Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1901, Blaðsíða 4
60
Þjóðviljxnn.
XV, 15.—16.
Þetta er oss íslendingum einkar þörf
hugvekja.
Búðarkaupin hafa vaxið svo stórum
hór á landi á seinni árum, að til vand-
ræða horfir.
íslendingar þyrftu fyrir hvern mun
að reyna að temja sór, að búa meira að
sínu.
Allra helzt þyrfti þessi hugsunar-
hátturinn að ryðja sór sem fyrst til rúms
hjá þeim, er af landbúi lifa, enda er
þeim það mun hægara, en fólki í kaup-
stöðum og sjávarsveitum, og vantar þó
mjög mikið á, að það spari sór kaupstað-
ar-úttekt, sern mætti.
Þarf og stórt landbú, ef klípa má af
þvi árlega, sem nægir, til all-mikillar
kaupstaðar-úttektar, auk þess er til hjúa-
halds og annara skyldugjalda gengur.
Það er því miður sönn, en sorgleg
saga, að mikill hluti þjóðar vorrar lifir
nú, sem stendur, um efni fram, og er
hætt við, að framfarirnar verði smáar,
meðan svo gengur.
Dæmi bændastóttarinnar hjá frændum
vorum Norðmönnum getur verið oss til
fyrirmyndar í hagsýnni meðferð efna
vorra, sem í íleiru.
Leynileg atkvæðagreidsla. Dan-
ir hafá í vetnr samþykkt lög um leyni-
lega atkvæðagreiðslu, að þvi er þing-
kosningar snertir, og áttu þau lög að
koma til framkvæmda í fyrsta skipti við
kosningarnar til Fólksþingsins í yfir-
standandi aprílmánuði.
Eptir lögum þessum skal atkvæða-
greiðslunni hagað svo, að á kjördegi af-
hendir kjörstjórnin hverjum kjósanda
atkvæðaseðil, er nöfn frambjóðanda eru
prentuð á, og jafn framt umslag, sem
ekki er auðið að sjá i gegnum.
Með atkvæðaseðilinn og umslagið fer
kjósandinn síðan á af vikinn stað, þar
sem enginn má vera við staddur, og
merkir þar nafn þess frambjóðandans, er
hann kýs.
Að því búnu lætur hann seðilinn apt-
ur inn í umslagið, lokar því, og af hend-
ir það svo kjörstjóra, í viðurvist kjósanda,
og er þung hegning við iögð, ef einhver
kjörstjóra skýrir frá nokkru því, er hann
kynni að verða áskynja um, að því er
atkvæðagreiðslu einhvers kjósanda snertir.
--------------<------------
Apturhaldsmáltólið
og
„auglýsingarnar“.
Þeir eru að segja, að ritstjóri „Þjóð-
ólfs“ sé farinn að verða valeygður i
„opinberu auglýsingarnar“.
Og hvað ber til þess nú, frernur
venju?
Taflbreytingin, sem orðin er á síðari
árum.
„Isafold“ berst nú, sem kunnugt er,
fyrir stjórnarskrárbreytingu, öfiugri banka-
stofnun, fróttaþræði o. fl. þjóðnauðsynja-
málutn, sem Arnarhólshöfðinginn gefur
íilt auga.
A hinn bóginn er „Þjóðólfur“ nú orð-
inn skósveinn Arnarhólsgoðans, alveg
vita-viljalaust verkfæri í hendi hans, og
apturhalds-„klíkunnar“ víkversku.
En „æ lýtur gjöf til gjalda“, og því
kvað hann nú líka vera farinn að gera
sér töluverðar vonir um það, pilturinn,
að náðargeislarnir frá Arnarhólssólinni
steypist nú bráðlega yfir „Þjóðólf“.
Auðvitað getur það nú ekki komið
til nokkurra mála, að gera hann að „ridd-
ara“ eða „ráði“, hvernig sem hann sleikir
og slumbrar, því að til þess þykir for-
tíðin of blendin.
En — annað mál er um einhverja
slettu eða sleikju.
Og „opinberu auglýsingarnar“, segja
þeir, að honum myndu þá kærkomnust
launin.
Húnavatnssýslu 13. marz 1901: „Sýslufúnd-
ur er nýlega afstaðinn. Auk venjulegra mála,
sem þar voru rædd, var all-mikið talað um
færslu kvennaskólans trá Ytriey, sem samþykkt
var í fyrra. Var nú ákveðið, að byggja mjðg
vandað skólahús fyrir norðan Blöndu, og hef-
ur Snom, timburmaður á Akureyri, tekið þá
byggingu að sér. fyrir rúml. 18 þúsundirkróna.
