Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Blaðsíða 4
24
Þjóðvilj in*\ .
XYI, 6.-7.
hafa á síðustu 12 árum svikið út úr ýms-
um, og með ýmsu móti, um 4 milj.
frauka. — Mælt, að hann hafi alls gjörzt
8 þús. sinnuin sekur í svikum.
Kennara við latínuskóla einn, Hervey
að nafni, var ný skeð vikið frá emhætti,
af því að hann þótti hafa farið óvirðu-
legum orðum um herinn við lærisveina
sína. Út af þessu var gjörð fyrirspurn
á þingi, og varð meiri hluti þingmanna
á stjórnarinnar bandi, að slíkt mætti eng-
um kennara líðast. — — —
Þýzkaland. Stjórn Þjóðverjalands
hefir ný skeð, í samráði við Rússastjórn,
sent áskorun til stórveldanna um það,
að grípa nú í sameiningu til öflugra ráða
gegn „anarkistum“.
Ernst Ludvig, stórhertogi í Hessen,
hefir nú skilið við Vidoríu konu sina,
dóttur Alfreds heitins hertoga í Koburgj
þau kvæntust 1894, og_ var hún þá að
eins 17 ára, og hafa þau eignazt eina
dóttur, er Elizabeth heitir, sem nú er 6
ára. Kvisazt hefir, að Vidoría hertoga-
frú hafi fellt ástarhug til annars manns,
og hafi það valdið sundurlyndi þeirra
hjóna.
Járnbrautarslys varð í Westfálen í
des., og létust 9 menn, en ýmsir meidd-
ust. —
A ríkisþingi Þjóðverja fórust einum
þingmanni ný skeð svo orð um Chavn-
berlain, nýlenduráðherra Breta, útafBúa-
ófriðinum, að hann væri „samvizkulaus-
asti þorparinn á guðs grænni jörð“, og
gaf forseti þingmanninum áminningu
fyrir, að nota slík móðgunaryrði um ráð-
herra vinaþjóðar.
Það prakkarastrik hefir verið framið
í borginni Kiel, að kvennfólk, er gengið
hefir um göturnar, hefir eigi fyr vitað af,
en rekinn hefir verið í það hnífur; eitt,
kvöldið voru 19 kvennmenn stungnir, og
særðar meira eða minna, og sama kom
fyrir fleiri kvöld. — Sökudólgur var ó-
náður, er síðast fréttist, en nafnlaust bréf
hafði lögreglunni borizt, þar sem þorpari
þessi skýrir frá því, að hann bregði sór
úr borginni um hríð, og geri því hló á
í svip. Bróf þetta ætla menn, að sé frá
læknisfræðisnema einum; en ósannað var
allt, er siðast fróttist.-—
Austurríki-Ungverjaland.
Jarðskjálftar miklir voru i Kroatíu (Agr-
am) 19. des. siðastl.
í Buda-Pesth, höfuðborg Ungverja-
lands, var atvinnuleysi, og gengu þar
einn daginn 5 þús. atvinnuleysiugja i
hóp um göturnar, brutu glugga, rændu
í búðum o. s. frv. Lögregluliðið reyndi
að tvistra hópnum, og hlutu þá ýmsir
sár og meiðsli.
I Vín hefir ný skeð myndazt félag,
er ætlar að reyna að sporna við hólm-
göngum, sem teknar eru að tíðkast um
of, bæði i Austurriki og á Þýzkalandi.
Grikkland. Stúdentaóspektirnar í
Aþenuborg, er getið var i siðasta nr.
blaðsins, hafa leitt til þess, að ráðaneytið
Theotokis hefir sagt af sór, og heitir nýi
ráðaneytisforsetinn Zaimis. — — —
Svissaraland. Forseti lýðveldis-
ins er, sem kunnugt er, að eins kosinn
til oins árs, og heitir sá Zemp, er kosinn
hefir verið fyrir árið 1902, og er úr
flokki íhaldsmanna, en varaforsetinn,
Thurgau að nafni, er úr liði framsókn-
armanna. — — —
Bolgaraland. Þar eru ráðherra-
skipti nýlega um garð gengin, Karawelow
farinn frá, en Danew tekinn við stjórn.
Rússland. Þar gerðist ný skeð sá
hroðalegi atburður, að 14 ára gömul
stelpa, Olga Bogdanow að nafni, brá sór
í hús, sem hún var kunnug í, til þess
að stela þar skrautklæðnaði, er jafnöldrur
hennar áttu, með því að hún vissi, að
hiisráðendur voru ekki heima. En er
hún kom til hússins, hitti hún svo á, að
yngsta dóttir hjónanna, Anna að nafni,
5 ára gömul, var þar ein heima. Olga
varð þvi hrædd um, að hún kynni að
segja frá tiltæki sínu, og reyndi því fyrst
að kyrkja hana, en er það tókst eigi sem
greiðlegast, skvetti hún utan um hana
steinolíu, og kveikti í. Brann telpan
þar til bana, með harmkvælum miklum,
og rakst móðir hennar að eins á brennda
beinahrúgu á gólfinu, er hún kom heim,
og varð svo mikið um, að hún hné þeg-
ar i ómegin.
