Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1901, Blaðsíða 2
162 ÞjÓÐVILJIívN. væru ótal-margir heyrnarvottar að því, að jafn greindur maður, sem rektor skól- ans, dr. Björn M. Olsen, gæti látið út úr sér aðra eins endileysu, eins og hann gerði á þingmálafundarnefnunni, sem „riddarinnu hélt í Reykjavik ný skeð. A opinberum fundi, og svo að segja í áheyrn alls landslýðs, varpar þessi apt- urhalds-„klikuu-höfðinginn því fram, að í stjórnarskrárfrumvarpi siðasta alþingis felist engin stjórnarbót, heldur sé það til stjórnarspillis(!) Það á eptir því að vera til spillis, að fá ráðkerra, sem helgað getur málum vorum krapta sina óspillta, talar og ritar tungu vora, mætir á alþingi, og ber á- byrgð stjórnarathafna sinna, í stað þess að búa við ábyrgðarlausa ráðgjafabrotið danska, sem ekki skilur eitt orð i máli voru, og aldrei stigur hér fæti á land. Það á að vera til spillis, að kosning- arrétturinn til alþingis sé rýmkaður að góðum mun, að þjóðkjörnir þingmenn ráði meiri hluta atkvæða í efri deild, o. s. frv. Við slikum staðhæfingum hefði mátt búast af einhverjum „busanum“, eða öðr- um skólagræningjanum, sem allra grynnst ristir, en af rektor skólans virðist það vera heimtandi, að hann tali af ögn meiri þekkingu, eða láti ekki apturhaldsofstækn eða „kliku“-fylgi, leiða sig i þviiíkar gönur. Með slikri framkomu skaðar liann ekki stjórnbótaflokkinn, en verður að eins sjálfum sér til athlægis. ----íoo^ooo------ Hæð g-ufuhvolMns. Konunglega veðurfræð- isstofnunin í Belgíu leitaði ný skeð álits ýmsra merkra stærðfræðinga, að því er hæð gufuhvolfs- ins snertir, og voru skoðanir þeirra ali-mismun- andi. Einn þeirra, Biot að naíni, gizkaði á 40 enskar milur, Brauvais gizkaði á 70 mílur, Mann á 81, Callandrau á 100, Schiaparellí á 125, og Bitter á 216 énskar mílur. Af áæt.lunum þessum þykir líklegt, að áætl- uu Ritters sé sönnu næst, þar sem nlenn hafa eygt loptsteina í 200 mílna hæð, en siíkir stein- ar verða eigi iogandi, fyr en þeir koma inn í gufuhvolf jarðarinnar. 1000 ára minning. 18. sept. síðastl. hófust hátíðahöld mikil í horginni Winchester á Eng- landi, i minningu þess, að i septembermánuði voru 1000 ár liðin, síðan Elfráður mikli, Engla konungur, andaðist. Bærinn Winchester var höfuðhorgin í ríki hans, og þótti því hezt fallið, að hafa þar aðal- hátíðahöldin, enda hefur honum verið reistur þar veglegur minnisvarði, er var afhjúpaður i byrjun hátíðahaldanna. Theodore Roosevelt, núverandi forseti Banda- manna, er kominn af hollenzkum æitum, og stærir ættin sig af því enn í dag, að eigi renni einn brezkur blóðdropi i æðum sér. l’orfaðir hans, er fyrstur þeirrar ættar flutt- ist til Ameríku, hét Claas Markusz van Roose- velt, og var þá maður blásnauður. „Hlycine suhterranea“ er náttúrufræðislega nafnið á plöntu einni, er ýmsir svertingja rækta mjög, í hitabelti Afríku. Er mæit, að undir- vöxtur plöntu þessarar hafi svo mikið næring- argildi, að tveir ávextir séu hæfilegir til mann- eldis á dag. Plöntu þessa eru menn því einnig teknir að rækta í Brazilíu, og í Asíu sunnanverðri. „I must be off now to my graveyard11*, mælti Morris lávarður einhverju sinni við einn vina sinna, um leið og hann gekk að heiman, til að sækja þingfund í efri málssofu enska þingsins. Járnhrautargöng. Ráðgert er nú, að grafin verði járnbrautargöng undir sundið milli Skot- lands og írlands. Sundið er um 25 míiur enskar á breidd, og kostnaðurinn við fyrirtæki þetta áætlaður um 10 milj. sterlingspunda. Olínnámurnar við Baku. Ný skeð hafa menn orðið þess varir, að úr oiíunámunum við Baku ganga all-miklar olíu-æðar neðan sjávar, og befur Rússastjórn því, meðal annars, í ráði, að þurrka upp Romanv-vatnið, tiL þess að geta því betur hagnýtt sér auðlegð þessa. Væntanleg þingmann aefni. Svo er að sjá, sein apturhaldsliðar í Reykja- vík hafi eigi verið alls kostar ánægðir með Tryggva riddara Gunnarsson, sem þingmannsefni í böfuðstaðnum, því að meðan „riddarinn“ var i hinni frægilegu(!)' utanför sinni, var þegar byrjað að „agi- tera“ fyrir öðrum manni af því sauða- húsi, forngripaverði J'oni Jaltobssyni, og var þá i ráði, að „riddarinnu myndi knýja hurðir hjá Árnesingum. — En ept- ir heimkomu „riddaransu mun nú þess- ari ráðagjörð breytt, svo að R,9ykvíking- ar