Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Blaðsíða 2
78 PJÓÐ ÍLJINN'. XVI. 20. enn ineð friðarsamningana. Búar krefj- ast að vísu eigi fullkomins sjálfsforræðis, en þeir heimta, að Bretar reisi að nýju öll býli þeirra, er eydd hafa verið í ó- friðnum, að uppreisnarmönnunum. þar á meðal þegnum Breta í Kapnýlendunni, sé veitt uppgjöf allra saka, að útlegðar- úrskurðir Kitcheners lávarðar verði úr gildi numdir og að sem fyrst verði kom- ið á fullkoniinni sjáifstjórn í löndum Búa eins og í enskum nýlendum. Að sumum þessum skilyrðum þykjast Bretar eigi geta gengið; einkum greinir á um sakauppgjöfina. Nú eru foringjar Búa komnir aptur frá Prætoríu og hafa þeir lofað að bera undir liðsforingja siria, hvort þeir vilji ganga að friðarskilmálum þeim, er Bretar bjóða. Er talið, að á þessu muni standa í þrjár vikur og er friðarsamningunum frestað á meðan. Kitchener hefir neitað Búum um vopna- hló meðan á samningunum stendur, og heldur því ófriðurinn áfram sem áður. c}Jt af einui rógburðarsögunni, sem flaggað var með í Isafjarðarsýslu i vetur til þess að sverta ritstjóra þessa blaðs í augum kjósenda hans (sbr. „Þjóð- viljann“ 16. tölubl. þ. á.), hefir oss bor- izt svolátandi Yfii'lýsing. I tilefni af. að jeg hefi heyrt, að sú saga gangi í ísafjarðarsýslu og sé höfð eptir mér, að herra alþingismaður Skídi Thoroddsen hafi sagt við mig hér í Kaup- mannaliöfn í vetur, að Valtýingar ætluðu að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið frá siðasta þingi óbreytt í sumar, ef þeir yrðu í meiri hluta á þiugi, lýsi jeg því yfir, að það eru tilhœfulaus ósannindi, að hann hafi nokkurn tima sagt nokkuð slíkt við mig, og livern þann inann, sem ber mig fyrir slíkri sögu lýsi jeg úsann- indamann. Kaupnnannahöfn 27. apríl 1902. Björn Líndal Cstud. ,jur.). Jafnvel þótt rógsaga sú, sem hér ræðir urn, væri svo klaufalega sett sain- an, að engum, jafnvel ekki þeim, er fegn- ir hefðu víljað trúa henni og fá aðra til þess, gat blandazt hugur um, að hún væri tilbúningur f'rá upphafi til enda, þá þótti samt sýsluinannsliðinu ísfirzka hún nógu góð til þess að „umvendau Isfirð- ingum með herini. Nú verður það liklega að finna npp eitthvað nýtt, því að þessa sögu getur það naumast notað lengur gagnvart ský- lausri yfirlýsingu þess manns, er fyrir henni var borinn. En óskemmtilegt hlýtur það að vera fyrir Andvaltyinga, að svona meðulum skuli vera beitt til þess að afla leiðtogurn þeirra fylgis. Reglugjörð ræktunarsjóðsins. íhald og skriffinnska. þær góðu vonir, er menn almennt gerðu sór, um gagnsemi ræktunarsjóðs Islands, hafi talsvert dofnað, er rnenn lásu reglu- gjörð sjóðsins. I 3. gr. laga 2. marz 1900, um stofn- un ræktunarsjóðs Islands, segir svo: „Tilgangur sjóðsins er að efla ræktun landsins. Stofnféð má aldrei skerða, en því skal varið til lánveitinga tip jarðabóta og annara framkvæmda, er að jarðrækt lúta. Vöxtunum má verja til verðlauna fyrir frábæran dugnað í jarðabótum, að því leyti sem þeim er eigi varið til að auka stofnfó sjóðs- ins“. Þessurn fagra og mikilsverða tilgangi sjóðsins, segir nú reglugjörðin, að ná skuli á þann hátt, að lán megi „að eins veita gegn jarðeignarveði, með trygging innan s/5 af virðingarverði veðsins“. l?að eru því jarðeignamennirnir, sem eiga að verða aðnjótandi jarðabótalán- anna úr ræktunarsjóðnum, sem veitt eru gogn 3 u/o vöxtum, og eru afborgunar- laus 4 fýrstu árin, en endurborgast sið- an með '/1(i á ári. Sjódurinu á, með öðrum orðum, ein- göngu að verða fyrir efnarfíenninu, er sízt þtirfa hans með. Slíka reglugjörð hefði engin frjáls- lynd stjórn getað samið. En hún er góður minnisvarði yfir alla stjórnarstefnu núverandi landshöfðingja, og dönsku hægri ráðherranna, sem aldr- ei liafa látið sór mjög umhugað um þann hluta þjóðarinnar, sem efnaminni er. Það dylst þó oigi, að eigi ræktun landsins að eflast svo, að uin það muni verulega, þá getur það því að eins orðið, að fjoldinn hetjist handa. Það eru því efnaminni bændurnir, og þurrabúðarmennirnir, sem helzt þurfa hjálpar og upphvatningar. En slíkir menn hafa sjaklnast jarðar- veð að bjóða. Þegar landstjórnin saindi ofan nefnda reglugjörð, átti hún því að spyrja sig sjálfa, hvort eigi væri neinn vegur til þess, að veita þessum mönnum lan iir sjóðnum, þótt fasteignarveð vantaði. Og ráðið hefði þá verið, að lána ekki að eins gegn jarðarveði, heldur og gegn ábyrgð sýslu- og sveitafélaga, því að sýslu- og sveitafólög geta látið sér margs konar tryggingu nægja, þótt eigi só jarðarveð. — En það er meira, sem vér höfum við reglugjörð þessa að athuga, og það er þessi óþolandi skriffinnska, og vafningar, sem þar koma fram, eins og annars í fiestu öðru, sem ihaldsliðið er við riðið. I 4. gr. reglugjörðarinnar segir svo: „Sá, sem óskar t.