Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Side 3
Þjóðviljinn.
175
XY, 44.-45.
ur, og mikla þýðingn hefir. Og þeg-
ar jeg nú lít til þess, að eg er tekinn
að eldast, og að bæði beinbrot, og
missir 7 táa, liefir fengið mikið á mig,
hygg eg, að eg geti verið ánægður
með árangurinn.
3?að eru nú liðin nálega 1000 ár, sið-
an Eiríkur rauði fann suðurodda Græn-
lands, og síðan hafa Norðmenn, Holl-
lendingar, Danir, Svíar, Englendingar,
Skotar og Norður-Ámeríkumenn fetað
sig lengra og lengra áfram norður á
bóginn, unz mór nú hefir auðnazt að
lypta að lokum þeirri hulins-blæju, er
hvílt hefir yfir norðurtakmörkum G-ræn-
lands.
Skyldi mér ekki lánast, að ná norður-
heimsskautinu i sumar, reyni eg apt-
ur að áriu.
Nú verður fróðlegt að vita, hvor hlut-
skarpari verður, Peary eða Sverdrup. —
Haití. Á eyjunni Haití hefur ný
skeð verið hafin uppreisn, til að steypa
Sam forseta úr völdum. — —
I Venezuela gekk uppreisnarmönn-
um fremur betur, en stjórnarhernum, er
síðast fréttist. —
Framför!
Þegar apturhaldsliðs-„erindsre’kinn“, hr.
Hannes Hafstein, kom úr siglingu sinni,
þá var ekkert uppi látið um nein svör
til hans af stjórnarinnar hendi, sem ekki
var heldur von, þar sem maðurinn fór
algerða erindisleysu, og fékk ekkert svar.
Það var því að eins fiaggað með
greininni í „Politikenu, er rangfærð var
á ýmsa vegu, og nfiikið veður gert úr.
En eptir það, er farið var að kryfja
grein þá til mergjar, og sýnt hafði verið
fram á, að á henni væri alls ekkert á-
kveðið að byggja, og sízt að því er skoð-
un stjórnarinnar snertir, þá fer hr. „er-
indsrekinnu að hugsa sig um betur.
Man hann þá glöggt(!) eptir því, að
nýja stjórnin ætli sór að gefa oss kost
á stjórn, er hér á landi só búsett, sbr.
2. nr. „Vestrau.
Hór er framfórin í blekkingunum
sýnileg!
En af þvi að hr. „erindsrekinnu hugs-
ar sér, að svo geti þó farið, að þetta
kunni að bregðast, eða sé má ske eitt-
hvað má'lum blandað(!), þá bætir hann
þvi þó við, að verði nú þetta ekki, þá
só það engu öðru, en „undirróðri og ó-
hreinlyndiu stjórnbótamannanna að
kenna(!)
Menn sjá af þessu, að það er ekkert
óslungin aðferð þetta, sem „erindsrekinnu
beitir.
Meiningin málsins er, að það þarf að
niða stjórnbótaflokkinn, hvernig sem svar
stjórnarinnar verður.
En gæti menn nú þess, að það er
einmitt stjörnbótajiokkurinn, er skorað hefir
á stjórnina — sbr. efri deildar ávarpið — ,
að láta uppi, hvort hún ekki sjái sór
fært, að sinna óskum þjóðarinnar um
innlenda stjórn, þá er liklega dálítið hæp-
ið, að margir verði prúaðir á þessar eða
því um líkar sögusagnir apturhalds-
liðsins.
-----OÖO^CXX—-----
Úr Norður-lsaijarðarsýslu er skrifað 6 nóv.:
„í f. m. heflr veiðzt talsvert af sild í Leirufirði,
og við Snæfjallaströnd innanverða heflr einnig
orðið vel vartvið hana nokkra undanfarna daga,
en annars staðar ekki að inun, og hefir því
smokkurinn verið aðal-heitan hjá almenningi
Nú er „Vestri“, nýja ísfirzka hlaðið, farið að
sýna sig. I ritstjórn þess blaðs er mælt; að
hluthafar hafi kosið: Jón Laxdál verzlunarstjóra,
Arna Svemsson kaupmann, og Kristján Jónsson
prentara: en allir vita, að menn þessir eru elM
einfærir um, að gefa út blað, og er því Hafstein
sjálfkjörinn þeim til hjálpar. Segja menn, að
Hafstein eigi í hlaðinu allar þær greinar, sem
liðugast eru ritaðar. en Laxdal það vit.......
