Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1901, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1901, Side 3
XY 41. Þjóðviljinn. 163 M annalát. 28. ágtíst síðastl. andaðist að Kirkju- bóli í Skutilsfirði í ísafjarðarsýslu hús- freyjan Bannveig Ólafsdóttir, kona Jóns hreppstjóra JHaUdórssonar, er þar býr. Rannveig heitin var fædd að Kirkju- bóli í Skutilsfirði 6. ágúst 1833, og voru foreldrar hennar Ólafur Guðmundsson og Bannveig Jósúadóttir, er lengi bjuggu að Kambsnesi i Súðavíkurhreppi i Isafjarð- arsýslu; en Rannveig ólst upp á Kirkju- bóli hjá fósturforeldrum sínum, merkis- hjónunum Sölfa Sveinssyni og Olöfu Jóns- dóttur, unz hún var 13 ára, en síðan var hún hjá foreldrum sinum í 3 ár á sama heimili. Eptir það dvaldi hún um hrið að Kambsnesi, og síðan að Tungu i Skutilsfirði, hjá Sveini sál. Sölfasyni, er þar bjó þá, unz hún árið 1855 fluttist að Fossum i Skutilsfirði, og dvaldi þar í 3 ár hjá eptirlifandi eiginmanni sinum, en fluttist síðan að Kirkjubóli i Skutilsfirði með honum vorið 1858, og giptust þau þá um sumarið, 13. júli 1858, og bjuggu þar i full 43 ár. Með manni sinurn eignaðist Kannveig sáluga alls 12 börn, og dóu 5 þeirra í .æsku, en þessi 7 eru á lífi: Guðmundur, bóndi á Fossum i Skutiisfirði, Páll, hrepps- nefndaroddviti, bóndi á Kirkjubóli, Sig- urður, bóndi i Tungu í Skutilsfirði, OJöf, ekkja Jóns heitins Bjarnasonar á Fossurn, Guðmundína, gipt Sveinbirni bónda Páls- syni í Botni í Súgandafirði, Jóhanna, gipt Eliasi Friðfinnssyni Kjærnested, bónda á Stað i Aðalvík, og Máifríður, sem enn er ógipt. Son átti og ítannveig sáluga, áður en hún giptist: Samúel Halldórsson að nafni, húsmann að Naustum í Skutilsfirði. Rannveig sáluga var merkiskona að mörgu leyti, ötul og ráðdeildarsöm hús- móðir, góð móðir barna sinna, og manni sinum hin ástríkasta og umhyggjusam- asta eiginkona. Hún var og einkar hjartagóð við auma og bágstadda, og nutu því margir munaðarleysingjarnir, er eigi áttu annars staðar athvarf, aðstoðar bennar og nærgætni. Hennar er þvi að maklegleikum af mörgum saknað, en þó sárast af eptirlifandi eiginmanni hennar, er lifir hana nú í hárri elli, á áttugasta aldursári, eptir svo margra ára ástrika sambúð. Jarðarför Rannveigar sálugu fór fram að Eyrarkirkju í Skutilsfirði 5. sept. sið- astl., í viðurvist fjölmennis. — 20. sept. síðastl. andaðist á Isafirði ekkjan Sigríður Pálsdóttir, um sextugt, ekkja Þorvarðar heitins Þórðarsonar, fyrrum bónda og snikkara á Fossum i Skutilsfirði. — Af börnum þeirra hjóna lifir nú að eins Pétur Þorvarðarson, fyrr- um verzlunarmaður. Sigríður heitin gekk alfrísk að verk- um sinum þenna morgun, sem hún átti vanda til, en hné niður, og var rétt á eptir örend. — ÞlNGMÁLAFUNDLKlííN í REYKJ AYÍK, er getið var í síðasta nr. blaðsins, varð af hálfu fundarboðandans, hr. Tr. Gunnarssonar, ekkert annað, en hlœgilegasta karlaraup, svo að aptur- haldsliðið, er lagt hafði fast að honum, að boða til fundarins, óskar nú vist einskis fremur, en að það hefði aldrei ginnt hann út á þessa „gal- eiðuna“. Þarna stóð hann í l1/^ kl.tíma, og skjallaði sig sjálfan(f) Hann var maðurinnf!), sem einatt bar bag ættjarðarinnar fyrir brjósti(!), og hafði því þrívegis siglt, síðan „valtýzkan" kom til sögunnar, til þess að afstýra glapræði þings- ins(!), og þegar hann kom til Hafnar, þá jafn- aðist strax allt, sem i sögu(!), þó að aldrei hefðu afrekin orðið jafn frægileg, sem í þetta síðasta skipti(!) Hann hafði talað við flesta(!) merkustu menn Dana(!) — kónginn sjálfan gleymdi nann þó að netna —, og allir hristu höfuðin(!), og' voru alveg forviða(!), út af heimskunni(!!) í meiri hiuta, þingsins (stjórnbótaflokknum), en