Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Blaðsíða 2
Þjóðviljijsm 166 XV, 42 inn fyrir þann ílokksmanna sinna, sem „klíkunni“ er kandgengnastur, og ekki fjarri „ættinni“. Og það er eininitt þetta, baráttan nni völdin, sem gerir allan ofstopann og æs- ingarnar í apturhaldsliðinu skiljanlegt. Þótt ættjarðarástin þessara „föður- landsvina“(!) sé heit, þá er þó hætt við, að lætin þeirra væru ögn minni, ef þeir eigi finndu þegar brunalyktina af fúa- staurunum, er enn halda valdi þeirra uppi. En hitt er svo sem sjálfsagt, að tala hátt við kjósendur um ættjarðarástina, er öllum hugsunum, orðurn og gjörðum þessara ,,föðurlandsvinanna“(!) stýri. Hví ekki það, er annað eins er í húfi? Verstur skollinn, að „ættjarðarástin“(!) sumra þeirra er þekkt, — allt of sorg- lega kunn. ------------------ Ný fundnar dýrateg-undir. í grennd við fjallið Elson í llganda i A/Hku hefir enski nátt- úrufræðingurinn Harry Johnston fundið nýja dýrategund, er hann nefnir „Okapí". — Dýr þetta er 4 stærð við uxa. og telst til dýrateg- undarinnar „hellato therium“, er menn hugðu út dauða, en fundizt hefir steingjör 4 Grikk- landi, og í Litlu-Asíu. í Uganda fann hann og sérstaka gíraffateg- urfd, sem er, meðal annars, einkennileg að því íeyti, að karldýrið hefir fimm horn, en 'kvonn- dýrið þrjú. _________ Lffiknar í Chícago fóru þess ný skeð 4 leit að reynt yrði 4 morðingja, sem dæmdur var til dauða, hvort tæring í skepnum gæti horizt í menn. Morðinginn kaus þó heldur, að sæta dauða- hegningunni, svo að ekkert gat orðið úr tilraun- um þessum. Dr. Abraham Kuyper, forsætisráðherrann í Hollandi, er alkunnur guðfræðisrithöfundur, sem skipaður var prófessor við háskólann í Amst- erdam árið 1880. — Hann hefir og starfað mjög að blaðamennsku, og hélt '25 ára ritstjóra afmoeli sitt árið 1897, er hann var ritstjóri blaðsins „De Standaard". Hjólreiðar. í Bandaríkjunum er það ali- títt, sem víðar, að ýms félög heita þeim verð- launum, sem hezt kunna að heita hjólhestum, svo að stöku menn gera sér það að atvinnu. að reyna að vinna til slikra verðlauna, og hafa stundum dálaglegar árstekjur. Síðastl. ár vann einn t. d. 1858 pund sterling alls og alls, ann- ar 1427 sterlingspund, o. s. frv. A eyjunni Krít hafa Englendingar ný skeð fundið forrileifar. er mjög mikils þykir um vert. í hæð einni, iangt upp i landi, fann D. G. Hogarth helli þann, er getið er um í grískum óg rómverskum ritum, og kallaður er fœðingar- hellir Zeifs. Hafði himnaguðinum Kronos, fóður Zeifs, verið spáð því, að sveinniun myndi reka hann frá völdum, svo að hann ásetti sér að íýrirfara honum; en Rhea, móðir sveinsins, flýði þá i helli þenna, og ól hann þar upp á laun, og var hellir þessi því afar-hiikiii helgistaður í fornöld. — Pundust þar og afar-margir mjög merkir forngripir, er stafa fr'á árunum 3000 til 800 f. Kr., og hera vott um helgi þessa staðar. Um sömu mundir fann og annar Englend- ingur, Arthur J. Evans að nafni, höll Mínosar á Krít, sonar Zeifs, sem kunn er af fornritum, og fundust þar ýmsar merkar forumenjar, lit- Hiyndk á veggjum, er enn voru, sem ný mál- aðar, eptir fleiri þúsund ár, o. fl. o. fl. Fornleifar þessar sýnast því henda á, að goðasagnir Grikkja séu að sumu leyti af sagn- fræðislegum rótum runnar. - —S-hÞ! 1 tJtlönd. I útlendum blöðum, er ná til 19. okt. síðastl., er þessara tíðinda getið : I Danmörku var nýlega látinn Vilhelm Bech, höfundur „innri-missíonar- innar“, er haft hefur afar-víðtæk áhrif þar í landi. — Hann var fullra 72 ára, er hann andaðist, og fór jarðarför hans fram i Orslev 7. okt., í viðurvist mikils fjölmennis, og voru þar á meðal 100 prestar. Fyrir lát sitt hafði Vilh. Bech gjört þá ráðstöfun, að Fr. Zeuthen, prófastur í Fredericia, yrði eptirmaöur sinn, að þvi er stjórn „innri-missíonar“ starfseminnar snertir. — Af Búa-ófriðinum er fárra nýj- unga að geta, nema Búar halda enn vörn uppi, og búast við að geta enn varizt langa hrið. — Attu þeir hershöfðingjarn- ir Louis Botha, De Wet, og Stejn forseti, ný skeð fund með sór, og kom þar á- samt um, að taka engum friðarkostum, nema að leggja ágreiningsefni sin við Breta í gjörð, svo sem þeir buðu í fyrstu. — Milii útgerðarmanna botnvörpuskipa i Grimsby, og skipverja þeirra, hefur nú loks samizt svo, að verzlunarráðið í Lund- únum („Board of trade“) nefnir til gjörð- armann, er gerir um ágreiningsefnin. Flýtti það mjög fyrir sætt þessari, að skipverjar fengu daglega styrk frá Lund- únum, svo að útgerðarmenn munu hafa örvænt um, að þeir gengju að kosturn þeim, er útgerðarfélagið setti. — f Látinn er i öndverðnm okt. Abdurrhaman, emír í Afgbanistan, er Bretar studdu þar til valda árið 1880, og er nú sonur bans, Habit Ullah að nafni, tekinn þar við landstjórninni. Er nú eptir að vita, hvort hann reynist Bretum jafn auðsveipur, sem faðir hans, eða hann leitar trausts hjá Rússum, sem lengi hafa viljað auka áhrif sin þar syðra, vegna verzlunarinnar við Indland. ■ ^lQi II —- jF1 réttir. Drukkniin. 