Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1902, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1902, Blaðsíða 2
182 Þjóðviljinn1. XVI, 46. farar tveir, er fóru á loptfari upp úr París, og hétu Bradsky og Marin, biðu bana, með því að loptfarið bilaði. Austurríki-Ungverjaland. Úr spari- sjóði i borginni Pray hefir stjórnandi sjóðsins, Drozd að nafni, ný skeð orðið uppvís að því, að hafa sóað 3 milj. gyll- ina, og hefir hann því verið settur í varð- hald. I þorpinu Woschnik brunnu ný skeð 120 hús, af 129 húsum, er þar voru, og or9akaðist eldsvoði þessi af þvi, að börn höfðu verið að leika sór með eld. Gestgjafi í Vín, Ferdínand Förchtyott að nafni, skaut ný skeð konu sina, 3 börn þeirra hjóna, og síðan sjálfan sig, og er kennt um örðugum efnahag. Þing Ungverja hófst í Buda-Pest 8. okt., og varð þegar all-róstusamt, með því að einn þingmanna úr Kossuth’s- flokknum, sem er andvígur sambandinu við Austurríki, fór mjög svæsnum orðum um Franz Jösep keisara, kvað Austurrík- ismenn reyna að sjúga Ungverjaland, og væri það i fullu samræmi við vilja keis- arans, og myndi því Kossuth-flokkurinn gera sitt ýtrasta, til þess að hindra sættir og samninga við Austurríki. Svissaraland. Þar hefir verið verk- fall, sem í Frakklandi, í ýmsum atvinnu- greinum, og róstur öðru hvoru á götun- um í Genf\ grjót verið látið dynja á lög- reglumönnum o. s. frv. — Mælt er, að stjórnleysingjar hafi róið undir, og reynt að æsa lýðinn til hryðjuverka, og hefir því stjórnin vísað fjölda útlendra stjórn- leysingja úr landi, látið flytja þá út fyr- ir landamærin. Spánn. Þar era og verkföll í ýms- um borgum; í borginni Lalinea, þar sem um 25 þús. verkmanna liafa hætt vinnu, var barizt á götunum, og hlaut fjöldi manna sár. — I Madríd, höfuðborginni, bafa og róstur verið öðru hvoru, og biðu 7 bana einn daginn. ítalía. 3. okt. var mesta ofsaveður i Neapel, svo að sjór gekk þar víða á land, og drukknuðu ýmsir; jafn framt gengu og þrumur og eldingar, og biðu 2 kvenn- menn bana af eldingu. Balkanskaginn. Blaðið „Riformí“ í Makedoníu hefir skorað á Makedoníu- menn að grípa til vopna, og losast und- an yfirráðum Tyrkja, og var barist í fjöll- unum í grennd við borgina Kresna 8.-9. okt., en að líkindum kemur þó eigi til almennrar uppreisnar að þessu sinni. I fíulgaríu voru hátíðahöld mikil í öndverðum október i minningu þess, að þá voru 25 ár liðin, siðan landið losaðist undan yfirráðum Tyrkja; var þá og vigð kirkja, sem reist hefir verið í Shipka-sk&rði, þar sem orustan fræga var háð 1877. Nicolaj Rússakeisari sendi Nicolcij stór- hertoga, og Ignatieff greifa, til að vera við hátíðahöld þessi, enda eiga Bulgarar frelsi sitt Rússum að þakka öðrum fremur. Bandaríkin. Kolaverkfallinu mikla í Pennsylvanía er nú af létt, og ágrein- ingsefnin lögð í gjörð, og fengu verk- menn kjör sín bætt að nokkru leyti. Átti Roosevélt forseti og Morgan auðmaður mestan þátt að þvi. Ný skeð varð svertingi einn í borg- inni Corinth í Missisippí uppvís að því, að hafa myrt hvítan kvennmann, og tóku borgarbúar hann þá, bundu hann við staur, og brenndu. Porstöðunefndin sendi þó ættingjum hans hraðskeyti, áður en athöfnin hófst, til þess að gefa þeim kost á að kveðja hann. — 10 þús. manna voru viðstaddir, og voru sérstök sæti fyrir konur og blaðamenn(!) Má telja það stóra furðu, að slíkt háttalag skuli enn hald- ast uppi í menntuðu landi, sem kallað er. Hryllilegur glæpur var ný skeð fram- in í borginni New York. Ríkur verk- smiðjueigandi, Benjam'm Krafft að nafni, kom þar inn í veitingahús, töluvert ölv- aður, og byrlaði veitingamaðurinn, er Kelly nefnist, honum þá svefnlyf í drykk, dró hann síðan meðvitundarlaus- an ofan í kjallara, skar af honum höf- uðið, og reyndi síðan að brenna líkið. Hafði hann vænzt þess, að Krafft hefði mikið fé á sér, en það voru þá að eins 50 dollarar; en Kélly er gamall innbrots- þjófur, sem nýlega var sloppinn úr betr- unarhúsinu. Filippseyjar. Ekki hefir Bandamönn- um enn tekizt, að friða þær til fulls, því að uppreisn er enn á eyjunni Mindanao. Ný skeð attu Bandamenn orustu við Meciu-Moroa-þjóðflokkinn, og biðu eyjar- skeggjar þar fullan ósigur, og lágu 100 í valnum, dauðir eða sárir. Davíd, hershöfðingi Bandamanna, hefir nú boðið að gera hlé á ófriðinum um stund, til þess að vita, hvort þjóðflokk- ar þeir, er enn halda uppi ófriðinum, vilja eigi beiðast friðar. Kína. Þar er enn uppreisn í suður- fylkjunum, og ekki