Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Blaðsíða 2
58 Þjóðviljinn Þessu víkur allt öðru vísi við. Því skal að vísu sízt neitað, að óhægt só að sækja kjörfund úr vestustu hrepp- um Vestursýslunnar, en það er þó ekkert óhægra, heldur en úr næstum helmingi Norðursýslunnar, eins og Matthíasi má vera fullkunnugt, svo þessi ástæða fyrir þÍDgmannsleysi Vestur-Isfirðinga er hé- góminD einber. Matthías gjörir með þessu allt of lítið úr Vestur-ísfirðingum að væna þá þess ódugnaðar, að þeir sök- um þessarar óhægðar hafi ekki séð sér fært að koma „sínum mönnum að“, ef ekki hefði verið annað til fyrirstöðu. En þá kemur hann með óttann fyrir ofur- efli Norðanmanna. Ekki er meira varið i þá röksemd. Sá ótti er allsendis ástæðu- laus. Eða hvenær hafa Vestan- og Norðan-menn staðið sem afmarkaðir flokkar við alþÍDgiskosningar og Norðan- menn neytt aflsmunar? Aldrei. Meira að seg;ja, fýrst er kosið var til löggjafar- þingsins 1874, var sá þingmaðurinn, er Lérlendur var, sira Stefán sál. í Holti, einmitt úr Vestursýslunni; en þess getur Matthías auðvitað ekki. I seinni tíð hafa þingmenn Isfirðinga verið búsettir í Norðursýslunni, það er satt. En vegna hvers? Vegna þess, að Vestanmann hafa ekki átt völ á þeim þingmannsefnum þar vestra, er hefðu svo almennt traust og tiltrú sveitunga sinna, að þau fengju safnað um sig þorra kjós- enda þar vestra. Þetta má Matthías vita manna bezt af sorglegri eigin reynzlu. Hann er eina þingmannsefnið úr Vestur- sýslunni um langan aldur, og vill hann segja, að ófarir sínar, hvað eptir annað, séu ofurefli Norður-ísfirðinga að kenna? Nei, hann má vera Norður-ísfirðingum miklu þakklátari, en sveitungum sínum í því efni. I fyrra skiptið, þegar hann „dumpaði“, fókk hann úr Norðursýslunni, að mig minnir, fullan belming þeirra fáu atkvæða, er honum voru greidd, ogí síðara skiptið, eða 1902, fékk hann örfá önnur atkvæðí úr Vestursýslunni, en þau, sem honum betri menn höfðu tryggt honum með skriflegum skuldbindingum í eÍDum til tveimur hreppum, en úr Norðursýslunni fékk hann þar á móti um 30 atkvæðum fleira, en úr Vestursýslunni allri. Matt- hías mun varla neita því, að kapp hafi verið í tveimur siðustu alþingiskosning- um hór í sýslu, en það kapp var alls ekki milli Vestan- og Norðan-manna, og hvað er svo maðurinn að blaðra um kapp og ofurefli Norðanmanna gagnvart Vest- anmönnum? Hitt má vel vera, að fylgi Norðanmanna við „þetta mjög álitlega þingmannsefni“ hafi stafað af því, að þeir þekktu það ver, en Vestanmenn. — Það eru svo margir duglegir áhuga- menn um iandsmál i Vestursýslunni, að þeir hefðu ekki látið óhægð á kjörfundarsókn, nó ímyndaða hræðslu við ofurefli Norð- anmanna, fæla sig frá því, að reyna að koma „sínum mönnum“ að, ef þeir hefðu átt þeirra manna völ í Vestursýslunnb er þeir almennt treystu til þingmennsku vanzalaust fýrir kjördæmið. Þar með er auðvitað ekki sagt. að slíkir menn hafi ekki fyr og siðar verið til i Vestursýsl- unni, en þeir hafa ekki gefið kost á sér. En hitt er Vestur-Isfirðingum fremur til lofs, en lasts, að þeir hafa ekki látið hér- aðaríg eða hreppapólitík, er einstakir menn þar vestra hafa sífellt reynt að ala, ráða atkvæðum sínum við alþingiskosn- ingar. Ekki gerir Matthías sveitungum sín- um hærra undir höfði, er hann kveður sýsiuskiptinguna hafa haft svo almennt fylgi í Vestursýslunni, sökum þess, að þá yrði Vestursýslan af sjálfu sér sérstakt kjördæmi, er hún væri laus við Norður- sýsluna. Siíka blessaða einfeldni, að halda, að skipting eins sýslufélags í tvö gjöri sýsluna að tveimur kjördæmum, án frekari lagabreytinga, frábiðja sór vist allir skynsamir Vestur-ísfirðingar, þótt hann Matthías Ólafsson segi það sjálfur. Það er kemur til afskipta minna af kjördæmisskiptingunni á síðasta þingi, þá stend eg við hvert einasta orð, er eg sagði um það mál, enda eru ummæli min i þingtíðindunum óhrakin þann dag í dag. Eins og það mál var framborið, og eins og á stóð, taldi eg rótt, að snúast eins við því og eg gerði. Það lá fvrir þinginu gagngerð breyting á kosingar- lögunum i heild sinni, sem allur þorri þingmanna taldi sjálfsagt að samþykkja. Samkvæmt þessari breyting (kjörstaður í hverjum hreppi) hurfu alveg örðugleik- arnir á að sækja kjörfund. Auk