Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1903, Blaðsíða 4
8
Þjóðviljinn.
XVII, 2:
H.STEENSEN5 MARGARINE
O.r* V <S> X1 ifc T3052S-t7
og ætti því eigi ai) vanta á neinu heimili
Bessastöðum 10. jan. 1903.
Tíðarfar. 2. þ. m. slotaði norðanveðrinu, og
hefir síðan haldizt stillt veðrátta, en frost tals-
verð, suma dagana allt að 11 stig /Reaumur).
f 23. des. síðastl. andaðist í Reykjavík Sig-
urður Þorláksson, hróðir Brynjólfs Þorlákssonar
söngkennara, og þeirra systkina. — Hann var
nm hríð við afgreiðslu á póststofunni í Reykja-
vik, og var að ýmsu atgjörvismaður, og sérstak-
lega orðlagður fimleikamaður. Banamein hans
var hrjósttæring, er kippti honum hurt á hezta
skeiði, milli tvítugs og þritugs.
Sjónleikir. 28. f. m. byrjaði „Leikfélag Reykja-
vikur“ að leika nýtt stykki, er nefnist „Hneixl-
ið“, eptir Otto Benzon, og þykir það miklu
skemmtilegra, en leikritið „Hugur ræður hálfum
sigri“, er félagið lék fyr í vetur.
Skólapiltar léku og nokkrum sinnum milli
hátiðanna: „Einfeldninginn11, eptir Bögh, og
„Brögðin“, eptir Hostrup, og þótti hezta skemmt-
un. — Buðu þeir ýmsum bæjarbúum, að horfa á
leiki sína, er fóru fram í leikhúsi Breiðfjörðs,
en seldu svo aðgang tvívegis, og rann ágóðinn
þá í „Bræðrasjóðinn“.
Jóla-skemmtanir. 29. og 30. f. m. hélt „Hjáip-
ræðisherinn“ jóla-skemmtanir i Reykjavík fyrir
ýmsa fátæklinga, fyrri daginn fyrir um 150 gam-
almenni, en seinni daginn fyrir um 200 börn.
Þar var haft jólatré, borðað, dansað, skemmt
með söng og hljóðfæraslætti o. s. frv.
f 26. des. síðastl. andaðist á Landakotsspít-
alanum í Reykjavik húsfreyjan Sigríður Sig-
valdadóttir, er var yfirsetukona i Seltjarnarnes-
hreppi hér i sýslu. — Hún var gipt Kristjáni
Sigurðssyni í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, er lifir
hana.
Valdur að húsbruna. Maður nokkur, Guðjón
Guðmundsson að nafni, hefir 2. þ. m. meðgengið
það, fyrir lögreglurétti í Reykjavík, að það hafi
verið af hans völdum, er geymsluhús Asgeirs
kaupm. Sigurðssonar í Reykjavik brann til kaldra
kola 27. sept. síðastl., sbr. 41. nr. 16. árg. ,,Þjóðv“.
Tjáist hann hafa átt þar geymda hrennivíns-
flösku, og farið þangað að staupa sig, lagt sig
þar fyrir, reykjandi vindil, og sofnað þar í öl-
æði, og ekki vaknað, fyr en hann heyrði lúðra-
ganginn um nóttina, er slökkviiiðið var kallað
saman; sá hann þá, hvers kyns var, og kom sér
sem fljótast burtu, þvi að honum duldist eigi,
að eldurinn væri af sjálfs hans völdum.
Hafði Guðjón síðan ný skeð gloprað þessu út
úr sér, þar sem hann á heima, og fór húsbóndi
hans þegar með hann á fund Asgeirs kaupm.
Sigurðssonar, og krafðist verðlaunanna, 300 kr.,
er Ásgeir hafði heitið þeim, er kæmi því upp,
hver valdur væri að brunanum.
(iufuskipið „Hertha11 kom 6. þ. m- til Hafn-
arfjarðar, fermt salti til P. .7. Thorsteinsson & Cu.
Skipið hafði haft afar-örðuga ferð, lagði af stað
frá Skotlandi 13. des., og hefir siðan verið að
flækjast fram og aptur, milli Skotlands og ís-
lands. — Á jóladaginn var skipið komið í grennd
við Portland, en hreppti þá það aftaka-veður,
að það missti þar þilfarslestina, sem var stein-
o!ía, og varð að láta reka undan til Stornoway,
og komst þangað nauðuglega, sakir kolaleysis.
