Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Side 1
Verð árgangsins (minnst \ 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- [ aðarlok. VILJINN. íe=: Seytjándi ÁBGANGUR. z==| RITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =| | Uppsögn skrifleg, ógild ] nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- ; mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir j blaðið. M 15.-16. BeSSASTÖÐUM, 6. APRÍL. 19 0 3. tJtlönd Eptir nýjustu fréttum frá útlöndum, eru horfurnar á Balkanskaganum enn eigi eem friðsamlegastar, heldur sífelld smá- uppþot hér og hvar í Makfídoníu, og jafn vel búizt við, að almenn uppreisn verði hafin þá og þegar. Eptir áeggjan Bússa-stjórnar hafa ýms- ir uppreisnarforingjar úr Makedoníu, er höfðust við í Bulgaríu, verið teknir fast- ir, og svo er að heyra, sem stórveldin séu flest einráðin í því, að lofa Tyrkjum að berja á Makedoníumönnum, sem bezt þeim líkar, ef þeir vilja eigi gera sér yf- irráð Tyrkja að góðu, og kveður svo rámmt að því, að jafn vel ýms frjáls- lyndu blöðin á Þýzkalandi ráða soldáni til þess, að „hlífast hvergiu, heldurkúga allar uppreisnartilraunir harðri hendi. Tyrkjasoldán hefir nú einnig lýstþvi yfir, eptir undirlagi Rússa og Austur- ríkismanna, að öllum Makedoningum, er gerzt hafi sekir um politiskar yfirtroðsl- ur, skulu gefnar upp sakir, ef þeir vinni soldáni hollustueiða, og selji vopn sín af hendi; en Makedoníumenn láta sér fátt um finnast, og þykjast hafa reynzluna fyrir sér í því, að loforðum Tyrkja sé jafnan lítt treystandi, enda réttarbætur þær iítilsvirði, er Rússar og Austurríkis- menn hafi farið fram á. Sagt er, að uppreisnarmenn geri sér von um, að geta haft um 40 þús. vopn- aðra manna, ef til almennrar uppreisnar komi, og er það áð visu all-álitlegur styrkur, þótt lítið dugi að líkindum móti herliði Tyrkja, sem er miklu fjölmennara, og einkar vel æft. Rússar og Austurríkismenn halda enn áfram að draga sem óðast lið saman við landamæri sín, er næst eru Balkanhér- uðunum, og Tyrkir búa lið sitt eptir föngum, svo að allt bendir i þá áttina, að tiðinda geti orðið von, áður en iangt um líður. Svo er að heyTa, sem Bretar séu all- hlynntir Makedoníumönnum, þó að hæp- ið sé ef til vill, að þeir hefjist handa þeirra vegna. — — — Rússland. Miklum tíðindum þykir það sæta, að Nicolaj keisari hefir 11. marz siðastl. gefið út „ukas“, eður opið bréf, þar sem boðið er, að allir rússneskir þegn- ar skuli framvegis njóta fullkomins trú- arbragðafrelsis, þó að grísk-kaþólska kirkj- an sé þjóðkirkja ríkisins. í bréfi þessu mælir keisari einnig svo fyrir, að skipa skuli ýmsar nefndir, til að íhuga, hvernig bæta megi kjör bænda og verkmannalýðs, og hefir rússneska þjóðin fagnað mjög þessu keisara-bréfi, sem von er, og ætlar það fyrirboða þess, að ögn taki að rofa til i rússneska rik- inu, þó að langt sé til sólar. I sumum sveitum á Finnlandi hefir kveðið mjög að bjargarskorti, sakir upp- skerubrests síðastl. sumar, svo að menn hafa viða blandað brauð berki meira, en hollt er, og ýmsir sýkzt af. —--------— Bretland. Chamberlain, nýlenduráð- herra Breta, er nú nýlega kominn heim úr Afríkuför sinni, og hafa Bretar fagn- að honum vel, þykir hann hafa farið þangað frægðarför, og vænta góðs árang- urs af förinni. Ymsir kjósendur á Bretlandi eru nú farnir að hafa orð á þvi, að ekki lækki enn skattar á þjóðinni, þótt Búa-ófriðin- um sé lokið, og í þann strenginn tók Rosebery lávarður ný skeð á fundi í Glasgow, að gjalda yrði varhuga við því, að „keisara-stefnanu yrði þjóðinni eigi of dýr, og þótti honum lítið koma í aðra hönd fyrir álögur þær, er brezkir kjós- endur yrðu að bera. Mjög kvarta náma-eigendur í Johann- isburg í Transvaal um verkmannaskort um þessar mundir, þykjast þurfa 200 þús. verkmanna, en fá að eins um 20 þús., og hafa