Allur fjöldinn hér hefir megnasta ímigust á
þessum „Yestra“-ófögnuði, enda af mörgum
kallaður „Grettir II.“. Blað þetta mun því lit-
ið keypt hér, nema af fylgismönnum Hafstein’s
á ísafirði, og af einstöku mönnum öðrum, er
kaupa það — að eins af forvitni — margir i
félagi, til að heyra, hvernig þessum frelsispost-
ulumf!) tekst upp, að prédika fyrir lýðnum poli-
tisk ósannindi, og breiða út ýmislegt blekkinga-
ryk, til undirbúnings kosningunum11.
• Munar í kjötkatlana gömlu! Af
„Þjóðólfiu 8. nóv. síðastl. er svo að sjá,
sem Trygyva Gunnarssyni bankastjóra
þyki nú ekki minna mega nægja, en að
revísor Indriði Einarsson sé umsvifalaust
settur frá sýslan, af því að hann hefir
leyft sór, að láta í ljósi aðra skoðun í
bankamálinu, en Tryggvi.
En þvi miður(!) er nú gullöld íhalds-
240
.... „Leontína!“ æpti eg upp.
Ljósmyndin þokaðist svo burtu, og hvarf við fóta-
gaflinn á rúmi rnínu.
Nokkurum dögum síðar hvarf eg heim aptur til
foreldra minna, og áður en nokkur hafði minnzt einu
orði á Leontínu við mig, sagði eg frá sýn minni.
Sýnin hafði þá orðið sömu nótt, og sömu
kl. stund, sem barnið dó.
VIII.
Hr. Gfeorges Parent, sem er borgarstjóri í
Wíége-Faty skýrir svo frá:
Fyrir nokkrum árum var á heimili mínu gamall
kvennmaður, er Sophía nefndist.
Hún hafði alið upp móður mína, sjálfan mig, og
barnið mitt einnig að nokkuru leyti.
Nú var hún að öllu leyti hjá mór, og hafði sór það
til dægrastyttingar, að líta eptir hæsnunum, því að annað
átti hún örðugt með að starfa, af því aldur sótti á hana.
Jeg get ekki sagt, að jeg skoðaði Sophíu, sem móð-
ur mína, og ekki heldur, sem gamla konu, eða yfir höfuð,
sem kvennmann, heldur var hún í mínum augum blátt
áfram hún S o p h í a.
Jeg elskaði hana jafn hjartanlega, eins og á fyrstu
bernskuárum mínum.
Og að því er til Sophíu kemur, þá var eg hennar
allt í öllu.
Hún skoðaði mig í senn, bæðí sem guð sinn, og
sem eign sína.
En hverfum nú að sögunni sjálfri.
Jeg hafði verið í langferð, og var nú á heimleið.
229
umræðuefnið, sem hann er, enda hefur hann ekki einu
sinni úr i vasanum.
En nú kemur stúlka inn um dyrnar á skemmtihúsinu.
I vinstri hendinni heldur hún á vasaúri, en greiðu
og bursta í hinni hendinni.
„Er tíminn kominn, Lísh7?u spurði Heidenstein, er
hann sér hana koma inn.
„Jáu, svaraði hún, og stekkur hann þá upp.
„Nei, farðu nú fyrst úr frakkanum, og stattu kyrr
augnablik“, segir Lisly.
Hún greiðir honum svo hlæjandi, meðan hann sit-
ur snöggklæddur.
Hann lítur á hana, og brosir.
„Svonau, segir hún. „Nú geturðu sýnt þig með
mönnum“.
Hann fer í frakkann, lætur á sig hattinn, og ætlar burt,
En áður en hann fer, tekur hann hana í faðm sér
og kyssir hana í ákafa.
„Guð hjálpi mér, Lisly, ef jeg ekki nyti þín að!u
segir hann.
„En gleymdu nú ekki vasaúrinuu, segir hún, og
stingur því í vestisvasa hans.
Þá er hann nú til, og leggur svo á stað.
Hann ber úrið í gullfesti, og við festina hangir
ofur-lítið gull-hylki.
Ef gullhylki þetta væri opnað, myndu menn sjá
þar eitt ljósleitt kvennmannshár, haglega fléttað.
það var brúðkaups gjöfin, er Lisly gaf honum dag-
in, er hún varð konan hans.