Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.01.1903, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.01.1903, Side 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐYILJINN. -'|= SEYTJÁNDI ÁS8ANIHFB. =| ' :=- -5—g*x3|= RITST.7ÓRI: SKÚLI THOEODDSEM. —s— TJppsögn skrifleg, ógild nema komin sá til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 1. Bessastöðum, 2. JAN. 19 0 3. Árið, sem nú nýlega hefir kvatt oss, mátti að mörgu leyti teljast gott ár hér á landi. Fyrstu mánuðir ársins voru að visu nokkuð harðir, og í marzmánuði rak hafísinn að norður- og austurlandinu. Lá um tíma þéttur is frá Seyðisfirði i Norð- ur-Múlasýslu að Straumnesi í ísafjarðar- sýslu, og harst hafíshroðinn þó enn þá lengra suður, að vestanverðu alla leið suður að Látrabjargi. Siglingar til norðurlandsins, og til ýmsra hafna á austurlandi, tepptust þvi um hríð, svo að sums staðar horfði til vandræða, en þá lónaði isinn frá seint í april. Eptir burtför hafíssins, voraði víða all-þolanlega, og gerði sumar hagstætt, nema votviðra- og kalzasamt nokkuð í norðurlandi, og þó einkum á Austfjörð- um, og í nyrðri hluta Strandasýslu. Á suðurlandi var sumarið á hinn bóginn óminnilega þurrviðrasamt, og varð gras- spretta þar þvi víða í lakara lagi á vall- lendi, en nýting heyja ágæt. Síðan í haust hefir hér syðra verið frostlaus veðrátta, en rosar miklir, og jörð marauð, unz til snjóa brá 14. f. m. — I öðrum landsfjórðungum gerði á hinn bóginn harðindaskorpu í öndverðum nóv- embermánuði, en batnaði þó brátt aptur. Að því er snerti sjávarktveg lands- manna, varð þilskipaafli við Faxaflóa með bezta móti, en lakari annars staðar. — BátfisM lánaðist mjög vel við ísafjarðar- djúp í ÍJt-Djúpinu, til vorvertíðarloka, en var tregt i verstöðunum innan Arnarness, en á hinn bóginn fyrirtaks afli hvívetna við Djúp, siðan á síðastl. hausti, og þó öllu betri í verstöðunum innan Arnar- ness, enda gæftir þar meiri. — Undir Jökli, og viða annars staðar, þar sem bátfiski er stundað, lánaðist það og all- vel, er gæftir leyfðu, nema aflatregt mjög í verstöðum i Arnessýslu. A hinn bóginn voru síldarveiðar mun minni þetta árið, en næsta ár á undan, og aflaðist þó enn talsvert á Eyjafirði, og víðar. — Hvalaveiðar urðu og þetta árið með mesta móti, en því miður hafa Islendingar þeirrar atvinnu minni notin, enda er nú vöknuð megn mótspyrna gegn hvalaveiðunum, bæði á norður- og austurlandi. Verzlun var landsmönnum hagstæð, ekki sízt þeim, sem fiskiveiðar stunda, þar sem fiskur var nú í enn hærra verði, en árið áður (málfiskur á 60, smáfiskur á 48, og ísa á 40 kr., sk//.). — Kjötverð var og all-gott i verzlunarstöðunum, all- víðast. í heilbrigðislegu tilliti var árið mjög hagstætt, þar sem stórsóttir gengu engar, nema hvað skarlatssóttin stakk sér enn niður hór og hvar, og þó að hún mætti enn eigi mannskæð kallast, virtist hún þó á sumum stöðum öllu íllkynjaðri, en áður, eptir það, er sóttvömunum gegn veikinni var hætt. En þótt eigi gengju neinar stórsóttir, áttum vér þó ýmsum merkum og mæt- um mönnum á bak að sjá, er létust á liðna árinu, og má þar til nefna: yfir- kennara Halldór Kr. Friðriksson (f 28. marz), Valdimar ritstjóra Asmundsson (f 17. april), síra Þorkel Bjarnason (f 25- júlí), síra Pétur Oudmundsson, fyrrum Grímseyjarprest (f 8. ág.), Magnús lækni Ásgeirsson (f 29. sept.), og úr bænda- stétt: Sig. Magnússon á Kópsvatni (f 14. apríl), dbrm. Ketil Ketilsson í Kotvogi (f 14. maí), Jón Magnússon á Broddanesi, Bjarna hreppstjóra Gíslason í Ármúla (f 22. sept.), Kr. Jónsson í Hvammi í Dýrafirði (f 18. sept.) o. fl. — Af heldri konum létust og eigi all-fáar, og má nefna: sýslumannsfrú Þorbjörgu Stefáns- dóttur (f 