sýnilegt, að stjórninni takist bráðlega að bæla hana niður. f Látinn er ný skeð Luí-Kun-Yi, varakonungur í Nanking. Hann var vin- veittur útlendingum, og honum mest þakkað, að uppreisn „hnefamanna“ árið 1900 barst eigi til Fanytese-héraðsins; en margir óttast, að gamla ekkjudrottningin reyni nú að koma einhverjum sinna vina þar til valda. Venezuela. Þar heldur uppreisnin áfram, og virðist stjórninni ganga miður; ný skeð gengu 800 af mönnum hennar, undir forustu þess manns, er Pachoco er nefndur, i lið uppreisnarmannanna. Enska blaðið „Farmers Gazette“ skýrir frá því, að þýzkur efnafræðingur hafi ný skeð feng- ið einkaleyfi til þess, að búa til nýtt skepnu- fóður, sem sag á að vera aðal-efnið i. Hann hafði veitt því eptirtekt, hve mjög skepnur sækja í trjáhörk, trjárætur o. fl.. og gerir hann sér góðar vonir um þetta nýja skepu- fóður sitt. Svo telst til, að á Ítalíu séu að meðaltali fram- in 4 þús. morð á ári hverju, og eitt árið voru þar framin 4380 morð, enda komst ítalski lög- fræðingurinn barón Garafolo nýlega að orði á þessa leið: „Ef þér sleppið Spáni og Portugal, þá munuð þér komast að raun um, að á Ítalíu eru árlega framin fleiri morð, en í öllum öðr- um löndum Evrópu samtals11. Oscar, konungur Svía og Norðmanna, er hagmæltur vel, og hefir ljóðahók hans ný skeð verið snarað á frakknesku. Til herskipaflotans verja þjóðverjar í ár um 189 milj. króna, og er það drjúgur skildingur, enda hafa þeir nú 9 herskip í smíðum, og er eitt þeirra 13 þús. tonna að stærð, sem áætlað er, að kosta muni frekar 22 milj. króna. A sömu mínútu, sem Jálvaröur Breta kon- ungur fæddist, 9. nóv. 1841, var hann ot-ðinn hertogi af Cornwall, hertogi af Bothesay, jarl af Carrick o. fl., mánaðar gamall varð hann prinz af Wales, og jarl af Chester, og fáum vikum síðar jarl af Dublin. Það varð allt fljótt og fyrirhafnarlítið. ísafirði 11. nóv. 1902: „Tíð hefir verið hér ákaflega stirð síðastl. 3 vikur, fyrst sunnanátt og rigningar til mánaðamótanna, en síðan hefir haldizt norðangarður, með frosti og fannkomu, og heflr hríðin opt verið svo svört, að varla hefir sézt út úr dyrum, enda er jörð nú alþakin snævi, og ofærð mikil, og haglaust þegar fyrir allar skepnur. Afli var all-góður fyrir garðinn, og hafa nú flestir góðar vonir um afla, er norðangarðinum linnir. Með „Skálholti11 og „Vestu“ kom hingað fjöldi sjómanna, langt á annað hundrað manna, og var þeim hóp öllum vel tekið, er hingað kom, því að ýmsir formenn hiðu hér skipanna, til þess að reyna að fá sér menn, og fengu færri, en vildu, svo að þrátt fyrir þenna mikla fólks- straum hingað, vantar þó alltaf enn fldra fólk^ Margir eru því i vandræðum, og geta naumast komið útveg sinum áfram. Hér þarf því enginn um atvinnuleysi að kvarta, þvi að naumast er sá slóðinn til, að ekki sé eptir honum sókzt, og það með afar kjörum“. úr Strandasýslu fnorðanverðrp er skrifað 22. okt.: „Siðan 8. sept siðastl., er um tíð skipti, og sneri til þurrka, hefir tíðin verið hér framúr- skarandi góð; en áður en menn náðu inn heyj- um sínum, kom þó vestan rok, svo að sumir misstu töluvert af þeim í veðrið, en síðan komu aptur hagstæðir þurrkar, og náðist þá inn það, sem eptir var, og þó nokkuð skemmt, eins og eðlilegt var, eptir svo langan hrakning, og varð heyskapurinn í minna lagi. Til þessa dags hefir sama góðviðristíðin hald- izt, svo að kýr hafa gengið úti á sumurn bæjum, og er það óvanalegt. Fiskafli hefir verið ágætur i haust, bæði á Gjögri, og i Víkinni, og hafa þvi margir fengið fisk, sem ekki hafa náð i fisk uadanfarin ár. Verzlun á Reykjarfirði hefir matt heita góð, í sumar og í haust, og hvorki skort þar salt, né aðrar útlendar vörur. Verð á hlautum fiski hefir nú síðast verið þannig: ísa á 4 aura og fiskur á 5—ó‘/2 eyri. þessi stakkaskipti á Reykjarfjarðarverzlun þakka sumir þvi, að verzl- unarfélag Steingrímsfjarðar stofnaði söludeild á Norðurfirði í sumar, og hefir þar fengizt salt, og fleiri vörur, með all-góðu verði, eptir því sem menn hór eiga að venjast“. Hlutafélagsbankinn á feröinni! Af því að ekkert befir beyrzt um hlutafélagsbaiikann um sinn, voru marg- ir farnir að kvíða því, að bankamennirn- ir, bæztaróttarmálfærslumaður Arntzen og Warhurg stórkaupmaður , myndu ef til vill bættir við fyrirtækið, og var það ekki gleðileg tilbugsim, þar sem þörfin á þeirri stofnun hefir aldrei verið tilfinnanlegri, en einmitt nu 1 baust.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.