Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Page 4
16 Þjóðyil jin.n. XYI, 5.-6. Ólafsdals-skólinn. Jeg hefi tvisvar farið þess á leit við amtsráð Vestur-amtsins, að það keypti af mér Ólafsdal, með tilheyrandi jörðum og húsum, og tæki að sór skólann í Ólafs- dal að öllu leyti. Amtsráðið hefir að vísu synjað þessari málaleitan í hvorttveggja sinn, og ályktaði í síðara skiptið, að skólinn verði að ieggjast niður vorið 1902, þar eð ráðið „með engu móii sjái sér fœrt, að leggja svo þunga byrði á amtið, sem því vœri samfara, að kaupa skólannu. Þetta sagði ráðið á fundinum 17. júní í fyrra, og sýndist málið þar með útkljáð. En siðan hafa þau atvik komið fýrir, sem amtsráðið bjóst ekki við, og sem valda því, að málið verður tekið til í- hugunar á ný. Það hafa kornið áskoranir til amt- manns úr 3 eða 4 sýslum amtsins, um það, að skólinn verði keyptur, og honum haldið áfram. Svo hefir alþingi boðið í'rara 10,000 kr. styrk til kaupanna, og síðan lagt skólanum vanalegan ársstyrk í fjárlögunum um næstu 2 ár. Á öllu þessu má sjá, að margir Vestfirðingar vilja halda skólanum áfram, og að al- þingi álítur óráð, að leggja hann niður. Svo mikið óráð virðist þinginu niður- lagning skólans vera, að það teiur sér skylt, að hlutast til um málið, þó að engin beiðni liggi fyrir frá amtsráðinu. Af framan rituðum ástæðum befir amt- maður nú ákveðið, að málið skyldi leggj- ast fyrir amtsráðið á ný, en ræðast fyrst á sýslufundum. — Út af ályktu n amtsráðsins hafa spunn- izt nokkrar umræður í blöðunum, og hefi jeg engan þátt tekið í þeim til þessa. Jeg vil nú þakka öllum þeirn, sem talað hafa máli Ólafsdals-skólans, og um leið leyfa mór að fara nokkrum orðum um málið, áður en Vestfirðingar útkljá það til fulls. — Til skamms tíma hafa margirímynd- að sér, eins og amtsráðið, að kostnaður- inn af skólakaupum, og skólahaldi fram- vegis, verði afar- mikill, enda áttu menn þá ekki von á neinum styrk til kaup- anna. Þar að auki hafa víst fæstir at- hugað það, að skólinn verður ekki lagður niður kostnaðarlaust. A greinum Guðjóns alþingismanns, (sjá „ísafold“), hafa menn nú séð, að niðurlagning skólans kostar einnig pen- inga. — Menn munu þó telja það sjálfsagt, að kostnaðarsamara verði að kaupa skólann, og halda honum áfram, en að leggja hann niður. — Menn munu ekki ímynda sér, að hvort- tveggja geti orðið jafn dýrt. En menn kunna að spyrja sem svo: 1, Er ekki tilvinnandi að leggja eitthvað dálítið á sig, til þess að skólinn geti lifað og starfað? 2, Verður það óbœrilegur kostnaður, að halda skólanum áfram? Um fyrri spurninguna skal jeg ekki fjöl- yrða. Ástæður amtsráðsins fyrir niður- lagning skólans gefa ekki tilefni til þess. — Að eins vil jeg minna á það, að margir gætnir menn og greindir hafa fullyrt það, að búnaðarskólarnir hafa gert mikið gagn — og Ólafsdalsskólinn hefir ekki verið tekinn undan, -- og enginn hefir reynt að sýna fram á hið gagnstæða. — Menn hafa líka almennt kannazt við það, að skólarnir mundu gjöra meira gagn, ef meiri rækt væri lögð við þá. — Og jeg man ekki eptir, að nokkur mað- ur hafi reynt að sanna, að ekki væri til- vinnandi, að kosta nokkru fó til búnað- arskólanna. — Jeg skal því sniía, mér að síðari spurn- ingunni, og að eins líta á þann kostnað- arauka, sem Ólafsdalskaupin mundu baka amtinu, þegar tillit er tekið til styrksins, sem þingið býður, og þess kostnaðar, sem því miður verður að leggjast á amtið, ef skólinn leggst niður. Það er orðið hevrum kunnugt, að jeg skuida amtinu 