til skyldunnar; og tekur þá ófrið- urinn að gjörast öllu alvarlegri. Bretar hafa því þegar tekið að víg- girða Cap (Höfðaborg), höfuðborgina í Cap-nýlendunni, búast jafn vel við árás á hana þá og þegar. A hinn bóginn er svo að sjá, sem önnur riki heimsins sóu einráðin í því, að láta ófriðinn alveg hlutlausan, eða telji árangurslaust að leggja Búum liðsyrði. Af ferðalagi Krúgers gamla er það að segja, að hann hélt frá Paris til Kölnar á Þýzkalandi. og er raælt, að Delcassé, utanríkisráðherra Frakka, hafi heitið honum því að skilnaði, að Frakkar skyldu styðja að þvi við Breta, að leggja ágreiningsefnin í gjörð, ef Kruger gæti unnið Vilhjálm Þýzkalandskeisara til þess, að styrkja það mál. — En er Kriiger var kominn til Köln, á leiðina til Berlínar, barst honum hraðskeyti frá Vilhjálmi keisara þess efnis, að hann gæti eigi veitt hon- um áheyrn, þótt hann kæmi til Berlínar, og hólt Kriiger þvi til Hollands, og tók Vilhelmína drottning honum einkar vel, og þá ekki síður landslýður allur. Aptur á móti kvað Franz Jósep, keis- ari í Austurríki og Ungarn, hafa sent Kriiger svipaða orðsendingu, sem Vil- hjálmur keisari, svo að ekki er honum til neins að leita þangað; en til Péturs- borgar mun hann ætla sór, á fund Nicolaj keisara, því að ekki hefur Nicolaj keisari gert honum neina svipaða orðsendiogu, sem keisararnir hinir, enda hafa Rússar löngum verið litlir vinir Breta. Skömmu eptir áramótin sýktist Kruger gamli, og dvelur því enn í Haag á Hollandi, en var á góðum batavegi, er siðast fréttist. Ný kominn var og til Evrópu er- indsreki frá Stejn, forseta Oranje-ínnkis- ins. Hann heitir W. M. Caserta, og læt- ur hann vel yfirjþví, að Búar muni enn geta staðið all-lengi gegn Bretum. Eins og við er að búast á slíkum tímum, þá eru þeir sumir meðal Búa, er ekki vilja, að ófriðinum sé haldið áfram, og hafa myndazt nfriðarnefndir“ bæði í Prœtoriu og Bloemfontein, enda reyna yfirmenn Breta þar syðra að ginna menn á allar lundir, bæði með fé og fögrum orðum. Mælt er, að „friðarnefndin“ í Bloemfontein hafi ný skeð sent 8 fulltrúa sína á fund Cliristian de Wet's Búa-for- ingja, til að reyna að telja hann af frek- ari ófriði, og kvað hann hafa látið hýða þá alla. — — Þýzkaland. Orðsending Wilhjálms keisara til Krugers forseta hefur mælzt mjög ílla fyrir hjá almenningi á Þyzka- landi, sem yfirleitt dregur taum Búa gegn Bretum; en VHhjálmur mun nú fyrir enga muni þykjast mega missa vin- fengi Breta i þrefinu við Kínverja, og hefur því þótt snjallast, að neita Kruger um áheyrn, til þess að vekja ekki grun eða vanþóknun Breta á neinn veg. í hneixlismálinu gegn Sternberg bankastjóra, er drepið var á í 47.—48. nr. 14. árg. blaðs þessa, var nýlega kveð- inn upp héraðsdómur, og bankastjóri dæmdur í 21/, árs betrunarhússvinnu, og til að missa borgaraleg róttindi sín í 5 ár. — Mál þetta hefur komið all-óþægi- lega við kaun sumra æðri lögregluem- bættismanna i Berlín, og leitt í ljós margt ófagurt, að því er siðferðis-ástand- ið i höfuðstað þýzka ríkisins snertir. f Látinn er 22. des. síðastl. Bhim- enthal marskálkur, níræður að aldri, fædd- ur 1810, frægur herforingi, er tekið hafði þátt í ófriði Prússa gegn Dönum, Aust- urríkismönnum o. fi. - Kína-ófriðurinn. Svo er að sjá, sem þar komi nú eigi framar til vopna viðskipta, heldur só verið að stappa fram og aptur um friðarskilmálana, sem get- ið hefur áður verið hér í blaðinu, og munu Kínverjar ganga að þeim, að minnsta kosti i orði kveðnu, hvað sem um efndirnar verður. Búnaðarrit. útgefandi-. Búaðarfé- lag íslands. Rvík. 1900. 