Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 2
■74 45.-45. kosinu „unionisti“, flokksmaður Chamber- lairís, með því að frjálslyndir menn og verkmannaflokkurinn höfðu sitt þing- mannsefnið hvor, svo að atkvæðin tvístr- uðust, þar sem að eins þarf meiri hluta atkvæða til lögmætrar kosningar. — 31. marz síðastl. voru ríkisskuldir Bretlands alls 705,723,875 pund sterling, og sýnist það ærin skuldasúpa, enda eyk- ur nú Búa-ófriðurinn þá upphæðina dag- lega.------ Frakkland. Mælt er, að heimsókn NicoJaj Rússakeisara hafi í haust kostað Frakka um 3 milj. franka, og er dýrt slíkum vinum að fagna; en á hinn bóg- inn á nú Loubet, forsætisráðherra hans og utanríkisráðherra, að sækja Bússakeisara heim i næstk. aprilmánuði, og verða þá fráleitt mjög slorlegar viðtökurnar. Þjóð- irnar borga! Þing Frakka tók til starfa 22. okt., og er þaðan enn fátt sögulegt; allar horf- ur á, að ráðanoytið Waldeck-liousseau fái enn setið að völdum um hrið, og er það nýjung hjá Frökkum, að ráðaneyti þeirra verði jafn langlíf. Ný skeð var frakkneska skáldið Laurent Tailhade dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar í Paris, af þvi hann hafði kvatt til þess, í anarkista-málgagninu „Libertaire“, að myrða alla konunga og rikjaforstjóra. I öndverðum októbermánuði gekk á- kafur stormur yfir borgina Calais. — Tollbúðin, járnbrautarstöðin o. fl. hús fuku um koll, en manntjón varð þó eigi, nema hvað einn maður meiddist. — — Spánn. Ymislegt þykir benda á, að Karlungar á Spáni muni bráðlega ætia sér að hefjast handa, því að Ðon Carlos, konungsefni þeirra, hefir í haust látið breiða út ýmsar áskoranir þess efnis í Barcelona, og víðar. Lika hefir það kom- izt upp, að laumað hefir verið inn i land- ið um 20 þúsundum rifla, og það í þau hóruð, þar sem Don Carlos hefir mest fyig1- 2. okt. var ákafur stormur, og vatns- flóð mikið, í héruðunum umhverfis borg- ina Barcelona. Skolaði vatnsflóðið burtu mörgum húsum, og kvikfjenaður drukn- aði viða. Nýskeð ætluðu „anarkistar“ að sprengja klaustur eitt i lopt upp í Barcelona, en tiltæki þeirra varð uppvíst svo snemma, að því varð afstýrt. Belgía. Ákafur stormur, og hagljel, gekk yfir Belgiu 6. okt. og olli þar all- miklu eignatjóni. ítalía. Á Norður-Ítalíu gjörðu vatns- flóð mikið tjón i öndverðum okt., og skipti skaðinn milj. króna. 11. okt. hættu allir bakarar störfum i Mílano FJorenz. o. fl. borgum, og er það verkfall almenningi all-bagalegt. Loksins hefir nú ný skeð tekizt að handsama ræningjann og morðingjann MusoJíno, sem lengi hefir verið álitinn óvinnandi. Á móti honum hafa opt- sinnis verið sendar hersveitir, auk þess er lögregluliðið hefir jafnan verið á hælum Þjóðviljixv. honum; en jafnan komst hann undan, enda er sagt, að almenningur hafi, sum- part af hræðslu, sumpart af hjátrú, eða þá af aðdáun, gert honum aðvart, er honum var háski búinn. En nú er þó björninn loks unninn, og er mælt, að hann hafi 19—20 morð á samvizkunni, auk óteljandi annara glæpa. 6. okt. síðastl. tókst lögreglumönnum í Rómaborg að handsama „anarkista“ einn, Natala Glavinovich að nafni, er kom- inn var frá Dalmatíu fyrir fáum dögum, i þeim erindagjrðöum, að myrða Leo páfa og Bampolla kardinála. — Hafði hann tví- vegis komizt inn í höll páfa, klæddur sem erlendur ferðamaður, en í hvorugt skiptið náð færi á páfa, eða kardínálan- um. Hafði hann á sór rakhníf, er hann hafði breitt í morðkuta, og ætlaði að vinna verkið með því morðtóli. Mælt er, að líflæknar páfa hafi harð- lega bannað, að láta Leo páfa fá nokkra vísbendingu um þetta, þar sem karlinn er orðinn svo ellihrumur, að lífið hjarir, sem á skari, og þykir því hætt við, að hann þoli eigi miklar geðshræringar. Austurríki. — Ungarn. Mjög hefir orðið tíðrætt um það í Austurríki og Ung- verjalandi, að stjórnmálamaðurinn Kol.o- man Tisza náði ekki kosningu við þing- kosningarnar á Ungverjalandi nú í haust. Koloman Tisza stofnaði frjálslynda flokk- inn á þingi Ungverja 1875, og var um langa hríð forsætisráðherra þar í iandi, einkar handgenginn Franz Jósep keisara, og ákafur stuðningsmaður þririkjasam- bandsins (Þýskalands, Austurrikis — Ung- verjalands og Italíu). Mátti um eitt skeið telja, að Bismarck, Tisza og Crispí væru þeir, er einir róðu öllu, að því er stór- pólitikina i Evrópu snerti. 