Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Qupperneq 6
178 Þjóðviljinn. XV, 45.-45. Einn af sveitungum Guðm. sáluga lýsir honum á þessa leið: rGuðnmndur sálugi var í hærra meðallagi, þrekinn og knálegur á velli, höfðinglegur i sjón, og góðmannlegur, svo að vel mátti heimfæra upp á hann þessi orð skáldsins: „þéttur á velli, þéttur í lund, þolgóður á rauna- stund“, enda bar hann sina þungu og löngu sjúkdómslegu með einstöku þreki, si-glaður og skemmtmn, sem hann átti vanda til, enda var hann trúmaður mik- ill, og treysti guðs forsjá11. Yfir höfuð var Guðmundur bóndi Þorsteinsson sómi stéttar sinnar i hvívetna, vinfastur og trygglundaður. Isfirðingar eiga því góðum og mætum manni á bak að sjá við fráfall hans. Úr Ðýrafirði er skrifað 31. okt.: „i’ullyrt er, að skarlatssótt sé farin að gjöra vart við sig á. Ingjaldssandi, á Sæbóli og í Hrauni, og er vonandi, að takast megi að varna útbreiðslu bennar. Annars er héðan tíðindalítið; mest talað um ýmsar jarðabyltingar, er verða eiga á næstk. vori. Gisli Oddsson fer frá Lækjarósi að eign- arjörð sinni Björgum í Arnarfirði, rétt hjá Loð- kinnhömrum, en selur Eyjólfi skipstjóra Bjarna- syni á Þórustöðum i Onundarfirði hús sitt að Lækjarósi fyrir 30CX) kr., og tekur Eyjólfur Lækjarósinn. — Mælt er og, að Arníinnur bóndi Jónsson flytji frá Ytri-Lambadal að Innri- Lambadafnum, en Kristján bóndi Kristjánsson, er þar býr, færist að Ketilseyri. Nú er bankabygg orðið á 28 kr. tn. 1 Þing- eyrarverzlun, og fleiri vörur hækkaðar þar í verði i októbermánuði. Frá ísafirði fréttist nú ekkert, og þykir nú á sjá, að „Þjóðv.“ hefir haft bústaðaskipti. ísa- fjörður hefir nú sett ofan, sem vita mátti; en má ske „íslands bezti fulltrúinn" setji þar nú á laggirnar stórpolitiskt sigurhróssblað, sem „triumpherar“, með „Þjóðólfi11, yfir stjórnarskrár- Jórsalaförinni“(!) Kveikt í húsi. — 12 manna líf í voða. — Brennumaðurinn horfinn. Ur Suður- Múlasýslu berast þær fregnir, að maður nokkur, búandi að Reykjum í Mjóafirði, Jón Guðjónsson að nafni, hafi ný skeð gert tilraun til þess, að kveikja í íbúð- arhúsi, er hann á í Mjóafirði, innarlega i firðinum. Hús þetta, er eigi stendur á ábýlis- jörð hans, hafði Jón þessi vátryggt, og leigt það til íbúðar, og voru alls 12 menn í húsinu. Nótt eina, er fólk var komið í svefn í húsinu, vaknaði það svo við brölt nokkurt á þekjunni, og var það þá hús- eigandinn, er brölt hafði þar upp, borað gat á húsþakið, og komið þar inn eldi. — Auk þess hafði hann og borað göt á húshliðirnar hér og hvar, og stungið þar í tuskum, er vættar voru í steinoJíu. Jafn framt hafði og hespa verið sett fyrir húsdyrnar að utanverðu. Engu að síður mistókst þó brennslu- tilraun þessi, sem betur fór, með því að stúlka ein vaknaði við brunalyktina, og vakti fólkið, og tókst þá að slökkva, enda hafði rignt um nóttina, og mun það hafa hjálpað nokkuð. Yar síðan hafin réttarrannsókn, og bárust þá mjög böndin að Jóni Guðjóns- syni, en áður en hann yrði handsamað- ur, hvarf hann, og hefir ekkert til hans spurzt. Ætla sumir, að hann hafi drekkt sér, en aðrir, að hann hafi komið sér i skip, er lá þar á firðinum, og fór til útlanda um það leyti, og er enn allt í óvissu um þetta. Á hinn bóginn náðist bréf, er Jón hafði ritað Guðm. nokkrum Arnasyni í Norðfirði, og þótti bera vott um, að Guð- mundur hefði unnið að glæp þessum með honum. Brá sýslumaður Axel Tulinius því þegar við, fékk strandbátinn „Hólar“ til að skjóta sér í Jand á Norðfirði, og^ hólt próf yfir Guðmundi. Meðgekk Guðm. þá, að hann hefði verið, með Jóni, að