150 bls. 8—. IV. Um gaddavírsgirðingu, eptir Vilhj. Briem. Höfundurinn getur þess, að gaddavírs- girðing hafi mjög rutt sér til rúms í út- löndum, og telur henni þá kosti til gild- is, að hún sé ódýr í byrjuninni, að hún þurfi sára lítið viðhald, og að hún veiti örugga vörn allt árið, þar sem torf- og grjótgirðingar séu aptur á móti að litlu liði að vetrinum, þegar snjór er á jörðu. Enn fremur só það og stór kostur, að leiguliðar geti girt tún leigujarðar sinn- ar, án þess að líða tilfinnanlegan skaða, þar sem þeir geti tekið hana með sór, ef þeir flytji burtu. Höfundurinn segir það reynzlu manna í útlöndum, að skepnur meiðist ekki af gaddavír, þær læri mjög fljótt að varast XV, 5,-6. gaddana, einkanlega ef gaddavírinn sé notaður eingöngu; en aptur reynist það ver, að hafa sléttan vír innan um, svo sem sumir geri til sparnaðar, af því að slétti vírinn er ódýrari; skepnur varast þá síður gaddana, er þær geta sums staðar nuddað sór við vírinn, án þess að meiðast. Að þvi er lýsingu á gaddvírsgirðingu snertir, fylgir höfundurinn grein einni í danska ritinu „Landmandsbogen“, og segir nú altítt orðið í útlöndum, að nota heldur járnstólpa, en tróstólpa, með því að girðingin verður þá miklu varanlegri, og litlu kostnaðarmeiri. Járnstólparnir eiga að vera 30 þuml. á lengd, ferskeytt- ir, 1 þuml. á annan veginn, en 5/lg þuml. á hinn, og skulu þeir hvila á steinum, sem eru 12—15 þuml. á hæð, og eins á lengd og breidd, og eru mótaðar holur í steinana, sem þeim er stungið í, og festir með cementi, hornstólpana telur höf. þó nauðsynlegt að hafa nokkuru efnismeiri, ll/t X 8/4 þuml., og 36 þuml. á lengd, af því að hornsteinarnir verði að vera grafnir niður, og hornstólparnir auk þess styrktir með skástoðum, svo að þeir svigni eigi, er vírinn er strengdur. Só að eins um girðingu fyrir stór- gripum að ræða, þá er talið nægja, að hafa að eins 3 vírraðir, en ella sóu þær fimm, svo að örugt só fyrir sauðfó, og sé efsti þátturinn þá hafður 40—42 þuinl. frá jörðu, neðsti þátturinn niður við stein- ana, og hinir með jöfnn millibili. Bilið á milli stólpa só eigi meira, en 8—10 álnir. Þetta er byggt á því, sem bezt hef- reynzt í öðrum löndum, og fyrir þvi höfum vór skýrt frá þessu svo ýtarlega, enda munu gaddavirsgirðingar enn mjög óalgengar i sumum hóruðum lands vors; að minnsta kosti eru þær enn mjög fá- tíðar á Vesturlandi. í Danmörku er talið, að faðmurinn af gaddavírsgirðingu kosti að eins 35 aura (gaddavirspundið er rúmar 8 álnir), en höf. telur, að hér á landi myndi kostnaðurinn að líkindum nema 50 a. faðmurinn, og hyggjum vér það þó of lágt reiknað. V. Leiðarvísir um meðferð mjoíkur, eptir Hans Grönfeldt Jepsen, mjólkur- fræðinginn á Hvanneyri. Ritgjörð þessi tekur upp rneira, en helming, af búnað- arritinu að þessu sinni, og er vissulega orð í tíma talað, þar sem framtíð land- búnaðarins hór á landi er óefað að miklu leyti undir því komin, að bændum takist að breyta mjólkinni í sem útgengileg- asta markaðsvöru, enda er þá fyrst von um, að túnræktinni verði sýndur sá sómi, sem vera ber. í ritgjörð þessari skýrir höfundurinn ýtarlega frá allri meðferð mjólkurinnar, byrjar á þvi, að lýsa júgrinu, hvernig fjósum skuli háttað, og hvernig mjalta skuli. Um mjaltirnar segir hann meðal annars: „Sá eða sú, sem mjólkar, sezt undir kúna með mjólkurfötuna í annari hend-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.