Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Blaðsíða 3
XVI, 6.-7. Þ.JÓÐVILJINN. 23 eigi aptrað því lengnr, að þessi frægi vÍ8Índamaður fái maklega viðurkenningu. Enskt hlutafélag heíir nú keypt veit- ingastaðinn „Hotel d’ Angleterreu, helzta veitingahúsið í Kaupmannahöfn, fyrir 2,700,000 kr. f 16. nóv. síðastl. andaðist prófessor Th. Stein, einn af helztu myndhöggvur- um Dana, 72 ára að aldri; en 11. des. síðastl. andaðist Ferd. Ekman, stórkaup- maður, 52 ára að aldri. — Hann var einn af stjórnendum prívatbankans o. fh, og talinn einn af merkari kaupmönnum í höfuðborginni. — — — Svíþjóð og Noregur. — Verð- laun úr Nobelssjóði. Ákafur bylur gekk yfir allan suðurhluta Noregs um jólin, og voru snjókynstrin svo mikil, að snjórinn varð 3 álnir á dýpt. Járnbraut- ir tepptust, og umferð öll mátti heita stöðvuð i 3—4 daga. 29. des. kviknaði í verksmiðju einni í Jönköbing í Svíþjóð, og var skaðinn metinn 1 lj„ milj. króna. 22. nóv. síðastl. kviknaði einnig í verksmiðjuhúsi í Stobkhólmi, og olli sá bruni 1 milj. króna skaða. Verðlaununum tír Nobelssjóði hefir nú verið úthlutað í fyrsta skipti af nefnd- um þeim, er til þess eru settar í Kristj- aníu og í Stokkhólmi. — I Kristjaníu voru verðlaunum sæmdir: Ðunant, læknir í Svissaralandi, og Fritírik Passy í París, 104 þús. franka hvor, fýrir starfsemi þeirra, til að draga úr styrjalda-bölinu. Hinn fyrr nefndi, sem er fæddur í Genf 1828, og jafnan hefir verið efnalít- ill, er stofnandi félagsins „rauði kross- inn“, sem hjúkrar sárum mönnum í ó- friði, og mjög mikið gott hefir afrekað; en hinn síðar nefndi stofnaði 1876 félag, er starfar að því, að jafna ágreinings- málefni þjóðanna með gerðardómi, og hefir það félag einnig náð mikilli alls- herjar þýðingu. I Stokkhólmi voru verðlaunum sæmd- ir: jRöntgen, er fann X-geislana, Holl- endingurinn van Hoff, heimsfrægur efna- fræðingur, prófessor Behring, er fann upp barnaveikis-„serum“, og frakkneska ljóð- skáldið Suily Prudhomme. Hlaut thver þessara ijögra manna 200 þtis. franka að verðlaunum. — — — Finnland. Kússakeisari hefir nú skipað svo fyrir, að veita skuli rússnesk- um mönnum æðstu embættin á Finnlandi, er eigi sé völ á vel hæfum innlendum mönnum, sem að líkindum þykir sjaldan verða úr þessu. Margir Pinnlendingar hafa og vorið em- bættum sviptir, blaða-útgáfa hept o. s. frv. Bretland. Nú er fastákveðið, að krýning Jáitvarðar konungs, og Alexöndru drottningar hans, skuli hátíðlega fram fara 26. júní næstk. Járnbrautarslys varð ný skeð í Liw- erpool, kviknaði í járnbrautarlest, er fór gegnum jarðgöng, og biðu 6 menn bana. I þorpinu Ness á eyjunni Lewís, sem er ein af Hebrída-eyjunum, lenti 28. des. síðastl. í hörðu milli þorpsbúa og lög- reglumanna, og urðu lögreglumenn að flýja eyjuna, af því að eyjarskeggjar létu grjóthríðina á þeim dypja. Pengu marg- ir lögreglumanna slæm sár. Mælt er, að uppþot þetta hafi risið af trúardeilum. Ensk ungfrú, Hobhouse að nafni, er hafði kynnt sér meðferð Breta á konum og börnum Búa, sem í þeirra umsjá eru í Suður-Afríku, hefir ritað ýmsar greinar í ensk blöð, og lýsir meðferðinni mjög óglæsilega, enda hefir margt af þessum aumingjum dáið, sakir ílls aðbúnaðar. — Hafa greinar þessar vakið mjög mikla eptirtekt á Bretlandi, og verið fátt um varnir af stjórnarinnar hálfu. Ungfrú Hobhouse ætlaði síðan að bregða sér apt- ur til Suður-Afriku, en þá létu þeir Kitchener hershöfðingi og Milner land- stjóri taka hana fasta, og flytja burt, og hefir hún nú höfðað mál gegn þeim fýr- ir það tiltæki. Stjórnin hefir nú einnig heitið, að bæta úr ýmsu, sem ábótavant hafi verið, og hafa greinar ungfrú Hobhouse því eigi orðið árangurslausar. — — Frakkland. 