Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.11.1901, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.11.1901, Síða 2
186 Þjóðyiljinn . XV 47. Ifellirinn. Hvort vakir þú, andi hins útlæga manns, sem áður frá byggðum var hrakinn? Hvort stendurðu’ á verði við hauskúpu hans, sem hvilir hér skinin og nakin? Hve hljótt, og hve dimmt, og hve hráslagakalt er hér, undir eldsteyptum dröngum. Þó finnst mér, sem andvarpað heyri eg hljótt í hellisins hvelfingargöngum. Eg fálma mig áfram. — Mér finnst líkast því, sem frost gegnum æðar mér streymi; mér finnst líka alls staðar umhverfis mig sé eitthvað svo kynlegt á sveimi. Eg veit þú ert sál, eða svipur, en þó eg sízt vil mér undan þér forða. Eg bið þig að koma. og birtast mér hér, eg bið þig að taka ti) orða. Eg veit, að þú geymir hans leyndasta iíf — og iærdómsríkt væri að kanna hans hrellingar, vonir og hatnr og þrá, og huga til guðs og til manna. Þótt farið sé víða, svo fáir sem hann nú finnast í byggðunum öllum; því eigi að fræðast um útlagans kjör, er einmitt að leita á fjöllum. Því bið eg þig, andi, kom fram á minn fund, svo færi mér gefist að skilja þitt líf, og þitt eðli, þitt umliðna starf, já, allt það, sem myrkrin nú dylja. Já, láttu mig skilja þig, skilja þig vel, og skýr mér þín leyndustu fræði, því eg ætla síðar að syngja þau fram í sveitum, í dálitlu kvæði. „Þey, þey; eg er sálin. En hafðu’ ekki hátt, því háreysti allt er bér bannað. En bón þína get eg ei gert, því er ver; við gætum ei skilið hvort annað. Því fyrst verður sál þín að samþýðast mér. — En sérðu’ ekki djúpið hið auða, og myrka og breiða, sem milli vor gín, sem milli hins lifanda’ og dauða. jjei — þú verður áður að aðhafast það, sem æru og sóma þig sneiðir, og fær þinúm ástvinum bugstríðs og harms, og hamingjuvon þeirra deyðir. Og þú verður áður að heyra það hróp frá hópnum sem móti þér stígur, og sjá þar frá sérhverju auga þá ör, sem eitruð í gegnum þig smýgur. Og þú verður.áður að þola hvern hlekk, þótt þrengi’ hann að beini og skinni, og læra að kyssa með hógværð og hægð þær hendur, sem loka þig inni Og þú verður áður að þekkja hann rétt, sem þykist þér „kenna" og „fræða“, og talar um helvíti, sorgbitna sál, og samvizkubit þitt að græða. Þú verður að þekkja það allt, já allt, unz að þér svo biturt það þrengir, að bamstola mölvar þú hlekk hvern um þvert, og hurðirnar lokuðu sprengir. Og þá muntu fælast hinn fegursta dag, og formæla sólinni björtu, og grafa þig sjálfan. og allt sem þú átt í undirdjúpsmyrkrunum svörtu. Og þá muntu sjá, hversu sárt þetta er, er sækist þú eptir að kanna: að heyja að ending sitt andlátsstrið í útskúfun guðs og inanna —“. G. M. --- Kafli-framleiðslan í heiminum hefir síðustu fimm árin numið að meðaltali 1728 milj. punda árlega, en næstu 5 árin á undan var ársupp- skeran að eins 1290 milj. punda að meðaltali. I Brazilíu var uppskeran síðustu fimm árin 1136 milj. punda árlega að meðaltali, en að eins 768 milj. punda á ári á fimm ára tímabilinu þar á undan. Þessi mik)a kaffi-aukning síðustu fimm árin stafar einkum af því, að stór landsvæði í hér- aðinu San Paolo hafa verið tekin til kaffi-rækt- unar. Stór seglskip. 1 borginni Rouen á Frakk- landi var ný skeð smíðuð fimm-möstruð skonn- orta, sem er S þús. smálestir á stærð, og félag eitt í Mambory er um þessar mundir að láta smíða sér seglskip í G-eestemunde, er verður 8200 smálestir. í góðu skyni. Meistara Eiríki Magn- ússyni, Cambridge — er virðist vera hjartagóður maður — hefir auðsjáanlega runnið til rifja, hve afar-vandræðalega íhaldsmenn vorir eru staddir í stjórnar- skrármálinu, og vekur því máls á því í „Þjóðólfi“ 15. nóv. síðastl., hvort eigi myndi tiltækilegt, að lögleiða hé.r svipað fyrirkomulag, sem í Normannaeyjum Breta, að landshöfðingi staðfesti lög al- þingis, og gildi þau i þrjú ár, en hafi konungur, eða ríkisráð hans, eigi staðfest þau innan þess tíma, séu þau þegar úr gildi fallin(!) En enda þótt tillaga þessi hafi — frá apourhaldsliðsins sjónarmiði — þann aug- ljósa kostinn, að aðal-lagastaðfestingar- valdið yrði þá í höndum manna, er hvorki bæru ábyrgð gegn alþingi, né þingið hefði persónuleg áhrif á, þá er svo að heyra, sem hún fái þó eigi svo góðan byr lijá íhaldsmönnum vorum, sem vænta hefði mátt. Mætti gizka á, að þeim þætti þriggja ára fresturinn helzt til langur, vilji held- ur láta „einhvern“(!) dönsku ráðherranna geta stútað lögunum strax. ,Komst upp um strákinn Turna1. 