Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1903, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1903, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 lcr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐYILJINN. Uppsögn skrifleg. ógild nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, o<) kaupandi \ samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 2. Bessastöðum, 10. JAN. 19 0 3. Ósvífin ,Þjóðólfs‘-blekking. Sömu leynihöfundarnir, sem í fyrra vetur skrifuðu flestar óhróðurs- og ósann- inda-greinarnar í „Þjóðólf“, erunúfarnir að reka þar upp höfuðin á ný. í „Þjóðólfi“, 2. jan. þ. á., er grein eptir einn embættlinginn, er nefnir sig „Snorriu. Auk ástæðulausra getsaka til „Þjóðv.“, sem gengið. skal fram hjá — því ritstjóri „Þjóðv." er hátt yfir það hafinn, að yrðast við slíka skúmaskotspilta, er ekki þola ljósbirtuna —, þá er þar haldið fram þeim frekjulegu ösannindum, að landshöfð- ingi hafi mælt með þingsályktuninni frá 1895, sem „Snorri“ tekur þar upp. Höfundinum farast svo orð: „Það er sem sé öllum kunnugt. að einmitt hinn núvorandi landshöfðingi gerði fyrir vora hönd 1 hréfi sinu til dönsku apturhaldsstjórn- arinnar, dags. 20. des. 1895, Stj.tíð. 1897 bls. 123—125, kröfurnar um, „1. að eigi verði borin upp i ríkisráðinu, eða lögð undir atkvæði þess, lög eða stjórnarat- hafnir, er snerta hin sérstöku málefni Is- lands. 2. að innlendur maður, er búsettur sé á íslandi og mæti á alþingi, beri eigi einungis ábyrgð gagnvart alþingi á því, að stjórnarskráin sé haldin, heldur og á sérhverri þeirri stjórn- arathöfn, er snertir hin sérstöku málefni lands- ins, og 3. að hér á landi verði skipaður dómur inn- lendra manna (landsdómur) til þess að dæma mál þau, er konungur eða neðri deild al- þingis kann að höfða gegn þeim manni, er hefði á hendi æðztu stjórn innlendra mála, út af embættisfærslu hans“. Það er þannig hinn núverandi landshöfð- ingi, sem tók sér í þessu máli stöðu í broddi þeirrar fylkingar íslendinga, sem krafðist af apturhaldsstjórninni dönsku þeirra endurbóta á stjórnarfarinu, sem væru ekki minni, en þetta“. Höf. byggir hér auðsjáanlega von sína á því, að enginn lesanda hans nenni að hafa fyrir því, að fletta upp hinum tilvitnaða stað í Stj.tíðindunum, því hver sem fyrir því hefir, getur séð þar með eigin augum, að 1 aruls li <’> f (5ir» <ji lagði eintlreg-ið á móti bii- setu ráðlierrans liéx* á lancli, sein og á móti innlendum landsdómi, eins og hann líka talaði móti hvorutveggja á þinginu. Öllu frekjulegri lygi, en „Þjóðólfur“ lætur „Snorra“ þennan flytja lesendum sinum, er því naumast hægt að hugsa sér. Vér viljum því mikillega ráða „Snorra“ þessurn til þess, að nefna ekki stjörnar skrármálið á nafn, þegar hann finnur hvöt til þess, að lýsa frjálslyndi og þjóð- rækni vors nýbakaða vinstrimannahöfð- ingja(!!) M. Stephensens í næsta skipti, því að hann græðir ekkert á því, að fram- komu hans í því máli sé minnzt. Að öðru leyti gerum vór ráð fyrir þvi, að hr. S. St. (höfundur greinarinnar í „Þjóðv.“) taki „Snorra“ tetrið siðar betur til bænar, ef honum þykir þess þurfa. I svipinn þótti að eins rétt að benda á frekjulegustu ósannindin í grein þessa ófyrirleitna og ósannorða landshöfðingja- smjaðrara. Sýslumaður H. Hafstein dæmdur í sekt eöa einfalt fangelsi. Ummæli hans í emlxsettis- bréfi dæmd dauð og ómerk! Ar 1902, þann 31. dag desembermán- aðar, var aukaréttur Isafjarðarkaupstaðar settur á Yatneyri, á heimili sýslumanns- ins í Barðastrandarsýslu. Var þá af Hall- dóri Bjarnasyni sýslumanni, sem skipuð- um setudómara, kveðinn upp svo felldur Ð ómur í málinu: Samson kaupmaður Eyjólfsson gegn