verki þessu, og kvað' þá báða hafa ölvaða verið. Ekki lét Guðmundur svo, sem það hafi verið tilætlun þeirra Jóns, að brenna fólkið inni, heldur kvað hann þá hafa ætlað sór, að gera því aðvart, er vel væri kviknað í húsinu, láta sem þeir hefðu þá séð logann heiman að, frá bæn- um íteykjum. Tilætlunin var, að ná á þenna hátt i fó það, er húsið var vátryggt fyrir, og hefur Guðmundur að líkindum þá átt að fá sinn part af því, eða þó að minnsta kosti riflega þóknun fyrir aðstoðina. Innbrotsþjófnaður. — Brenna. í síð- astl. októbermán. var um nótt brotizt inn í skemmu á Þorgrímsstöðum i Breiðdal í Suður-Múlasýslu, og stolið 539 kr. í pen- ingum, er bóndinn átti geymdar þar i kistu einni; en síðan var kveikt í skemm- unni, og brann liún til kaldra kola, á- sarnt all-miklu af matvælum, fatnaði og húsgögnum, er þar var geymt. — Skemm- an var áföst við baðstofuna, að eins tré- göng á milli, og sváfu í baðstofu 9 manns; en til allrar hamingju vaknaði 232 við í Bómaborg, meðan móðir mín var þar, að jeg gat nákvæmlega munað daginn, og jafn vel klukkustundina, er áðurnefndur fyrirburður varð. Og einmitt þann sama daginn, kringum kl. 6 um morguninn, tók frændi minn litli helstríðið, og hafði þá legið nokkra daga á undan í lífhimnubólgu. Kl. 12 um daginn gaf hann upp öndina, og hafði áður marg-spurt eptir Berthu, frænku sinni, er var móðir mín. Þess skal getið, að enda þótt við hefðum fengið fj'ölda brófa frá París, þá hafði þó ekkert þeirra getið veikinda frænda míns með einu orði. Kunnugir vissu, að móður minni þótti svo vænt um dreng þenna, að hún heíði fráleitt beðið boðanna, en farið heim tafarlaust, hefði hún vitað, að eitthvað gekk að honum. En við höfðum ekki einu sinni fengið hraðskeyti um fráfall hans. Að lokum skal því við bætt, að þegar klukkan er 6 að morgni i París, þá eru Rómaborgarklukkurnar 7, og veldur því lengdarmismunurinn. Og það var einmitt um það leyti, er móðir mín sá sýnina. II. Danskur læknir, er Yogler nefnist, og heima á í fludum, sem er skammt frá A1 aborg, hefir skýrt frá atviki því, er hór verður frá skýrt. Á stúdentsárum sínum, er hann var við læknis- fræðisnám, ferðaðist hann einu sinni á Þýzkalandi, með Schimmelmann greifa. 237 Hún hefir sagt frá fyrirburði þeim, er hór fer á eptir. Þegar hún var ung, átti hún heima í Englandi, þótt eigi væri hún af enskum ættum, og trúlofaðist þar ungum manni, er liún var 16 ára, og var unnusti henn- ar liðsforingi í indverska hernum. Vordag einn stóð hún, og hallaðist upp að glugg- svölunum í húsi föður síns, í hafnarbæ þeim á Englandi, er þau áttu heima í. Hún var að hugsa um unnusta sinn, sem vænta mátti. Sór hún þá allt i einu, að hann stendur niðri í blómgarðinum, gagnvart henni, en er fólur og máttleys- islegur. . Engu að síður þykir henni þó mjög vænt um þetta, kallar: „Harry! Harry!“, og hleypur í skyndi ofan stigann. Yar hún svo ekki sein á sór, að opna hurðina, og býst við að sjá unnusta sinn, en sór þar þá — engan! Gengur hún þá ofan í blómgarðinn, og rannsakar í krók og kring stað þann, er hún sá hann. Hún skyggndist bak við trjárunnana, og gætir hví- vetna sem vandlegast að, en sér — engan. Ættíngjar hennar gengu á eptir henni, reyndu að hughreysta hana, og færa henni heim sanninn um þa^i að þetta væri ímjmdun; en stúlkan segir aptur ogaptur: „Jeg sá hann, jeg sá hann!“, og vill ekki huggast. Nokkuru síðar frétti hún, að unnusti hennar hefði sýkzt hastarlega á hafi úti, og dáið á sömu stund og degi, er hún sá hann í blómgarðinum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.