Engar útlendar fréttir bárust með skipinu,
nema kol og olía fara síhækkandi.
„Hertha“ fer frá Hafnarfirði, liklega eptir
viku, til Vatneyrar, og þaðan til Bildudals.
Gufuskipið „Pervie“ kom 7. þ. m. til Hafn-
aríjarðar frá ísafirði, tók þar kol, og hélt svo
þegar til útlanda. — Með skipi þessu kom Sam-
son Eyjólfsson frá ÍBafirði.
PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS
2
ast, að eg taki eina af skammbyssunum þeim arna með
mér, til þess að vera við öllu búinn“.
„Hefir nokkuð sérstakt borið við, eða við hvað eigið
þér?“ spurði eg.
„Ekki annað, en það“, svaraði hann, „að það hefir
ný skeð verið brotizt inn hjá honumActon gamla, sem
er stærsti jarðeigandinn hérna. Það var nú að vísu eigi
stolið neinu stórvægilegu, en þjófarnir hafa enn eigi
náðzt“.
„En hafa menn þá engan grunaðan?“ spurði Holm-
es, og horfði með athygli á ofurstann.
„Nei, engan sérstaklega“, svaraði ofurstinn, „enda er
þetta nú smáræði, og naumast þess vert, að þér leggið
eyrun að því, hr. Holmes, því að þér hafið fengizt við
það, sem meira er“.
Holmes brosti, en mælti síðan: „Er þá ekkert
merkilegt um innbrot þetta að segja?“
„Nei, það held eg varla“, svaraði ofurstinn. »Þjóf-
arnir rótuðu þar öllu til í bókaherberginu, svo að bæk-
urnar lágu á víð og dreif um gólfið, en fengu víst sára
litið fyrir ómakið, því að allt og sumt, sem menn sökn-
uðu á eptir, var eitt bindi af „Homer“, hitamælir, tveir
ljósastjakar úr „pletti“, bréfavog úr fílabeini, og ein
seglgarnsrjúpa “.
„Það var skrítið samsafn!“ mælti eg.
„Læt eg það allt vera“, svaraði Hayter, „þar sem
þjófarnir eigi fundu neitt fémætara, hafa þeir tekið það,
sem hendi var næst, til þess að fara ekki erindisleysu“.
„En mér sýnist, að lögreglan ætti þó endilega að
komast fyrir, hvernig þessu er varið“, gall Holmes nú
fram í, „því að það er Ijóst, að —“
3
Meira fékk hann eigi mælt, því að eg gerði honunr
þá vísbendingu með fingrinum, og mælti:
„Þú ert hér, til að hvíla þig — alls eigi til ann-
ars, góði vinur, og bið eg þig því, í guðanna bænum, að‘
fara nú ekki að brjóta heilann um þetta, meðán þú ert
enn eigj a!bata“.
Holmes yppti öxlum, leit vandræðalega á ofurstann;
og umræðurnar snerust svo að öðru.
En þó að svona tækist nú til í þetta skipti, þá var
svo að sjá, sem örlögin hefðu eigi ætlazt til þess, að
umhyggja min fyrir vini inínum bæri þann ávöxt, sem
eg hafði ætlað.
Morguninn eptir, er vér sátum að morgunverði,
vissuin vér eigi fyr af, en kjallaravörður ofurstans kom
hlaupandi, másandi, inn í herbergið, og mælti, án þess
hann kastaði á oss kveðju:
„Hafið þér heyrt það, húsbóndi góður — það, sem.
skeð hefir hjá Cunningham?“
„Innbrot líklega?“ mælti ofurstinn, sem var að bera
kaffibollann upp að munninum á sér.
„Nei, morð!“
Ofurstinn blístraði ögn. „Morð!“ mælti hann, „og
hver er þá myrtur — sá eldri, eða sá yngri?“
„Nei, hvorugur þeirra feðganna“, svaraði kjallara-
vörðurinn, „heldur Vilhjálmur, vagnstjórinn“.
„Hann hefir verið skotinn beint í hjartað“, mælti
hann enn frernur, „og hefir dáið samstundis, án þess í
honurn heyrðist stuna eða hósti“.
„Og hver skaut hann?“
„Innbrotsþjófurinn, húsbóndi góður! Vilhjálmur
kom að honum, er hann var að brjótast út um eldhús-