22. des. var í París afhjúpað líkneski Baudin’s þingmanns, er féll í götubardaga í París i des. 1851, er Napoleon III. braust til valda. — Hélt Loubet forseti sjálfur aðal-hátíðaræðuna, og lofaði mjög Baudin, er látið hefði líf sitt fyrir lýðveldið, er Napoleon hefði rof- ið eið sinn svívirðilega, og kollvarpað lýðveldinu, sem hann hafði svarið að vernda. Aboti einn, Paul Guerin að nafni, hefir ný skeð orðið uppvís að því, að 40 veg ástæðulaus —, þá væri bróðir hans alls eigi við glæpi riðinn. Kváðu þeir hann lengi hafa verið mikils metinn viðskiptamann sinn. — Hann hefði opt fengið hjá þeim ýmis konar landbúnaðarverkfæri, og jafnan borgað skil- víslega, þótt eigi hefði hann jafnan borgað þegar i stað. Seinast hefði hann komið riðandi frá Gromberg í fyrradag, og borgað þá um 1000 kr., er eptir stóðu. „Hann borgaði þetta með 200 króna seðlum“, mælti hr. Wolfgang Mliller enn fremur, „i nýjum, fallegum seðlum, er liggja enn þarna í peningakassanumu. „Þér getið þá má ske gert mér þann greiðau, mælti hr. Steinert, „að láta mig fá seðlana þessa, í stað 1000 kr. seðils, því að mér veitir annars örðugt, að fá seðlinum skipt hér í héraðinu“. „Velkomið!u mælti hr. Miiller, „en nafnið yðar verð- ið þér þá að rita aptan á seðilinn, því það er regla, sem eg fylgi jafnan, þegar um stóra seðla er að ræða, enda sjáið þér, að hr. Heiwald hefir ritað nafn sitt aptan á seðlana þessa, og get eg sett nafn mitt þar undir, til frekari tryggingaru. Hann ritaði nú nafn sitt á seðlana, en Steinert sitt nafn aptan á 1000 kr. seðilinn. Steinert var nii ánægður með það, hvernig verzl- ,unin ha-fði gengið í Weidenhagen, og brá sér síðan til stórbýla tveggja þar í grenndinni. Var honum þar einnig vel tekið; keypt á öðrum staðnum korn, eptir sýnishorni, en vín og vindlar á hinum. Þar heyrði hann einnig minnzt á Heiwaldsbræður, 29 sem í alla staði er ágætt, mega í raun og veru kallast aukatekjur. Hvernig ætti nú að falla grunur á slíkan mann? Það getur engum til hugar komið, nema þeim, sem ókunnugur er“. „En jeg er nú Hka ókunnugur“, mælti hr. Steinert, til að draga ögn úr ákafa hans, „og megið þér því eng- an veginn hneixlast á því, sem eg sagði. En jeg fæ eigi séð, að þetta nýja morð varpi nokkr- um grun á Heiwald þingmann, eða bróður hans, eptir því sem yður sagðist fráu. „Eru það mín orð?u mælti hr. Brun. „Eg hefi ekkert um það sagt, og hefi engan grunaðan. En það þykir mér þó dálítið kynlegt, að hr. Heiwald skyldi fara út í skóg kl. 10 8/4 , þar sem hann átti von á hr. Scharn- au kl. 11. Hann hafði byssuna á baki sér, og stóra veiðihníf- inn sinn með sér, og kom ekki heim aptur til Gromberg, fyr en kl. 3. Kynlegt er það lika, að jafn harðan er Heiwald þingmaður hafði borgað hr. Scharnau peningana, lét hann leggja á hestinn sinn, og reið af stað. Menn sáu, að hann reið inn í skóginn, sem hann ætlaði til Gromberg, en þangað kom hann þó ekki, og ekki kom hann til Beutlingen, fyr en kl. 4. Undarlegt er þetta, segi eg, þótt engan hafi eg grunaðan. Jeg vil ekkert tala af mér“. „Gagnvart mér hafið þér í því tilliti ekkert að ótt- astu, mælti hr. Steinert, „þar sem eg hefi gefið yður þagmælskuloforð. Hvað mig snertir, getur mér líka staðið það svo

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.