því komið fram tillögur um það, að flytja inn 100 þús. Kínverja til Suð- ur-Afríku; en mörgum þykir það ísjár- vert, og ferst það þvi að likindum fyrir. Þýzkaland. Luísa krónprinsessa á Saxlandi er nú komin i sátt við foreldra sína, og nánustu skyldmenni, og sagt, að hún sé skilin við Gíron til fulls, hvað sem hæft er í því. — Mælt er, að svo hafi og samizt, að hún fái að sjá böm sin tvisvar á ári, ef hún selur saxnesku konungsættinni í hendur yngsta barnið, er hún hefir alið það. Ráðherraskipti era nýlega orðin í Baiern, Crailsheim greifi farinn frá stjóm, en Podewíls fríherra tekinn við forstöðu nýja ráðaneytisins, með því að kosning- amar gengu eigi Crailsheim greifa i vil, og segja menn, að tilefnið til þess sé einkum það, að í fyrra, er þingið synj- aði um fjárveitingu, er stjómin hafði far- ið fram á, til að kaupa ýms listaverk, þá sendi Villijálmur keisari, er staddur var i Smnemiinde, hraðskeyti þess efnis, að synjunþessi hefði vakið hjá sér „dýpstu sorg og gremju“, og bauðst til þess, að leggja sjálfur fram 100 þús. króna í ofan greindu skyni. Þetta boð keisarans var að vísu eigi þegið, þvi Luitpold prinz, ríkisstjóri i Baiern, er komst i hálfgerð vandræði, út af þessu fjárframboði keis- arans, svaraði þegar, að einn ráðherranna hefði þegar boðið fram féð, svo að hið veglynda boð keisarans yrði eigi þegið. En þessi afskipti Vilhjálms keisara, að því er sérmál Baierns snertir, likaði kjós- endum illa, og létu þvi óánægju sína bitna á stjórninni. — — — Holland. Miklar æsingar eru í Hollandi um þessar mundir, út af þvi að ráðaneyt- ið, er dr. Kuyper veitir forstöðu, hefir lagt fyrir þingið hið svo nefnda „tugt- húsfrumvarp“, er ákveður harðar hegning- ar, ef mönnum sé aptrað frá vinnu. Auk þess vill stjórnin einnig, að hermenn séu vandir við hvers konar stjórn og vinnu á járnbrautum, svo að gripa megi til þeirra, ef verkfall ber að höndum, svo að aldrei þurfi að þvi að reka, að ferðir járnbrauta stöðvist, enda höfðu stjómir ýmsra rikja kvartað undan stöðvun þeirri, er varð á ýmsum jámbrautaferðum ný skeð, er verkfallið í Hollandi stóð yfir. En þó að stjórnin ráðgeri, að gera ráðstafanir til þess, að skipaðar verði nefndir, til að íhuga og meta kröfur verk- manna, þá hafa þó ofan greind nýmæli vakið svo megnar æsingar á Hollandi, að stjórnin hefir orðið að láta 15 þús. her- manna gæta járnbrautarstöðva, og ýmsra opinberra bygginga, dag og nótt. Eggjan Matthíasar. ---°ó»- Síðan það varð hljóðbært, að eg myndi bjóða mig fram við næstu alþingiskosn- ingar hjá Yestur-Ísíirðingum, hefir sum- um kunningjunum orðið næsta tíðrætt um kjördæmaskiptinguna ísfirzku á síð- asta þingi. Það virðist reyndar vera fremur þýðingarlítið að ræða það mál, þar sem þvi er til lykta ráðið í bráð og lengd. Tilgangurinn hefir heldur ekki verið sá, að skýra málið á neinn veg, heldur að sverta framkomu mína í þvi fyrir kjósendum, og til þess að ná þeim veglega tilgangi hefir ýmist verið skýrt rangt frá ýmsum atriðum málsins, eða öðrum alveg sleppt, er réttlætt gátu at- kvæði mitt i þessu máli. Af þessu bergi er brotin grein Matthíasar Ólafssonar i 16. tölubl. ísfirzka landshöfðingjamál- gagnsins; á grein sú að vera nokkurs konar lögeggjan til Vestur-ísfirðinga, að kjósa mig ekki i vor. Mér kemur ekki til hugar að svara grein þessari orði til orðs, það yrði of- langt mál um litið efni; en á því furðar mig, hve litlar kröfur Matthías gjörir til dómgreindar og athygli sveitunga sinna, með því að bjóða þeim slíka ritsmíði. Hann segir, að Yestanmenn hafi sök- um óhægðar á að sækja kjörfund og ofur- eflis Norðanmanna, ef í kapp færi, ekki séð sér fært að undanförnu að koma neinum sinna manna að þingmennsku, og þess vegna hafi þingmennirnir jafnan verið úr Norðurhlutanum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.