Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 5
XY. 44.-45. Þ JOÐVILJIfíN. 177 því meðmæli sín, að „innri-missioninu í Dan- :mörku veitti sér fjárstyrk, til að ferðast hér um og prédika. Prestum þótti það óþarft, og svöruðu með ,svo látandi ályktun: „Fundurinn er fyrir sitt leyti því mótfallinn, að „innri-missionin“ fari að senda prédikara hingað, og getur því eigi sinnt þessari heiðni". Svar þetta kvað þó hafa orðið oand. Sig. urbirni hezti styrkur, með þvi að „innri-miss- ionin" hafi skoðað það, sem vott um guðleysi prestannci, og verið því enn fúsari, að styrkja hr. Sigurbjörn til kristniboðsfararinnar(!) Húsbruni. Aðfaranóttina 25. okt. brann i- búðarhús á Vestdalseyri í Norður-Múlasýslu. — Húsið var eign Olafs Isfeld’s, og varð engu bjargað, Próf i norrænni málfræði tók í haust við háskólann i Kaupmannahöfn Björn Bjarnason frá Viðfirði, sem ráðinn er yfirkennari við barna- skólann á ísafirði. Drukknnn. 3. nóv. fannst maður örendur í fiæðarmáJi í Reykjavík. Hann hét Quðmundur •Qíslason, ókvæntur maður, rúmlega þritugur, og mun hafa dottið fram af bryggjunni, að líkind- ■um nóttina fyrir. Boejarbruni. Seint i októbermán. síðastl kviknaði um nótt í bæjarhúsum að Kleifum í Oilsfirði, og brann þar búr og eldhús, bæjar- ,göng og skemma; en fólk bjargaðist út um .giugga, og fékk svo borgið baðstofunni, með því að veður var fagurt um nóttina. — Við ■eldsvoða þenna brann þó talsvert af eldivið, naatvælum o. fl., og hafa því bændurnir á Kleif- um: Eggert Jcmsson og Stefán Eyjólfsson, tengda- :Sonur Eggerts, orðið fyrir all-miklum skaða, þar sem hvorki bæjarnús nó lausafé var í elds- voðaábyrgð. Dánargjöf. Frú Arndís Fischer, ekkja Fisoh- ers sáluga stórkaupmanns, er andaðist i Kaup- mannaböfn siðastl. sumar hefir í arfleiðsluskrá sinni gefið 20 þús. króna, er leggjast eiga við „Gjafasjóð W. Fischers“, manns hennar sáluga. Sex kvennmenn í Khöfn njóta þó vaxta sjóðs- ins, á meðan þær lifa, tiltekins hluta hver þeirra. - -%-$<>,««— t Guöm. bóndi Þorsteinsson á Hesteyri. Fimtudaginn 3. okt. þ. á. andaðist að heimili sínu merkisbóndinn Guðmundur Þorstenisson á Hesteyri í ísafjarðarsýslu, 60 ára að aldri, fæddur að Marðareyri í Veiðileysuíirði 1. ágúst 1841. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi Jónsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir, og missti Gruðm. sál. fóður sinn, er hann var 4 ára; en móðir hans giptist nokkru síðar ekkjumanninum Sigurði Jónssyni frá Sléttu, og ólst Guðmundur upp hjá þeim að Marðareyri, unz hann var 15 ára, er hann flutti með þeim út að Hesteyri. Árið 1869, 19. sept., gekk Guðm. sál- að eiga ungfrú Bósu Gísladóttur, bónda Jónssonar í Stakkadal og konu hans Bjargar Árnadóttur, hreppstjóra Halldórs- sonar á Látrum og Ástu konu hans, dóttur sira Gruðm. prests Sigurðssonar, er drukknaði á leið til ísafjarðar (sbr. „þjóðvu. 1899). Með konu sinni, er nú lifir mann sinn, eignaðist Guðmundur 6 börn; dóu tvö þeirra í æsku, en fjögur eru á lífi: Guðbjart- ur, bóndi á Hesteyri, Anna, gipt Betúel borgara Betúelssyni í Höfn á Hornströnd- um, og Guðmundur og Bæring, báðir á Hesteyri, ókvæntir. Guðm. sál. lét sér mjög annt um upp- fræðslu barna sinna, og stóð jafnan fram- arlega í hvívetna, er að framfbrum laut; var hann einn hinna fyrstu í Sléttuhreppi, er hélt barnakennara á vetrum. Studdi hann og mjög lestrarfélag, er stofnað var í hreppnum, eins og hann lika var einn af stofnendum búnaðarfélags Sléttuhrepps, og sjálfkjörinn í stjórn þess. Sýndi hann í þeím félagsskap, sem í öðru, að hann var framfaramaður, og gæddur meiri