17,450 kr. Þetta fje hefi jeg orðið að leggja til ýmsra bygginga í Ólafsdal, sem skólanum voru órnissandi, ásamt mörgum þúsundum króna að auki. Allir, sem til þekkja, vita lika, að jeg get ekki látið annað upp í þessar skuld- ir, en það, sem veðsett er fyrir þeim, nfl. Ólafsdal, með öllutn byggingum, Og Belgsdal. Kunnugir munu hafa einnig talið víst, að amtinu mundi verða svo lítið úr þessum eignum, ef að skólinn leggðist niður, að amtið hlyti að borga talsvert fé um langan tíma upp í fyr nefndar skuldir. Jarðir og byggingar eru, því miður, ekki útgengileg vara á Vest- urlandi um þessar mundir. — Ef amts- ráðið tæki lán, með þeim kjörum, að borga 6% í vexti og afborgun í 28 ár, 18 „Hr. Heiwald var svo lítillátur, að spjalla fram og aptur við póstdjóninn, og heyrði eg þá, er eg gekk þar fram og aptur, að póstþjónninn sagði: „Ja, í dag höfum við dýran póstflutning meðferðis, 20 þúsundir króna í peningum, og verður það örðugt fyrir vesalings hestana, að bera tuttugu þunga poka yfir sandinnu. Heyrði eg þá enn fremur, að hr. Heiwald sagði: í tunglbirtunni, sem nú er, er ekki nema gainan, að stiga út úr vagninum, og ganga gegnum skóginn. Meira heyrði eg eigi af samræðu þeirra, og rótt á eptir ók póstvagninn af stað. Daginn eptir frétti eg um óhappið, og lét þá sækja vesalings Grottlieb, svo að hann nyti betri aðhjúkrunar, því að hann hafði verið fluttur til Beutlingen. Ræningjarnir höfðu skaðskemmt svo á honum höfuðið, að það liðu nokkrar vikur, áður en hann kæmi t.il sjálfs sín. Skal eg nú segja yður, hvað hann sagði mór síðar, og hvað eg frétti annars staðar að. Póstvagninn komst tafarlaust til veitingahússins „Stjarnan“. Póstþjónninn fór með hr. Heiwald inn í gestastof- una, þvi hann vildi lofa. hestunum ögn að mása, af því vegurinn var sendinn og slæmur. í gestastofunni hittu þeir hr. Karl af Heiwald, er var að tala við hr. Grawald; en svo heitir vinur minn, gestgjafirin i „StjörnunnU. Heiwald þingmaður, og póstþjóuninn, settust hjá hinum, meðan er þeir drukku glas af öli, og röbbuðu dálítið. ■27 Morguninn eptir sótti veitingamaðurinn í „Stjörn- unniu, hr. Grawald, unga manninn til Beutlingen á vagni sínum, svo sem hann hafði óskað. Hann hafði látið allt ofan i koffortin sín, kvaddi Heiwald þingmann í snatri, settist svo í vagninn, og beiddi veitingamanninn að aka til járnbrautarstöðvanna, en koma við í Gromberg á leiðinni. Það hafði rignt mjög um nóttina, svo að eigi var vagnfært þá leið, og hr. Grawald stakk því upp á því, að aka með hann að stígnum, sem gengur út úr þjóð- veginum, milli Beutlingen og „Stjörnunnar“, og gengur til Gromberg, gegnum „Þjófabæliðu, sem svo er nefnt. Kvaðst hr. Grawald þá mundu bíða hans þar, með- an hann gengi til Gromberg, og er það tæpur mílufjórð- ungur vegar. Hr. Scharnau fóllst á þetta. Hann fór því út úr vagninum við stíg þann, er fyr var nefndur, og þar beið hr. Grawald hans í 4 kl.tíma. Loks tók hoDum að leiðast biðin, og hugði þá, að hr. Scharnau hefði gengið beina leið til „Stjörnunnaru; en eigi hafði hann þangað komið. Hr. Grawald ók þá aptnr að stígnum, ásamt verk- manni sínum, skildi hann eptir hjá vagninum, en gekk sjálfur til Grombergs, og var honum sagt þar, að mað- urinn hefði komið þar fyrir 4 kl.tímum, en farið strax þaðan aptur sömu leið, af því að hr. Heiwald hefði eigi verið heima, og Ida hefði eigi viljað veita honum viðtal. Og síðan hefir ekkert spurzt til hr. Scharnau’s, né I

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.