fá að halda honum, —- ef þeir óska. Búist við, að einhver trúi má ske raup- inu og frægðarsögunum, er hann sagði af sjálfum sér, svo að aðrir séu eigi lík- legri til þess, að geta blekkt kjósendur höfuðstaðarins. Af hálfu stjórnbótaflokksins þykir trú- legast, að yfirdómari Jbn Jensson verði þar í kjöri. — í Dalasýslu ætlar síra Jens Pálsson í Glörðum að bjóða sig fram gegn Birni sýslumanni, flokksmanni apturhaldsliðsins, og er vonandi, að kosningarnar takist þar nú betur, en síðast. — í Isafjarðarsyslu bjóða, sig fram : rit- stjóri blaðs þessa, og síra Sigurður Stefáns- son í Vigur, af hálfu stjórnbótamanna, og af hálfu landshöfðingja — og aptur- halds „klíkunnaru að likindum sýslumaður H. Hafstein, og ef til vill fleiri. — I Rangárvallasyslu kvað apturhalds- liðið byggja miklar vonir á framboði Sighvats gamla Arnasonar frá Eyvindar- holti, sem nú er fluttur til Reykjavikur, og gjarna vill auka tekjur sínar á þessa leið, þótt handbnýtur sé vitanlega til þing- mennsku nú orðið, sakir ellisljóleika o. fl. Munu og Rangvellingar tæpast bíta á þetta agnið, þar sem jafn nýtir menn sækja á móti, sem þeir Magnús sýslu- maður og Þórður í Hala. Staðfest lög". Af lögum síðasta alþingis hefur konungur 13. sept. síð- astl. staðfest: I. Lög um samþyhkt á landsreikningn- um fyrir árin 1898 og 1899. II. Fjáraukalög fyrir árin 1898 og 1899. III. Póstlög. IV. Lög um hreyting á tilskipun 20. apríl 1872 um hæjarstjórn í kaupstaðmm Reykjavík. *) verð nú að koma mér í grafreit- inn minn“. XV, 41 V. Lög um manntal í Reykjavík. VI. Lög um próf í gufuvélafræði við stýrimannaskólann í Reykjavík. VII. Lög fyrir Island um tilhögun á löggœdu við fiskiveiðar í Norðursjónum. VIII. Lög um bann gegn innfiutningi vopna og skotfanga frá íslandi til Kína. IX. Lög um viðauka við lög 6. nbv. 1897 um undirhúning verðlagsskráa. X. Lög um forgangsrétt veðhafa fyr- ir vöxtum. XI. Lög um útvegun á jörð handa Fjallaþingaprestakálli. XII. Lög um hreyting á 4. gr. laga 14. des. 1877 um laun sýslumanna og hœjarfbgeta. XIII. Lög um heilbrigðissamþykktir í kaUpstöðum, kauptúnum og sjóþorpum á Islandi. XIV. Viðaukalög við lög 31. jan. 1886 um varnir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdbma. XV. Lög um stofnun slökkviliðs á Seyðisþrði. XVI. Lög um skipun sótara í kaup- stöðum öðrum, en Reykjavík. XVII. Lög um viðauka við lög um prentsmiðjur. XVIII. Lög um skipti á jörðinni Vallakoti í Reykdœlahreppi og jörðinni Parti i sama hreppi. Fréttir. Skipstrand. í norðanroki 18. þ. m. strand- aði í Reykjavík seglskipið „Thrift“, eign Frede- riksen & Co. í Mandal; rakst það á kletta í svo nefndri Klapparvör, og fór undan því botninn m. m., en mönnum þeim, er á skipinu voru, var bjargað í land á kaðli. Skip þetta hafði komið með viðarfarm til verzlunar Björns Guömundssonar i Reykjavík, og var nú ferðbúið til útlanda, með peglfestu, er óhapp þetta bar að. Mælt er, að skipið hafl eigi verið í sjóábyrgð. Handritasaín bókmenntafélagsdeildarinnar i Kaupmannahöfn er nú komið til Reykjavíkur, með því að landsbókasaínið hefur keypt safn þetta fyrir 22 þús. krónur, er greiðast skal á 22 árum, 1000 kr. á ári liverju. Drukknun. 22. sept. síðastl. fórst kvenn- maður undir Pirilsklifi á Hvalfjarðarströnd, reið þar fyrir í háLf-dimmu, en gætti þess eigi, að töluvert var fallið að. — Kvennmaður þessi hét Guðríður Daníelsdóttir, gipt kona, frá Bjart- eyjarsandi. Var hún á heimleið frá Þirli, er slysið vildi til, og var lik hennar enn ófundið, er síðast fréttist; en reiðskjóti hennar hafði komizt lífs af. Slys. Það siys viidi til í grennd við Reykja- vík 18. þ. m., skammt fyrir innan Lauganes, að norskur skipstjóri Aamundsen að nafni, datt þar í fjörugrjótinu, og lærbrotnaði. Átti hann skip sitt inn i Viðeyjarsundi, og var því á leið- inni inn með fjörunum. Gat hann enga björg sér veitt, og varð því að liggja, þar sem hann var kominn, með því að köll hans heyrðust eigi. Lá hann svo þarna, unz sjúklingi af Lauganesspítalanum varð gengið fram á hann daginn eptir, og hafði sjór fallið yfir hann um nóttina, svo að hann var gagndrepa upp á mitti. Var hann siðan fluttur tafarlaust á spítala í Reykjavík, og liggur þar enn í sárum sinum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.