Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1901, Blaðsíða 5
XV 15.—16.
Í>JÓB VILJINN.
61
Athugasemd
við
æfisögu barnaskólans í Norður-Aðalvík.
í 7.—8. tölublaði „Þjóðviljanau, 23.
f. m. 1901, er all-ýtarleg æiiaaga barna-
skólana á Látrum í Norður-Aðalvik; en
þótt hún sé löng, þá sannast samt, að
sagan er eigi nema hálfsögð, þegar einn
segir frá.
í allri þessari æfisögu hefur lent við
þá hugmynd hjá hreppsbúum:
1. Að hvergi sé svo þéttbýlt í hreppnum,
að hægt sé að koma fyrir svo mörg-
um börnum, sem sveitarfélagið þyrfti
að láta kenna árlega, nema með því
meiri erfiðleikum og kostnaði.
2. Að skólinn myndi eigi verða sóttur,
svo vel sem þyrfti, þegar til lengdar
léti, bæði vegna samtaka- og félags-
leysis, sem ávallt lýsir sér livervetna
manna á milli, og vegna báginda ein-
staklinganna annarsvegar, svo að skól-
inn gæti því orðið þeim, er eigi geta
notað hann, að byrði.
Höfundi „Þjóðv.u-greinarinnar hef-
ur nú farið svo, vegna þessarar miklu
aðsóknar, sem hann lýsir, að sé að skól-
anum, að hann gleymír, eða vill ei telja
nema sjálfan sig við barnakennslu, þar
sem þó má fullyrða, að einn farandkenn-
ari er í Grunnavíkursókn, og á Sléttu er
heimakennsla um hönd höfð nú, eins og
verið hefur að undantornu i átta ár sam-
fleytt, ýmist allan eða hálfan veturinn,
og kennarinn ráðinn, ýmist af sóknar-
nefnd eða hreppsnefnd.
Jeg er mjög hræddur um, að aðsókn
að barnaskólanum á Látrum verði mest
og bezt fyrst, á meðan hann er nýr, og
ei komnir í ljós ávextimir, þar sem
mönnum er mjög títt að aðhyllast það
nýja, en hverfa svo frá því síðar, líkt
og þegar búnaðarfélag var stofnað fyrst
hér í hreppnum; þá fengust nógir, bú-
andi og búlausir, til að ganga í fýrnefnt
félag, og var furðanlega mikið starfað í
því fyrstu þrjú árin. enda þótt búnaðar-
félagið væri þá talið undir lélegri stjóm;
en siðan bætt var úr því, og góð stjórn
fékkst, hafa félagsmenn lagt árar í bát,
og ekkert látið vinna í nefndu félagi,
enda þótt góð árferði hafi verið, nú sem
fyr, og hafa jafn vel eigi hirt um að
mæta á opinberum fundum félagsins, sem
opt hafa verið boðaðir.
Eg hefi líka sannfrétt, að húsráðend-
ur á Látrurn hafi eigi getað tekið fleiri
börn til húsnæðis, en þau, er nú eru,
og þó eru mörg börn til, sem þyrftu
kennslu, sem enn verður eigi komið á
skólann.
Af framan greindum ástæðum sést það
ljóst, að ef barnauppfræðingu í Aðalvík-
ur-prestakalli ætti að vera borgið, þá
þyrfti annað hvort að ráða 2 farandkenn-
ara, sem kenndu í hreppnum hjá þeim,
er ei geta notað nefndan skóla, eða að
tveir skólar væru i prestakallinu á þeim
stöðum, sem ijölbyggðastir eru, og myndi
það þykja ærinn kostnaður.
Margur mun nú má ske segja. að
betra sé 1 barnaskóii en enginn, og það
játa jeg lika. En mun hann vinsæll hjá
þeim, sem verða að gjalda til hans á
einhvern hátt, en geta eigi notað hann
þótt þurfi, og verða því að kosta upp á’
heimakennslu, svo sem enginn skóli væri?
Nú í undan farin ár hafa farandkenn-
arar verið hér í hreppnum 3, og stund-
um 4, og hefur sú kennsla gefizt heldur
vel, og þá kennslu tel eg hægasta að
nota í þessum strjálbyggðu hreppum.
Það er gott, að geta reist skóla þar,
sem þéttbýlt er, og þar gjörir hann líka
mest gagn, á næstu lieimilunum. En ef
menn, sem eigi hafa hlutdeild í þessum
barnaskóla á Látrum i Norður Aðalvík,
tækju saman höndum, til að reisa annan
barnaskóla, t. d. á Hesteyri, eða í Yest-
ur-Aðalvik, hverra myndi þá verða, að
sjá um hann, eða gjalda til hans, nema
þeirra, er hafa stofnsett hann? Það er
hætt við, að þeir fengu ekki að hafa sam-
eign eða samlagssjóð, eins og kirkjurnar
bérna í prestakallinu, og þá myndu
breppsbúar eigi styrkja annan, ef tveir
væru, en sleppa hinum.
