Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Blaðsíða 4
168 Þjóðviljinn Síðar um daginn var haldið stórt sam- sæti, og sátu þar um 2500 manna til borðs. Þar hélt J. H. Deuntzer, formaður nýja ráðaneytisins, all-langa ræðu, og drap á nokkur atriði í stefnuskrá nýja ráða- neytisins. Meðal annars kvað hann ráða- neytið hafa í huga, að koma á kviðdóm- um í sakamálum, sem og í málum, er af politiskum yfirsjónum risu. Kosningar- rétt í sveitamálum vildi og ráðaneytið auka, og veita þann rétt konuin í sjálf- stæðri stöðu. — Þingmannanefnd kvað hann mundu skipaða, til að íhuga, hvern- ig landvarnarmálum yrði haganlegast fyrir komið, og á þann hátt, að þjóðinni væri eigi of vaxið í efnalegu tilliti. — Þá nefndi hann og breytingar á skatta- löggjöfinni, umbætur á launakjörum lægri embættismanna í hernum, o. fl. -A. þjóðminningardegi Vestur-íslend- inga síðastl. sumar hlaut hr. Hannes S. Blöndal verðlaun fyrir kvæði sitt: „Minni Isiands“, sem birt er hér í blaðinu. ------------ M annalát. 24. sept. siðastl. andaðist á spit- alanum á Akureyri húsfreyjan Ólnf Hallgrímsdóttir, fædd 16. júní 1855, kona Stefáns verzlunarstjóra Jónssonar á Sauð- árkrók. I Kaupmannahöfn er og nýlega látinn Carl Hoepfner, 75 ára að aldri, verzlunar- eigandi á Akureyri og á Blönduósi. Tók við verzlunum Grudmann’s. 26. sept. síðastl. andaðist í Skáladal i Sléttuhreppi unglingsstúlkan Ingibjörg Arnadóttir, 26 ára að aldri, dóttir merk- isbóndans Árna Sigurðssonar í Skáladal og fyrri konu hans Kristínar Oísladóttur, hafði hún verið veik, síðan i ágústmán. f. á., af hryggjaliðakröm, og tekið út miklar þjáningar, einkum 6 siðustu vik- urnar, en allar læknatilraunir reynzt á- rangurslausar. — Ingibjörg heitin var efnileg og mannvænleg stúlka. Tíl f) P flnvp — Ðame, som er blevet 111 UC UUYC. heli3redet for Dövhed. og Öre susen ved. bjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skænket hans Institut 20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke kunde kjöbe disse Trommebinder, kunde faa dem uden Betaling. Skriv til Instítut „Longcott“, Gunnersbury, London, W., Éngland. fimburverzlun í Noregi, sem hefir nægar birgðir, til að sinna pöntunum, óskar að komast í sam- band við kaupmann, eða „agent“, er selt getur heflaðan og óheflaðan húsavið, svo sem klæðningsborð, panel, gólfborð, ó- heflaða planka, borð og trjávið af öllum stærðum. Svar, er tiltaki ómakslaun, og greini meðmæli, merkt: „A. B. 3423“ sendist Aug. I. Wolff & Co Ann. Bur Kjöbenhavn. VOTTORÐ. Eg hefi lengst æfi minnar verið mjög veikur af sjósótt, en hefi opt orðið að vera á sjó í misjöfnu veðri; kom mér því til hugar, að brúka Kína-lífs-elexír herra Valdemars Petersens í Friðriks- höfn, sem hafði þau áhrif, að eg gat varla sagt, að eg fyndi til sjósóttar, þeg- | XV, 42. ar eg brúkaði þennan heilsusamlega bitt- er. Vil eg þvi ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þessari, að brúka Kina lífs-elixír þennan, þvi hann er að minni reynzlu áreiðanlegt sjósóttarmeðal. Sóleyjarbakka. Br. Einarsson. Itiiia-lífs-elexírinn fæst hjá flestura kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fýr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Til gamle og unge Mænd anbefales paa det bedste det nylig i betydelig udvidet Udgave udkomne Skrift. af Med.-Raad Dr. Milller om et. Sexual- System FORSTYRRET NERYE- OG og om dets radikaie Helbredelse. Priis incl. Forsendelse i Konvolut 1 kr. i Frimærker. Cui*t líober, Braunschiveig. PRENTSMIÐJA DJÓÐVIL.JANS. 222 Honum hnikkti við, og varð, sem bæði hryggur og glaður. „Er hægt að fá að tala við ungfrúna?“ mælti hann stamandi. „Jeg skal vita um það“, svaraði Pálína, og var þegar horfin. Rétt á eptir var hurðin opnuð aptur; það var hurð- in að daglegu stofunni, sem hann kannaðist svo vel við. Hann þekkti strax kringlótta borðið, sem var á miðju gólfinu, og þá ekki síður hengilampann, sem þar hékk. Heidenstein gekk inn. Ungfrú Lisly stóð við gluggann, og virtist hafa setið þar við sauma. Hún var niðurlút, og leit ekki á hann. Á saumaborðinu, fýrir framan hana, var vatnsglas, og í þvi dáiítill blómsveigur úr fjólum. Herbergisgluggarnir sneru út að húsagarðinum, og var nú þegar ögn farið að skyggja. Heidenstein minntist í þessu augnabliki margra inndælla stunda, er hann hafði dvalið þar í húsinu. „Þér hafið má ske þegar heyrt þess getið“ — mælti hann lágt, og hálf hikandi — „að jeg legg á stað héðan á morgun, og því langaði mig að hitta yður einu sinni enn“. Hún hneigði sig þegjandi, eins og til þess að spara honum frekari orð um það efni. Heidenstein gekk nú nær henni, og veitti því þá eptirtekt, hve hönd hennar skalf. Hún roðnaði eigí, en varð föl í framan 223 „Jeg er hræddur um, að þér séuð mér reið“, hélt hann svo áfram, „af því — af því að“ —. Ungfrú Lisly sneri sér þá enn betur að glugganum,. og sá hann glöggt, hve brjóst hennar gengu upp og niður. Yinnan, sem hún hélt á, datt á gólfið, og hún greip báðum höndunum fyrir andlitið. „Ungfrú Lisly“, mælti hann, og titraði í honum röddin, „hef eg þá hryggt yður svo mjög? En þér vitið eigi, hve ógæfusamur jeg var“. „Mér datt, það í hug“, sagði hún snöktandi, „og þess vegna hélt jeg, að yður þætti má ske vænt um — að“ —. „Mér þótti líka vænt um það“, kallaði hann. „Mér var það til hughreystingar, og kann jeg yður því þakkir fyrir, að þér senduð mér blómin. Og sé yður auðið að fyrirgefa mér, þá bið eg yður,. og þá grátbæni eg yður, að gefa mór eitthvert merki þess. Grefið mér þá blómsveiginn, sem er þarna á borðinuL Ungfrú Lisly tók upp vasaklútinn sinn, þerraði augun, og tók blómsveiginn síðan upp úr glasinu. „Þau eru rennvot enn“, mælti hún svo, er Heid- enstein greip blómin. En hann sleppti þeim eigi. Sá hann nú og, er hann virti hana fyrir sér, að hann hafði eigi verið eini maðurinn, er ílla hafði legið á um tíma. Út úr andliti hennar mátti lesa langa sögu um sorg og söknuð. Flaug honum þá í hug blómsveigurinn, sem varð

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.