Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1903, Blaðsíða 3
XVII, 2.
ÞjÓðviljinn
7
M. Olsen rector, Jóni A Hjaltalín skólastjóra. og
slra Þórhalli Bjarnarsyni, forstöðunjaBfiÍ pffífífo-
skólans. _________
Landvíirn
heitir nýtt hlað. fíf hyrjaði að koma Ót í
Keykjavík 3. janúar þ. 4. — Blað þetta er geflð
út af félagi einii í fjeykjavík, og er cand. phil.
Einar Ghunnarspon ábyrgðarmaður þess, en í rit-
nefnd blaðsins eru, auk ábyrgðarmannsins: Ein-
ar Benediktsson yfirréttarmálfærslumaður og
Benedikt Sveinsson stádent.
Um stærð blaðs þessa, eða hvað mörg nr.
alls koma út iim árið, pr ekkert fast ákveðið,
en „verður hagað, §ÍSS Pg hentast þykir, eptir
því, hvernig nmrseðnr verða um stjórnarskrár-
málið“, að þyí er útgefendurnir segja.
Blað þetta er eingöngu stofnað í því skyni,
að reyna að fá ríkisráðssetu-ákvæðinu kippt út
úr stjórnarskrárfrumvarpinu, og er þvi sama
efnis, sem pésar þeirra Einars Benediktssouar og
Eir. Magnússonar, sem áður hefir verið minnzt
á hér í blaðinu _________
Drukknun.
21. des. síðastl. vildi það slys til, að maður
drukknaði i Þykkvabæjarósnum í Rangárvalla-
sýslu. — Maður þessi hét Páll Kristjánsson, um
tvítugt, og var að hálfu vinnumaður í Borgar-
tfini, en að hálfu í Hala.
Hann var að ferja tvo menn austur yfir ós-
inn, og hvolfdi ferjunni, en til allrar hamingju
bar þar þá að aðra ferju, er ætlaði vestur yfir,
og þó að henni hvolfdi þá einnig í sama álnum,
gat þó maður sá, er á henni var, og þeir tveir
mennirnir, er Páll var að flytja, haldið sér við
þann bátinn, unz á grynningar kom, svo að þeir
gátu vaðið til lands.
Lyfjabúðin í Stykkisliúlmi. 4. nóv. síðastl.
hefir konungur samþykkt, að Málfríður Möller,
ekkja Möllers sáluga lyfsala, megi halda áfram
lyfsölu í Stykkishólmi í 10 ár, frá dauðamanns
hennar að telja, en undir stjórn forstöðumanns
(provísorsj, er landlæknir tekur gildan.
Vitavarðarsýslanin á Reyk.janesi verður veitt
fl'4 i, ág, næstk., og eiga umsóknarbréfin að
ymft kOttlÍfí Hl Jnndshöfðingja fyrir marzmánað-
atínk, = Aislftwnin §ru 1200 kr.
Piltnr slasaðist í Hríflgsdal í Arnarfirði
skömmu fyrir jólin- Hann VftP með hlaðna byssu,
og hljóp skotið í hönd honunj, Svo að af honum
varð að taka tvo fingur, an var þó á góðum
batavegi, er síðast fréttist.
Úti varð maður á Rafnseyrardal í Isafjarðar-
sýslu skömmu fyrir jólin. Maður þessi hét
Sigurður, og var frá Karlstöðum í Amarfirði,
kvæntur maður. — Hann var á ferð frá Þing-
eyri, með tveim mönnum öðrnm, er skildu við
hann á dalnum, og náttuðu sig á Auðkúlu.
Daginn eptir, er menn þessir komu að Rafns-
eyri, var Sigurður ókominn þangað, en með því
að uienn hugðu, að hann kynni að hafa farið
þar fram hjá, heim til sín, var hans eigi leita
farið, fyr en daginn eptir, er kona hans fór að
grennslast eptir, hvort hann hefði eigi fylgzt með
mönnunum yfir Rafnseyrarheiði. — Pannst mað-
urinn þá fram á dalnum, eptir ieit nokkra, og var
þá með einhverju lífsmarki, og var örendur, áður
en til bæjar var komið.
Drukknun. I des. fórst sexæringur frá
Hnífsdal, með mönnum öllum; formaður var
Halldór Agúst Halldórsson, bónda Halldórssonar,
er fyr bjó á Seljalandi í Skutilsfirði. Að öðru
leyti vanta enn glöggar fréttir.
BLAfilB „Lögberg“ skýrir frá því
9. okt. síðastl., að læknir einn i Banda-
rikjunum, Bazlay að nafni, er fylgdist
með ber Bandamanna til Filippseyja, tjá-
ist hafa fundið upp óbrigðult meðal gegn
holdsveikinni, og hafi læknað 14 holds-
veikis-sjúklinga, er lágu i sjúkrahúsi þar
á eyjunum.
íteynist sögusögn þessi sönn, þá væri
sannarlega mjög mikils vert um þáupp-
götvun.
