Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Blaðsíða 2
182 Þjóðviljinn. XV, 46. boð þráttað, þá hlýtur það annað hvort að vera af því,' að vér, þegar til kemur, teljum það stjórnarfyrirkomulag oss of- vaxið, eða þá, að oss er farið sem Sturl- ungum og Haukdælum, á síðustu og verstu tímurn þjóðveldisins, að beztu menn vorir geta ekki unnt hvorir öðrum þeirra valda, er við það hlytu að koma í hendur landsmanna. En þá ættum vér sannarlega ekki betra skilið, en að vera undirlægjur annara, eins og hingað til; og þá verður það Hka skiljanlegt, þótt sá flokkur sé all-fjölmennur hér á landi, sem helzt vill halda öllu í sama horfinu, með stjórnarfar vort, hvort sem hann hefir einurð til að koma i þeim búningi fram í dagsljósið, eða hann tekur á sig eitthvert heimastjórnar- og þjóðfrelsis- gerfið. Nýtt blað er byrjað að koma út á Isafirði, er „Ve3triu nefnist, gefið út af hlutafélagi á Isafirði. Um stjórn þess félags er almenningi lítt kunnugt, nema hvað heyrzt hefur, að hún væri í hönd- um sýslumanns, og einhverra kaupmanna þar. Blað þetta telur sig eindregið „heimastjórnarblað“; en nokkuð likt fer það af stað,' eins og „Grettir44 heitinn forðum, með töluverðum persónulegum ónotum til þeirra, er það telur andstæð- inga sína. Það er annars mjög leiðin- legt, að blaðamenn vorir skuli telja það vænlegast, fyrir þrif blaða sinna, að hníga sem mestu saman í þau, af per- sónulegum áreitingum og getsökum; það lítur út fyrir, að þeir ætli, að lesendum þeirra muni falla sú blaðamennska bezt. Því er og miður, að mörgum þykja þær ritsmíðar beztar á bragðið. Stjórnmálaflokkum vorum ætti vissu- lega að þykja það meir áriðandi fyrir málstað sinn, og þjóðina, að ræða og rita um málið með stillingu og rökum, og gjöra þannig málstað sinn sem Ijósastan, heldur en að láta rnest lenda við persónu- legar áreitingar. Stjórnbótamálinu er nú þannig kornið, að það riður lífið á því fyrir þjóðina, að geta gjört sér sem ljós- asta grein fyrir ágreiningsatriðunum, milli hinna politisku flokka, fyrir kosn- ingarnar í vor, og það er helg skylda blaðanna, að hjálpa lesendum sinum til þess, eptir mætti. Þeim, sem er veru- lega annt um, að vér komumst upp úr því foræði, sem öll stjórn vor, innanlands og utan, hefur verið í um all-mörg ár, og að alþingi fái meira að segja um lög- gjöf og landstjórn, en hingað til, liggur það iniklu nær, að berjast fyrir þeirri stjórnarbót, með öllum heiðarlegum vopn- um, heldur en að ganga í grafgötur um það, hver muni verða ráðherra Islands; slik rekistefna vekur óneitanlega þann ljóta grun, að þae sé fremur vegur og völd einstakra manna, en velferð þjóðar- innar, er vaki fyrir þjóðmálagörpunum sumutn hverjum. Hvort ráðherrann heit- ir Pétur eða Páll skiptir litlu, á móti því að réttindi þjóðarinnar verði svo tryggð, gagnvart hinni nýju stjórn, í hvers hönd- urn sem hún verður, að þeim ónytjungs- skap, gjörræði og hlutdrægni linni, sem nú eru aðal-einkennin á dansk-íslenzku skrifstofustjórn inni. Tíminn til aukaþingskosninganna i vor verður prófsteinn á þjóðina. Yerði beitt jafn svívirðilegum ráðum við kjós- endur, sem sums staðar var gjört við síð- ustu kosningar, þá er ekki við öðru að búast, en fleiri eða færri hneyxliskosn- ingunum. Þetta ættu allir góðir menn að athuga í tíma, og reyna að koma i veg fyrir slíkt með þvi, að gjöra hver í sínu byggðarlagi kjósendum skiljanlegt, hversu áriðandi það sé, fyrir heill lands og þjóðar, að þeir láti ekki í kosning- unum leiðast af hinum og þessum kvik- sögum, eða rógi vondra inanna, heldur að eins af því, er þeir, eptir nákvæma athugun, telja þjóðinni heillavænlegast. Kýja g-ullnsímu hafa menn fundið í landar- eign Frakka í Guíana, í grennd vir Cayenne, og þykir þar enn meiri gullvonin, en í Clondyke og í Yukon-héraðinu. Mælt er, að loptslag sé þar einnig all-þægi- legt, og mk því gera ráð fyrir, að þangað streymi nú fjöldi fólks. Hestar ineð stráhatta. Talsverða eptirtekt vakti það í Kaupmannahöfn síðastl. sumar, er ölgerðarfélagið ,,Gamle Carlsberg" lét hesta sína einn daginn ga.nga með stráhatta um borgar- strætin, til að hlifa þeim gegn sólarhitanum. Hattarnir voru festir svo á hestana, að eyr- un stóðu út úr. Fréttaþráð hafa Bandamenn þegar áformað’ að leggja milli Bandaríkja og Filippseyja. Nýr