Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Síða 3
XVII, 15,—16. Þjóðviljinn. 59 Það er því synd að segja, að maður- inn hafi ekki mörg spjótin á lopti, og verður nú fróðlegt að vita, hvar aðal- atrennan verður að lokum. Nokkrir Hnítiirðingar (þ. e. venzlafólk landshöfðingja á Borðeyri, og þar í grenndinni) hafa ný skeð skor- að á Ouðjön Ouðlaugsson, fyrverandi þing- mann Strandamanna, að gefa enn kost á sér til þingmennsku, og er svo að heyra, sem Quðjbn hafi í vetur látið, sem sér væri um og ó um þingmennskuna, enda hefir það verið venja hans fyr, þykir má ske meira til þess koma, að láta ganga ögn eptir sér, og er það að visu mannlegt. Sjálfsagt verður þó þessi áskorun Hrútfirðinganna að skiljast svo, að þeir kjósi engu síður sýslumann H. Hafstein, ef tilraunir hans annars staðar mistakist, enda mætti þá bæta Guðj'oni upp þing- mennskumissinn, ef landshöfðingjaliðið nær æðstu völdunum hér á landi, þegar konungkjömir þingmenn verða skipaðir í aprilmánuði næsta ár, svo að það yrði þá að eins þingsetan á komanda sumri, sem hann leggði í sölumar fyrir þessa góðvini sína. ---x------------ Geðvondur blaðstjóri. í t>laði voru gátum vér þess, 19. marz síðastl., að yfirdómari Jón Jensson hefði höfðað meiðyrða- mál gegn rítstjóra „Þjóðólfs“, út af brígslyrðum um hlutdrægni í dómarastörfum i snæfellska verðlagsskrármálinu, og að trúlegt væri, að yfir- dómari Kr. Jónsson myndi gera honum sömu skilin, eins og raun er nú einnig á orðin. Þessa gátura vér alveg þykkju- og kalalaust, sem hverra annara almæltra tíðinda, en engu að síður stekkur þó ritstjóri „Þjóðólfs11 upp á nef sér, og segir, að vér séum að spana Kr. Jónsson til lögsókna gegn sér(!) Almenningur á að trúa því, að yfirdómari Kr. Jónsson hafi alls ekki ætlað sér í mál, en nú verði ritstjóri „Þjóðólfs“ að þola þetta píslar- vætti, einungis sakir áeggjana ritstjóra „Þjóðv.“ og „ísafoldar"-!!) Vesalings maðurinn(!) En þó að ritstjóri „Þjóðólfs11 styddi að því, með atkvæði sínu á alþingi síðastl. sumar, að láta halda áfram fávislegri sakamálsrannsókn gegn oss, og geti því tæplega vænzt þess, að vér tökum oss mjög nærri, þó að hann hljóti nú skömmina og skaðann í málaþrefi þessu, þá fer því þó mjög fjarri, að vér séum nokkur sök í raunum hans og hugarangri. Það er vinar hans, dánumannsins í Stykkis- hólmi, að reyna að mýkja þau sárin. Og þar sem ritstjóri „Þjóðólfs11 getur þess til, að nú muni oss þykja gjafsóknarréttur em- bættismanna góður, þá talar hann þar út á þekju, þar sem vér minntumst þess alls eigi í fréttagrein vorri, og höfum fyrst síðar heyrt þess getið, að annar yfirdómarinn (Jón Jensson) reki málið gegn „Þjóðólfi“ með gjafsókn. En ekki er þvi að neita, að þar sem gjaf- sóknarréttur embættismanna á sér enn stað, þá fer ekkert illa á því — svona rétt til tilbreyt- ingar — að sjá honum þó einu sinni beitt gegn léttadrengjum landshöfðingjans. Hinum tilhæfulausu svivirðingarorðum, er ritstjóri „Þjóðólfs11 beinir til vor, út af eltinga- leik landstjórnarinnar fyrrum, svörum vér eigi; þau sýna mannparta ritstjórans dável; en þegar menn gæta þess, hve eymdarskrókkslega hann ber sig, út af þessum meiðyrðamálum, þá geta menn getið sér þess til, að hann myndi eigi maður fyrir miklu. Húsbruni á Akurcyri. Aðfaranóttina 26. febr. síðastl. brann brauð- gjörðarhús Höep/wers-verzlunar á Akureyri, og vita menn eigi gjörla, hvernig eldurinn kvikn- aði. Til allrar hamingju vaknaði einn vinnu- mannanna, og varð var við reykjarsvælu, og gerði þá hinu fólkinu þegar aðvart, og bjargaðist það því allt, en flest mjög fáklætt, og börnin að eins borin í rekkjuvoðum. — Húsið brann til kaldra kola, og mátti heita, að engu af innanhússmun- um yrði bjargað. Húsið var í eldsvoðaábyrgð, og sömuleiðis húsmunir