27. sept siðastl brann þorpið Baliu i Galiziu til kaldra kola, og brunnu þar 340 hús. Annar stórbruni varð í borginni Malmon í s. m.; þar brunnu 3000 íbúð- arhús. — — Þýzkaland. 12. okt. siðastl. hóf- ust hátiðahöld mikil í Berlín í heiðurs skyni við Virchow gamla, nafnkunnan lækni, vísindamann og stjórnmálaskör- ung, er varð áttræður 13. okt. — Sóttu þau hátíðahöld læknar og vísindamenn úr fiestum rikjum Norðurálfunnar, og var mikið látið af þýðingu þeirri, er starf Virchox’s hefði haft fyrir visindin. — Sæmdi Vilhjálmur keisari hann stórri gullmedalíu, en 50 þús. rigsmarka var skotið saman, og lagt í sjóð, er við nafn Virchow’s er kenndur, og ætlaður vísind- um til eflingar. Hinrik XXII., fursti i smáríkinu Reuss á Þýzkalandi, virðist vera all-ein- kennilegur þjóðhötðingi í sumum háttum sínum, eptir þvi sem blöðum „socialista“ á Þýzkalandi segist frá. Hann hefir haft þann sið, að hann hefir náðað ýms stálp- uð börn og unglinga, er dæmd hafa verið til fangelsishegningar, fyrir einhverjar yfirsjónir, gegn því, að þau væru hýdd í viðurvist sinni, og stundum kvað furst- inn sjálfur hafa framkvæmt hýðinguna. Serbía. Ný skeð ætluðu þau kon- ungshjónin í Serbíu, Alexander og Draga, að taka sór ferð á hendur til Pétursborg- ar, í kynnisför til Rússakeisara og drottn- ingar hans, sem ekki er tiltökumál; en rétt áður en af stað skyldi lagt, sendi Rússa-drottning þau skeyti, að kringum- stæður gerðu það að verkum, að Draga drottingu myndi eigi veitt áheyrn hjá sér, þótt hún kæmi til Pétursborgar, og settust þá konungshjónin auðvitað aptur. Mælt er, að þessi ályktun keisarafrú- arinnar á Rússlandi stafi af því, að Draga drottning hafi haft á sér lauslætisorð, áð- ur en hún giptist AJexander konungi, hafi þá verið í kunningsskap við frakknesk- an liðsforingja, er hún hafi viljað telja trú um, að hún væri eigi kona einsöm- ul, til þess að fá hann til að giptast sér, en liðsforinginn hafi verið hyggnari, en Alexander kóngur, og ekki látið á sig leika. Svo gengur sagan! I Belopolje í gömlu Serbíu sló í bar- daga milli íbúanna og tyrkneskra her- manna í síðastl. sept., og fóllu 54 alls. Kína. Ekki er svo að heyra, sem þar só enn friðsamlegt. — Hatrið til allra Útlendinga engu minna, en áður stór- veldin skárust þar í leikinn. Úr fleiri hóruðum i Kína koma því fregnir um það, að ýmsar kristniboðsstöðvar hafi verið rændar, sums staðar kveikt í hús- unuin, og mannfall orðið nokkurt. — Mælt er, að Kinastjórn hafi þó sent her- lið, til að skakka róstur þessar. Nii er og mælt, að gamla ekkju- drottningin í Kína, sem þar ræður öllu enn, sem fyr, hafi í hótunum, að gera rikiserfingjann, er Pucliin nefnist, arf- lausan, og svipta hann öllu tilkalli til rikisins, af því að henni liki ekk lífern- ishættir hans, þyki hann of útsláttar- samur. — — Bandaríkin. Yerkfalli stálsmiða i Bandarikjunum er nú loks lokið, og hafði staðið i 6 vikur. — Er talið, að verk- fall þetta hafi alls kostað 30 milj. dollara. Yerkamenn i San Francisko, er starfa að hleðslu og affermingu skipa, hafa og gjört verkfall, og hafa orðið af nokkrar róstur, og fáeinir verið drepnir. I Dayton í Ohio-riki var ný skeð tekin föst kona ein, 47 ára að aldri, Witmer að nafni, er myrt hafði alls 14 manns á eitri. — Hún hafði gipzf 4 sinnum, myrt alla menn sína, 5 börn sín, systur sína, og 4 menn aðra. Af norðurfaranum Peary (frb. Píri) eru nú komnar þær fregnir, að hann komst til norðuroddans á Grænlandi, á 83. gr. 39. min. norðlægrar breiddar, og hélt svo á ís norður eptir, en varð að hverfa aptur á 83. gr. 50. mín., af því að ísinn var mjög ógreiður yfirferðar, og sums staðar autt á milli hafísjaka. Ritar hann frá Glrænlandi 4. apríl síðastl.: „Árið 1900 tókst mór að finna norð- urodda Glrænlands, sem er nyrzta land i heimi, er menn þekkja. Jeg hefi og athugað ýmislegt, er að hafísnum lýt-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.