Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1901, Blaðsíða 3
XV, 15.—16.
ÞjÓ BYIXiJTNN.
59
Nei, það er ekki allt verst hér á ís-
landi, það má þó talast.
----•«=*=».----
Frá kjörfundi Húnvetninga.
Úr Húnavatnssýslu er ritstjóra „Þjóðv.“
18. marz síðastl. skrifað á þessa leið:
„Það yar margt skritið, sem kom
fyrir á kjörfundinum á Blönduósi 15.
sept. í haust. — Þegar þeir and-Valtý-
ingarnir: Hermann, Jósafat og Júlíus
læknir töluðu um stjórnarskrármálið,
höfðu þeir lítið annað að bjóða, en þessi
gömlu slagorð, sem allir hafa nú þegar
lært utan bókar, að valtýzkan væri „inn-
limunar-pólitíku, „skaðvænleg stjórnmála-
stefna“, „landráðu, og þar fram eptir
götunum. En ekki að tala um, að þeir
reyndu, að færa nokkur minnstu rök fýr-
ir neinu slíku; enginn þeirra fær um það.
En þegar jeg fór að virða fyrir mór
á eptir, hver vitleysan hefði verið eptir-
tektaverðust hjá þeim, fannst mér það
vafalaust vera ein af vitleysunum, sem
Hermann bóndi kom með í inngangs-
ræðu sinni. Hann kvaðst vilja skýra(!)
f'yrir kjósendunum, hvernig valtýzkan
hefði getad fengið fylgi í fyrstu á al-
þingi. Það hefði verið bara kaupskap-
ur tíkúla Thoroddsens og Valtys, og þeirra
fylgifiska. Skúli hefði verið að berjast
fyrir bitling handa sjálfum sór, eða skaða-
bótum, og þá hefðu þessir herrar slegið
sér samah; hver hefði þurft annars lið-
sinnis.
Björn Sigfússon rak þessa vitleysu - -
eins og margar aðrar — til baka, sýndi
fram á, hver fjarstæða þetta væri, þar
sem fjárveitingin til Skúla Thoroddsen
hefði verið samþykkt á þinginu 1895,
eða 2 árum áðwr, en dr. Valtyr kom fram
með sitt frumvarp, nefnil. 1897. Gerðist
þá ókyrrð nokkur, og Hermann dró sig
[ út úr fundartjaldinu vandræðalegur*.
Auðvitað var fleira hór á borð við;
j en fyrir þá sök fannst mér þetta merki-
legast, að jeg þykist viss um, aðþað hafi
verið eitt af mörgu, sem notað var, til
að blekkja fáfróða menn með við kosn-
ingaundirbúninginn, og Hermann lært
það, eins og aðrir. Það var svo vel
lagað handa þeira, sem ekkert vissu í
málinu.
Náttúrlega hafði það engin áhrif,
heldur en annað, þótt þetta væri rekið
aptur, því á kjörfundinum fór, eins og
einn menntaður utansýslumaður, er við
var staddur, sagði: „því vitlansari ræður,
því fleiri atkvæðiu.
Og þegar þessir and-Yaltýingar voru
spurðir á kjörfundinum, hvad þeir vildu
í stjórnarskrármálinu, svöruðu þeir allir
eins, að þeir vildu ekki breyta, heldur
hafa það, sem nú væri.
*) Vér heíðum sizt tróað því um Hermann
búfr. Jónasson, að hann léti sér sæma, að hera
fratn jafn heimskulegar fjarstæður, og gera
þannig sjálfan sig að athlægi á opinherum
mannfundi. En úr því sú befur nú engu að
síður raunin á orðið, þá gleður oss þó að heyra,
að hann kann þó enn að skanvmast sin. Það er
meira, en sagt verður um suma ihaldsmennina,
lagsbræður hans. Bitstj.
Samt eru þeir, af Árna Árnasyni o.
fl., kallaðir heimastjórnarmennf!), rétt eins
og vér nú höfum heimastjórn(!) En sé
svo, hví hafa þá margir þessara manna
fýr viljað berjast fyrir breytingum?
Mörgum þykja greinir Héðins í „Þjó^-
ólfiu ljótar, af þvi að þær séu svo stráks-
legar, og sneiði hjá sannleikanum; telja
þær þvi ekki svaraverðar o. s. frv. —
Þetta er nú allt saman rétt og satt; en
samt er gagn að þeim greinum. Þær
sýna svo einstaklega vel, hvaða menn
þessir „nokkrir and-Valtývaru hér í
sýslu eru. Það þyrfti sannarlega hug-
vitsmann, og góðan málara, til að draga
betri mynd af þeim, en þar er gjört.