hr. Axels Schjöth’s, forstöðumanns brauðgjörðarhússins, en vinnufólkið missti nær alla sína rnuni, og efndu því Akureyrarbúar þegar til samskota, til þess að bæta því fjár- tjónið. Strandað tiskiskip. Fiskiskipið „Tjörfi“, eign hr. Porvaldar Dav- íðssonar á Oddeyri, er lagt hafði út í öndverð- um marzmánuði, hreppti verstu veður, og varð fyrir þeim áföllum, að skipverjar hleyptu því á land í Rekavík bak Eátur í ísafjarðarsýslu í ofsa-rokinu 8. marzmánaðar, og brotnaði skipið þar í spón, en skipverjar björguðust í Jand á kaðli, og fengu engu af dóti sinu bjargað. —■ Skipstjóri hét Steinn Jónsson, úr Höfðahverfi í Eyjafirði, vaskleikamaður. Mælt er, að skipið hafi verið í sjóábyrgð er- lendis. Aflaleysi við Eyjaljörð. Síðan fyrir jólaföstu hefir verið mesta afla- leysi á Eyjafirði, hvorki orðið þar síldar- eða fiskvart, að heitið geti. Á hinn bóginn hafa Akureyrarbúar Veitt tals- vert af hákarli upp um ís á Pollinum, og segir „Norðurland11, að á 2 dögum hafi veiðzt þar yf- ir 100 hákarlar. Haíisliroði kom að Horni, og að Hornströndum, allt að Straumnesi, 10.—11. marzmánaðar, en rak þegar frá aptur í sunnanroki 13. s. m. 68 Hermann hafði spilað á þrist, og Tchekalinskí stokkaði nú spilin, og gaf, og kom þá tía hægra megin, en þristur vinstra megin. „Jeg vinnu, sagði Hermann, og sýndi þristinn. Allir urðu hissa, en Tchekalinskí hnikklaði ögn brýrnar, og að eins í svip, en brosti svo, sem fyr. „Óskið þér, að jeg borgi upphæðina þegar“. „Já, þakka yður fyrir; það er mér kærast“, svaraði Hermann. Tchekalinskí tók þá bankaávísanir úr vasabók sinni, og borgaði, en Hermann fór frá spilaborðinu, drakk eitt glas af „límonaðiu, og gekk svo heim til sín. Kvöldið eptir kom Hermann aptur, og var Tcheka- linski þá við spilaborðið, eins og hann var vanur. Hermann gekk að spilaborðinu, og allir þokuðu þá frá, en Tchekalinskí hneigði sig mjög vingjarnlega. Hermann beið ögn, en tók svo spil, og lagði á það 95 þús. rúbla. Tchekalinskí stokkaði, og gaf sér, og var þá gosi hægra megin, en sjö til vinstri handar. Hermann sýndi spil sitt, sem var sjö, og urðu þá allir mjög hissa. Tchekalinskí fór nú einnig að þykja þetta all í- skyggilegt, en borgaði Hermanni þó féð. Hermann tók ofur-rólega við peningunum, en stóð svo upp, og gekk burt. Næsta kvöld kom Hermann enn á vanalegum tíma, og kom engum það óvænt. Hershöfðingjarnir hættu við vistina sína, og alla langaði til þess, að horfa á þetta kynlega spil, og þyrpt- ust þegar að spilaborðinu. 57 „Þau myndu eyða fénu“, mælti Hermann enn frem- ur, „því að sá, sem eigi getur gætt arfs þess, er hann fær, hlýtur að deyja, sem félaus ræfill, þó að hann kunni ótal djöfla-brögðu. „En jeg er skynsamur maðuru, hélt Hermann áfram, „og þekki, hvers virði peningar eru. í mínum höndum skulu spilin eigi verða vanbrúkuð. Æ! gerið mig nú hamingjusamanu. Að svo mæltu þagnaði Hermann, og beið nú svars- ins skjálfandi. En greifafrúin mælti eigi orð frá munni. Hermann kraup nú á kné, fyrir framan hana, og mælti enn á ný: „Hafi hjarta yðar nokkru sinni þekkt ástríðu ástar- innar, og hafi mannlegar tilfinningar nokkurn tíma hrært hjarta yðar, þá grátbæni eg yður um það, að verða við ósk minni. Seg mér nú frá leyndarmáli þessu! Minnist þess, að þér eruð nii orðin gömul, og eigið ekki langa hrið ólifaða! Minnist þess, að gæfa mín er í yðar höndum, og að eigi að eins jeg, heldur og börnin, og barnabörnin mín, munu jafnan blessa minningu yðar!u En þrátt fyrir allt þetta raus, þagði gamla greifa- frúin, sem steinninn. Hermann spratt þá upp, tók upp hjá sér marghleypu, og æpti af mikilli gremju: „Kerlingin þín! Jeg skal neyða þig til þess að talau. Þegar greifafrúin sá marghleypuna, varð hún aptur all-óróleg.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.