G-runur fóll þegar á Olgu, enda hitt-
ist svo á, er lögregluþjónninn kom heim
til hennar, að hún sat þar uppbúin, í
stolnu fötunum, með spegilinn í hend-
inni, og gekkst hún þegar við glæpnum.
Olga hafði verið alin upp við ósið-
semi og fátækt, og var sjálf löngu kom-
in út í ósiðsemi, þótt eigi væri hún eldri.
30
hjartanlega á sama, hvort það er Heiwald, eða guð veit
hver, sem hefir skorið hr. Scharnau á háls, sé hann þá
ekki bráðlifandi enn, og komi aptur einn góðan veður-
dag. Annað eins hefir nú heyrzt.
En um það hefi eg þó fræðzt af frásögu yðar, að
áhættulaust er, að eiga verzlunarviðskipti við þá Heiw-
aldsbræður, eins og hag þeirra nú er komið, því að verzl-
unarfélagið W. Oldecott & Co. tapar ekki á þvi.
En hvaðan þeir hafa peningana, kemur ekki mér
við — eða sýr.ist yður eigi, sem mér?“
Hr. Brun þótti þessi verzlunar-heimspeki að vísu
nokkuð einkennileg, en hirti þó eigi að mótmæla henni.
Honum þótti vænt um, að hr. Steinert kvaðst mundu
gista þar um nóttina, ekki af því, að hann þyrði eigi að
ferðast á næturþeli, enda myndi hann eigi geta komizt
hjá því, þar sem hann hefði nauman tíma, heldurafþví,
að hann ætlaði að haga ferðalagi sínu á nokkuð annan
hátt, en sór fyrst hefði hugkvæmzt.
Kvaðst hann nu mundu halda fyrst til Weidenbag-
en, og til ýmsra stórbýla þar í grenndinni, en hverfa
svo aptur til veitingahúss hr. Brun’s, til að vitja bréfa,
er sér kynnu að berast.
Annað kvöld kl. 6 kvaðst hann svo mundu halda
til Beutlingen.
II. Ver z 1 unar f u 111r ú im.
Morguninn eptir ók hr. Cornelius Steinert með
póstvagninum til Weidenhagen, og hafði með sér nokk-
uð af ýmis konar vöru-sýnishornum.
Áður en hann lagði af stað gaf hr. Brun honum
39
Yantaði minnst á, að hann teldi það stakasta veg-
lyndi af Oldecott & Co, að láta hr. Júlíus Kilían
S m i d t fá eitthvað af vörum þessum, gegn 6 mánaða
víxli.
í stuttu máli, hr. Smidt varð að kaupa, hvort sem
honum var það ljúft eða leitt.
Svipað fór fyrir báðum hinum kaupmönnunum, hr.
C. M. Beuster og Wolfgang Miiller & Co.
Hr. Beuster pantaði, eptir sýnishorni, talsvert af
fræi, er hr. Steinert kvaðst ábyrgjast, að gefa myndi á-
gæta uppskeru, þótt jarðvegur væri ófrjór.
Wolfgang Muller pantaði á hinn bóginn all-mikið
af búnaðarverkfærum, eptir teikningum, er hr. Steinert
skýrði rækilega fyrir bonum.
Alls staðar kom hr. Steinert svo máli sínu, að talið
leiddist að Ileiwaldsbræðrum, og var hvívetna sama við-
kvæðið, sem hjá Brun og hr. Hildebrand.
Öllurn kom saman uid, að það væri eigi að ástæðu-
lausu, að grunur hvíldi á þeim bræðrum, og hr. Beuster
kvað sér jafn vei þykja það óskiljanlegt, að jafn hættu-
legir rnenn, er heita mættu sannir að glæpum, eða því
sem næst, væru látnir ganga lausir.
En hr. Smidt skopaðist að því, að eigi væri hætt
við, að hreift yrði við einu hári á höfði slíkra
manna, sem þar á ofan væru aðalsættar.
Á hinn bóginn voru verzlunarfólagarnir Wolfgang
Mulier og Sarau vægari í dómum, og kváðust eigi hafa
ástæðu til annars, en að álíta hr. Karl af Heiwald heið-
virðan mann að öliu ieyti.
Hvað, sem segja mætti um Heiwald þingmann,
— og grunurinn, er á honum hvíldi, væri naumast al-