á hinn bóginn fullir aðdáunar, yfir vizkunni og ætt- jarðarástinni, er lýsti sér svo glögglega í hví- vetna í tillögum hans sjálfs(!!) í þessum sama tón var ræðan öll, nema auð- vitað fléttað inn i hana ýmis konar lastmælum um ýmsa helztu menn stjórnbótaflokksins(!) Yfir erindisleysu frænda síns, sýslumanns R. Hafstein, reyndi hann og á ýmsa vegu að breiða, og hældi honum á hvert reipi fyrir sannsöglina(!) og hreinskilnina(!), sem kunn er af blöðunum. Afar-rnikið gerði hann og úr framkvœmdum sínum, að því er snerti landsbankann, þóttist geta fengið 1 milj. í gulli lánaða í Englandi, en vildi þó eigi segja, hver það byði(!). — Auk þess byði og Landmandsbankinn l/2 milj. í gulli, gegn veði í banravaxtabréfum, og mun það eini sannleikurinn*. Af hálfu apturhaldsliða töluðu á fundinum, auk Tryggva, dr. Björn M. Olsen, erekkikvaðst *) Þar sem hr. Tr. Gunnarsson hefur áður talið bankavaxtabréfin, sem veltufé, þáerauðsætt, að lán þetta eykur það ekki um eins eyris virði, og er bankanum að ýmsu leyti mun óhagkvæm- ara, en ef bréfin hefðu seld verið. 220 Hafði bann þá eigi veitt því eptirtekt, bve bylt henni varð við, er hún sá hann? Ekki hafði hún átt neinn þátt í piskrinu, sem vin- konur hennar. Hún hafði þagað, Og að eins komið titringur á varirnar, er hann gekk fram hjá. Og nú hafði hann fleygt þessu ástríka hjarta út á götu, — látið það verða undir vagnhjólinu! wEn hún kemst ekki að því, fær aldrei neitt um það að vitau, hugsaði hann með sjálfum sér. En þá flugu honum í hug skilaboðin, sem hann haiði sent henni. Þessi ljótu, harðýðgislegu, andstyggilegu skilaboð fllaut hún að fá að minnsta kosti næsta morgun! Hann varð utan við sig af sorg. Næsta morgun var þá enginn, sem léti sér annt um hann. I svona hugsunum sat hann fram á nótt. Hann fann, að hann gat eigi lengur verið þar í borginni, og sótti því um það morguninn eptir, að verða skipa^ur málfærslumaður í öðru héraði. Fám dögum siðar var hann svo skipaður málfærslu- maður í borg einni, er lá langt burtu. Heidenstein þurfti engan að kveðja; það var eng- inn, sem ætlaðist til slíks. Hann var frjáls, eins og úlfur á heiði, sein farið getur hvert, sem hann vill. Blómsveigarnir höfðu hætt að koma daginn eptir, er hann gjörði orðsendinguna. Hann þurfti því heldur eigi að kveðja hjá Heinsberg yfirdómara; þar var allur kunningsskapur úti. 217 Hann horfði svo á hárið all-angurvær. Konan hafði gefið honum hornauga, meðan þessu fór fram, og er hún fékk honum frakkann aptur, kast- aði hún honum á stólbakið hálf-gremjulega, og gekk svo út úr herberginu, án þess að mæla orð frá munni. Gátan var nú ráðin. Heidenstein vissi nú, hvernig sakírnar stóðu. Reiði og blyggðunarsemi kom nú í fyrsta skipti roðanum að nýju út í kinnar honum. Hann vafði nú hárið vandlega inn í silkipappír, lét það svo i brjóstvasa sinn, burstaði sjálfur frakkann, og fór svo út. Kl.tíma síðar kom hann heim aptur, gramur og reiður. Hann hafði nú séð meira, en nóg, til þess að sann- færast um það, hvernig í öllu lá. Eins og elding í sinu hafði það borzit um borgina, er lögregluþjónarnir hittu hann um kvöldið, er María var myrt. Og það var ekki lengi verið að gizka á, hvernig i öllu hefði legið. Hann og stúlkan höfðu hegðað sér ósiðsamlega. Að eiga vingott við félaga ræningja og morðingja, það var blátt áfram — hneixlanlegt. Kvennþjóðin, sem lézt hneixlast á þessu fram úr hófi, hafði alið mjög á þessu, svo að allir trúðu að lokum. Og Heidenstein hafði eigi dulizt þetta, er hann gekk eptir götunni. Það er tíðast um menn, sem helzt unna einver- unni, að þeir eru geðríkir, og finna fljótt, hvað við sig er átt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.