Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1902, Blaðsíða 3
XVI, 46.
Þjóðviljinn.
183
En nú er allur vafi í þessu efni horf-
inn, því að með „Vestu11, er kom til
Eeykjavikur 14. þ. m., bárust áreiðanleg-
ar fregnir um það, að hlutafélagsbankinn
verður settur á stofn mjög bráðlega, og
er boðsbréf frá þeim Arntzen og Warburg
væntanlegt með „Lauru“ um mánaðamót-
in næstu, þar sem íslendingum verður
gefinn kostur á þvi, að rita sig fyrir
hlutum í fyrirtækinu, og skal það gjört
fyrir lok næstk. marzmánaðar.
Að þeir Arntzen og Warburg eigi
hafa sent boðsbréf þetta fyr, stafar að
eins af því, að þeir fengu eigi leyfisbréf-
ið til bankastofnunarinnar, fyr en seint
í októbermánuði, og gátu þvi eigi tekið
fyr til starfa.
Mál þetta er nú því á bezta vegi.
Bessastöðum 20. nóv. 1903.
Tíðarfarið hefir verið rnjög óstöðugt ogstorma-
samt, síðan „Þjóðv.“ var síðast á ferðinni, en
jþó ekki snjóað að ráði, nema einn daginn, 13.
þ. m., sem leysti þó strax upp aptur, svo að
jörð er nú hvívetna marauð. 14. þ. m., um
nónhilið, skall á austanrokviðri, og var veðrið
mjög afskaplegt þá um kvöldið, einkum kl.
10—12, og mun það veður því miður hafa vald-
ið nokkrum skemmdum, þó að enn sé h'tt til
spurt.
Strandbáturinn „Skálholt11 koin loks til
Reykjavíkur aðfaranóttina 14. þ. m., hafði legið
5 daga á Borðeyri, og síðan 8 daga á Önundar-
firði, sakir óveðurs. — Með skipinu kom fjöldi
farþegja, um 160 alls, þar á meðal Rich. Riis,
kaupmaður á Borðéyri, Bjnrn kaupmaður Sig-
urðsson frá Flatev, oddviti Quðm. Pétursson frá
Ófeigsfirði, Edilon skipstjóri Grímsson frá Pat-
reksfirði o. fl.
„Skálholt11 var nú með fullfermi af vörum
DE FORENEDE BRYGKIERIFR
KiobenhaYii.
mæla með hvorvetna verðlaunuðum ölföngum sínum.
ALLIANCE PORTEB (Double brown stout) hefir náð meiri
fullkomnun, en nokkurn tíma áður.
-ÆAdTlA >I I /T-EX/1 1 { VIvr 11 frá Kongens Bryghus, er læknar
segja ágætt meðal við kvefveikindum.
Export 1 >ol>lxDt 01. Ægte tvx'one 01. Ivvone IPilsner,
fyrir neðan alkoholmarkið, og því ekki áfengt.
TUBORG 0L, frá hinu stóra ölgerðarhúsi í Kaupmannahöfn or alþekkt svo
sem hin bragðbezta og nœringarmesta bjórtegund, og heldur
sér afbragðs vel.
TUBORG 0L, sem hefir hlotið mestan orðstýr hvervetna, þar sem það hefir
verið haft á sýningu, rennur út svo ört, að af því seljast
50,000,000 fl. á ári, sem sýnir, hve miklar mætur almenning-
ur hefir á því.
TUB0RG 0L fœst ncerri því aUs staðar á íslandi, og ættu allir bjórneytend-
ur að kaupa það.
til útlanda, þar á meðal með hátt á annað þús-
und tunnur af keti frá Rich. Riis o. fl.
Páll Melsted sagnfræðingur niræður. 13. þ.
m. varð sagnfræðingur Páll Melsted í Reykjavík
níræður, og höfðu ýmsir menntamenn í Reykja-
vík o. fl. sarnið ávarp til hans í því skyni, og
flutti honum það 5 manna sendinefnd um há-
degisbilið (Björn Jónsson ritstjóri, Halldór Daní-
elsson bæjarfógeti, dr. Jónassen, Steingr. Thor-
steinson yfirkennari og Þórhallur Bjarnarson
lector).
Lúðrafélag bæjarins lék og á horn sin um
sama leyti, fyrir framan íbúðarhús hans; fánar
blöktu á stöngum, og námsmenn á skólum fengu
frí úr kennslustundum.
