Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1901, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1901, Qupperneq 2
I54 ÞjÓÐVILJIN'N'. hún hefur skilið, að þetta voru dauða- aflteygjur valdsjúkrar íhalds-„klíku“. Og slíkum erindsrekstri hefur hún sinnt, sem vera bar, — elcJci virt Jiann svars. ÚtlöntíL. Síðan vér gátum síðast útlendra tíð- inda hefur það gjörzt markverðast, að Mc. Kinley, forseti Bandamanna, var veitt banatilræði 6. sept. síðastl. Hann var þá staddur á sýningu í borginni Buffalo, og heilsuðu honum þar ýmsir með handa- bandi, sem venja er þar við álíka tæki- færi; en meðal þeirra var stjórnleysingi einn, er notaði þetta tækifæri, til þess að skjóta tveim skotum á forsetann, úr marg- hleypu. Kom önnur kúlan i brjóstið, en hin í kviðinn, og andaðist forsetinn af sárum þessum 13. sept. Mc. KinJey var fæddur 1844, og bafði geg:jt forsetastörfunum, síðan í marzmán- uði 1897, með því að hann var endur- kosinn síðastl. haust. Gegnir nú varaforsetinn, C. BooseveU að nafni, forsetastörfum, unz nýjar for- setakosningar hafa fram farið, að þrem árum liðnum. - - Milli Búa og Breta gengur enn í sama þófinu, og hefur Búum aukizt mjög hugur við það, að ýmsir frænda þeirra í Kapnýlendunni hafa enn á ný hafið upp- reisn gegn Bretum. — Kitchener lávarð- ur hefur og birt auglýsingu þess efnis, að allir Búar, er beri vopn gegn Bretum eptir 15. sept., verði látnir sæta hörðum kostum, megi vænta útlegðardóms, missi jarðeigna o. fl., og virðast slíkar hótanir að eins munu verða til þess, að Búar revnist onn þrautseigari í baráttunni. — Kinverjastjórn hefur nú fullnægt því atriði friðarsáttmálans, er áskildi, að kínverskur prinz væri sendur til Berlín- ar, til þess að friðmælast við Vilhjálm keisara, út af morði Kettelers sendiherra; mætti CJiun prinz í Berlín í þeim erind- um í septembermánuði, ogtók Vilhjálmur keisari þeirri friðmælingu mjög Ijúflega. Að öðru leyti bíða allar útlendar frétt- ir næsta nr. blaðsins. ---—oOO^OOo Blekkingaleikurinn byrjar. Það mátti ganga að því, sem alveg vísu, að hvernig svo sem erindisrekstur apturhalds-„klíku“-sendisveinsins færi, þá myndi verða drýgindalega yflr látið. Förin var gjör, til að — blekJcja, fyrst og fremst stjórnina, og þessu næst þjóðina. Og þar sem hið fyr nefnda mistókst nú jafn hraparleya, sem að framan er á vikið, þá er sú þörfin því brýnni, að reyna nú fyrir alla muni, að blekkja þá þjóðina þess betur, því að þar er lífið kattarins og allra músanna undir komið, að þeim þykir. (.yarj^,r,yar þvi „erindsrekiu íhaldsliðs- ipSn^ýíl újland stíginn, en farið var að stgrfaH þiessa áttina. 6r/ Á',1ifldð'áfi „erindsrekinnu staldrar við á Akureyri, þá er „Stefniru látinn senda út prentaðan fregnmiða, þar sem mikið er látið af utanför hans og afreksverkum ! En afreksverkin voru engin, — alls engin. Skoðun vinstrimannaráðaneytisins í Danmörku á stjórnarskrármáli voru er enn allsendis ókunn, og blaðagreinin í „Politíkenu 13. sept. síðastl. gefur alls enga bendingu í þvi efni. Sú grein er, eins og annað, sem frá pennum þeirra Brandesanna kemur, stýl- uð af velvildarhuga til lands vors, en ræðir málið í svo almennum orðatiltækj- um, að ekki verður á henni byggt. Helzta niðurstaðan, sem dr. Edv. Brancles kemst þar að, er sú, að réttast kynni að vera, að fela nefnd manna, er skipuð væri Dönum og Islendingum, að íhuga máiið. Það er tillaga, sem „skrifstofuvaldslið- iðu hefur áður haldið að oss í því skyni, að fá málinu frestað. Fyrir höfandinum, dr. Edv. Brandes, hefur fráleitt. neitt þvílíkt vakað; en það er tillaga, sem óhætt er að fullyrða, að þjóð vor eigi aðhyllist. En þar sem „Stefnisu-fregnmiðinn heldur því fram, að landshöfðingja- og apturhalds-„klíkanu sé af vinstrimönnum í Danmörku skoðuð, sem berandi frelsis- ins og framsóknarinnar á landi voru(!H), þá er það bJátt áfram ’osatt, að því er til stjórnarinnar kemur, hvaða ósannindum sem hr. Hannesi Hafstein kann að hafa tekizt. að troða í einstöku ókunnuga danska blaðamenn i svip. „Aptur rennur lygi, þegar sönnu mæt- iru, segir máltækið, og saga apturhalds- liðsins hér á landi síðustu árin er rit.uð ; með of