ð fá lán úr ræktun- arsjóðnum, skal, auk venjulegra fast- eignar-lántökuskilríkja, senda með beiðni sinni um lánið roitorðýrá sveit- ar- eða bœjarstjbrninni um, hvuð hann áður kavn að hafa unnið að jarðabót- um, svo og skýrslu um, hvernig jarðabót þeirri er varið, er liann œtl&r að frarn- kvœnia nteð láninu, og hvað hún muni kostau o. s. frv. Hvað eiga nú allir þessir vafningar að þýða? Það er engu likara, en að lán þossi eigi að skoðast. sem einhver náð, og hlýtur öll þessi skriffinnska að fæla inarga framtakssama menn — sem meira hugsa um að framkvæma, en að skrifa og þvæla um það fram og aptur enda- laust fyrir fram - algjörlega frá þvi, nð leita til ræktunarsjóðsins. Samkvæmt tilgangi ræktunarsjóðslag- anna rná það vera nóg. að lántakandi sanni, innan þriggja ára, svo sem 1. gr. reglugjörðarinnar gjörir honurn að skyld *, að> hann hafi notað lánið til jarðabóta, en verði ella tafarlaust að endurborga lánið, ásamt 5 °/0 vöxtum frá þeim degi, er lán- ið var tekið. Yór teljum því, í stuttu máli, þessa reglugjörð íhaldsstjórnarinnar svo stór- gallaða, að óhjákvæmilegt só, að alþingi skerist þegar í leikinn og fái reglugjörð- inni breytt á þá leið, að stjórn sjóðsitis verði frjálslegri og vafningaminni -----OOO^CTO------ ísfiröingar hafa eigi verið vel settir siðastliðinn vetur að því leyti, að þéim hefir svo að segja verið bægt frá að láta uppi skoð- anir sinar á iandsmáluin, því að eina prent- smiðjan á Isaíirði hefir verið í hönduni íhalds- liða, sem kunnugt er, en hitt er óhægt og tals- verðum vandkvæðum bundið að þurfa jafnan að leita til blaða i öðrum landsfjórðungum. Til þess að ráða bót á þeim vandkvæðumj hefir ritstjóri þessa blaðs flutt til ísafjarðar prentsmiðjuna, er „Þjóðviljinn ungi“ var fyrrum prentaður í. Jafn framt hefir hann byrjað að gefa þar út blað, er „Sköfnungur“ nefnist, og geta því ísfirðingar framvegÍ8 rætt frjálslega og frá ýtnsum hliðum framfara og áliugamál þjóðariunar, og borið hönd fyrir höf'uð sér gagnvart ýmsu því góð- grt-ti, er „Vestra" kann að þóknast að bera á borð fyrir þá. Stærð „Sköfnungs" er eigi lást- ákveðin, en hann mun koma út við og við, þeg- ar Ih-amfaraflokknum i Isafjarðarsýslu þykir þörf' á að taka til máls. Atkvieðaskuldbimlingar sýslumannsliðsins. — Auðvirðileg aðt'erð. Að ílla niuni ganga, að afia sýslunianni H. Hafstein, og félaga hamb hr. jVTatthíasi Ólafssyni. atkvæða héríkjördæm- inu, virðist mega niarka af því, að sýslumanns- liðið hefir í sumum hreppum gripið til þess ó- yndis-úrræðis. að reyna að ginna menn til skrif- logra atkvæðalof'orða. Oss hefir borizt eptirrit af einu þessara skuldbindingarskjala, sem safnkóngarnir i Þing- oyrarhreppi eru að satna undirskriptum undir; skjalið er prentað i prentsmiðju ísfirzka aptur- haldsliðsins, og er svo hljóðandi: „Vér undirritaðir kjósendur til alþingis í Þingeyrarhroppi leyfum oss hér með að skora á hr. sýsiumann H. Hafstein á ísafii'ði og hr. Mattlnas Óiaf'sson, verzlunarstjóra í Hauka- dal, að gefa kost á sér, sem þingmenn fyrir þotta kjördæmi við næstu þingmannakosn- ingar, og skuldbindum oss jafn framt til að mæta á kjörfundi, og greiða þeim atkvæði, verði þeir í kjöri“. Sagt ei'. að skjöl þessi bafi verið send hrepp- stjóra-leiðina, rétt eins og væri þetta — em- bættiserindi! Skyit cr þó að geta þess, að suniir hrepp- stjórar í Vestur-ísafjarðarsýslu hafa sent skjöl þossi aptur. eða eigi viljað sinna þeim, ogkjós- endum i Djúphreppunum hefir apturhaldsliðið eigi dirfzt, að bjóða slíkar „trakteringar“, að því er enn liefir heyrzt: en í Grunnavíkur- og Sléttu hreppum þart vist oigi að þeim sökum Ekki getum vér öðru trúað, en að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.