Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Blaðsíða 3
XVI. 20. Þjóðviljinn. 79. að spyrja, enda narrast apturhaldsliðið hér í kaupstaðnum að þvi, hve „mikla lesningu11 þeir hafi þar nyrðra, og hve fljótt þeir lá/ti sann- færast. Slíkar eru nú þakkirnar hjá þessu fólki! Eptir fyrirmælum kosningalaganna á sýslu- maður, i byrjun kjörfundar, að brýna fyrir kjós- endum, að kjósa eptir sannfæringu sinni. En hvað mega þá þeir vesalings fáráðling- arnir hugsa, sem hafa verið flekaðir eða hrædd- ir’ til að skrifa undir skuidbindingarskjölin? ('Eptir „Sköfnungi'ý. Frá kosningaleiðangri sýslumanns Hafsteins. Eptir það, er sýslumaður H. Hafstein hafði í febrúar- og marz-mánuðum hornað meginpart kjördæmisins, sbr. 14.—15. nr. ,,Þjóðv.“ þ. á., skaut hann á fundum í Bolungarvik 02 Hnifs- dal í öndverðum aprílmánuði, og lnilði, á báðum fundunum stórpólitíkusann Jón Laxdal sér til aðstoðar, tii þess að brýna fyrir kjósendum þau atr-iðin, sem hann síður vildi sjálfur ympra á, í margra manna áheyrn, svo sem að munanú að kjósa sýslumanninn og Matthías, en kjósa eng- an Valtýing á þingiö 0. fl. Af Bolungarvikurfundinum brá sýslumaður sér siðan út í Skálavik ytri, og varð að ganga Skáluvíkurheiði í töluverðri ófærð. — lívaddi hann þar kjósendur á fund sinn, og beiddi hvern og einn einslega, að kjósa sig á kjör- fundinuin; en suma bitti hann, að sagt er. á heiðinni, og bar þá fram sömu tilmælin, en kvað hafa fengið fremur litla áheyrn, enda skop- ast almenningur sem von er, að öllum þessum látum, og þykir ekki einleikið. Skömmu optir heimkomu sína, fór sýslu- maður síðan bæ frá bai í Skutilsfirði, í sams konar atkvæða-sníkjum; en hvívetna þar, er hann eigi hefir fengið ákveðin atkvæðaloforð, i öll- um þessurn leiðangri sínum, — og þau munu hafa orðið úrslitin all-víðast —, kvað hann hafa beðið kjósendnr að finna sig fyrir kjörfundinn, og þá á að reyna — síðustu pressuna(l) Allur þessi gauragangur sýslumannsins var um garð genginn, er ritstjóri „Sköfnungs11 kom til kjördæmisins, með „Skálholti“ 22. apríl, og síðan hefir sýslumaður haldið kyrru fyrir, hve lengi sem það verður, og látið sér nægja, að láta liggja boð fyrir kjósendum, er í kaupstað koma, að.finna sig til viðtals. Mikil er umhyggjan fyrir föðurlandinuflj, er maðurinn sýnir. (Eptir „Sköfnungi“j. Ú r bréf i. (Frá ritstjóra „Sköfnungs11 til kunningja hans.) .....„Báðir flokkar, vér, sem oss nefn- um stjórnbótamenn, eða framfaraflokkinn, og hinir, lanshöfðingjaflokkurinn, er sig kalla „heimastjórnarmenn“, en vér nefn- um apturhaldsliðið, látast munu fallast á stjórnbótafrumvarp það, sem von er á frá stjórninni, og verða á samhljóða frum- varpi síðasta alþingis, að því viðbættu, að hinn væntanlegi ráðherra verður bú- settur í Reykjavík, sem auðvitað er betra, en að hann sé í Kaupmannahöfn. Um þetta eru flokkarnir ásáttir í orcfi, og vor flokkur hefir, með prentuðum bréf- um til flokksbræðra vorra, og með bréfi til sjálfs ráðherrans o. fl., sýnt það. að honum er þetta alvara, enda hefir stefna vors flokks í stjórnarskrármálinu jafnan verið sú, að taka það bezta, sem fáanlegt væri. En hvað skapar þá ofsann og hitann? Það er auðskilið, og stafar af þessum rökum: Þegar stjórnarskrárbreytingin kemst á, verður skipaður íslenzkur ráðherra í Reykjavík. — Vinstristjórnin í Danmörku, sem nú situr þar að völdum, og skipar hinn væntanlega ráðherra vorn, lítur svo á, að engan skuli ráðherra skipa, nema hann njóti trausts meiri hluta þingsins, því að þá fari samvinna þings og stjórn- ar bezt, og verði þjóðinni heillavænlegust. Af þessu leiðir, að hinn væntanlegi íslenzki ráðherra verður valinn svo, að hann sé í samræmi við þann flokkinn í skoðunum, að því er til aðalmála þjóðar- innar kemur, sem sigrar við kosningarn- ar, og