þess var það samhuga álit alls þingsins, að gjöra miklar breytingar á kjördæmaskipt- ingu alls landsins á næsta þingi, sem og líka að nokkru leyti leiddi af stjórnar- skrárbreytingunni. Um þessa breyting er nú, samkvæmt ályktun þingsins, leitað álits allra sýslunefnda á landinu. Þing- ið taldi engan efa á því, að kosningar- lagafrumvarpið yrði staðfest, enda fyrir næsta þing, þótt raunin hafi önnur orðið. Þegar nú svona var ástatt, þá var lítt skiljaniegt, hvernig svo mikið gat legið á því, að taka þessa einu kjördæmabreyt- ing út úr öilu kosningamálinu, þar sem enginn minnsti vafi gat leikið á því, að hún kæmist jafn skjótt á, og kjördæma- breytingin í heiid sinni. Og enn óvið- feldnari var þessi aðferð, þegar þess er gætt, að með þessari skiptingu var al- gerlega vikið frá þeirri grundvallarreglu, sem sjálft þingið 1902 taldi rétta, þeirri reglu, að gjöra kjördæmin sem jöfnust að kjósandatölu og víðáttu. — Með þess- ari breytingu var gengið þvert á móti þessari reglu, þar sem hún hafði i för með sór töluverðan ójöfnuð fyrir meiri hluta kjördæmisins, meðan ekki var gerð frekari breyting á kjördæmunum. Þetta taldi eg mér skylt að taka til greina, sem þingmaður kjördæmisins, og þetta álit mitt hafði eg áður látið uppi í heyr- anda hljóði á kjörfundi ísfirðinga 1900, svo Vestur-ísfirðÍDgum var það ekki með öllu ókunnugt; og að allmargir þeirra hafi litið nokkuð likt á þetta mál, virð- ist atkvæðagreiðslan úr Yestursýslunni á njörfundinum 1902 benda á, að minnsta XYII, 15,—16. kosti dugði Mat.thíasi lítt á þeim fundi hið eldheita fylgi sitt við þetta mál. Auðvitað er öllu því, sem hór hefir verið tekið fram, sleppt í þessari Matthi- asar-grein, og öðrum þess háttar ritsmíð- um um mál þetta, af vel skiljanlegum ástæðum. Það var á vitorði allra þingmanna á siðasta þingi, og er nú orðið á vitorði allrar þjóðarinnar, hvað olli hinu mikla kappi hins svo nefnda heimastjórnar- flokks, að knýja mál þetta fram, og þeir verða vist sárfáir, sem trúa því, að þar hafi einungis ráðið umhyggja fyrir velferð Y estur-Isfirðinga. Hvort framkoma mín i þessu máli hefir gjört mig „ómögulegan“ hjá Yest- ur-ísfirðingum, eins og Matthías óskar og vonar, um það ber mér auðvitað ekki að dæma. Eg hefi í þessu máli, sem öðrum, fylgt sannfæringu minni, og það er mér nóg, hverjar sem afleiðingamar verða. En eptir þvi áliti, sem Yestur- Isfirðingar hafa fyr og síðar haft á Matt- híasi kunningja minum, þá vil eg ráða honum til að ætla sór ekki þá dul, að allur þorri þeirra láti sig nokkru skipta lögeggjanir hans gegn mér. Þeir munu, ef eg þekki rétt til, alls óhræddir taka á sig alla ábyrgð á atkvæðagreiðslu sinni við næstu kosningar, þótt þeir viti, að Haukadals-factorinn sé ófáanlegur til að lilaupa undir þá byrði. Af mór er það að segja., að eg „ræ“ alls óhræddur við þenna uppgang, sem nú er á Haukadals- hyrnunni, úr þeim gúlpi tel eg mór ekki mikils andviðris von, og sama er að segja um allar rokurnar, og upplapninginn úr Þjóðólfi, i landshöfðingjamálgagninu is- firzka, er eg hér eptir, sem hingað til, mun láta eins og hvern annan vind um eyrun þjóta. Þeir menn eru til, er mað- ur kýs fremur last þeirra, en lof. Vigur í inarzmánuði 1903. Sigurður Stefánsson. "',~a HfÖEG JÁEN í ELDINUM. Það á ekki til að sleppa, að gjöra allt, sem gjört verður, til að reyna að koma sýslu- manni H. Hafstein á þing, enda þykir nú landshöfðingjasveitinni það mjög miklu skipta, að þær tilraunir takist sem bezt. í 13. nr. „Þjóðv.“ gátum vér um ó- ganginn í Eyjafjarðarsýslu, þar sem frændi hans, Havsteen consúll, stendur fyrir und- irskriptasmöluninni. En ekki nægir, að hafa eittkjördæm- ið í takinu, því að í síðustu póstbréfum til vor úr Strandasýslu er fullyrt, að þar sé verið að leita hófanna hjá ýmsum um það, hvort Hafstein megi fylgis vænta, ef Ouðjón gangi frá. Loks er það og í almæli i Vestur- Isafj arðarsýslu, „ erindsrekakj ördæminu “, er svo var nefnt á síðasta þingi, að hvort- tveggja sé til, að Jöhannes hreppstjóri Ólafsson á Þingeyri bjóði sig þar fram, á móti síra Sigurði Stefánssyni i Vigur, þingmannsefni vor framsóknarflokks- mannanna, eða Jöhannes þoki fyrir sýslu- manni sínum, er til kemur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.