Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Blaðsíða 3
XV. 46. Þ jóðviljinn. 183 áður en stjórnarskrárbaráttan var hafin, en menn hafi þá þegar horHS frá henni, af þvi að þeir öttuðust, að umhoðsmaðurinn í Khöfn yrði þá í framkvœrndinni aðal- maðurinn, er þin'gið hefði engin persónideg áhrif á. „ísafo)d“ getur þessa 16. nóv., og seg- ir urn leið: ní?að þurfti græningja í stjórnarskrármálinu, til þess að koma upp með aðra eins fjarstæðu nú, slíka sem þá vestfirzku sýsiumennina í sumar. Það eru nýgræðingar á þingi, sem halda, að þeir þurfi ekki annað, en að koma upp með eitthvað, sem þeir halda vera nýtt, til þess að verða miklir menn“. Blaðið gefur og jafn framt í skyn, að þeir mágar, vesíirzku sýslumennirnir, muni ef til vill meira að segja hafa ver- ið ginntir út á þessa glapstigu — af út- lendu valdi, skrifstofuvaldsþjónunum i K aupm an nahöf n. III. Fat askipti ný. Svo er að sjá, sem apturhaldsliðið sé nú annars fallið frá 10- manna-frumvarps-heimskunni sinni. Siglingin hafði þau áhrifin á aptur- haldsliðs-„erindsrekann“, hr. Hannes Haf- stein, að hann sa á þessu fóstri sinu mis- snriðin, og lézt þá eigi halda þvi til etreitu. En „ein heimskan býður annari heim“. Nú er svo á „Þjóðólfi“ að sjá, sem stefnuskrá þeirra fólaganna só orðin sú, að hafa ráðherra í Beykjavík, og alla dönskn ráðherrana, sem umhoðsmenn lians, eða einhvern þeirra af handahófi, sinn í hvert skiptið(!), til að bera málin fram í rikisráði Dana, sem áður voru „landráð“, að því er þeir sögðu. En hvað verður þá um áhrif þings á stjórnina? Ekki minnkar þá ábyrgðarleysið. Og svo eru þeir ósvífnir, að vilja telja mönnum trú um, að þetta sé „heima- stjórn“, sem er enn þá meira aflagi, en ástandið, sem nú er. Von er vist, að „erindsrekinn“ sé drjúgur, að hafa fengið flokksmenn sína til að gína við þvilíkri „flugu“(!) Hver verða nú afreksverkin næst? Hver verður þá „heimastjórnar“-stefnan ? Lögþing Færeyinga getur haldið 50 ára afmæli sitt að ári (1902), og ætla Færeyingar að minnast þess með hátíðahaldi, því að enda þótt lögþingið hafi að eins ráðgefandi atkvæði, þá rofaði þó fyrst ögn í lopti hjá þessari litlu frændþjóð vorri, er lögþingið var stofnað. Blaðið „Föringatíðindi“ telur þó, að Færeyingar muni ekki gefa hátíðahaldi þessu svo almennan gaum, sem ætla mætti, með því að þingið hafi yfir höfuð verið fremur framkvæmdalítið, og eigi farið svo að vilja þjóðarinnar, sem skyldi, enda hafi Færeyingar ekki vandað kosning- ar til lögþingsins, sem þurftjhetði, og eigi því sjálfir nokkra sök í. Við manntal, er fram fór í Fær- eyjum 1. febr. síðastl., töldust eyjarskeggj- ar alls 15230, og hefir því mannfjölgun- in þar á eyjunum numið 2275 á síðustu 10 árum. Kvennfólk er þar, sein víðar, nokkru fleira, en karlar (7853 kv.k., en 7377 karl.k.). -------------- Mannalát. 9. nóv. síðastl. and- aðist í Roykjavik Björn P. Hjaltested járnsmiður, fullra 70 ára að aldri, fæddur að Helgavatni í Yatnsdal 4 maí 1831. Foreldrar hans voru Pétur Einarsson Hjaltested og kona hans Guðríður Magn- úsdöttur, er var sonardóttir Arna biskups Þórarinssonar, og bjuggu þau hjón að Helgavatni. Björn heitinn lærði járnsmíði hjá dbrm. Bjarna Brynjólfssyni á Kjar- ansstöðum, og síðan hjá Teiti dýralækni Finnbogasyni i Reykjavik. Settist Björn sál. síðan að i Reykja- vik, og stundaði þá atvinnu af mikilli atorku til elliára. — Arið 1858 kvæntist hann Guðríði