svörtum stöfum til þess, að nokk- j ur verði trúaður til langframa á frjáls- j lyndið og framsóknina, sem þar á sér . bústað. En auðvitað eru þessi „Stefnisu-ósann- ! indin að eins lítið sýnishorn þess, sem í ■ hönd fer, að eins fyrsti leikur í fyrsta þætti lyganna og blekkinganna á undan alþingiskosningunum vorið 1902. Það er óefað, að þar munu fleiri á eptir fara. -----Sr ---- grindaskörð. Þér ógna hin þungbrýndu eldfjallaskörð, og ömurlegt sýnist það, vinur, að sjá þessi allsnöktu eldgýgjabörð, sem útgrafin kýli, svo blásin og hörð, og heyra það gráthljóð, í gjótum er djmur, er gjall undan fótum þér hrynur. En hví hefir drottinn svo bannfært þann blett og brennt undir hraunglóðar-öldum, og rauðbrenndum gýgjunum raðað svo þétt, og raunasvip þungan á fjall-lendið sett, sem hlakki þar vofur í hraungjótum köldum, og hungur og auðn sitji’ að völdum ? Nei — Guð var að sJcapa, þá braust út og brann XV, 39 það bál, sem að hvíldi hér undir. Þá glóðinni bylti úr gýgjunum hann, og glóandi hraunsjór um dældirnar rann, þá lagði’ hann hér bjargfastan grunn undir grundir, sem gróa, þá fram líða stundir. Og þegar þér ógna hin eldbrunnu skörð hjá útsýnistindunum fríðum, þá dæmdu’ ekki hart um þá hrjóstugu jörð, um hraunanna sprungur og gýgjanna börð, því það sýnir ásýnd á eldbrunnum hlíðum, að enn þá er land vort í snúðum. G. M. -----— Fré ttir. Af þvl að blað vort hefur nú hvílt sig nokk- urra vikna tíma, skal hér stuttlega minnzt nokkurra innlendra tíðinda, er gjörzt hafa, síð- an blaðið kom síðast út: Drukkuanir. 20. sept. síðastl. hrukku 2 menn útbyrðis af fískiskútunni „Litla Eósa“ úr Garðahverfi, og drukknuðu báðir. Hét annar þeirra Jón Kristjánsson, kvæntur maður frá Hausastaðakoti, er lætur eptir sig ekkju og 7 börn, en hinn hét Þorgils Þorgilsson, ókvæntur maður frá Óseyri við Hafnarfjörð. 30. ágúst síðastl. drukknaði maður í Héraðs- vötnum í Skagafírði, bóndi í Hringey, Andrés Jónsson að nafni. — Bæjarbruni. Timbur-ibúðarhús brann í sumar að Litla-Eyrarlandi í Eyjafix-ði. Fólk var við heyskap á engjuni, og varð því litlu bjargað. Teitt læknahéruð: Hesteyrarhérað kand. Jóni Þorvaldssyni, FJjótsdalshérað kand. Jónasi Kristjánssyni, fteykdælahérað kand. Ingólfi Qisla- syni, og Nauteyrarhérað kand. Þorbirni Þóröar- syni. 1 júlímánuði veitti og konungur kand. Jóni Blöndal í Stafholtsey Borgarfjarðarhérað. — PrestakÖll veitt: Staður í Súgandafirði frí- kirkjupresti Þorvarði Brynjólfssyni, Eafnseyri kand. Böðvari Bjamasyni, Vellir í Svarfaðardal kand. Stefáni Kristinssyni, Hof á Skagaströnd kand. Magnúsi R. Jónssyni, og Laufás aðstoðar- prosti Birni Björnssyni. Auk þess voru Presthólar 3. sept. síðastl. veittir síra Halldóri Björnssyni, er áður hafði verið vikið frá þvi embætti, sem kunnugt er, og óskar blað vort síra Halldóri til hamingju með þessa uppreisn uiáia hans. Prestskosning að Hiax-ðarholti í Dölum vai’ð eigi lögmæt, með því að enginn náði lögskip- uðum atkvæðafjölda : síra Jósep Hjörleifsson á Breiðabólsstað 23 atkv., síra Ól. Ólafsson á Lundi 10 atkv., og kand. Magn. Porsteinsson 8 atkv. — Heiðursgjattr úr styrktarsjóði Kristjáns ní- unda hafa í ár verið veittar bændunum: Ge.org P. Jónssyni á Draghálsi og Sig. Sigurðssyni í Langholti í Fióa. — Botnvörpungur handsamaður. Botnvörpung tók „Heimdai11 í sept. á Skagafirði við land- helgisveiðar, og var hann sektaður um 1080 kr- Sildaralli hefur verið ágætur á Austfjörðum síðari hluta sumars, og á Eyjaíirði i sept. Héraðsí'undur var haldinn á ísafirði 26. sept síðastl., til þess að rœða ýmsar breytingar á fiskiveiðasamþykkt Djúpmanna, er sýslunefnd hafði samþykkt, sbr. 27.-28. nr. „þjóðv“. þ. á.. Héraðsfundurinn hathaði breytingum þessurn með miklum meiri hluta atkvæða, og stendur þvi gamla fiskivéiðasamþykktin óbreytt. Er vonandi, að sýsiunefndin hugsi sig nú rækilega um, áður en hún ríður á vaðið í þi-iðja skiptið, að reyna að breyta samþykkt þessari, sem allur þorri almennings unir vel við. Léiðarþing hélt ritstjóri blaðs þessa á ísa- firði 26. sept. síðastl., og skýrði þar frá ýmsuj er fratn fór á síðasta alþingi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.