Hannesi sýslumanni Hafstein. „Því dæmist rétt að vera: Hin framangreindu ummæli um stefn- andann, Samson kaupmann Eyjölfsson: „Það sézt væntanlega af þessum skjöl- um, að hann hefir falsað vottorð það, er hann sendi ráðgjafanum, og stolið nöfnum þeirra Skúla Einarssonar og Alberts Jónssonaru, og orðin: „virðist hafa gjört hyggilega i því, að hafa sig héðan burt, þar sem hann með vottorðs- tilbúnaði sinum sýnist hafa komið vel nærri 272. gr. hinna almennu hegning- arlaga“ eiga að vera dauð og ómerk. Stefndi Hannes sýslumaður ogbæj- arfógeti Hafstein á að greiða 20 kr. sekt til landssjóðs, eða sæta 6 daga einföldu fangelsi, verði sektin eigi greidd innan ákveðins tíma; svo á hann og að greiða stefnandanum 30 krónur í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja inn- an 15 daga frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum“. • Eins og lesendum „Þjóðv.“ er kunnugt, flutti ritstjóri „Þjóðv.“ sókn i máli þessu, j fyrir hönd Samsonar kaupmanns, en sýslu- maður H. Hafstein varði málið sjálfur. Mælt er, að báðir málsaðilar muni skjóta málinu til yfirdómsins. „Opinberu auglýsingarnar“. Á aukaþinginu, síðastl. sumar, sam- þykktu báðar deildir alþingis þingsálykt- un, þar sem skorað var á stjórnina, að hlutast til um, að einkaréttur til þess, að birta stjórnarvaldaauglýsingar næstu 3 ár, frá nýári 1903 að telja, yrði veittur þeim af útgefendum hinna almennu fréttablaða í Roykjavík, er bjóða kynni liæzt árlegt gjald til landssjóðsins fyrir þenna rótt. Ráðherrann hefir fallizt á þetta, en segir þó i bréfi sínu til landshöfðingjans 3. nóv. síðastl., að ekki geti „komið til tals“, að „veita löggilding, sem sé óupp- segjanleg i 3 ár, án tillits til þess, hvern- ig hlutaðeigandi blað kemur fram að öðru leyti á þessu timabili“, og hefir þvilagt fyrir landshöfðingja að tilskilja, „að ráða- neytinu fyrir ísland sé heimilt að svipta, með mánaðar fyrirvara, hvenær sem er á hinu umgetna 3 ára tímabili, blaðþað, er auglýsingamar hlýtur, einkarétti þess- um, ef framkomu blaðsins er þannig hátt- að, að ráðaneytinu virðist tvísýnt, að rétt sé, að láta það halda áfram, að flytja stjórnarvaldaauglýsingar, en auðvitað falli þá árgjaldið jafnskjótt niður“. Endir þessara mála hefir nú orðið sá, að „Þjóðólfur“ hefir, með ofan greindum skilyrðum, öðlazt auglýsingaréttinn um næstu 3 ár, gegn 800 kr. árgjaldi í lands- sjóð. Að likindum mega menn þvi vænta þess, að „Þjóðólfur“ fari nú að hegða sér ögn siðsamlegar. Hin Reykjavikurblöðin gerðu ekkert boð, að því er „Isafold11 segir, enda telur hún auglýsingatekjur þessar að eins hafa numið 500 kr. að meðaltali á ári, 3 árin síðustu. Slæmur vitnisburður. Um Álbertí, ráðherra vorn, fer lands- höfðingjamálgagnið „Þjóðólfur“ 2. jan. þ. á. svo felldum orðum: „Oss var bráðnauðsynlegt, að losast við þann ráðherra sem fyrst, hverju sem tautaði“. Slikar eru þá þakkirnar, úr þessari áttinni, sem tjáðar em þeim ráðherran- um, sem íslandi hefir frjálslyndastur og velviljaðastur reynzt. Svona gloppast það öðru hvoru óvart fram úr apturhaldsliðinu, hvað innan brjósts býr. En þeir vita, sem er, piltarnir, að ráðherrann les ekki islenzku blöðin, því að ella væri orðum hagað öðru vísi um þessar mundir. Nýju krossarnir. Hr. ritstjóri! Tíðindi mundu það hafa þótt í Dan- mörku, ef menn, sem standa Estrup gamla jafn nærri, sem rectorarnir Olsen og Hjaltalín standa Estrupsliðinu hér, hefðu hlotið heiðursmerki um þessar mundir. Meðan hr. Hjaltalin var á þingi, var hann landshöfðingjans önnur hönd — landshöfðingjans „barometer“ var hann nefndur í blöðum —, og það var hann

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.