Það er ekki skömm(!) að því, að hafa þá
fyrir forustusauði, og fýlgja þeim fast í
alvarlegum þjóðmálumu.
Húnvetningur.
Eptirtektavert. i hinum fróólega
og skemmtilega ferðapistli: „Af sumar-
ferð til Danmerkur og Noregsu, er lect-
or ÞörháUur Bjarnarson birtir í blaðinu
„Yeiði ljósu, kemst hann meðal annars,
svo að orði:
„Hér er viðkvæðið: „Allt úr búðu,
og vitanlega fer þá allt í hana líka.
Tveir islenzkir erfiðismenn, sem
verið hafa í vist, sinn í hvorum lands-
hluta i Noregi, hafa sagt mér óspurt,
báðir samhljóða, það, að þeim hefði
mest brugðið við, hvað húsbændurnir
forðuðust að taka úr kaupstaðu.
96
Alexander, sonur greifans, var alls ekki nefndur
á nafn í arfleiðsluskránni.
Greifinn ritaði þvi næst bréf til Genf, og bauð
Evelínu að koma, og heimsækja sig. • '
Jafn frámt skýrði hann og F eldmann kaupmanni,
manni Carólinu, frá innihaldi arfleiðsluskjalsins, og
mæltist innilega til þess, að fá sjálfur að ala upp dreng-
inn, sem erfa ætti jarðeignir sínar.
Kvað hann sér þykja það bezt til fallið, að hann
yrði látinn fylgjast til W... með Evelínu.
Eins og nærri má geta, hafði faðir drengsins auð-
vitað ekkert á móti því, að verða við þessum tilmælum
greifans, og þannig atvikaðist það, að Evelína lagði af
stað með drenginn, þessa löngu leið, til afa síns i ~W.. •
En drengurinn komst aldrei alla leið............
Ferðin gekk vel og greiðlega með járnbrautinni
alla leið til borgarinnar Frankfurt a. M., og voru
þá eptir 20 mílur til greifahallarinnar, og um mjög
slæma og ógreiða vegi að fara.
Evelína leigði þá vagn, og korast seint um kvöld
i versta veðri, til veitingahúss eins, er lá mjög afskekkt,
og eitt sér, og nefndist „Villigölturinnu.
Hjá veitingáhúsi þessu var áð í 10 mínútur, til að
brynna hestunum, og haldið síðan aptur af stað.
En með þvi að dimmt var, villtist vagnstjórinn
út af, þjóðveginum, og fór eptir slærnum, grýttum
aukaVegi.
Engw að síður var þó haldið rnjög greitt áfram,
unz annað vaghhjólið losnaði, svo að vágninn valt um.
Þetta var ljóta óhappið, og ferðalangur einn, ór þar
85
burt af heimilinu, og vann að því með allri þeirri elju,
sem henni var lagin.
I trúnaði skaut hún því að greifadótturinni, að hún
hefði komizt eptir samdrætti hennar og Rudólfs, ög
að ekki mundi langt um líðá, áðar greifinn hlyti að kom-
ast eptir háttalagi þeirra, og væri þá við öllu íllu að
búast.
Fyrir ungu stúlkuna virtist nú að eins vera um
tvennt að velja, annað hvort að segja skilið við ástvin
sinn fyrir fullt og fast, eða þá að ganga á fund fóður
síns, og skýra honum frá, að hún hefði gengið að eiga
ráðsmanninn, svo að þar yrði ekki breyting á gjörð, úr
því sem komið væri.
Væri brúðkaupið um garð gengið, þá var ekki ann-
að auðið, en að gera sér það að góðu, sem ekki yrði
aptur tekið.
Væri þetta af ráðið, þá ætlaði ungfrú Hagedorn
sjálf að vera hjálpleg, að því er allan nauðsynlegan und-
irbúning snerti.
Kvaðst hún þekkja prest einn, er ekki myndi hika
við, að veita þeim kirkjulega hjónavígslu, þótt samþykki
föður hennar vantaði.
Jafn framt lofaði hún að gjöra svo allt, sem auðið
væri, til þess að sættir kæmust á milli, greifans og ungu
hjónanna.
Margrét varð svo hrifin af ráðum þessarar fláráðu
vinkonu sinnar, að hún faðmaði hana að sér í þakk-
lætis skyni.
Sendi hún unnusta sínum siðan í snatri boð um
þessa fjmirætlun sina.
Að vísu blöskraði þeim hjónaefnunum báðum, að