21. okt. síðastl. hafði stjórnin enn eigi lokið yfir- vegunum sínum, eða komið sér á fasta stefnu í stjórnarskrármálinu. Þetta ent orð sjál/s Islandsráðherrans á ríkisþingi Dana, sem eigi verða ve/engd. En í öndverðum sept., — 5— 6 vik- um fyr — þykist þó „erindsrekinn“ hafa fengið ákveðin svör, að því er snertir stefnu stjórnarinnar i máli þessu(!!) Nú sjá menn, hvað satt er í því. Sannleikurinn er, að pikurinn fékk alls engin svör -— fór algerða erindis- leysu. Allar sögusagnir apturhaldsliðsins eru tómur skáldskapur. .... Krítað liðugt, bæði utan lands og innan. ----ooogooo------ Nokkur orð um „alþýðumenntun hér á landi“. Eriiili flutt að tilMntnn kennararélagsins í Reykiavík 20. apríl 1901 eptir Einar Hjörleifsson. Á síðustu tímum hefir verið ritað all- mikið um „alþýðumennt,un“ hér á landi; nú seinast í „Þjóðólfi“, „eptir kennara“, góðar og fróðlegar greinir, og svo ekki sízt i „Eldingunni“, þótt þar sé sagt frá alþýðuskólum í Danmörku. Af öllum þessum ritgjörðum má mikið læra, hverj- um þeim sem nennir að lesa þær. Þetta „erindi“, eða fyrirlestur, hr. Hjörleifssonar er mjög skipulega samið, og einkar fróðlegt, og á því einna fremst- an stað í öllu því, sem um þetta efni hefir verið ritað. Það er fullt af aðfinn- ingum og athugunum, sem eru dagsanna, og aldrei hafa sézt fyrri á prenti. Það er enginn velgjörningur að hrósa manni fyrir það, sem maður á ekki hrós skilið, eins og það er rangt, að hrósa manni að óverðskulduðu. En jafn vel þó að fyrir- lesturinn megi heita ágætur í heild sinni, þá er hann ekki það betri, en önnur mannaverk, að ekki megi gera neinar atbugasemdir við hann. Og þótt hann minni skorinort á marga annmarka, sem rétt er að þegja ekki yfir, þá virðist, sem hann fari fyrir ofan garð og neðan; hann er í stuttu máli hreinn og beinn „Ideal- ismus“, hugmyndasmíði, sem mannlegt ímyndunarafl ekkert fær við ráðið. Fyrst og fremst er hvergi tekið fram, hvað „menntun“ só, eða í hverju þessi „mennt- un“ só innifalin. Samkvæmt allri fram- setningunni virðist einungis átt við bók- lega menntun, og þetta er nú orðið svo marg-tuggið upp fyrir okkur, að við erum orðnir leiðir á þvi. Svo er ekki nærri nóg tekið fram, hversu áríðandi barna- Uppeldið só, og má hór fara um það nokkrum orðum, og segja, að allt barna- uppeldi só að langmestu leyti undir for- eldrunum og heimilunum komið, þvi hvernig á barnið að verða „alminlegur“ maður, ef foreldrarnir láta það ganga, eins og villudýr, hafa fyrir því allt illt, drykkjuskap og rifrildi? Siðlegt fram- ferði er sú bezta kennsla, sem eitt barn getur fengið, og sú kennsla verður ekki lærð í neinum „kennaraskóla“. Enhversu ljósa hugmynd hafa menn hér (og í því, sem öðru, erum vór engin undantekning frá öðrum þjóðum) um, hversu áríðandi sé, að úr börnunum verði „alminlegir“, dugandi menn? Um einstök heimili er ekki unnt að tala, en minna má á eitt atriði, sem öllum er kunnugt. Hér má hver ógipt kvennsnipt eiga eins marga krakka og hún vill, óátalið; feðurnir finn- ast ekki, eða strjúka, og svo kemur allur hópurinn á sveitina; nærri má geta, hvern- ig fer urn þessi börn; svo þó barnsfaðir finnist, þá er hann látinn gefa með barn- inu — sex krónur á mánuði! Það á að fæða og klæða barnið í heilan mánuð fyrir sex krónur! Árangurinn er öllum kunnur; úr þessum „niðursetningum“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.