5. okt. síðastl. vildi það hörmu- lega slys til við ísafjarðardjúp, að Gísli bóndi Gislason á Snæfjöllum drukknaði. Hafði hann farið sjóleiðis inn í Unaðsdal, með fleiri mönn- um, til að sækja mó, og voru á heimleið þaðan, út með Snæíjallaströndinni. Höfðu þeir hlaðið mjög skipið, svo að háfermt var, og sigldu svo hægan byr, og reru hásetar undir, en Gísli hafði stjórnina, og sat á mópokunum, aptur á skipinu; en er þeir voru komnir út undir Sand- eyri, tókst svo ílla til, að stý'rissveifin brotnaði, og œtlaði Gisli þá að færa sig eitthvað til, en mópokarnir hrukku þá útbyrðis, og hann með, j og sökk hann þegar, og drukknaði, Bem fyr j er sagt. Gísli heitinn var merkur bóndi, og drengur góður, og lætur eptir sig ekkju, og 4 börn, öll ung. Af Yesturlandi er að frétta mjög stirða veðr- áttu i októbermán., og er oss ritað af ísafirði 20. okt., að þar hafi optast verið hvassviðri og köföld, og 3 seinustu dagana stífur norðangarð- ur, með mikilii fannkomu og frosti. í öðrum bréf'um af Vestfjörðum getur og um „sífellda kuldakólgu'', og að jörð sé þar alhvit til sjáv- ar, svo að menn hafi eigi getað vei-ið þar við nauðsynja haustannir, vegna veðráttunnar, nema stund og stund í bili. Mjög var gæftatrogt við ísafjarðardjúp, en þó reitingur, er róið varð. Yeitt prestakall. Eins og skýrt var frá í 39. nr. blaðsins náði enginn lögmætum atkvæða- fjölda við prestskosninguna í Hjarðarholti í Dölum, og hefir nú kirkjustjórnin veitt síra Olafi Olafssyni á Lundi prestakall þetta. llaniital á að fara fram um land allt 1. nóv. þ. á.( og á hver að teljast þar til manntalsskýrsl- unnar, er hann var aðfaranóttina 1. nóv. Driikknun. 20. okt. siðastl. drukknaði kvenn- maður í Markárfljóti, Soffía Kristmundsdöttir að nafni, ógipt stúlka, dóttir Kristmundar bónda Ólafssonar á Syðri-Úlfsstöðurn Jí Kangárvalla- sýslu. Stúlka þessi var ein á ferð, á heimleið að Múlakoti, og hafði verið i kynnisför hjá t'öður sínum. Ketverð hefur í haust verið óvanalega hátt i Reykjavík, almennt verð 23—25 aur. U, svo að bændur í nærsýslunum hafa margir fargað fé í frekara lagi, og er þó svo að heyra, sem Reykvíkingar þykist eigi hafa fengið þörfum sínum fullnægt. Zöllner o. fl., er keypt hafa fé á fæti, hafa borgað 10—13 aur. fyrir ih í lifandi kind. Minni ísiands. (Sungið á þjóðmenningardegi Vestur-íslendinga 2. ágúst 1901). Fornhelga ættjörð! Úr framandi landi Flutt skal þór ylhýrt og sonalegt rnál. Margt við þig ávallt oss bindur því bandi, Að biðjum þér heilla með lífi og sál. Ætið þig, heimkynnið söngva og sagna, Synirnir muna, þótt lifi þér fjær. Aldrei á tungunni þjóðkvæðin þagna þau, sem í æskunni gjörðust oss kær. Svo fyrir of margra sjónum þú stendur, Sem værir eyðisker liafjökli klætt, Börnin þín ómenni, ónýtar hendur, Ættir ei neitt, sem fær huga manns kætt. Víst er það skylt þeirri vanþekking eyðum, Verndum þitt dýrðlega minninga safn, Athygli heimsins að hverju því leiðum, Heiðrað og víðfrægt sem geti þitt nafn. Jafnan þú sórt oss í muna og minni, Meðan vór lifum, vor feðranna grund! Hátíð vor minningu helguð er þinni. Hún er, sem kallar oss á þennan fund. Geymi þig alvaldur sjólanna sjóli, Sem að þig verndaði’ á aldanna braut. Lifi þín börn í hans ljósi og skjóli Lýðfræga drottning við norðurheims-skaut. Hannes S. Blöndal ----------------------------- „InnrÍ-mÍSSÍOnÍn“ í Danmörku hefir nú sent „legáta“ sinn hingað til lands- ins, cand. theol. Sigurbjörn Astvald Gísla- son, sem dvalið hefir á Jótlandi um hríð, og kynnzt þar störfum þessa ofstækis trúfélags. Kvað hann nú ætla sór, að „kristna“ hér landslýðinn, er hann, hór um bil und- antekningarlaust, telur vera á beinni leið til helvítis, að sagt er. I fyrirlestri, sem „legáti“ þessi hólt í Kristjaníu, höfuðborg Noregs, 30. júlí

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.