at- orku og þrautsegju, en almennt gjörist. Algirti hann tún ábýlis síns á 4 árum, og sté að þvi leyti feti framar, en sam- tíðarmenn hans í búnaðarfélaginu, að hann lét vinna að túnasléttu með plóg og heríi. En jafnframt því er Guðmundur sál. var mesti eljumaður á landi, þá var og hugsun hans og ' starfsþol engu siður bundið við sjóinn, þar sem hann stund- aði sjómennsku, með lagni og heppni, frá unga aldri, unz heilsulasleiki hans neyddi hann til þess, að hætta formennsku 2 ár- um fyrir andlátið. Guðm. sálugi hafði ýms störf á hendi i þarfir sveitafélags síns, svo sem í hrepp- stjórn o. fl., og þótti leysa þau störf af hendi með stakri samvizkusemi og ósér- plægni, enda þótti hann jafnan sjálfkjör- inn, er dugandi manni þurfti á að skipa. Heimili þeirra hjóna var jafnan mesta fyrirmyndar og merkis heimili, orðlagt fyrir rausn og gestrisni, enda voru þau hjónin samtaka í því, að gera garðinn frægan. 238 VI. Bernadine var gömul vinnukona, sem ekki liafði hugmynd um, hvað andatrú er, og var yfir höfuð mjög þekkingarsnauð. En gott þótti henni í staupinu, og lék sá grunur á, að hún gerði stundum of mikið að því, að fá sér neð- an í þvi. Eitt kvöldið fór hún ofan í kjallara, til þess að sækja þangað öl, en kom svo brátt upp aptur, föl og titrandi, með könnuna tóma í hendinni. Fólkið þyrptist kringum hana, og mælti: „Hvað er að þér, Bernadíne?“ „Jeg sá rétt 1 þessu dóttur mína, sem er í Amer- íku“, svaraði hún. „Hún var hvítklædd, og virtist vera veik, og mælti: Yertu sæl, mamma“. „Hvaða vitleysa! Hvernig ættirðu að hafa sóð dótt- ur þína, sem nú er í New York?“ var henni svarað. jeg sá hana! Jeg heyrði hana tala! Hvað á þetta að þýða? Hún er sjálfsagt dáin!“ En heimafólkið hugsaði með sór, að nú hefði Bern- adine gamla víst fengið sér vel mikið í staupinu. Gamla konan hólt þó áfram að bera sig ílla, enda fréttist með fyrsta pósti, er kom eptir atburð þenna, að dóttir hennar væri dáin. Hún hafði dáið á sömu stund og degi, er móð- ir hennar sá hana, og kannaðist við málróm hennar. VII. Hr. Binet, prentari í Soissons, hefir skýrt frá sýn þeirri, er hér fer á eptir. 231 og bjó í matsöluhúsi á Gregorsvegi, skammt frá „Aca- demie de France“. Jeg hafði þá verk eitt á prjónunum, sem eg þurfti að ljúka við, áður en eg hyrfi heim aptur til Frakklands, og átti því all-annrikt. Og af þvi að móðir min vildi ekki gera mér ónæði, var hún optast ein á gangi í borginni, en hitti mig svo um hádegisbilið i „Villa Medicis“, og snæddum við þá morgunverð saman. Út af þessum vana sínum brá hún þó einn daginn, og kom þá til mín kl. 8 að morgni. Henni var þá sýnilega meira, en minna brugðið, svo að eg gekk á hana, að segja mér, hvað um væri að vera. Sagði hún mér þá, að er hún var að klæða sig þá um morguninn, hefði hún allt i einu séð systurson sinn, Renó Kraemer að nafni, standa þar við hlið sér, horfa á sig stundarkorn, og heyrzt hann segja siðan hlæjandi: „Svo er, sem þér sýnist, að jeg er dauður!“ Sýn þessi gerð'i móður mína svo óttaslegna, að hún flýtti sér til mín, eins og hún gat. Talaði eg þá um fyrir henni, eins og mór var auð- ið, og vók svo þegar umræðunni að öðru. Eptir þetta ferðuðumst við dálítið í Italíu, og kom- um svo til Parísar 14 dögum eptir það, er atburður sá gjörðist, er að framan er getið. Fróttum við þá, að Renó, frændi minn, hefði látizt 12. júní 1896, i Moskvagötunni nr. 31., þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann var fjórtán ára að aldri, er hann andaðist. En það var að þakka verki þvi, er eg hafði lokið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.