Hr. Páll Melsted er enn all-ern, en nokkuð
farin að föi-last sjón, sem von er á þeim aldri.
íslenzka þjóðin mun í heild sinni óska þess,
að þessi „Nestor“ ísl. fræðimanna megi enn
lifa lengi meðal vor, og njóta góðrar heilsu og
ánægju.
Strandíerðaskipið „Vesta“ kom loks til
Reykjavíkur að morgni 14. þ. m., hafði legið 8
204
Áður en jeg fór inn til hans, keypti jeg stígvél, og
vafði vel utan um þau.
Jeg spurði frænkuna, hvort Georg Fraser væri heima,
og svaraði hún auðvitað nei.
Sagði eg þá, að eg væri með ný stígvél, sem hann
ætti, Og ætti að taka gömlu stígvélin hans til viðgerðar.
Frænkan varð alveg hissa, og svaraði:
„Mér er alveg ókunnugt um þetta, en hafi hann
beðið yður að gera við gömlu stígvélin sín, þá verðið
þér að koma hér inn, og leita að þeim, þar sem jeg veit
ekki, hvar þau eru".
Að svo mæltu vísaði hún mér inn í svefnherbergi
frænda síns, opnaði þar ruslaskáp, og sýndi mér þrenn
eða fern stigvól.
Mig dauðlangaði til þess, að rannsaka fötin, sem
þar héngu, en varð að láta mér nægja, að rannsaka stíg-
vélin, unz eg sá ein, sem blettir voru á.
Jeg vafði utan um stígvélin, þakkaði konunni fyrir
■ómakið, og flýtti mér svo til vinar míns, Archer’s
prófessors, sem var orðlagður efnafræðingur.
Hann rannsakaði þegar stígvólin; óhreinindin á sól-
unum voru skafin af, og borin saman við blóðlitaða sand-
inn, er eg hafði tekið í stiga frú Rennie’s.
Og er prófessorinn hafði skoðað hvorttveggja í smá-
sjá, lét hann í ljósi þá sannfæringu sína, að hvorttveggja
wæri sams konar.
Að því er snerti blettina á stigvélaleðrinu, sagði
hann, að enginn vafi væri á því, að það væru blóðblett-
ir, en gat þess jafn framt, að nákvæmari rannsókn yrði
fram að fara, áður en fullyrt yrði, að þetta væri manns-
Tblóð.
201
höptunum, sá jeg blóðbletti, sem hafa komið af stígvél-
um morðingjans, er hann fór burt.
Jeg tók dálítið af blóðlitaða sandinum í stiganum
með mér.
Eins og nærri má geta vakti þessi hryllilegi glæp-
ur mjög mikið umtal í borginni, en þó liðu svo 14 dag-
ar, að enginn var tekinn fastur.
Þetta stafaði einkum af því, að enginn hafði séð
morðingjann fara inn til frú ítennie, svo að ómögulegt
var að vita, hvernig hann var í hátt, þótt eg hóldi, að
hann væri sterklegur maður, rauðskeggjaður.
En er lengra leið frá, án þess vér yrðum nokkurs
vísari, tók hr. Wilson að gjörast önugri og önugri dag
frá dogi, þótt eg reyndi að telja lionum trú um, að eg
myndi ná í morðingjann, fyr eða síðar.
Það var engu likara, en að hann liti svo á, sem
lögreglumenn ættu að vera svo fimir, sem hundar, er
þefa sig eptir sporum manna, þótt ekkert sé annað við
að styðjast.
Arfleiðsluskrá fannst hvergi, og engÍDn málfærslu-
maður gaf sig fram, er við samning slíks gjörnings hefði
verið riðinn.
Hr. Wilson gat eigi gefið aðrar upplýsingar um
systur sina, en þær, að hún hefði verið hneigð til drykkju,
enda virtist hann hugsa mest um fjármuni hennar, fasta
og lausa, þvi að hann taldi víst, að hún hlyti að hafa
haft mikið fó lieima hjá sér, þar sem hún hefði ómögu-
lega getað sóað öllum árstekjum sínum.
Einu sinni, er eg var inni hjá hr. Wilson, kom
þangað maður nokkur, til að spyrja hann að einhverju.
Jeg virti mann þenna nákvæmlega fyrir mér, þvi