skipasknrður. Auðmannafélag eitt í Belgíu hefir ný skeð beiðzt leyfis Rússastjórnar, til að grafa skipaskurð milli Svartahafsin s og Baltiska vatnsins. Kostnaðurinn áœtlaður um 140 milj. rúbla. Maður sá. er fyrstur greip Czólgosz morð- ingja, og jarðvarpaði honum, er hann veitti Mc- Kinley forseta banatilræðið, heitir Jim Parker, og er þjónn í einu veitingahúsinu í Buffalo. Hann er svertingi, og heljarmenni að burðum. Kafn Jim Parker’s komst þegar á hvers manns varir, og tók hann þá það ráðs, til þess að hafa eítthvað upp úr þessari óvæntu f'rægð sinni, að hanu klippti fötin, er hann hafði 1 verið, í ótai pjötlur, og seldi svo hverja þeirra háu verðii j fékk t. d. 20 dollara fyrir einn hnapp, og þar fram eptir götunum. Fráfallið í apturhaldsliðinu byrjarl Sýslumaður Kl. Jónsson tjáir sig stjórnbótinni fylgjandi! Á leiðarþingi, er þingmenn Eyfirð- inga héldu að Akureyri 15. okt. síðastl., lýsti Klemenz Jónsson sýslumaður því yfir, að svo framarlega sem stjórnin eigi vildi sinna frekari stjórnbótakröfum, en farið væri fram á í frv. stjórnbótaflokks- ins, er samþykkt var á siðasta alþingi, þá vildi hann samþykhja frv. bóreytt, í trausti til þess, að takast kynni, að fá frekari stjórnarumbætur síðar. Þessi yfirlýsing hr. Kl. Jbnssonar er í fyllsta samræmi við stefnuskrá stjórn- bótaflokksins, er einmitt vill fara svo langt, sem frekast er auðið að fá. Allir sannir stjórnbótavinir munu því kunna hr. Kl. Jbnssyni þakkir fyrir, að hann hefir nú loks brotizt undan farginu, og heitið stjórnbótinni fylgi sínu. Og þar sem ýmsir apturhaldsliða hafa þrásinnis bendlað stjórnbótaflokkinn við ýmis konar varmennsku, og jafn vel við landráð, þá er það oss stjórnbótamönnun- um auðvitað mikið gleðiefni, að einn af forkólfum apturhaldsliðsins tjáir sig nú kominn á þá skoðun, að réttast sé, að samþykkja sjálft landráðafrumvarpið(H) óbreytt, ef stjórnin eigi bjóði betri kosti. Það sýnir ljóslega, að allt landráða- hjalið(!) hefir þá fráleitt getað verið svo alvarlega meint, sem látið var í veðri vaka. -----coO^OC«------ Óveitt prestakall. Lundur 1 Borgarfjarðar- prófastsdæmi (Lundar- og Fitja-sóknir). Yeitist frá fardögum 1902. IJmsóknarfrestur til árs- loka. Brauðið er metið 865 kr. 39 a., en á því hvíla tvö lán, nefnil. eptirstöðvar af láni tii húsabóta, er upprnnalega var 1000 kr., tekið 1891, er afborgast á 20 árum, og lán til jarða- bóta, tekið 1899, að upphæð 400 kr.. sem vera skyldi afhorgunarlaust í 5 ár, en afborgast síðan á 15 árum. Kaþólskur spítali. Kaþólska trústofnunin í Landakoti liefir nú ákveðið, að reisa spítala í Reykjavík á sumri komanda. Húsið á að vei-a tviloptað, 60 al. á lengd, en 15 al. á breidd, og hafa rúm fyrir 40 sjúkiinga. Spítali þessi verður því mun gerðariegri, en landsspítalinn, sem þjarkað var um á síðasta alþingi, en ekki fékkst þá fjárveiting til. Fólkstalið í Reykjavik. Við inanntalið 1. nóv. síðastl. reyndist fólkstalan í höfuðstaðnum 6700; en þar sem „Hólar“ voru þá ókomnir með 300—400 Reykvíkinga, mun líklega réttast að telja, að Reykjavík hafi nú 7 þús. íbúa, og hefir því fjölgað vel 10 árin síðustu, með því að 1890 var íhúatalan að eins 3611, en f byrjun liðnu aldarinnar, árið 1801, að eins 307. —•t-'Sywfti— Stjórnarskrárdeilan. - Hin blöðin. i. „ Uppr eist gey n alþingiu. Svo nefuir „Fjallk.“ utanför sýsluuianns H. Hafstein, og vekur athygli á því, hvar lenda myndi, ef það yrði reglan, að minni hlutinn sendi óðara mann á fund ráð- herrans, til þess að reyna að vinna hann til þess, að virða gjörðir alþingis að vett- ugi, ef minni hlutanum mislíkaði þær. Slika aðferð telur „Fjallk.“ vera lít- ilsvirðingu á þinginu, og í raun og veru uppreisn gegn löggjafarvaldinu sjálfu. Greinin endar með þeim ummælum, að þeir, sem unnið hafi að þeirri uppreisn, er hafin var gegn alþingi sjálfu síðastl. sutnar, œttu álls eigi að eiga apturkvoemt á þing. Munu eigi all-margir kjósandanna hugsa eitthvað svipað? II. „Qrœning jarnirAmtm. Páll Briem hefir ritað all-ýtarlega í „Norður- landi“ um stjórnarskrármálið, og getur [æss þar, auk annars, að sú tilhögun, er 10-manna-frumvarpið fer fram á, að hafa ráðherra búsettan i Reykjavík, en um- boðsmann hans í Kaupmannahöfn, hafi vakað fyrir ýmsum þingmönnum 1885,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.