meiru ræður á þingi. Vor flokkur Utur svo á, sem stjórn núverandi landshöfðingja hafi verið þjóð- inni allt annað, en happasæl, og óar því við því, ef hann, eða einhver svipaður apturhaldsfuglinn, fær æðstu völdin, enda teljum vér stjórnarskrárbreytinguna því að eins geta fengið verulega þýðingu fyrir þjóðina i bráðina, að hún fái þegar dugandi og framtakssaman ráðherra, er starfar af áhuga að nauðsynjamálum hennar. Vér viljum því, í politiskum skilningi. brjóta hina núverandi embættis-„klíku“ í Reykjavík á bak aptur, um leið og stjórn- arskrárbreyiingin kemst á. Urn leið og vér því. með stjórnar- skrárbreytingunni, búum í haginn fyrir komandi kynslóðir, þá viljum vér jafn framt tryggja, að núverandi kynslóðin njóti þegar góðs af henni. Sakir þessa viljum vér sirjra, og til þess væntum vér styrks allra góðra og frjálslyndra drengja. Fyrir landshöfðingjaflokkinn, eða „heimastjórnarmennina“, sem sig svo nefna, er það á hinn bóginn sem hnif- stingur í hjarta, að hugsa til þess, að æðstu völdin komi í nýjar hendur, enda I byggja má ske sumir helztu forkólfarnir 92 ari óskiljanlegu ást. — „ást við lýrstu sjónu, sem hann hafði hæðzt svo mjög að. Hítnn var skýr maður og glöggur, livort sem liann sjálfur, eða aðrir áttu hlut að máli, Og honum duldist því eigi, að svona var nú komið. Hann elskaði Idu Heiwald, dóttur þess manns, er liann taldi morðingja og ræningja, og sem hann var fast ráðinn í, að ofurselja réttvísinni. Með sorg og gremju varð hann að játa fyrir sjálf- um sér, að svona væri komið En hann var einráðinn í því, að láta það á engan hátt aptra sér frá því, að fullnægja sinni þungbæru skyldu. V. Töfradísin á Grombergi. Hr. Steinert var sokkinn svo djúpt ofan i þessar dimmu hugsanir, að hann hafði nær gjörsamlega gleymt heiminum, og öllu, sem umhverfis hann var. Hann hafði því alls eigi veitt því eptirtekt, að Ida Heiwald var komin út úr húsinu, stóð fyrir framan hann, og virti hann fyrir sér. Hann rankaði því fyrst við sér, er hún ávarpaði hann þýðlega á þessa leið: „Nú er inadme Schurrer háttuð, og vona eg, að hún ekki hafi illt af áreynzlunni, og þakka eg yður enn á ný fyrir þann mannkærleika, sem þér sýnduð þessum vesal- ings sjúklingi“. Hr. Steinert lirökk við, en áttaði sig þó brátt, enda mátti ungu stúlkuna sízt gruna, hvaða kynlegar hugsan- ir liöfðu flögrað un: í huga haus. Gagnvart henni, og fóður hennar. varð hann að tjá sig. sem hugsunarlítinn, glaðlegan verzlunarmann, er 89 „En karfan og sveppirnir, náðuga ungfrú“, mælti konan hikandi. „Um það þurfið þér ekki frekar að sýsla“, svaraði ungfrúin. „Friðrik fer með sveppina til Weidenhagen, og selur þá þar svo vel, sem hægt er, eða er ekki svo Friðrik?44 Friðrik gamli hneigði sig ofur-vingjarnlega í vagn- stjórasæti sínu. „Jeg skal sjá um allt, náðuga ungfrú, og betur en nokkur gyðingur“, mælti hann. „Réttið mér körfuna inadme Schurrer“. Yerkamaður sá, er kvæntur var veiku konunni, rétti honum hana. Friðrik gamli batt hana á vagninn, og mælti svo enn á ný: „Er það þá ekkert fleira, sem eg á að leysa af hendi í kaupstaðnum, náðuga ungfrú?u „Nei, ekkert annað“, svaraði ungfrúin, „nema gleyma ekki meðulunum handa smalanumu. „Jeg skal inuna eptir þeimu, anzaði Friðrik. „Farðu þá á stað, og vertu ekki of lengi, því að þú veizt, hve pabba gremst þaðu. „Jeg skal flýta méru, mælti Friðrik. Að svo mæltu kvaddi Friðrik ungfrúna svo vin- gjarnlega, en þó um leið svo kurteislega, að Steinert fór nú þvi sem næst að fyrirgefa honum, enda kvaddi Frið- rik hann og hæversklega. Yagninn fór því næst af stað, og ók Friðrik hægt brokk áleiðis til „Stjörnunnaru. Ida, sem tekið hafði litla drenginn á arm sér, fylgdi madme Schurrer inn til hennar, til þess að sjá um,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.