Eíríksdóttur, Hjartarsonar á Rauðará, og varð þeim hjónum 5 barna auðið; dóu tvö þeirra í æsku, en 3 eru á lifi: Pétur, cand philos. i Reykjavík, kvæntur Soffiu, dóttur Óla heitins Finsen póstmeistara, Bjarni, stud. theol. í Kaup- mannahöfn, og Sigríður, gipt adjunkt Pálma Pálssyni í Reykjavík; en uppeldis- sonur þeirra hjóna er Eiríkur Bjarnason, járnsmiður i Reykjavík. Björn sálugi Hjaltested var jafnan mjög mikils metinn í Reykjavík, og viðar, er menn höfðu kynni af honum, enda var hann meðhjálpari í Reykjavík í 25 ár samfleytt, átti þátt í stofnun sparisjóðs Reykjavíkur o. fl. Hann var maður hygginn og stilltur, og starfsmaður mesti Síðustu ár æfi sinnar var hann mjög farinn að heilsu, og þurfti hjúkrunar, sem barn, enda stundaði kona hans hann þá með stökustu nærgætni og umönnun 244 „Hvað gengur á?“ kallaði móðir mín, og var utan við sig af hræðslu. „Heyrðirðu höggið, sem barið var i höfðastokkinn ?“ Faðir minn, sem vaknað hatði við sama hávaðann, en eigi vildi láta á því bera, að hann væri hræddur, svaraði henni engu, en stóð upp, kveikti á lampanum, og leit á úrið. „Heyrðu“, mælti hann svo, „það er grunur minn, já, jeg er viss um það, að vesalings Fautrac er dauður, því hann sagði jafnan, að hann skyldi gera mór aðvart, er hann væri dáinn“. I dögun daginn eptir fór faðir minn svo til Grran- ville, og er hann kom til sjúkrahússins, beiddi hann um leyfi -- þótt snemma dags væri -- að mega líta inn til sjúklingsins Fautrac. Honum var þá svarað, að hann hefði dáið kl. 2 þá uni nóttina, og var það einmitt um sama leyti, er faðir tninn hafði vaknað svo fljótlega. Jeg hefi sagt sögu þessa mörgum sinnuin, og hafa menn þá yppt að mér öxlum, eða álitið mig hjátrúar- fullan. Annars hefi eg líka sjálfur sagt við foreldra mína: „það hefir auðvitað verið tilviljun, að þetta bar svona saman, martröð, eða hver veit hvað?“ En faðir minn hefir jafnan haft sama svarið: „Nei, mig dreymdi það ekki, og móðir þína heldur ekki“. Þetta er þvi óhrekjandi atburður, og væri mikils um vert, að skýrðir yrðu þess konar fyrirburðir. 241 Það var nótt, og jeg var einn í vagninum. Allt i einu heyri eg þá, að kallað er á mig með nafni, í lágum rómi, og var röddin rótt hjá mér. Að vörmu spori stöðvaði eg þá hestinn, og spratt út úr vagninum, en sá engan. Hugsaði eg þá, að þetta hefði að eins verið ímynd- un, og stó aptur upp í vagninn, en heyri þá i sömu svipan, að nafn mitt er nefnt aptur, og kom nú röddin innan úr vagninum, og var svo skerandi, sem kallað væri um hjálp. Þekkti eg þá, að þetta var röddin hennar Sophíu minnar, vesalingsins. En inni í vagninum gat hún eigi verið, enda vissi eg, að hún hafði verið veik í nokkra daga. Settist eg þvi aptur inn í vagninn, þótt hræddur væri. En naumast var eg seztur þar, er eg heyri, að kallað er á mig í þriðja skipti. Og nú var rödd hennar eins blíð, eins og þegar hún var að svæfa mig, sem barn. Jeg get ekki lýst því, hvað þetta fékk á mig, og enn i dag verð eg jafn vel utan við mig, er eg minnist á það. Skammt þaðan, er þetta gerðist, sá eg ljóstýru í veitingahúsi einu, skrapp þar inn, og teiknaði þenna óvanalega fyrirburð í vasabókina inína. Eptir nokkra. kl. tima komst eg svo loks heim til min. Hið fyrsta, sem eg heyrði, var, að gamla Sophía mín, vesalingurinn, væri þá rótt nýlega dáin, eptir hór um bil kl. tíma dauðastríð.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.