30. janúar), prestskonurnar ólöfu Briem (f 16. marz) og Þoru Asmunds- dóttur i Keykholti (f 17. marz), prests- ekkjumar Elinborgu Kristjánsdóttur á Skarði (f 14. marz) og Jónínu Magnússon (f 2. mai); enn fremur, úr bændastóttinni: Bagnhildur Jakobsdóttir i Æðey (f 1. júlí), Guðny Halldórsdóttir í Meðaldal (f 10. okt.), o. fl. Ýmsar siysfarir urðu því miðuráum- liðna árinu, svo sem blað vort hefir get- ið, en þó eigi venju fremur. I bókmenntalegu tilliti má geta þess, að sömu dagblöð komu út, sem árið fyr- ir, og bættist þó eitt blaðið við, „Gjall- arhorn“, sem gefið er út á Akureyri; sömu bókaútgáfufélögin, sem verið hafa, héldu og áfram störfum sínum, og auk þess kom út nokkuð af öðrum ritum, einkum í skáldskaparlist, svo sem ljóð- mæli Guðmundar Friðjónssonar á Sandi, fyrsta bindi af ljóðasafni síra Matthíasar Jochumssonar, nýtt leikrit, er nefnist „Skipið sekkur“, eptir aðal-leikritahöf- I und vom, Indriða Ednarsson, ný skáldsaga, „Upp við fossa“, eptir Þorgils gjallanda, o. fl. o. fl., svo að árið mátti i þessum efnum einnig teljast fullkomið meðalár. En að þvi er til politiskra málefna kemur, mun liðna árið jafnan talið mikið merkisár í sögu vorri. — Að vísu byrj- aði árið all-ófriðlega, og var í meiralagi hávaðasamt fram yfir kosningarnar i júní- mánuði síðastl., en þegar á þing kom, sameinaðist þingið, sem einn maður, um stjórnarskrárfrumvarp Albertí’s ráðherra, svo að heita má, að hinni langvinnu stjómarskrárbaráttu vorri só nti lokið, þar sem enginn minnsti vafi leikur á þvi, að frumvarpið verður samþykkt óbreytt á komanda sumri, og að ölluin líkindum í einu hljóði. Að visu var öldugangurinn á þinginu enn svo mikill, eptir politisku stórsjóina, að framsóknarmenn voru enn tvístraðir á þingi, og réði því apturhaldsliðið meira, en skyldi; en á hinn bóginn virtist þó svo síðari hluta ársins, sem sá skilning- ur tæki að verða æ ríkari og rikari hjá þjóðinni, að flokkaskipting sú, er stjórn- arskrárbaráttan hafði skapað, væri nú orðin óeðlileg, og gæti eigi né mætti hafa áhrif á framtíðarmál þjóðarinnar. Af nýjum lögum, er hlutu konungs staðfestingu á árinu, sem leið, munu lög- in um stofnun hlutafélagsbanka, lög um greiðslu verkkaups, og um kjörgengi kvenna í sveita- og safnaða-málum, að líkindum jafnan þykja markverðust. Það lætur að likindum, að einstakir menn, er á liðna árinu hafa orðið fyrir ýmis konar andstreymi, svo sem t. d. ástvinamissi, veikindum, eða efnatjóni, kunni að minnast iiðna ársins með sorg í hug, en fyrir þjóðfélagsheildina mun það þó jafnan verða talið gott og minn- ingaríkt ár. Nýja árið. Það er enginn eíi á því, að þetta ár- ið, sem nú er ný skeð runnið upp, mun jafnan talið minnisvert í sögu þjóðar vorrar. Skammt sjáum vér mennirnir að visu inn i framtíðina, en um það munu þó fæstir í vafa, að á þessu nýbyrjaða ári leiðum vér loks stjórnarskrármál vort til lykta. Vér samþykkjum til fullnaðar þá stjórnarskipun, sem þjóð vor að öllum likindum á all-langa hríð við að búa. Það er öllum auðsætt, að sú stjórnar- skipun felur í sér ýms skilyrði þess, að framfarir vorar geti hér eptir gengið miklu greiðar, en að undanförnu, og því er von, að þjóðin fagni málalokum. En þrátt fyrir það, þá er það þó óséð enn, hvort hún reynist oss þegar í stað það kostaþing, sem verða mætti. „Svo eru lög, sem hafa tog“, segir máltækið, og vissulega á það engu síður við stjórnarskrárákvæði, en önnur lög. Ollum er það enn minnisstætt, hvern- ig Estrup beitti grundvallarlögum Dana, og tugir ára liðu, áður en sú stjórn kæm- ist til valda í Danmörku, er bæri virð- ingu fyrir lögum og rétti. Hér innan lands situr Estrupsliðið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.