Ritað í marz 1901.
Brynjblfur Þorsteinsson.
———"-vvgxoo*------
hafirði 10. apríl 1901.
Tíðarfar. 30. f. m. skipti um tið, og gerði
þá norðangarð, er stóð í 5 daga, með all-mik-
illi frosthörku. allt að 12 stigum (Reaumur)
suma dagana. En á skírdag (4. þ. m.) dró úr
frostinu, og gerði stiilt veður um bænadagana,
en gekk síðan aptur til norðanáttar.
-j- 2. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum,
eptir 10 daga legu í heilabólgu, ungfrú Mar~
grét Olafsdóttir, 22 ára að aldri, fædd á Sela-
kirkjubóli í önundarfirði 13. okt. 1878, þar sem
foreldrar hennar Ólafur Ólafsson og Elín Hall-
dórsdóttir, húshjón hér 1 kaupstaðnum, bjuggu
þá búi.
Margrét sáluga var fríðleiksstnlka, siðprúð og
vönduð.
Skarlatssóttin er nú íarin að stinga sér
94
sinnar, og baka sér þannig háð og fyrirlitningu manna
— allt þetta hlýtur að hafa vakið hjá henni sára gremju,
og að hafa rekið hana til þess, að grípa til óyndisúrræða
Svona leið nú það, sem enn lifði nætur.
En er dagur rann, komu tveir lögregluþjónar til
hallarinnar, til þess að taka ráðskonuna fasta.
Greifinn hafði kært hana um skjala- og bréfa-fals.
En er opna skyldi herbergið, var hurðin tvilæst
að innanverðu.
Það var nú barið og kallað, en alit var kj'rrt þar
inni, sem fyr.
Loks var þá hurðin mölvuð upp, og þar lá þá
veslingurinn — örend.
Hún hafði hengt sig.
Hér og hvar í herberginu lágu peningar og dýr-
gripir, og taldist svo til, að þetta væri allt um 80 þús-
und króna virði.
Öllu þessu hafði henni tekizt að hnupla frá greif-
anurn, eða næla sér hjá honum á 20 árum. — — —
Eptir það er glæpakvendi þetta hafði nú kveðið
upp dóminn yfir sjálfri sér, sem fyr er lýst, rættust nú
þær óskir, sem Margrét hafði beðið til forsjónarinnar, að
rætast mættu, er hún hyrfi heim aptur til föðurheim-
kynnanna.
Þeim feðginunum bar nú ekkert á milli.
Þau lifðu saman glöð og ánægð, sem í gamla daga,
og var eigi að sjá, sem neins andstreymis væii nú í
bráðina að vænta.
En það er gömul reynzla, að dutlungar örlaganna
tlífa ekki þeim, sem ánægðaatir eru, fremur en öðrum.
87
skorin, og mætti stýla bréfið til: „Barónsfrúar W ...,
poste restante, i H ... “
Bréf þetta var fyrir greifann, sem reiðarslag.
Hann varð alveg gagntekinn af sorg og söknuði.
Það var ekki það eitt, sem þungt lagðist á hann,
að hann liafði nú misst einka-dóttur sína, síðustu hu$g-
unina í mótlætinu, heldur öllu fremur hitt, að hann hlaut
að líta svo á, vegna þess hve kuldalega bréf þetta var
orðað, að dóttur sinni hefði í raun og veru aldrei þótt
neitt vænt um sig.
Eugu að síður gat hann þó ómögulega fengið það
af sér, að lirinda barni sinu frá sér.
Hann fékk þvi ungfrú Hagedorn all-mikla fjárupp-
hæð i hendur, fal henni, að senda Margréti fé þetta, og
rita henni, að bréf hennar hefði nær komið sér í gröfina,
en engu að síður mætti hún þó vænta fyrirgefningarinn-
ar, ef hún kæmi tafarlaust heim aptur með manni sínum.
Auðvitað sveikst þessi svívirðilega óþokka-kind
alveg um þetta.
Peningunum stakk hún í sinD eigin vasa, og ritaði
Margréti að eins örfáa,r línur, þar sem hún tilkynnti
henni, að greifinn hetði svarið þess ðýran eið, að dóttir
sin skyldi aldrei framar fyrir sín augu koma, og að bréf
frá henni skyldu jafnan verða send aptur um bæl óupp-
rifin, ef hún dirfðist að skrifa. —
Ungfrú Hagedorn hafði nit komið ár sinni svo vel
fyrir borð, að hún gat nú haldið svívirðu sinni tálmana-
laust áfram.
Það liðu því eigi margar vikur, áður en hún réð
ein öllu á heimilinu, og smám saman tókst henni að fá
greifann, sem farinn var að heilsu, og naumast með