Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Blaðsíða 8
24 Þjóðviljinn. XV. 5.-6. Manilla og rússneska ka<51a, allt sérlega vandað og ódýrt eptir gæðum. Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk ísland og Færeyjar. .Takob Gunnlögsson, Kjobenhavn K. Kresólsápa. Tilbúin eptir forskript frá hinu kgl. dýralækningaráði í Kaupmannahöfn, er nú viðurkennd að vera hið áreiðanleg- asta kláðamaurdrepandi meðal. Fæst í 1 punds pökkum hjá kaupmönnum. A hverjum pakka er hið innskráða vöru- merki: AKTIESELSKABET J. HAGENS SÆBEFABRIK, Helsingor. Umboðsmenn íyrir Island: F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn K. pEver sá, sem vill taka að sór pössun á mjólkurám ísafjarðarkaupstaðar, frá frá- færum, næstkomandi sumar, gjöri svo vel og sendi tilboð til bókbindara Eyjólfs Bjarnasonar. Crawfords ljúif'enga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London. Einkasali fyrir Island og Færeyjar F. Hjorth & ' Kjöbenhavn K. GepU 1 ofjii, egla litartiref, M limHji ch’s. Nýr egta demantsvartur litur I Nýr egta dökkhlár litur — — hálf-blár — | — — sæhlár Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þess eigi þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án nbeitze“). Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður- kenndu, öflugu og fögru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum. Fæst hjá kaupmönnum hvívetna á Islandi. Buch’s litunarverksmiðja, Kaupmannahöfn V. Stofnuð 1842 — Sæmd verðlaunum 1888. Ekknasjöðurinn. Ekkjur sjódrukknaðra manna, er sækja vilja um styrk úr „styrktarsjóði ekkna og barna ísfirðinga þeirra, er í sjó drukkna“, sendi umsóknarbréf sín, er stýl- uð séu til stjórnar styrktarsjóðsins, til undirritaðs fyrir lok næstk. marzmánaðar. í umsóknarbréfinu sé þess, auk ann- ars, getið, hvað maður ekkjunnar hét, og hvenær hann drukknaði, og á um- sókninni jafn framt að fýlgja vottorð hlutaðeigandi hreppsnefhdaroddvita um það, að umsækjandi þiggi eigi af sveit. ísafirði 9. febr. 1901. 11„ Hafstein. n\Æikið af húsklukkum og vasaúrum — margar sortir — hefur undirskrifaður fengið nú með „Laura“, enn fremur kynstur af úrfestum, silfúr stássi, og celluloid ytri-úrkassa o. fl. Alveg áreiðanlegt, að hvergi fæst betra verð, mót peningum útí hönd. ísafirði 7. febr. 1901. S. Á. Kristjánsson. PRENTSMIÐJA HJÓÐVILJANS. 30 „Er hann farinn að sljóvgast nokkuð andlega. Gam- alt fólk verður opt svo gleymið; svo er t. d. umpabba“. Um leið og hún mælti þetta, varð hún hálf-rauna- leg á svipinn. Jeg svaraði: „Jeg heid, að hann sé enn ekki far- inn að verða neitt tiltakanlega andlega sljór“. „Og þó kynni hann að hafa gleymt því“, mælti hún hugsandi. „Jafn vel nafninu kynni hann að hafa gleymt. Þér segið, að hann hafi aldrei minnzt neitt á mig við yður?“ „Aldrei“. „Það er vist réttara, að þór segið, að það só dóttir Kaspars Keefelands, sem langi, að fá hann til viðtals“. „Gott og vel“. „En skyldi hann nú vera of veikur, til þess að veita mór viðtal, þá vil jeg alls ekki ónáða hann neitt Biðjið hann þá að eins að láta afhenda mér litla sandelsviðarkassann, sem eitt sinn átti að sækja“. „Sem eitt sinn átti að sækja“, át eg eptir henni. „Já, faðir minn fókk honum hann til geymslu, og sagði honum, að hans yrði einhvern tíma vitjað“. „Alveg rétt“, svaraði eg, alveg utan við mig, og var nú forvitni á að vita, hvernig þetta myndi enda. Það var, sem óraði mig fyrir einhverju íllu, þegar jeg var að fálma mig eptir koldimmum ganginum, til þess að komast inn í bakherbergið. II. Samúel frændi sat i sömu stellingunum, eins og þegar jeg gekk út. 31 Þar var ekkert annað á mununum, en að hann hafði misst glasið sitt á gólfið, og það hafði farið i þúsund mola. Hann einblíndi enn þá fram fyrir sig. Jeg fór að verða hræddur um, að hann hefði feng- ið slag; en þá heyrði jeg, að hann tautaði í lágum rómi: „Hvað er um að vera, Marteinn? Hver var þarna frammi?“ „Manneskja, sem vill fá þig til viðtals, og sem virðist vera langt að komin i því skyni“. „Langt að?“ tautaði hann upp eptir mór. „Attu við: úr gröfinni, Marteinn?“ Jeg varð hálf-smeikur. „Frændi!“ kallaði eg. Hann starði á mig. „Þú ert aulabárður“, mælti hann svo. Sá jeg nú, að hann var farinn að jafna sig, því að hann starði ekki lengur eins deyfðarlega fram undan sór, eins og hann hafði áður gert. Mór hafði staðið stuggur af þvi, og þótti því vænt um umskiptin, sem á voru orðin. „Nú, og hver er það þá, sem vill fá mig til við- tals?“ spurði hann önuglega. „Ung stúlka“, svaraði eg. „Svo“. „Já, og hún er útlend, held jeg, líklega hollenzk“. „Svo er það“. „Það er lagleg stúlka, en þó fremur fölleit að sjá. „Það er svo“, anzaði hann aptur, en bætti svovið: „Hægan, bíddu ögn við! Með eyrna-hringi, eins og litla krossa í laginu? „Stendur heima“, svaraði eg. „En hefur þú........“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.