RJÚPUR Á FÆREYJUM. Árið
1890 var grænlenzkum rjúpum sleppt í
land á Færeyjurn, og hafa þær tímgazt
þar vel, en hafast að eins við á hærstu
fjallatoppum.
Árið 1896 var skozkum rjúpum einn-
ig sleppt þar í land, en siður er enn til
reynt um það, hvort þær tímgast þar vel.
Auðvitað eru rjúpur í Færeyjum al-
gjörlega friðaðar fyrst um sinn.
Kosnir bæjarfulltrúai. Yið
bæjarfulltrúakosningarnar, er fóru fram í
íteykjavík B. þ. m., voru kosnir: Halldör
Jonsson bankagjaldkeri, Tryggvi Ounnars-
son bankastjóri, Jbn Jakobsson aðstoðar-
bókavörður, dbrm. 01. Ólafsson, Kr. Þor-
grímsson kaupmaður, Bj'órn Kristjánsson
kaupmaður, Jón Brynjólfsson skósmiður.
Við kosningar þessar hefir þvi orðið
jafntefli milli listanna, er Isafoldu og
„Þjóðólfura fluttu, þar sem Hálldór Jóns-
son var á báðum listunum, en að .öðru
leyti þrir hinna kosnu á hvorum.
Til að endurskoða bæjarreikningana
voru kosnir: cand. jur. Hannes Thorsteins-
son og Gunnar kaupmaður Einarsson.
Mælt er, að töluverð óánægja hafi
verið hjá fjölda bæjarbúa yfir því, hvem-
ig kosningagjörðinni var hagað; en hvort
sú óánægja hefir verið á réttum rökum
byggð, skal ósagt látið.
Gufuskipið „Scandiaa kom um
síðustu helgi til Reykjavikur, fermt kol-
um til Björns kaupmanns Guðmundssonar.
4
gluggaun, og svo varð vesalingurinn að láta lífið, af því
að hann vildi verja eigur húsbónda sins“.
„Og hvenær gerðist þetta?“
„I nótt, er leið, húsbóndi góður, um kl. 12“.
„Nú, jæja, þá held jeg, að jeg fari þangað í dag“,
mælti ofurstinn, og hélt svo áfram að borða morgunverð-
inn, eins og ekkert hefði í skorizt.
„Það er leiðinda frétt þetta“, mælti hann svo, er
kjallaravörðurinn var farinn. „Cunningham gamli er
elzti, og mest virti, storbondinn hérna, og er í rauninni
allra bezti karl.
Hann tekur sér þetta óefað mjög nærri, því að
vagnstjórinn hafði lengi verið hjá honum, og var gott
og trútt hjú.
En það eru auðvitað sömu þorpararnir, sem brutust
inn hjá Acton, sem nú hafa verið aptur á ferðinniu.
„Sömu þjófarnir, er stálu þessu undarlega samsafni“,
mælti Holrnes hugsandi.
„Já_“.
„Má vera, að svo sé, þótt undarlegt virðist í fyrstu,
eða sýnist yður það ekki?“
„Þjófar, sem reka atvinnu sína upp til sveita“,
mælti Holmes enn fremur, „ættu, að minni hyggju, að
breyta meira til, en ekki að brjótast inn, með fárra daga
millibili, á tveim stöðum, sem liggja svo nálægt hvor
•öðrum“.
„Jeg ímynda mér helzt, að þjófarnir séu hér heima
aldir“, mælti ofurstinn, „Og er það þá næsta eðlilegt, að
þeir leita fyrst fyrir sér hjá Acton og Cunningham, sem
búa á stærstu býlunum hér í grenndinni“.
„Og eru auðugastir?“
Feögarnir frá Reigate.
Yinur minn, Sherlock Holmes, sem er alkunn-
ur lögregluembættismaður, hafði legið all-lengi veikur,
og fór því mjög fjarri, að hann væri enn orðinn albata.
Það var auðsætt, að hann hlyti að hafa gott af því,
að skipta um verustað um tíma, og dvelja nokkra hríð
uppi í sveit.
Svo vildi nú líka vel til, að gamalkunningi minn,
Hayter. ofursti, hafði nýlega keypt sér jörð, í grennd
við Reigate í Surrey-héraðinu, og var seztur þar að.
Hr. Hayter var uppgjafa-ofursti, og hafði hann ný-
lega skrifað mér til, og boðið mér að dvelja hjá sér um
tima, og hafa einhvern kunningja minn með mér.
Mér hugkvæmdist því, að ýta nú undir Holmes,og
fá hann þangað með inér.
Holmes var þess all-tregur í fyrstu, en lét þó að
lokum til leiðast, og fórum við því þangað.
Hr. Hayter var reyndur og ötull liðsforingi, er víða
hafði farið, og fór brátt, sem mig vænti, að hann og
Holmes áttu vel saman, og höfðu margt að spjalla um.
Kvöldið, sem við komum, snæddum við miðdegis-
verð hjá ofurstanum, og Holmes hallaði sér á eptir upp
í hvílubekk, er var þar í herberginu; en mér fór Hayter
að sýna byssurnar sínar.
„Yel á minnzt“, mælti hann svo allt í einu, „rétt-