Veittur var styrkur 2 stúlkum, til að læra
smjörgjörð á Hvanneyri. Einnig veittur styrk-
ur handa þeim, er vildi taka að sér, að veita
húsrúm og hjúkrun að minnsta kostí 3 sjúkl-
ingum á Blönduósi, og skal um það samið með
ráði læknisins á Blönduósi.
Kosnir voru og amtsráðsmenn: Aðal-maður
Bjiirn bóndi Sigfússon á Kornsá, og vara-maður
Stefán prestur Jónsson á Auðkúlu.
Hafíshroði nokkur sést hér á flóanum, og
þykir þó ekki iíkiegt, að hann sé mikill, þar
sem veðurátt er einatt mild, og hin hagstæðasta.
— Nægir hagar, og nær þvi auð jörð í allan
vetur“.
86
verða að grípa til slíkia óyndisúrræða, og hefðu að iík-
indum hætt við þetta áform sitt, við nánari yfirvegun,
sakir þess, hver áhætta það gat verið; en ungfrú Hage-
dom gaf þeim engan uinhugsunartíma, en gerði þegar
allar ráðstafanir til undirbúnings, aem þurfti.....
Daginn eptir voru elskhugarnir svo gefin saman í
hjónaband i sveitakirkju einni þar í nágrenninu.
Eptir ráðum ungfrú Hagedorn, flutti Rudólf barón
sig því næst til H... til bráðabirgða, með konu sinni,
og ætluðu þau að bíða þess þar, hvernig sáttaumleitan
ráðskonunnar tækist.
Áður en Margrót lagði af stað, hafði hún og ritað
föður sínum mjög ástúðlegt bréf, og falið ráðskonunni,
trúnaðarmanni sínum, að koma því áleiðis.
En ungfrú Hagedom, sem ekkert kaus síður, en að
sættir kæmust á, og sem að eins hafði pretti sína fyrir
augum, skilaði aldrei bréfi þessu, heldur öðru bréfi, er
hún samdi sjálf, og skrifaði í nafni Margrótar, með stældri
rithönd hennar.
í þessu falsbrófi lót hún Margréti blátt áfram skýra
föður sínum frá því, að þar sem hún hefði þótzt sann-
færð um, að hann myndi eigi samþykkja ráðahaginn, þá
hefði sór litizt réttast, að fara að eins eptir sínu eígin
höfði, og giptast barón Rudólfi.
Kvaðst hún vona, að greifanum yrði rannin reiðin,
er hún kæmi heim aptur, með manni sínum, úr brúð-
kaupsferðalaginu.
Jafn framt var þess og í bréfinu getið, að henni
myndi vera það einkar kært, að faðirinn sendi henni
fjárupphæð nokkra, er ekki væri allt of mikið við nögl
yj
Þetta fókk greifinn enn einu sinni að reyna á
kvöldi æfi sinnar, og nú sárar, en nokkura sinni fyr.
Þegíir Margrót kom til W. .. var heilsa hennar
þegar mjög biluð.
Áreynzlan á ferðinni, óvissan um viðtökurnar, er
hún finndi föður sinn, og ekki sízt geðshræringarnar, er
hún sá hann aptur, eptir 20 ár, — allt þetta var meira,
en svo, að líkamsbygging hennar, sem var veikluð fyrir,
fengi þolað það.
All-langa hrið leyndi hún þó veikleika sínum, til
þess að hryggja eigi föður sinn; en til lengdar tókst það
þó auðvitað ekki.
Hún fókk áknfa hitasótt, sem læknar ekki gátu
ráðið neitt við — — —, og fám dögum síðar stóð fað-
irinn við banabeð dóttur sinnar, bugaður af sorg.
Fyrir Margreti var dauðinn himne.sk náðargjöf, er
hlífði henni við ótal sorgum og raunum, er lífið myndi
flutt hafa í hennar skaut. — — —
Skömmu eptir það, er ungfrú Hagedorn fyrirfór
sér, hafði greifinn rifið í sundur erfðaskrá þá, er samin
hafði verið hennar vegna.
Og er Margrót var nú einnig fallin frá, samdi hann
nýja erfðaskrá, þar sem hann arfleiddi báðar dóttur-dætur
sínar að öllu lausafé sínu, er var fó all-mikið.
Hvað fasteignirnar snerti, mælti hann aptur á móti
svo fyrir, að dóttur-dóttur-sonur sinn í Genf, Eugene
Feldmann að nafni, skyldi erfa þær, en gerði þó jafn
framt þá ráðstöfun, að ef hann dæi barnlaus, áður en
hann yrði fullveðja, þá skyldi dóttur-dóttir sín Evelina
koma í hans stað, og verða aðal-erfinginn.